Morgunblaðið - 30.09.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1973 velvakandi 0 Skammdegisveiklun „Kæri Velvakandi. Aðeins fáein orð. Ár eftir ár hafa verið hér við lýði skammdeg- isdeilur. Venjan er sú, að þær hefjast siðsumars, en ná siðan há- marki sínu i skammdeginu, og lækka svo með hækkandi sól. E.t.v. er þetta aðeins ofurlítil „geðbilun". Eitt sinn vað það bjórmálið, sem var tilefni slíkra deilna. Þá lá við, að öll þjóðin „fyndi á sér“, sumir af vandlætingu — aðrir af tilhlökkun. Svo kom hundamálið, sem varð ekki aðeins frægt hér á landi heldur erlendis líka, þar sem „hundafólk" stóð á öndinni af skelfingu yfir grimmd Islendinga og væntanlegu blóðbaði, sem aldrei varð þó annað en blóðrauð hugarsýn. Á eftir hundamálinu kom svo torf(u)deilan, en um torf(una) var deilt svo hart, að brakaði og brast í fúnum spýtum sem ófún- um. Þetta nafn Torfan er svo táknrænt og smellið, að sá orðhagi maður Sveinn Ben. hefði ekki get- að gert betur þó að hann hefði valið fyrirbrigðinu nafn. Enn hefur nú gosið upp ólgandi deilumál, og það með slíkum ósköpum, að þrumugnýr fór um landið, og endaði raunar með jarðskjálfta. Það á nefnilega að byggja bankahús í gamla kolaportinu við Arnarhól. I mínu ungdæmi þótti kolaport- ið ljótur og leiður staður, en er nú orðinn slíkur „dýrðarkoppur", að ekki má við því hrófla. Það er ekkert „dýrðarkoppa- logn“ i Reykjavik um þessar mundir. En þeir, sem halda nokk- urn veginn óbrjáluðum sönsum ennþá gátu brosað þegar neyð- arópin bárust utan af landsbyggð- inni á fundinn, sem haldinn var á Arnarhóli, kolaportinu gamla til verndar. Mætti annars ekki kalla þessa nýju bjargvætti „Portsamtök"? Lilja Jónsdóttir., Grettisgötu36, Reykjavík." % Seölabankinn og bókabúðin Maður nokkur hafði samband við Velyakanda. Hann sagðist hafa komið inn I bókaverzlun i miðbænum þar sem hann verzlar að staðaldri. Hann sagðist hafa tint saman, það sem hann ætlaði að höndla, og farið síðan með það að afgreiðsluborðinu til að borga það. Þá sagðist hann hafa rekið augun i plagg eitt, sem lá þar á borði, og var þar kominn undir- skriftalisti sá, sem andstæðingar Seðlabankabyggingarinnar eru að safna nöfnum á. Viðmælandi Vel- vakanda segist vera eindregið fylgjandi Seðlabankabygging- unni, og sagði það hafa farið mjög i taugarnar á sér, að vera ónáðað- ur með svona plöggum í verzlun- um. Það væri óþarfi fyrir for- stöðumenn slikra fyrirtækja að augjýsa afstöðu sina í við- kvæmum deilumálum með því að láta slíka lista liggja f rammi. Að endingu sagðist hann ekki geta stillt sig um að geta þess, að sér væri kunnugt um að Seðla- bankinn væri einn bezti við- skiptavinur fyrirtækis þess, sem rekur umrædda verzlun. 0 Endurskinsmerki Pétur Sveinbjarnarson skrifar: „I tilefni af bréfi f dálki þfnum nýlega frá „móður", en það bar yfirskriftina „öryggi barna í um- ferðinni", langar mig til að koma eftirfarandi áframfæri: Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til að setja endurskiris- merki í sölu i september, en því miður gaf hún ekki góða raun. Reynslan hefur leitt i ljós, að þrátt fyrir verulegan áróður kaupir fólk ekki endurskinsmerki fyrr en í mesta skammdeginu, eða í nóvember og desember. Undan- farin þrjú ár hefur Umferðarráð dreift endurskinsmerkjum til sölu i nóvember, en I ár verður reynt að hafa þau nokkru fyrr, eða í október. I þessu sambandi vil ég sérstaklega geta þess mikla