Morgunblaðið - 30.09.1973, Síða 2

Morgunblaðið - 30.09.1973, Síða 2
2 MORGUiNBLABIÐ — SUN’NUÐAGUR 30. SEPTEMBER 1973 Tjón Sunnu metið á 35,5 millj. kr. — dómkvaddir matsmenn mátu tjónið vegna afturkallaðs flugrekstrarleyfis I BOEGARDÓMI í fyrradag var lögð fram matsgjörð, sem dóm kvaddir matsmenn hafa nnnið til J>ess aff meta til peninga það tjóta, sem ferðaskrifstofan Sunna varð fyrir vegpaa þess að fyrirtækið varð að hætta flug rekstri eftir 6 mánaða rekst- uir 1970, en þá hafði hið opin- foera afturkallað fiugrekstrár- Ieyfi Sunnu. Matsmennirnir, sem borgardómari útnefndi til matsgerðarinnar, þeir Giiðmund u r Magnússon prófessor og Bárður Daníelsson, telja að tjón Sunnu sé 35 miiljónir 430 þús. kr., en kröfur Sunnu námu um 60 millj, kr. Á þeim 6 mánuðum, . sem Sunna hafði flugrekstur 1970, hafði fyrirtækið þjálfað tvær íslenzkar flugáhafnir á fiugvél sína og flutt liðlega 5000 far- þega á flugleiðum, sem Sunna flytur venjulega farþega sína, þ. e. til Spánar og Norðurland- anna. Að auki hafði á þessu tímabili verið flogið leiguflug fyrir erlenda aðtla milli Bret- lands og meginlandslandanna og rrteð þýzka aðila milli þýzkra borga og Mallorka, Malaga, Ten erife og Salzburg. Þegar flugleyfið var aftur- kallað, var búið að gera samn- inga við erlenda aðila um leigu- flug mill'i ýmissa staða erlendis, en flestír aðilamir sögðu upp samningum þegar þeir fréttu um aftttrköllun flugrekstrarleyf- isiins vegna þess að þeir munu hafa taiið að það hafi verið gert vegna grófra brota á öryggis- reglum. í október 1971 höfðaði Sunna síðan mál gegn ríkiesjóði vegna þessa, en vió afturköllun leyf- isins lenti Sunna í ýmsum erfið- leikum við að flytja farþega sína. Þó hafði Sunna fengið aftur fiugrekstrarleyfi nokkrum dög- um áður en Leyfissvipting sam- gönguráðuneytisins átti að ganga úr gildi 1. des. 1970, en að miati Sunnu var nýja flugrekstr- arleyfið það seint fram komið að ekki var hægt að hefja rekst- ur strax, en, síðan hefur Sunna haft flugreks.trarleyffi. Hefur það því aldrei runnið út síðan það var veiitt 1969. í miatsigjörð dómkvöddu mats- gerðarin.nar er talið, að ef Sunna hefði getað stundað eðlilegan flugrekstur tveimur mánuðum eftiir að flugleyfið átti að renna út 1. des. 1970, þá hefði tjón’ð verið metið á 14,2 millj. kr. Sunna hóf síðau aftur flug- rekstur með eigin vél í júlí sl. og hefur á þeim tíma flutt um 6000 farþega. f sama mánuði sl. vor féllu úr gildi öll fiugreksitrarleyfi á ís- iandi, samkvæmt nýrri löggjöf, en Sunna uppfyllti öll skilyrði ti'l að fá leyfið að nýju. Undirskriftasöfnun: Jakob hjá einu málverka sinna, er hann nefnir Fegurð. Sverrir fái Þingvalla- veg sem reynslukafla Afi undanförnu hefur staðið yfir undirskriftasöfnun meðal at- vinnubíl.stjóra, þar sem lýst er fyigi við þá Imgmynd, að Sverr- lr Runólfsson fái Þingvallaveg- inn sem reynslukafla fyrir „blönd un A staðnum“-aðferðina. Eftir- lit með kostnaði og verkgæðum skuli Vegagerð ríkisins annast. Mbl. sneri sér til Sverris og spurði hann um þessa undir- skriftasöfnun. Hann sagði, að þrír bitstjórar hefðu komið fram með hugmyndina að því, að hann fengi Þingvallaveginn. „Þegar ég sá, að áhugi var mikill fyrir þessu, fékk ég sjálfur áhuga á þessari hugmynd, enda er það forsenda fyrir því, að við getum komið með alia vélasamstæðuna hiingað tii lands, að við