Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973
HIK i
fréttum &J @ 1
Nú er hafin undirbúningur að
töku kvikmyndar um „Kamelíu-
frúna“, en eins og marga kann að
reka minni til lék Greta Garbo
hlutverk hennar endur fyrir
löngu, og var það eitt merkasta
framlag hennar til kvikmyndanna
á sínum tíma. Mótleikari hennar
var Róbert Taylor, sem var mikill
„hjartaknúsari" hér áður fyrr.
Það er italski kvikmynda-
stjórinn Franco Zeffirelli (sá,
sem stjórnaði kvikmyndinni um
Rómeó og Júlíu fyrir nokkrum
árum), sem annast mun leik-
stjórn „Kamelíufrúarinnar", en
með titilhlutverkið fær engin
önnur en Liza Minnelli, og mót-
leikari hennar er Timothy Wood-
ward.
í fylgd með Lizu á Italíu er
ungur Amerikani, Dayson Lovel
að nafni, en nýlega sagði Liza í
blaðaviðtali, að hún væru búin að
fá leið á að útmála ástamál sin
fyrir blaðamönnum, og lái henni
hver sem vill.
Gerald Ford, tilvonandi varaforseti Bandarfkjanna, er sextugur að
aldri. Hann er lögfræðingur að mennt, og var fyrst kosinn á þing árið
1948. Þá var hann einn ákafasti talsmaður Marshall-aðstoðarinnar við
hin styrjaldarhrjáðu lönd f Evrópu. Sfðan 1965 hefur hann verið
leiðtogi þingflokks repúblikana. Hann átti sæti f Warren-nefndinni
svokölluðu, sem Lyndon B. Johnson skipaði árið 1963, til að kanna
morðið á John F. Kennedy.
Samþykki þingið skipun Geralds Ford f embætti varaforseta verður
hann 40. varaforseti Bandarfkjanna.
Myndin er af Ford-hjónunum ásamt Richard og Pat Nixon, og var
tekin þegar forsetinn tilkynnti, að hann hefði ákveðið að tilnefna Ford
sem eftirmann Spiro Agnews.
/t
Vf
Þann 13. október urðu úrslit kunn f fegurðarsamkeppni um titilinn
„Miss International“ f Osaka f Japan. Eins og fréfzt hefur varð
sigurvegarinn finnska stúlkan Tuula Anneli Björkling, en hún situr
hér f hásæti sfnu. Henni til hægri handar situr Helga Eldon, sem varð
þriðja f keppninni, en brezka stúlkan Zoe Spink varð önnur, og situr
hún sigurvegaranum til vinstri handar.
Tuula Anneli Björkling er 21 árs, 172 sm að hæð, en mjaðmamál
hennar er 88 sm, mittismál 61 sm og brjóstamáiið er 89 sm. Aðrir
verðleikar hennar eru okkur þvf miður ókunnir, en strax og okkur
kann að berast vitneskja um þá verður greint frá þeim.
....og svo heimtaði kallinn að
fá einu sinni að sofa við hliðina á
kerlingunni sinni, og ef að hann
fengi það ekki þá væri hann
farinn að heiman. Og fyrir hvaða
peninga á þá að kaupa 5 kg. af
kjöti á dag, sem ég borða____
Sautján málverk eftir Picasso
verða til sölu á málverkauppb. f
New York innan skamms. Ef ein-
hver skyldi hafa áhuga á að
bjóða í þau, má geta þess, að þessi
málverk ku vera þau merkustu,
sem föl hafa verið síðan hann lézt.
Amerfskur taugaskurðlæknir
hefur nú haft hausaskipti á öpum.
Einn þeirra lifði í 36 klukku-
stundir eftir hausavíxlin, og gat
bæði tuggið og hreyft augun, að
sögn Whites á læknafundi í .
Tókýó nýlega. Læknirinn sagði,
að slíkar aðgerðir á mönnum
væru útilokaðar nema með sam-
þykki yfirvalda í viðkomandi
landi, og þarf svo sem enga sér-
staka greind til að skilja það.
Annárs væri þetta kannski
ágæt lausn fyrir þá, sem eru
óánægðir með höfuð sitt. hvort
sem það er nú útlit þess eða inni
haldinu að kenna, eða hvoru
tveggja.
LEIÐRÉTTING.
Missagt var hér á síðunni s.l.
þriðjudag, að Gunnar Friðriksson
væri stjórnarformaður Smjörlíkis
h/f. Hann er stjórnarmaður, en
Magnús Scheving Thorsteinsson
er stjórnarformaður hlutafélags-
ins. Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á mistökum þessum.
*
Liv Ullman heldur áfram sigur-
för sinni um heiminn. Nýjustu
fréttir af henni eru þær, að hún
er búinn að taka að sér aðalhlut-
verk í ítalskri kvikmynd.
*
Við sögðum frá því um daginn,
að foreldrar Maríu, kjördóttur Liz
Taylor og Richards Burtons,
hefðu krafizt þess að fá dóttur
sína aftur, þar sem Burtonshjón-
in væru nú að skilja. Nú hefur
hins vegar frétzt, að Burton-
hjónin muni framvegis sem
hingað, til hafa umráðarétt yfir
Maríu, en áður höfðu þau Iýst því
yfir, að þau væru sammála um, að
börnin yrðu hjá þeim til skiptis.
HÆTTA Á NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams
UNHARMED BY HER
EXPERIENCE WITH
THE AIRCRAFT THIEF,
HOLLy HOLLAND
RETURNS TO HER JOB
AT SLOBAL NEW5/
COUNT ON ME
FOR A CHAPTER.
MY BROTHER
LEE ROy 15 A
DISASTER
AREA /
Eg ætla að skrifa bók, gott fólk: Hvernig á
að lifa það af að ala upp táning. Þú getur
leitað til mfn um einn kafla. Lee Roy,
bróðir minn er hreinasti vandræðageml-
ingur. (2 m) En ég verð að viðurkenna,
að ég sef betur, slðan hann byrjaði í
skólanum. (3 mynd) En á þvf augnabliki
á skólalóðinni: Halló, þið tvö. Bfðið augna-
blik. Ég þarf að tala við ykkur.