Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 15

Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÖBER 1973 15 Kærð fyrir ólögleg kosninga framlög Washington, 17. okt. AP. I dag voru lagðar fram form- legar kærur á hendur þremur bandarískum fyrirtækjum og tveimur framkvæmdastjórum, sem hafa viðurkennt að hafa innt af hendi ólöglegar fjár- greiðslur f kosningasjóði Nixons, forseta Bandaríkjanna. Fyrirtækin eru American Airlines, Goodyear Tire and Rubber Co. og Minnesota Min- ing and Manufacturing Co. — og framkvæmdastjórarnir tveir eru frá Goodyear og Minnesota Mining. Allar hljóða kærurn- ar á brot á lögum, sem banna að framlög i kosningasjóði séu greidd af fé hlutafélaga. Mál fyrirtækjanna og önnur þeim skyld verða í höndum George L. Hart jr. dómara. Jórdanía aftur í náðinni Kuwait, 17. október, AP. Kuwait hefur ákveðið að byrja aftur að veita Jórdaníu 36 milljón dollara efnahagsaðstoð á ári að þvf er áreiðanlegar heimildir herma. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisstjórnar landsins, þar sem rætt var um gang strfðsins milli ísraels og Arabaríkjanna. Heimildirnar herma, að þetta sé gert í þakklætisskyni við að Hussein, konungur, sendi her- sveitir til að berjast með Sýr- lendingum gegn hersveitum Israels. Kuwait hætti efnahags- aðstoð við Jórdaníu árið 1970 vegna herferðar konungs gegn skæruliðum í landinu. Amin vill berjast við Israel Beirut, 17. október, AP. Idi Amin, forseti Uganda, hefur verið á ferðalagi um Arabaríkin að undanförnu og rætt við leiðtoga þeirra. Hann hefur lýst yfir einlægum stuðn- ingi við málstað Araba og sagt, að Uganda muni senda sjálf- boðaliða til að berjast við hlið þeirra. A fundi með frétta- mönnum sagði hann, að hann vildi sjálfur taka þátt í bardög- unum. Amin varí búningi hers- höfðingja og á brjóstinu bar hann kennimerki fallhlffaher- manna. Það voru fsraelskir hernaðarráðgjafar, sem kenndu honum fallhlffastökk. Elizabet í Astralíu Canberra, 17. okt. AP. 1 dag hófst sex daga opinber heimsókn Elizabetar II. Eng- landsdrottningar til Ástralíu. Við komu hennar til Canberra tóku á móti henni maður henn- ar, Filippus prins, sem þangað var kominn á undan og for- sætisráðherra Ástralfu, Gough Whitlam. Drottningin er fyrst og fremst til Astralíu komin til að vera viðstödd opnun nýja óperuhússins í Sidney nk. laug- ardag. Hún ræddi f dag við leið- toga þings og hæstaréttar Astralíu og sat kvöldverðarboð r íkisstjórnarinnar. I sambandi við komu drottn- ingar hafa frumbyggjar víðs- vegar að úr Ástralíu safnazt saman f Canberra og hafið þaul- setu við stjórnarhúsið til þess að mótmæla vanefndum stjórn- arvalda áýmsum loforðum, sem þeim hafa verið gefin um bætt- an hag og lífsskilyrði. Vill taka upp mál Agnews Washington, 17. okt., AP. Demókratinn og þingmað- urinn James Stanton hef- ur skrifað dómaranum i máli Agnews, fyrrum vara- forseta, og beðið hann um að taka málið upp að nýju og rannsaka niður í kjölinn þær kærur, umfram skatt- svikakæruna, sem voru á hann bornar. Stanton segir, að ef samið hafi verið um að sleppa Agnew við frekari málssókn gegn þvi að hann viðurkenndi skattsvik, hafi fullt réttlæti ekki náð fram að ganga. Hann vísaði til ræðu, sem Agnew hélt f sjónvarpi, þar sem hann kvaðst sýkn af öllum öðrum ákærum og sagði að bandaríska þjóðin ætti rétt á að fá að vita sannleikann í réttar- sal, frekar en sjónvarþssal. Ford hjálpaði Liddy Washington, 17. okt., AP. Gerald Ford, sem Nixon, forseti hefur valið sem varafor- setaefni sitt, staðfesti f dag, að hann hefði hjálpað Gordon Liddy að fá starf hjá fjármála- ráðuneyti Bandaríkjanna, en Liddy er einn þeirra, sem voru dæmdir vegna innbrotsins f Watergate-bygginguna. Þetta gerðist árið 1967 eða 1968, og Ford gerði það að beiðni Hamiltons Fish, þingmanns fyrir New York Ford sagði hins vegar gersamlega ósanna staðhæf- ingu um, að hann hefði þurft að leita til sálfræðings, eins og haldið er fram f bókinni „The Washington Pay-of“. Sál- fræðingurinn, sem hann er sagður hafa leitað til, hefur einnig lýst því yfir, að það sé tóm vitleysa, Ford hafi aldrei leitað til sín sem sjúklingur. Sænskur blaðamaður fyrir herrétt í Chile Santiago, Chile, 17. okt. NTB. Sænskur blaðamaður að nafni Bobi Sourander, sem verið hefur Blaðamaður féll Tel-Aviv, 17. október, AP. Brezki blaðamaðurinn Nicolas Tomalin, frá Sunday Times, beið bana á sýrlensku vígstöðvunum f dag, þegar eld- flaug lenti í bifreið hans. Tomalin var 42 ára gamall. Hann er fyrsti