Morgunblaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐfÐ---ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1973 gerðum Breta, jafnvel Vest- ur-Þjóðverjar, þótt þeir stundi enn ólöglegar veiðar innan hinnar nýju íslenzku landhelgi. Jafnt og þétt hefur þrýst- ingurinn á Breta síðan verið aukinn af Atlantshafsbanda- lagsþjóðunum. Foruátan hef- ur verið í höndum fram- kvæmdastjóra bandalagsins, en einstakar ríkisstjórnir hafa einnig beitt áhrifum sínum, ekki sízt Bandaríkjastjórn með Kissinger, núverandi ÞRÝSTINGUR NATO-ÞJÓÐANNA Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasöiu 22,00 kr. eintakið. egar samkomulag varð um það á liðnu vori að leita ásjár Atlant sh a fsb and a 1 ags - þjóðanna vegna yfirgangs Breta, gerðu fæstir ráð fyrir skjótum árangri af aðgerðum þeirra. Ljóst var, að Atlants- hafsbandalagið gat ekki fyr- árskipað Bretum að hætta of- beldisaðgerðum, því að á- kvarðanir er einungis unnt að taka með samhljóða at- kvæðum. Samt sem áður töldu bæði stjóm og stjórn- arandstaða helzt árangurs að vænta af hálfu Atlantshafs- bandalagsins. Sjálfstæðis- flokkurinn lagði að vísu til, að jafnhliða yrði atferli Breta kært fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en rík- isstjórnin treysti sér ekki til að fara þá leið, heldur ákvað hún að kæra málið einungis fyrir Atlantshafsbandalag- inu. Á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins í Kaup- mannahöfn flutti Einar Ágústsson síðan mál íslands Vakti landhelgismálið þar mikla athygli, og fréttir bár- ust af atferli Breta um víða veröld. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jos- ep Luns, tók til óspilltra mál- anna og hefur síðan unnið ósleitilega að því að auka þrýsting á þrezku ríkisstjórn- ina, þannig að hún láti um síðir undan síga. Brátt kom líka í ljós, að allar aðildar- þjóðir Atlantshafsbandalags- ins voru andvígar ofbeldisað- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í broddi fylkingar. Ljóst er, að þessar aðgerðir eru farnar að bera árangur sér nú mjög undan aðgerð- um Atlantshafsbandalagsins og framkvæmdastjóra þess sérstaklega, eins og í ljós kom, er hann flutti hvassyrta ádrepu á hendur Bretum á Lundúnaflugvelli nýverið. Ekki er á þessari stundu Ijóst, hvenær Bretastjórn gefst upp fyrir hinum sí- aukna þrýstingi af hálfu bandalagsþjóðanna. En ljóst er þó, að hún mun gefast upp fyrr eða síðar. Þannig fer ekki lengur á milli mála, hve gífurlega þýðingu það hefur fyrir okkur íslendinga að vera aðili að Atlantshafs- bandalaginu, hafa þar vett- vang til að túlka málstað okkar og eiga þar skjóls og trausts að vænta af hálfu fjöl margra vinaþjóða. Raunar er ekki ólíklegt, að síðustu ásiglingar brezku freigátanna á íslenzk varð- skip séu örvæntingartilraun af Breta hálfu, þeir vilji enn sýna klær ljónsins, þótt það sé komið að fótum fram í þorskastríðinu, bæði vegna aðgerða íslenzku landhelgis- gæzlunnar, en þó auðvitað fyrst og fremst vegna al- og brezkir ráðamenn kveinka menningsálits víða um lönd og aðgerða af hálfu banda- lagsþjóðanna í Atlantshafs- bandalaginu. LOKSINS ¥ oksins kom að því, að of- beldisaðgerðir brezku her- skipanna á Íslandsmiðum voru kvikmyndaðar og mynd ir þessar sýndar almenningi. Allt frá því að átökin hófust hafa blaðamenn krafizt