Morgunblaðið - 30.09.1973, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.09.1973, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ — SUNTSÍUDAGUR 30. SEFTEMBER 1973 ' y ® 22-0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 — . BfLALEIGA CAR RENTAL tr 21190 21188 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 |^ENDUM BltALEIGA JÓNASAR & KARLS Ármúla 28 — Sími 81315 BILALEIGAN 51EYSIR \> CAR RENTAL Bílaleiga CAR RENTAL 41660 - 42901 Við gluggann eftir sr. Árelíus Níelsson I ærugarði Margt er nú þegar gert í nágrannalöndum til að bæta úr þeim voða og því afhroði, sem ýmsir verða að gjaida af sfaukinni fíkniefnaneyzlu. Reist hefa verið hæli handa hundruðum og þúsundum sjúk- linga með faglærðu starfsliði, læknum, sálfræðingum, félags- fræðingum og þjálfuðu hjúkrunarliði, sem beita kann öllum nýtízkutækjum og lyf jum af tækni og lærdómi. Ef fátt er, sem fulltreysta má. Og ekkert virðist einhlítt til bjargar þeim vesalingum, sem vín og hass hafaf jötrað. Eitt af þvi, sem vakið hefur einna mesta athygli nú á síðustu tímum hér á Norður- löndum á þessu sviði, er fram- tak eins eða tveggja ungmenna, áhugamanna frá Kaupmanna- höfn, sem hafa tekið til afnota afrækt eyðibýli í eyju úti á landi og komið þar upp hæli handa auðnulausum unglingum og eiturneytendum. Þeir heita Nielsen og Eyvin Stiirup ogeru báðir um þrítugt, annar skip- stjóri, hinn bóksali. Hvernig fóruð þið að þessu? Það er nú löng saga. En í stuttu máli sagt. Okkur fangaði til að hjálpa — gera eitthvað, sem vit væri í. Við heyrðum um gamalt yfirgefið verzlunarhús í þorpinu Ommel úti á Ærö, sem erlítil eyja í nánd við Fjón. Okkur tókst að festa kaup á þessu hússkrifli. Og við ákváð- um að hefja þar starfsemi til endurhæfingar unglingum, sem dengja í sig hassi, brenni- vini og öðrum „hörðum efn- um“, sem sumir nefna svo. Við nefnum þetta Ærögárd (sem gæti verið Ærugarður á íslenzku býst ég við). Þetta fólk, sem þarna kemur er flest heimilislaust, gengur um götur á nóttum til rána og innbrota, hatar og fyrirlítur foreldra og aðra „vonlausa vit- leysingja", sem það nefnir svo, ef þeir eru fimm árum eldri en það sjálff og ofurlítið greindari. Og hvað segið þið við þessa verðandi skjólstæðinga ykkar? Það koma nú fáir fyrr en í flest skjól er fokið, svo að skjól- stæðingar er réttnefni. Jú, við segjum: Komið og hjálpið okk- ur að bjarga við gömlu drasii og laga þar til. Þið verðið að „streða" frá klukkan sjö að morgni til tíu að kvöldi og fáið ekki einseyring í kaup. Ef þið viljið eitthvað fá að éta, þá verðið þið að hjálpa til við mat- reiðsluna og svefnstað verðið þið sjálf að útbúa. En að öðru leyti megið þið ráða ykkur sjálf vera frjáls. Og hvað gerist svo? Hvað gerist? Hér morar af ungmennum frá öilum iandsins hornum, sem strita og erfiða alla daga undir strangri verk- stjórn, og eru ótrúlega ánægð, jafnvel hamingjusöm. Eiturlyf og áfengi er bannað, en mjólk I kæliskápnum og vatn i kranan- um. Og hvað bjargast bezt? Lagast einhverjir? Já, ótrúlega margir. Það er vinnan, erfiðið, sem bjargar bezt. Ástæða er til að halda að skortur á lfkamlegri vinnu og viðfangsefnum sé helzta orsök þessa eiturlyfjaþorsta, sem hefur gripið um sig I allri vél- tækni veisældarlandanna. Og þegar fólkið fer að vinna virðist löngunin í eitur og áfengi dvína smátt og smátt hjá flestum — auðvitað ekki öllum. Koma margir hingað á Æru- garð? Tveim dögúm eftir að við fluttumst hingað komu fyrstu „krakkarnir". Að viku liðinni voru þau 40, að hálfum mánuði liðnum 65 að tölu. Þau unnu af lífi og sál, frá 7 að morgni til lf að kvöldi. Sumir setjast hér að til dvalar. Öðrum komum við á hæli og „heimili" annars staðar, eða þá út á sjó, en það er eitt helzta þrautaráðið. Og hvaða menntun og sér- þekkingu hafið þið hlotið? Enga sérþekkingu í uppeldi eða þess háttar. Ég held það hafi sáralitla þýðingu. Aðal- atriði er fórnfýsi og þolinmæði, trú á árangur og rósemi. Ég hef séð marga „hámenntaða fræðinga," segir Eyvin Stiirup, sem vinna bara frá 9—17 og líta aðeins á starf sitt til launa, en ekki sem köllun. En árangurinn er þá eftir því — oftast sáralítill. Og hvernig gengur þetta þá? Ef til vili mætti segja ótrúlega vel. Við reynum að lokka, krakkana til einhvers, sem þau hafa áhuga á og þau sjá engan tilgang í. Og erfiðið gerir flesta fljótt eins og aðrar