velvilja, sem stjórn Mjólkursam- sölunnar og starfsfólk hennar hefur sýnt þessu máli, en Mjólk- ursamsalan hefur tekið merkin til sölu I mjólkurbúðum sinum undanfarin ár, án þess að taka sérstaklega greiðslu fyrir. Þá hefur jafnframt verið óskað eftir þvi við Samband islenzkra sam- vinnufélaga, að það dreifi merkjunum til allra kaupfélaga í land.inu. £ Dreifing endurskins- merkja f skólum Það er vissulega góð hugmynd, sem kemur fram í bréfi „móður" I Velvakanda, að dreifa eigi endur- skinsmerkjum í skólum. Þessi hugmynd hefur oft verið rædd, en hins vegar höfum við orðið varir við það, að margir skólamenn hafa lagzt gegn þvi, að hlutir væru hafðir til sölu i skólum. Þeir skólastjórar, sem óska eftir því að fá merkin til sölu í skólum sinum, geta að sjálfsögðu fengið þau. Þess má geta, að í augum hins opinbera eru endurskinsmerki lúxusvarningur og verður Um- ferðarráð að greiða 70% toll af þeim. Nú liggur fyrir fjármála- ráðuneytinu beiðni um, að að- flutningsgjöld af endurskins- merkjum og ýmsum öðrum öryggisútbúnaði i umferð, verðí lækkuð verulega eða felld niður. Um leið og ég þakka fyrir ágætar ábendingar í bréfi „móður“, og þann áhuga, sem hún sýnirþessu málefni, vil ég gera enn eina tilraun til þess að leiðrétta þann alvarlega misskilning, að endurskinsmerki séu eingöngu fyrir börn og aldraða i umferð- inni. Endurskinsmerki eiga að sjálfsögðu allir gangandi vegfar- endur að bera, án tillits til aldurs. Hinsvega ríkir svipað viðhorf hjá mörgum fullorðnum til endur- skinsmerkja og bílbelta — fólk vill ekki sýnast alltof varkárt eða ,Hlægilegt“ með þvi að nota þennan sjálfsagða öryggisút- búnað. Eitt er þó vist, — þeir tólf hundruð, sem slösuðust f umferð- inni á sfðasta ári, hlæja ekki að þeim, sem nota endurskinsmerki eða bilbelti. Með þakklæti fyrir birtinguna. Pétur Sveinbjarnarson". • • Oryggi framar öllu SAAB er á undan Halogenljós og Ijósaþurrkur, rafmagnshitað bílstjórasæti, fjaðrandi höggvari og stólbitastyrkt yfirbygging eru ekki lengur nýjungar hjá SAAB, heldur þrautreynd öryggisatriði, sem æ fleiri bílaframleiðendur taka nú eftir. En SAAB er áfram á undan: f ár eru nýjungarnar t.d. framsæti með áföstum hnakkapúðum, sérhönnuð fyrir akstursöryggi og vellíðan. Stýri með öryggispúða. Sterkari höggvari. Endubætt loftræsti- og hitakerfi, sér hitablástur á afturrúðu. SAAB fæst nú með hinni nýju viðurkenndu 2 lítra sænsksmíðuðu SAAB-vél. SAAB 1974 fæst í 7 litum, þar af 2 nýjum tízkulitum. Nýtt grill á SAAB 95 og SAAB 96. -rHnakkopúðar" í aftursæti. Sér hitoblástur ó afturrúðu, Nýtt handfong, „pístólugrip". öruggari dyralæsing Nýtt sérhannað ökumannssæti, með óföstum hnakkapúða. Nýtt öruggara og þægilegra stýri. Endurbættar rúðuþurrkur. Nýtt loftræsti- og hitakerfi. Endurbætt ryðvörn. Innfelling fyrir útvarp. Nýjir litir að innan. Stærri geimir fyrir rúðuvask, 5 Itr. SAAB 99L 2 lítra vél, 95 ha DIN (70 kW) 4 gíra venjul. skipting, eða 3 gíra sjálfskiptur. 2 eðo 4 dyra. 5 manna. SAAB 96 5 manna, 2 dyra. V4 vél, 73 ha DIN. 4 gíra venjul. skipting. Sterkari höggvari. SAAB 99 þolir ákeyrslu á 8 km. hraða án þess að verða fyrir tjóni. SAAB 99x7 1.85 lítra vél, 88 ha DIN (65 kW 4 gíra venjuleg skipting, 2 dyra. 5 manna. Á hagkvæmu verði. SAAB 95 7 manna, 3 dyra. Stadion V4 vél 73 ha DIN. 4 gíra venjul skipting /(ORYGGI FRAMAR OLlUM B3ÖRNSSON Jl£9: SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.