Morgunblaðið - 18.10.1973, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973
19
Athugasemd frá barna-
vinafélaginu Sumargjöf
Undanfama mánuði hafa birzt í
dagblöðum fréttir frá foreldra-
hópi um stof nun nýs dagheimilis I
Reykjavík. Heimili þetta hefur í
sumum greinum verið nefnt „til-
raunadagheimili", en I öðrum
greinum aðeins „nýtt dag-
heimili“.
Jafnhliða þessum frétta-
greinum og viðtölum hafa birzt
auglýsingar frá forráðamönnum
þessa foreldrahóps, þar sem aug-
lýst er eftir börnum til dvalar. Er
þar rætt um „virka þátttöku
foreldra" og að merkja skuli
væntanlega umsókn „uppeldi en
ekki geymsla".
1 Reykjavík’eru flest dagheimili
og leikskólar rekin af Barnavina-
félaginu Sumargjöf. Er því aug-
ljóst, að gagnrýnin í umræddum
blaðagreinum og auglýsingum
beinast fyrst og fremst að heimil-
um og starfsemi félagsins.
Stjórn og starfsfólk Sumargjaf-
ar hefur hingað til látið aðdrótt-
anir þessar lönd og leið, en vegna
ókunnugleika fjölda borgara á
starfí barnaheimila Sumargjafar,
þykir ástæða til að stinga niður
penna.
Bamavinafélagið Sumargjöf
rekur nú 28 bamaheimili í
Reykjavík, 15 dagheimili, þar af 3
skóladagheimili, og 13 leikskóla.
A dagheimilum eru börn á
aldrinum 3ja mánaða til 6 ára,
nema á skóladagheimilum, sem
eru ætluð börnum 6 til 12 ára.
Börnin eru á dagheimili allt að 8
— 9 st. á dag á timabilinu 7.30 —
18.30. Leikskólar eru aftur á móti
starfræktir fyrir börn á aldrinum
2ja til 6 ára. Getur hvert barn
aðeins verið annað hvort á morg-
undeild eða síðdegisdeild, mest 4
klst. á dag.
Bæði dagheimili og leikskólar
eru rekin með verulegum styrk
frá Reykjavfkurborg. Hefur
styrkur til dagheimila þó verið
hlutfallslega miklu hærri miðað
við rekstrarkostnað.
Hvorki leikskólar né dagheimili
geta fullnægt eftirspurn eftir vist
á þessum stofnunum. Þannig eru
nú samtals um 400 börn á biðlist-
um leikskólanna. Engir forgangs-
flokkar eru að leikskólunum held-
ur er stefnt að þvl að gefa sem
flestum kost á leikskóladvöl án
tillits til heimilisaðstæðna.
Jafnan er þó reynt að lið-
sinna þeim sem erfitt eiga.
Um dagheimili gegnir nokkuð
öðru máli. Uthlutun vistar að
öllum dagheimilum Sumargjafar
er á einni hendi, hjá félagsráð-
gjafa, er aðsetur hefur á skrif-
stofu félagsins.
Forgang að þeim hafa fyrst og
fremst einstæðir foreldrar og
námsmenn.
Hefur sú regla gilt um áratuga
skeið m.a. vegna stöðugs rúmleys-
is á dagheimilum. Vantar jafnvel
mikið á að unnt sé að fullnægja
þörfum allra, sem talizt geta til
þessara forgangsflokka, eins og
sjá má af því, að 146 börn ein-
stæðra foreldra og námsmanna
eru nú á biðlista að dagheimilis-
vist.
Vissulega hefur því verið hald-
ið fram, að allir eigi að hafa jafn-
an aðgang að dagheimilum án til-
lits til heimilisástæðna. Það er þó
tómt mál að tala um, meðan sá
hörgull er á dagvistunarrými, sem
raun ver vitni.
Forgangsreglur Sumargjafar
um vist á dagheimilum eru til
marks um að félagið telur sér
skylt að koma fyrst og fremst til
móts við þá, sem hafa mesta þörf
fyrir dagheimilisvist fyrir böm
sín.
Meðan þetta ástand varir, sér
stjórn Sumargjafar ekki ástæðu
til að fella niður nefndar for-
gangsreglur. Er og ekki kunnugt
um stefnubreytingu hjá Félags-
málaráði Reykjavíkur um for-
gangsflokka að dagheimilum.
Segja má, að rekstur dagheimil-
anna miðist við að leysa viss þjóð-
félagsleg og uppeldisleg vanda-
mál á þann veg, að sem flestir geti
notið þjónustunnar, án þess að
gæði hennar rýrni.
Þrátt fyrir margvlsleg vanda-
mál í rekstri bamaheimila
Sumargjafar hefur starfsfólki
þeirra yfirleitt tekizt að skapa
dvalarbörnum mjög góð vaxtar-
og þroskaskilyrði, og i hinu dag-
lega starfi mætti margt til tfna, er
kalla mætti tilraunastarf, án þess
að blásið sé i lúðra.
Stöðugar umræður fara fram
um innra starf heimilanna meðal
starfsmanna þeirra og milli
fóstruskólans og fóstra. Auk þess
hefur verið efnt til fjölda um-
ræðufunda og námskeiða með for
stöðukonum og öðrum fóstrum.