fáum að leggja meira en einn kílómétra." Sverrir sagði, að t. d. á einni leigubilastöð i börginni, þar sem listinn hefði legið frarhmi, hefði þegar meira en helmingur bíl- stjóranna skrifað nafn sitt á lista. Islenzk ljóð frá upphafi Útgáfa að hef jast á merku safnriti Nti I MAUST hefst hjá Al- menna hókafélaginu útgáfa á mikiu safnverki sem ætlað er að spanna islenzka Ijóðagerð frá npphafi, eins og kemur fram í grein i lilaðinu i dag. Nefnist verkið „íslenzkt ljóðasafn" og er Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur ritstjóri. Er gert ráð fyrir að verkið komi út í fimm bindum á fimm árum, og kemur þriðja bindið út fyrst eða nú í lok október eða byrjun nóvem- ber. I því verður úrval Ijóða frá því um lok nitjándu aldar fram á upphaf þeirrar tuttugustu og velur Kristján Ijóðin. í viðtali við Morgunblaðið sag«Si Kristján Karlsson að skipt ing i bíndi væri ekki eftir skörp- um tímasKilum, né heldur væri miðað við flokkun eftir ákveðn- um skáldskaparskólum eða — stefnum. Skiptingin í hin bindin væri ekki alveg ákveðin, en þó mætti segja að í fyrsta bindinu yrðu aðallega ljóð frá fomöld. f öðru bindinu sem koma mun út næst yrðu einkum ljóð frá 17. öld til upphafs þeirrar nítjándu. 1 fjórða bindinu yrðu svo ljóð frá því um 1920 og fram undir olckar dag, og er þá miðað við skáld sem gefið hafa Ijóð sín út á þessu tímabili að mestu leyti. í fimmta bindinu verður svo úrval þýðiinga frá upphafi vega og fram á þennan dag. Kristján kvað ástæðuna fyrir þvi að þriðja bindið kæmi út fyrst vera þá, að hann hefði ver- ið búinn að vinna talsvert að þessu bindi áður, og óskað eftir þvi sjálfur að þessi háttur yrði hafður á. Nú er verið að vinna að undirbúningi annars bindis og starfar Hannes Pétursson skáld með Kristjáni að því. Gert er ráð fyrir að öll bindin verði stór, eða á fjórða hundrað blaðsiður hvert. Verður sérstak- lega vandað til útgáfunnar um frágang, pappír og annað. Samæfing allra björgunaraðila — í Saltvík um helgina EANDSSAMBAND hjálparsveita skáta liefur ákveðió að efna til sameiginlegra björgunaræfinga í Saltvík uni helgina með þátt- tiiku Slysavarnafélagsins, F.B. S., björgunarsveitarinnar Stakks, Almannavarna, Rauða krossins, lögreglunnar, slökkviliðs, land- helgisgænlu, flugstjórnar Reykja víknrflugvallar, vamarliðs og I.« ndssi ma. Á æfingun'um verða fjö'mörg erindi flutt um björgumanmál, svo sem stórfellia slysaiflutninga, fyrstu meðferð sjútolinga eftir stórslys og l'íkur á náttúruham- förum í nágrennii þéttbýlla staða á Islandi. Á sunnudag verður m. a. sam- æfiing allira þessara aðila, og er æfingin í því fólgin að finna farþegafluigvéi, veita fa‘rþegum hennar fyrstu hjálp og sjá um flutning þeirra i sjúkrahús. 16 ára sýnir á Mokká 16 ÁRA pilttur, Jakob Jóhann- esson opnaði málverkasýn- ingu á Mokka fyrir nokkrum dögum. Sýnir Jakob 11 mál- verk, lakk-, olíu- og vatnslita- myndir. Eru þær unnar á síð- ustu 5 árum. Myndirnar eru flostar til söi’U, og er verð þeirra 2—13 þús. Sýningim stendur yfir í tvær vikúr. Skemmdir á sæ- strengnum í Elliðavogi — tefur lagningu nýrrar aðalleiðslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í STORMINUM sem gekk ýfir um síðustu helgi urðu skemmd- ir á sæstreng, sem Rafveita Reykjavíkur var að leggja yfir Elliðavog. Er hér um nýja leið9lu fyrir aðalraforkuflutning í borgina að