þess að fá að fylgjast með atburð- unum og bent á, hve gífur- lega þýðingu það hefði, að réttar fréttir væru þegar í stað fluttar af aðgerðum Breta á íslandsmiðum. En ríkisstjórnin þverskallaðist við kröfu blaðamanna. Margsinnis hefur verið á það bent, hverja þýðingu það gæti haft að kvikmynda ásigl- ingatilraunir og ásiglingar brezku herskipanna, en mán- uð eftir mánuð hefur verið talað fyrir daufum eyrum dómsmálaráðherrans, æðsta stjórnanda landhelgisgæzl- unnar. Vafalaust hefur hann talið, að kvikmyndataka væri þýðingarlítil, því að ella hlyti hann að hafa heimilað hana fyrir löngu. En strax og leyfi fékkst til að kvik- mynda ásiglingar brezkra freigáta kom auðvitað í ljós, hve mikla þýðingu slíkt hef- ur, ekki fyrst og fremst sem sönnunargagn fyrir rétti, því að varðskipsmenn geta þar skýrt frá atburðarás, heldur til að sýna almenningi svart á hvítu, hvað um er að vera. Myndir þær, sem nú hafa verið teknar, eru sýndar víða um lönd, og þær sýningar munu hafa mikil áhrif og auðvelda þeim vinum okk- ar, sem nú gera harða hríð að Bretum til að fá þá til áð láta af valdbeitingu, aðgerð- ir þeirra. Betra er seint en aldrei, segir máltækið. Nú hefur bitru vopni verið beitt, og því þurfum við að beita áfram, þar til sigur er unn- inn. — THE OBSERVER C7T*S Eftir James Neilson, Buenos Aires Mun Peron þjarma æ meir að dagblöðunum? ARGENTÍSKIR blaðamenn hafa alla tíð litið á yfirlýsing ar rikisstjórnarinnar um meira frelsi til hanða f jölmiðl unum með tortryggni. En nú hefur ríkisstjórn Rául Lastiri, sem er ekkert annað en tima- bundinn staðgengill Perons, gengið fram af þeim með til- skipun sem bannar erlendum fréttastofum að miðla innlend um argentínskum fréttum í Argentínu. Tilskipunin, sem var ekki rædd í þinginu, kom aigerlega á óvart og var mun harðari en jafnvel hinir svart sýnustu höfðu óttazt. Tvær bandarískar frétta- stofur, United Press Internati on.al og Associated Press, eru nú eln'U stofnanimar sem vinna að fréttaöfiun um land ið þvert og endilangt. Mikill fjöldi sveitablaða, sem ekki hafa efni á að hafa fréttarit- ara staðsetta á víð og dreif, eiga næstum allt undir þjón- ustu þeirra varðandi víðtækar upplýsingar um argentinsk málefni. Þegar þessi tilskipun tekur gildi mun hún fleygja þessum böðum í klær „frétta stotfu" rikisstjórnarínnar Tel- am, sem takmarkar sig við dreifingu opinberra yfirlýs- iinga. 1 þeim tilgangi að fá fteiri áskrifendur hefur Telam beitt feitu ag.ni þar sem eru tekj.ur af birtingu opinberra auglýs'- inga, sem fréttastofan hefur einnig á snærum sínum: Þrátt fyrir það að þétta myndi haf3 komið sér ákafléga vel fýrir mörg blöð sem berjast í bökk u.m, hefur þess.u tvíeggjaða til boði ailtaf verið synjað. Sú staðreynd að þessi til- skipun var gefin út aðeins mánuði fyrir almennar kosn ingar hefur ekki farið fram hjá neinum. Þrátt fyrir það að erlendu fréttastotfunum hefur ekki verið sagt hvenær þær verða að leysa upp frétta kerfi sín ínnanlands, þá hefur tilskipunin nú þegar verið arg entínskum fréttamönnum við vörun um að fara gætilega til að kaWa ekki á nýjar og enn strangari aðgerðir. Það er hefð hjá argentinskum blöð- um að ritskoða sig sjálf þeg- ar þeim finnst að þeim sé ógn að. Þetta viðhorf hefur gert blöðunum unnt að halda uppi starfsemi sinni, en