Morgunblaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐJÐ — ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1973
velvakandi
Veivakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Gæzluportíð við
Bankastræti
Erla Einarsdóttir skrifar á
þessa leið:
„Kæri Velvakandi.
Ég legg það ekki í vana
minn að skrifa i blöð, en ég get
ekki orða bundizt yfir þeirri
nýjung að hafa bamagæzlu í
miðborginni. Ég ætlaði að nota
mér þessi þægindi í gær, en er
ég kom með dætur mínar inn i
portið við Bankastræti var mér
sagt, að þvi miður va^ri ekki
tekið við börnum eldri en fimm
ára — þó væri gerð undanþága
með sex ára böm. Ég sagði
gæzlustúlkunum, að ég væri að
fara í læknisskoðun sem satt
var, og spurði hvort ekki væri
hægt að lofa telpunum að vera
þama svo sem klukkustund.
Yngstu telpuna þýddi ekkert
að skilja eftir eina þar sem hún
væri svo feimin. Nei, það pass-
aði ekki inn í „kerfið". Samt
voru ekki nema þrjú böm fyrir,
svo að ekki var það vegna
þrengsla, sem ekki var hægt að
taka við telpunum.
0 Vill gjarnan greiða
fyrir þjónustuna
Er ekki hægt að hafa stærri
völl, svo að hægt sé að taka við
eldri bömum en fimm ára? Ég
myndi með gleði borga fyrir þá
þjónustu, ef kostnaðarhlið-
in er eitthvert atriði. Það
eru áreiðanlega fleiri mæð-
ur en ég, sem eiga sex, sjö og
átta ára börn, sem þær þurfa
að koma fyrir þegar þær bregða
sér i bæinn.
Einnig langar mig að spyrja
Kórskólinn
Kórskóli Pólýfónkórsins tekur til starfa
um næstu mánaðamót.
Kennt verður í Vogaskóla á mánudags-
kvöldum 2 stundir í senn. Kennslugrein-
ar: Söngur, heymarþjálfun (tónheyrn og
hljóðfall), nótnalestur, kórsöngur.
Kennarar: Ruth Magnússon, Einar
Sturluson, Lena Rist og Ingólfur Guð-
brandsson, söngstjóri.
Inntökuskilyrði engin fyrir byrjendur,
en einnig verður starfræktur framhalds-
flokkur fyrir lengra komna. Kennslu-
gjald kr. 2.000,00 greiðist fyrirfram.
Innritun í síma 2-66-11 á skrifstofutíma.
PÓLÝFÓNKÓRINN.
hvort ekki sé hægt að hafa um-
ferðarmerki neðar en nú er.
Það þarf að fylgjast vel með
gangandi vegfarendum og böm
um, og þá er ekki gott að þurfa
sífellt að vera að skima upp i
loftið eftir umferðarmerkjum.
Ég ætla ekki að hafa þessi
orð fleiri, en vona að Velvak-
andi eigi langa göngu fyrir
höndum, þvi að svona þættir
eru alveg nauðsynlegir.
Kær kveðja,
Erla Einarsdóttir,
Norðurgötu 9 A,
Vestmannabyggð,
Hveragerði."
Ekki verður það í fljótu
bragði séð hvers vegna einung-
is er tekið við bömum innan
sex ára aldurs á gæzluveUin-
um við Bankastræti, sérstak-
tega þegar örfá börn em þar
fyrir. Þetta hlýtur þvi að vera
smáatriði, sem auðvelt er að
lagfæra.
0 Um heilsufræði
I. Haraldsdóttir skrifar frá
Hereford í Englandi:
Platigrium
varsity
skólapenninn
f skólanum verða nemendur að
hafa góða penna, sem fara vel í
hendi og skrlfa skýrt.
Lítið á þessa kostl
PLATIGNUM VARSITY-
skólapennans:
•jf Er með 24ra karata gullhúð og
Iridiumoddi.
Skrlfar jafnt og fallega.
Fæst með blekhylki eða
dælufyilingu.
^ Blekhylkjaskipti lelkur einn.
■fc Varapennar fást ð söiustöðpm.
Pennaskipti með einu handtaki.
■jf Verðið hagstætt
FÆST f BÓKA- OG RITFANGA-
VERZLUNUM UM LANO ALLT.
ANDVARI HF.
umboðs og heildverzlun
SmiSjustíg'4. Sími 20433.