erlendi blaða- maðurinn, sem fellur Israels- megin víglínunnar. Ekki er vitað hvort einhverjir erlendir fréttamenn hafa fallið hinum megin línunnar. fréttamaður í Chile fyrir Dag- bladet og Dagens Nyheter I Svf- þjóð, verður leiddur fyrir herrétt á næstunni, að þvf er talsmaður sænska sendiráðsins f Santiago hefur upplýst. Sænska ræðis- manninum þar f borg, Bengt Old- enburg, barst um þetta til- kynning í gærkveldi, en þess var ekki getið, hvað blaðamanninum væri gefið að sök. Sourander var handtekinn sl. fimmtudag á heimili sínu I Santiago. Fyrst var farið með hann til yfirheyrslu í herstöð um 25 km fyrir utan Chile, en síðan var hann flutturyfir á fþróttaleik- vanginn f borginni, sem herfor- . ingjastjórnin hefur notað fyrir fjöldafangabúðir frá því hún tók völdin í landinu. Mynd þessi var tekin I hersjúkrahúsi I Damaskus 12. október, þegar sýrlenzkir læknar voru að gera að sárum fsraelsks hermanns, sem handtekinn hafði verið I Golan-hæðum. Formaður sovézku vísindaakademíunnar: Sakharov aldrei verið Moskvu, 17. okt. NTB-AP. Formaður sovézku vfsinda- akademfunnar, Mastislav V. Keldysh, hefur vfsað á bug mót- mælum bandarfskra vfsinda- manna vegna meðferðar Sovét- manna á kjarneðlisfræðingum og andófsmanninum Andrei Sak- harov. Kemur þetta fram f bréfi til formanns bandarfsku vfsinda- akademfunnar, dr. Philips Hendlers, sem á vegum aka- demfunnar hafði sent hinni sovézku sfmskeyti 9. sept. sl. Þar sem látnar voru f ljós áhyggjur af velferð Sakharovs og sagt, að slæm meðferð á honum gæti stefnt f hættu samvinnu sovézkra og bandarískra vfsindamanna. I bréfi Keldysh, sem birtist i dag í Moskvu f blaðinu Lit- eraturnaja Gazeta, segir, að sfm- skeyti Hendlers sé tilraun til þess að beita sovézka vísindamenn pólitfskri þvingun. Samvinna vfsindamannanna i löndunum ofsóttur tveimur sé háð frjálsum vilja þeirra og báðum aðilum jafn mikilvæg. Keldysh segir, að ekki leiki á þvf nokkur vafi, að Sakharov hafi fullt frelsi til iðkana andlegra starfa, en hann hafi misnotað þetta frelsi og lýst sig andvigan viðleitni manna til að draga út spennu milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, Keldys segir að lokum, að Sakharov hafi aldrei orðið fyrir neinum ofsóknum, hvorki fyrr né nú. Stórbruni í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn, 17. okt. NTB. Stórbruni varð í morgun i Kaupmannahöfn. Kom eldur upp i húsinu númer 58 við Vesterbrogade, fimm hæða byggingu og brann hún til kaldra kola á einni klukku- stund. Sex manns var bjargað úr húsinu og er ekki til þess vitað að neinn hafi slasazt. Eldurinn breiddist til næstu húsa, númer 60 og 62 og var haft eftir slökkviliðsstjóra Kaupmannahafnar i morgun, að eldur þessi hefði verið meiri og erfiðari viðureignar en þegar Hotel Hafnia brann í september sl. Skammt frá þessum húsum, er kvikmyndahúsið Carlton Kino, sem skemmdist talsvert af eldi fyrir fáeinum vikum. Þeim er nauðugur einn kostur að horfast f augu við hinn grákalda heim strfðsveruleikans, Bedu- inanum og úlfaldanum hans, sem mættu þessum fsraelsku strfðsvögnum á leið sinni meðfram Suez-skurði. Og ekkert lát virðist á bardögunum, því stórveldin sjá strfðsaðilum jafnóðum fyrir vopnum í stað þeirra, sem eyðasL Bandarfski öldungarþingmaðurinn, William Fulbright, lfkti þeim aðgerðum stórveldanna í gær við risaeðlur fortfðarinnar „Þau eru svo sem nógu aflmikil," sagði hann, „en heilastarfsemin takmörkuð.“ Hækka olíuverð um 17 prósent Ekki í sambandi við stríðið Kuwait, 17. október, AP. Sex stærstu olíuríkin við Persa- flóa tilkynntu í dag, að þau hefðu hækkað olíuverð sitt um 17 prósent. Það var tekið sérstak- lega fram, að þessi ákvörðun væri ekki í neinu sambandi við átökin milli Araba og ísraela. Löndin, sem að þessu standa, eru Iran og Arabaríkin Irak, Saudi Arabía, Kuwait, Abu Dhabi og Qatar. Þessi sex lönd framleiða um 40 prósent af þeirri olíu, sem fram- leidd er utan kommúnistaríkj- anna. Mestur hluti hennar fer til Vestur-Evrópu og Japan. Banda- rfkin fá um sex prósent af sinni olíu frá þessum rfkjum og Libyu. 1 Washington var sagt, að þessi hækkun hefði nær engin áhrif á olíuverð í Bandarikjunum og væri mönnum þar nokkuð sama um hana. Japanir telja þetta hins vegar mikið áfall, þar sem þeir fá 85 prósent allrar sinnar olíu frá þessum rfkjum. Talsmaður japönsku stjórnarinnar sagði, að stjórnin teldi hækkunina alltof mikla, en það væri ekki um annað að ræða en borga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.