ræða, en um langt skeið hefur allt rafmagn tiil borg arinnar verið flutt um loftlínu á Geithálsleiðinni og í aðal- spennistöðina við Elliðaárnar. Nú er hins vegar verið að leggja loftlinu frá Geithálsi og að Korpúlfsstöðum, síðan jarð- streng að Gufunesi og þá sæ- streng yfir Elliðavoginn. Borgar megin er síðan jarðstrengur I að veitustöð 3 hjá Rafveitunni við Uækjarteig. Um þennan streng er ætlað að fari 50% af öllu raf masrni til Reykjavíkur. Að sögn Hauks Pálmasonar verkfræðings hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur var búið að leggja einn þriðja, eða 500 m af sæ- strengnum Kleppsmegin yfir Elliðavog og búið var að teng'ja endann á næstu 500 m við þann sem kominn var í sjó. Var rúllan með vírnum á staðsett á flot- pramma þegar óveðrið skall á. Reynt var að halda pramman- um í horfinu, en það endaði með INNLENT því að ekki varð við neitt ráðið vegna veðurofsans og slitnaði pramminn upp. Við það slitnaði sæstrenguriinn um múffuna, sem búið var að tengja. Að sögn Hauks er ljóst að talsverðar skemmdir eru á endanum, sem liggur í sjó, en tengingin hafði tekið 8 sólarhringa stanzlaust með pramma hafnarinnar og áhöfn, köfurum og kafarabáti, þannig að hér er um tilfinnan- legt tjón að ræða hjá Rafmagns veitu Reykjavikur. Leiðslan um þessa leið átti að vera tilbúin í byrjun næsta árs, en mögu- legt er að verkið tefjist lengur en einn mánuð. Það mun þó liggja ljóst fyrir þegar búið er aö kanna skemmdirnar til hlít- Ný sjálfvirk ; símstöð SJÁLFVIRK símstöð var opmið á Reyðarfirði fimmtUdagÍTm 20. 9eptember síðastliðinn 1 nýrri bygginigu Pósts og síma þar 4 staðnum. Stærð stöðvarinmar er 200 númer og eru nú þegar 135 númer í notkun. Jafnframt v-ir opnuð á Reyðarfirði svonefnd hnútustöð, sem tengir saman sjálfvirku stöðvarnar á Reyðair- firði, Egilsstöðum, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði. í tilefni af opnun stöðvarinna'r bauð Póstur og simi til hófs í félagshei m ilinu á Reyðarfirði. — Þar voru flutt ávörp forstöðu- manna Land9símans, en einnig tóku til máls heimamenn, ' sem fluttu heillaöskir og þakiknr. I hófimu töluðu eftirtaldir metm: Arnþór Þórólfsson stöðvarst jótá, Þorvarður Jónsson yfirverkfræð ingur Laimdssímans, Gissur Er- lingsson, umdæmi'sstjóri Pósts og síma, Hjalti \ Gunnarsson, varaoddviti, Helgi Seljan, alþing ismaður og Vilhjálimur Sigur- björnsson, framkvæmdastjórl Brúnáss hf., sem sá um bygg- ing'U síms'töðvarhússins. Sumarsýningunni í Ásgrímssafni að ljúka Sýning á Akureyri í október í DAG lýkur sumarsýningunni í Ásmundarsal, sem opnuð var 27. maí sl. Safnið verður lokað um tírna meðan komið verður fyrir haustsýningu þess, en fyr- irhugað er að sýna þá eingöngu vatnslitamyndir. Einnig vegna undirbúnings sýningar, sem send verður til Akureyrar á næst- unini, en Myndlistarfélag Akur- eyrar fór þess á leit við Ás- grímssafn á sl. vori að safnið sendi sýnirtgu norður. Vill Myndlistarfélagið með sýningu þessari kynna hluta af hinni miklu listaverkagjöf Ás- gríms Jónssonar, og heiðra jafn- framt minningu hans. Sumarsýningin er yfirlitssýn- ing á verkum Ásgríms, elzta myndin máluð um aldamótin, en sú yngsta árið 1957. Margt erlendra gesta kom í Ásgríms safin á þessu sumri. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið í dag frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.