Það verður aldrei til endanleg
lausn á þvi, hvernig starfrækja
skuli barnaheimili. Þau mál verða
I stöðugri athugun og breytingu,
svo sem allt það, er snýr að mann-
verunni.
Augljóst má vera og þarf ekki
tilraunarekstur til að sanna, að
hægt er að skapa góða uppeldis-
stöðu á heimili með fáum börnum
og góðum starfskrafti, að ekki sé
talað um, þar sem báðir foreldrar
eru fyrir hendi og vilja vinna á
heimilinu.
Hvað eru þá verið að kanna á
hinu nýja svokallaða „tilrauna-
dagheimili"?
1 hverju er tilraunin fólgin? Er
verið að athuga, hvort hægt sé að
nota starfskrafta foreldra á
barnaheimilum, eða er verið að
athuga, hvort börn, sem eru svo
heppin á hafa bæði föður og móð-
ur á heimilum sínum, þurfi á dag-
heimilisaðstöðú að halda?
Ekki er ólíklegt, að fleiri
foreldrahópar óski eftir fjárhags-
aðstoð frá ,ýmsum aðilum borgar
og ríkis“ til að reka „tilraunadag-
heimili," og væri raunar fróðlegt
að vita, hverjir hinir „ýmsu aðil-
ar“ eru. I þvi sambandi er trúlegt,
að ólfkar skoðanir komi fram um
það, hvort verja skuli skattpen-
ingum borgarbúa til að greiða nið-
ur dagheimilisgjöld fyrir aðra en
núverandi forgangsflokka, þ.e.a.s.
börn einstæðra foreldra og náms-
manna. „I upphftfi skyldi endinn
skoða."
Bamavinafélagið Sumargjöf
hefur slðar en svo amazt við því,
að aðrir starfræki barnaheimili.
Geta margir borið vitni um
það.
Nú bregður hins vegar svo við,
að forráðamenn umrædds „til-
raunadagheimilis" sjá ástæðu til
að dylgja um búnað, fyrirkomu-
laga og starf annarra barnaheim-
ila.
Það er Sumargjöf að sjálfsögðu
algjörlega að meinalausu, þótt
þetta heimili fan af stað, og ekki
á valdi félagsins að ráða neinu
um, með hvaða hætti það verður
starfrækt. Væri þó skemmtilegra,
ekki sízt fyrir forráðamenn
heimilisins, ef það gæti hafið
starfsemi slna, án þess að kastað
sé rýrð á dagvistunarstofnanir,
sem fyrir eru.
Stjórn Sumargjafar mun ekki
ræða þetta frekar nema sértak-
ar ástæður komi til en leyfir sér
hér með að bjóða áhugafólki, að
skoða dagheimili og leikskóla
félapsin.s.
Fh. stjórnar Sumargjafar
Asgeir Guðmundsson.
VALE
kraft-
talíur
lyfta
qrettis-
taki
O ELUNGSEN HF
Hafnarstræti 15
sími 14605
Radhús (Ketlavík (smlúum
Höfum í einkasölu raðhús í smíðum í Keflavík, í nýju
hverfi um 130 fm, auk bílskúrs. Húsin seljast fokheld,
með fokheldum bílskúr. Sum húsanna verða tilb. fyrir
áramót, önnur eftir áramót. Nánar tiltekið, 4 svefnherb.,
2 samliggjandi stofur, eldhús, bað wc, sjónvarpshol,
þvottahús. Verð 2.250 þús. útb. 1450 þús sem má
skiptast. 800 þús. lánað til 2ja ára, sem hægt er að
greiða með húsnæðismálaláni sem er 800 þús.
Teikningar í skrifstofu vorri.
Samningar og Fasteignir Austurstræti 10a 5. hæð.
Sími 24850. Heimasími 37272.
SPEGLAR — SPEGLAR
í fjölbreyttu úrvali. Hentugar tækifærisgjafir.
LUDVIG
STORR
SPEGLABÚÐIN
Laugavegi 15 — Sími: 1-96-35.
HAFNARFJÖRÐUR
Eftirtaldar eignir nýkomnar til sölu:
Arnarhraun 3ja. herb. nýleg og rúmgóð íbúð á jarðhæð í
6 íbúða fjölbýlishúsi á hornlóð.
NorSurbær 3ja. herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi.
Afhendist tilbúin undir tréverk í byrjun næsta árs.
Bílgeymsla fylgir.
SuSurgata 3ja. herb. íbúð á miðhæð i eldra steinhúsi og
hálfur kjallari. Söluverð um kr. 21/2 milljón.
Öldutún 4ra. herb. nýleg efri hæð í tvíbýlishúSi með
óinnréttuðu risi. Allt sér.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, HafnarfirSi,
sími 50764.
DUNLOP
HJÓLTJAKKAR
2.5 tonna lyftihæð 24"
2.5 „ „ 36"
4.0 „ „ 19.5"
^ AUSTURBAKKIÍsÍMI 38944
Laugavegi 60,
sími 21270.