það hefur Hka leitt til þess sem útlend ingum finnst vera of mikil <yg næstum því fíeðuleg undir- gefni við þá sem kunna að vera við völd í það og það skiptið. Tilskipun forsetans um að Peron — óvimir pressnnnar. ganga milii bols og höfuðs á erlendum fréttastofum hafði einnig að geyma tvær aðrar mjög þjóðernislegar greiinar. Önnur þeirra skipað: dagblöð unum að nota að minnsta kosti helming af rúmi sínu fyr ir argentínskar fréttir, og síð an að veita suður-ameriskum fréttum forgang miðað við fréttir annars staðar að úr heiminum. Þessi hl'utföll spegl ast í núverandi fréttajafnvægi í dagblöðum Argentínu. Ef sveitablöðin yrðu hins vegar neydd til að halda sig við þjónustu Telam, myndu margir ritstjórar freistast til að snúa sér í auknum mæli að erlendum fréttum fremur en að birta kynstrin öll af opin- berum áróðurstilkynningum peróinista. Hin viðbótargreinin í til- skipundnni er ekki eins mikil væg, og er einungis ætlað að ergja blöðin. Þar er lagt blátt bann við því að notuð séu er- lend orð í fréttaskritfum eða greinum. Mikil'l fjöldi enskra og franskra orða eins og — ,,establishment“ eða „elite“eru orðín hluti að nútíma orða- forða spænskunnar, og ensk orð eru í ákaflega virkri notk un innan vísinda og tækni. Jafnvel hið mikla stuðnings- blað peronistastjórnarimnar „La Opinión“ sá sig tilneytt til að mótmæla þessari grein tilskipunarinnar og kvað hana valda m klum erfiðleikum í hvert sinn sem fjallað er um tæknileg málefni. Spæmsku- mælandi lönd hafa aldrei ver ið brautryðjendur á vísinda- sviði og hafa því ekki búið sér viðeigandi orðaforða í þeim efnum. R tstjórar i Argentínu velta því nú fyrir sér hvort þessi tilskipun sé upphaf skipu- lagðrar herferðar til að gera þá enn leiðitamari stjómvöld um en þeir eru nú þegar, eða hvort hún sé aðeins afleiðing einhverra óhliðhollra frétta sem bandarísku fréttastofurn ar tvær hafa dreift. Og þeim er um og ó vegna þess að til skipunin fylgir í kjölfar lítt uppörvandi atvika. Blaðafulltrúi Héctors Cám pora, fyrirrennara Lastiri, á- vitaðd eitt sinn argentíska rit stjóra og yfirmenn sjónvarps ins harðtega fyrir að vera „of viins'aimlega“ Við marxiistísku skæruliðasveitirnar í hinum ýmsu borgum landsins. Sú á- vítun leiddi til þess að allar yfirlýsingar skæruliða hurfu úr blöðunum og til mikillar fækkunar á viðtölum og greinum um þá. Smjörþefinn af því sem hugsanlega er í vændum má finna af því sem gerðist hjá blaðinu „La Nueva Provimc:a“ í Bahia Blanca, sem er eitt hið elzta og virtasta blað landsins. Mánuðum saman hafur það staðið i stöðugri orrahrið við flokksforingja peronista þar á staðnum. Afleiðingin var sú, að blaðið hefur verið svipt öll um opinberum auglýsingum, sem er mikið áfall fyrir fjár hag þess. Nú minnast argentískir fréttamenn, þ.e. þeir sem ekki eru harðlínu perónistar, þess með hrolli hve síðasta ríkis- stjórn Perons fór hrikalega með blöðin á árunum 1946 til 1955. Árásir Perons á prent- frelsið náðu hámarki er menn hans tóku fremsta dagblað i rómönsku Ameríku, „La Prensa", eignarnámi og af- hentu það verkalýðssamtök- um eftir miklar vimnudeilur. Þrátt fyrir það að „La Preri.sa" hafi verið afhent upphafleg- um eigendum sínum á ný síð- ar náði það aldrei fyrri stöðu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.