manneskjur með þörf fyrir svefn, hvild og hollan mat. Hér þekkist ekkert, sem sést á öðrum hælum, þar sem setið er að sumbli, reykt og drukkið og stungið af að nóttu til inn- brota og gripdeilda. Mörg dæmi eru hins vegar um hið gagnstæða, skólaleið og námsþreytt börn, sem fara aft- ur í skólann sinn og eru þar gjörbreytt til batnaðar, hafa lært að iifa án þess að hakka í sig skít og óþverra. En við neyð- um ekki neinn til neins. Svo furðulegt sem það má virðast, þá þrá allir erfiðið og hafa gott af þvf. En við höfum þau yfir- leitt með í ráðum. Og þau líta á Ærugarð sem sina stofnun, sitt heimili. Og að síðustu, hverjar eru framtiðarhorfur eftir tveggja ára tilraun? „Fjárhagur er þröngur. Ég fór úr góðri stöðu f bókaverzlun í Kaupmannahöfn og hef enn engin laun þegið hér. Við höf- um 50 krónur á dag fyrir hvern sem telst formlega til vist- manna á Ærugarði. Nú erfarið að veita okkur athygli. Það lof- ar góðu um aukinn styrk hins opinbera. En gætum við haldið þessu gangandi til hjálpar og endurhæfingar, þá eru það ríkuleg iaun handa mér.“ Árelíus Níelsson Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag var fram haldið meistarakeppni félags- ins i tvímenning. Eftir tvær umferðirer staðan þessi: 1. Þröstur — Bjarnar 431 2, Birgir — Þórarinn 394 3. Ásgeir — Ragnar 370 4. Sigurður — Sæmund. 364 5. Agúst — Kristján 353 6. Hörður — Sævar 342 Eftirfarandi spil kom fyrir í öðrum riðlinúm á mánudaginn. Allir á hættu. Norður S G 9-7 H 5-4 T 9-7-5-2 L A-D-fO-9 Vestur S Á-K-8 H D 9-6 T Á-K-G-fO-6 4 L 3 Anstur S D-10-5 H Á-D-G-10-3 T 8 L G-8-6-2 Suður S 6-4-3-2 H 8-7-2 TD-3 L K-7-5-4 A flestum borðum voru spil- uð 6 hjörtu, á einu borðinu, 4 hjörtu og 7 hjörtu á einu borð- inu. Alls staðar voru unnin 7 hjörtu, þar sem suður kom ekki út með lauf. Þriðja umferðin verður svo spiluð nk. mánudag 1. október. Síðastliðinn miðvikudag var spilaður ein kvölds tvímenning- ur hjá BR og var spilað í tveim riðlum. Röð efstu para — A-riðill: Guðlaugur — örn 132 Hermahn — Sverrir 125 Ölafur — Lárus 115 B-riðill: Sveinbjörn—Hilmar 144 Guðbrandur — Jón 143 Vigfús — Magnús 126 Næsta miðvikudag hefst svo aðaltvímenningskeppni BR og verður hún með því fyrirkomu- lagi að tvö siðustu kvöldin verð- ur spilað með barometerfyrir- komulagi. Spilað verður í Domus Med- ica og eru keppendur beðnir að láta skrá sig hjá stjórnarmeð- limum. Bragi Erlendsson, sími 42711. Gylfi Baldursson, sími 43611. Hörður Arnþórsson, sími 71359. SAFNAST ÞEGAR . SAMAN S SAÍJIVINNUBANKINN EMUR ShlÞAUfííCRB KIKISINS Ms. Esja fer frá Reykjavik laugardaginn 6. október vestur um land í hri ngferð. Vörumóttaka: þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag til Vest- fjarðarhafna, Norðurfjarðar, Sigliufjarðar, Ólafsfjarðar, Akur- eyra-r, Húsavíkur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopna fjarðar, Borgarfjarðar, Seyðis- fjerðar, Mjóafjarðar, Neskaup- staðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar. TlU vinsælustu lögin á fslandi þessa vikuna, samkvæmt útreikn- ingum þáttarins „Tfu á toppnum“: 1 ( 1) Saturday night ..........................Bay City Rollers 2(2) I’m a clown ................................. David Cassidy 3(5) Brother Louie.......................................Stories 4(3) (Jenny, Jenny) Dreams are ten a penny .............Kincade 5(4) Free electric band .......................Albert Hammond 6(—) Ididn’tknow ............................Magnús Kjartansson 7(6) I’m the leader of the gang...................... Gary Glitter 8 ( 7) Standing on the insidc.......................Neil Sedaka 9(—) Feelin’stronger every day.......................... Chicago 10 ( 8) Free ride............................ Edgar Winter Group IH6 Af listanum féllu fimm lög: Life on Mars — David Bowie (10); Music makes my day — Marvin & Farrar (9); Showbiz kid — Steely Dan (—); Delta Dawn — Helen Reddy (—); og If you want me to stay — Sly & the Family Stone (—). Ný Iög eru fimm: 11 Stealin’......................................Urlah Heep 12 Let’s get it on .............................Marvin Gaye 13 Bad, bad boy.....................................Nazarcth 14 Let me in........................................Osmonds 15 Angie.......................................Rolling Stones

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.