„Hversu oft heyrir maður
ekki: „Nonni minn borðar svo
mikinn sykur, að ég er hrædd
um að hann fái sykursýki."
Eða: „Guðmundur fær ailtaf
skóna hans Lalla þegar hann
er vaxinn upp úr þeim." „Ja,
hann Óskar litur bara vel út
núna, hann er svo feitur og
sællegur." Svona yfirlýsingar
lýsa vanþekkingu, — sömu-
leiðis er vanþekking á kynsjúk-
dómum og getnaðarvömum
mjög áberandi.
Þar eð íslenzka þjóðin kvað
vera mjög vel upplýst, og
menntun hennar á háu stigi, er
ákaflega einkennilegt hversu
mikál vanþekking virðist vera á
likamsrækt og heilbrigðismál-
um almennt.
Okkur hefur ölium verið feng
imn líkami til umráða, en hvern
ig stendur á þessari vanþekk-
ingu? Varla telst þetta vera
einkasvið læknismenntaðra,
því hvað stendur okkur nær en
góð heilsa og hraustur líkami?
% Nauðsyn aukinnar
fræðslu
Þvi virðist nauðsynlegt að
auka þekkingu almennings á
þessu sviði. Ekki vantar fjöl-
miðla á landi okkar, þannig að
það ætti að vera auðvelt. Þvi
ekki að hafa daglegan dá!k í
jafn víðlesnu blaði og ykkar,
þar sem væru almennar upp-
lýsingar um heilsufræði?
Sykursýki er til dæmis ekki
afleiðing of mikillar sykur-
neyzlu, en hins vegar veldur
sykumeyzla tannskemmdum.
Engir tveir fætur eru eins, og
skór, sem stóri bróðir er vax-
inn upp úr eru beinlínis skað-
legir fótum litla bróður. Of-
fita er að kála íbúum hins þró-
aða heims, og feitur likami ber
ekki vitni um gott heilsufar
heldur slæmt.
Sömuleiðis mætti hafa spum
ingaþætti, þar sem almenning-
ur sendi inn fyrirspumir várð-
andi heilbrigðismál og sér-
menntaðir mene gæfu svör við
þeim. Læknar gætu einmig
skrifað greinar um algenga
sjúkdóma á einfaldan hátt, sem
almenningur ætti hægt með að
skilja.
Skólar þurfa líka að hjálpa
til við þessa uppfræðslu, m.a.
með því að halda umræðufundi
um lyfjavandamál, kynsjúk-
dóma og getnaðarvamir
(brunniinn ætti að byrgja áður
en bamið er dottið ofan í). Leik
fimikennsla ætti ekki einungis
að byggjast á æfingum eða leikj
um, heldur einnig fræðslu u«n
það hvernig líkam'nn er upp-
byggður og hvernig starfsemi
hans fer fram.
Nú er talið nauðsynlegt að
auka þekkingu fólks á eigin
líkama, þvi að eitt aðalmark-
mið læknisfræðinmar nú á tím-
um er heilsuvemd.
Með þakklæti,
I. Haraldsdóttir, M.C.S.P.
Hereford,
Englandi."
Það er ekki víst, að alldr séu
sammála um að vanþekking
okkar íslendinga sé mikil hvað
snertiir heilbrigðismál og
heilsugæzlu. En sjálfsagt geta
allir tekið undir það, að í þess-
um efnum, verði seint ofgert.
Ný sending
HAUST- og VETRARKÁPUR.
PELSKÁPUR og JAKKAR.
KÁPU- OG DÖMUBUÐIN,
Laugavegi 46.
sölu ■
2ja herb. íbúðir: Sæviðarsund t— Ljósheimar — Vesturberg —
Hraunbæ — Fálkagata.
Hús við Langholtsveg: 3ja herb. íbúð á 1. hæð — 2ja herb.
íbúð í risi — 2 herb. o. fl. í kjallara — bílskúrsréttur —
selst í einu eða tvennu lagi.
Fokheldar 2ja herb.: :2ja herb. íbúðir með bílskúr við Ný-
býlaveg í Kópavogi. — íbúðirnar verða afhentar fok-
heldar — pússaðar utan — tvöfalt verksmiðjugler.
HlBÝLI & SKIP
— Garðastræti 38. — Sími 2 62 77.
Heimasímar: 2 01 78 — 5 19 70.
Umboðssími DÁTAII. 36 4 35