Morgunblaðið - 18.10.1973, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1973
SAI BAI N 1 Ed McBain: I ó heljcifþföm
15
„Er þetta ekki að verða eins og í
villta vestrinu?" sagði hann. „Til
hvers er súpan, frú. Hefði ég
vitað, að þér væruð að halda upp á
gamlárskvöld núna, hefði ég farið
í betri fötin mín.“ Uppgerðarhlát-
urinn þagnaði um leið og hann sá
augnatillit Virginiu. „Afsakið, ég
vissi ekki, að grafarar væru með
ráðstefnu hérna. Hvað geri ég við
fangann, Pete?“
„Spurðu Virginiu".
„Virginia, ha?“ Willis skeilti
upp úr. „Jesús minn, það er
aldeilis kvennaval í dag. Vitið þið
hvað hin heitir. Angelica.
Virginia og Angelica. Mærin og
Engillinn." Hann hló aftur.
„Jæja, Virginia, hvað skal gera
við engilinn minn?“
„Komdu með hana hingað inn
fyrir og láttu hana setjast."
„Komdu hingað, Angelica,“
sagði Willis, „fáðu þér sæti,
Angelica. Herra minn trúr, þetta
er magnað. Hún var rétt í þessu
að skera mann á háls — frá eyra
til eyra. Reglulegur engill. Fáðu
þér sæti, engill. I flöskunni þarna
á borðinu er nitró-glysserín."
„Hvað meinarðu?" spurði
Angelica.
„I flöskunni er nitró.“
„Nítró? Meinarðu eins og
sprengja?"
„Þar áttirðu kollgátuna, ljúf-
an,“ svaraði Willis.
„Sprengja?“ sagði Angelica.
„Madre de los Santos.“
„Einmitt," sagði Willis og það
örlaði á lotningu í röddinni.
Sjötti kafli
Þar sem Meyer Meyer sat og
vélritaði á skýrslublaðið, sá hann
Willis leiða puerto-rícönsku stúlk-
una áfram inn í salinn. Willis tók
handj'árnin af henni og festi við
beltisólina. Stjóri gekk til hans,
skiptist á fáeinum orðum við Will-
is, en sneri sér síðan aðstúlkunni.
Það virtist svo sem Virginia
Dodge ætlaði að leyfa þeim að
yfirheyra stúlkuna. Fallegt af
Virginiu Dodge!
Meyer byrjaði þolinmóður að
berja lykla ritvélarinnar að nýju.
Hann átti ekki von á, að
Virginia Dodge álpaðist yfir til
hans til að virða fyrir sér
meistarastykki hans I enskum
stílbrögðum. Hann var líka
nokkuð viss um, að hann fengi nú
óáreittur að gera það, sem hann
ætlaði sér, sérstaklega eftir að
puerto-rícönsku kynbombunni
hafði verið varpað f salinn. Virg-
inia Dodge virtist algjörlega
bergnumin af þokkafullum hreyf-
ingum stúlkunnar ásamt litríkum
orðaforða hennar. Hann var því
nokkuð öruggur um sig — að sér
tækist að koma fyrsta áfanga
áætlunarinnar í framkvæmd án
þess að eftirtekt vekti.
Hið eina, sem hann var ekki
öruggur í, var stílfar hans.
Hann hafði aldrei verið
tiltakanlega snjall í móðurmál-
inu. Meira að segjaí lagadeildinni
höfðu ritgerðir hans aldrei getað
talizt neitt afbragð. Einhvern veg-
inn, fyrir slembilukku líklega,
hafði hann þó skrönglazt I gegn-
um skólann og lokið embættis-
prófi, en varla var lokið þeim
áfanga fyrr en hans biðu heilla-
o'skir Sáms frænda, er kvaddi
hann til herþjónustu fyrir land og
þjóð. Svo hafði hann öslað aur og
leðju f fjögur ár unz hann fékk
lausn með góðum vitnisburði. Það
var það, sem hann skoðaði hug
sinn og fann, að hann kærði sig
ekki um að eyða næstu tíu árum
lífs síns í að ná fótfestu sem
lögfræðingur. Skrifstofa f skúma-
skoti og eltingaleikur við sjúkra-
bíla áttu ekki við Meyer Meyer.
Hann valdi því lögreglustarfann
og kvæntist stúlkunni, sem hann
hafði verið í tygjum við allt frá
því á menntaskólaárunum, henni
Söruh Lipkin. (Ættamafn
hennar hhafði skapað nágrönnum
og skólafélögum þeirra aragrúa
tækifæra til spaugs og bolla-
legginga um varir hennar. Þolin-
móður hafði Meyer hlustað á
slíkar bollaleggingar, jafnvel
brosað í kambinn fyrir siðasakir.
Hann hafði þolinmóður haldið
áfram að vera með Söru sinni
Lipkin. Bollaleggingar vinanna
voru heldur ekki að öllu leyti út f
hött. Sara Lipkin hafði kyssu-
legustu varir, sem hann hafði
nokkru sinni komizt i tæri við.
Kannski var það þess vegna, sem
hann hafði kvænzt henni um leið
og hann kom heim úr hernum).
Hann hafði komið sjálfum sér á
óvart með þeirri ákvörðun sinni
að gefa lögmannsstörfin upp á
bátinn, vegna þess, að hann var
ákaflega þolinmóður maður og
vissuiega hefði það krafizt mik-
illar þolinmæði að sitja næstu tíu
árin á skrifstofu sinni og bfða
eftir skjólstæðingi. Og samt hafði
hann bandað þolinmæðinni frá
sér f fyrsta skipti á ævi sinni hætt
við að gerast lögmaður og gengið í
lögregluna. I huga hans voru
þessar tvær greinar skyldar. Sem
lögga var hann áfram á fást við
lagakrókana. Hann stundaði starf
sitt af eljusemi og þolinmæði. Það
hafði tekið hann átta ár innan
lögreglunnar að vinna sig upp í
lægstu gráðu sem rannsóknar-
lögreglumaður. Og það krafðist
þolinmæði.
Og nú baslaði hann þolinmóður
við að setja frumsamdar
setningar á blað.
Þolinmæði hans var áunninn
eiginleiki, sem hann hafði ræktað
árum saman unz hún nú jaðraði
við fullkomnun. Hann hafði ekki
fæðzt þolinmóður. Síður en svo.
Hins vegar hafði hann fæðst við
slíkar aðstæður, að þolinmæðin
varð skilyrði fyrir tilvist hans.
Jú, sjáið þið til. Faðir hans var
ógurlega fyndinn maður. Eða
réttara sagt — hann taldi sig
óviðjafnalegan grfnista. Auðvitað
var þetta ekki nema að hálfu leyti
rétt. Hvað um það, hann var klæð-
skeri, með þá áráttu að gera vin-
um sínum og kunningjum alltaf
öðru hverju kátlega hrekki, sér til
mikillar skemmtunar, en vinum
sínum til sárra leiðinda. En þegar
nú kona hans, Martha, átti eftir
öllum sólarmerkjum að vera
komin úr barneign, var sjálfsagt
komin á breytingjatímann, tók
náttúran sig allt f einu til og gerði
Meyer gamla gráan grikk. Martha
— af öllum konum — átti von á
öðru barni.
Þetta voru heldur litlar gleði-
fréttir fyrir Meyer gamla. Hann
hafði haldið, að bleyjuþvottur og
bamsgrátur væru langt að baki,
en svo dembdist allt i einu yfir
hann enn einn krakkinn, þegar
hann hugðist loks fara að njóta
ellinnar. Hann tók tíðindunum
með hundshaus, þjáðist allan
meðgöngutímann, en hverja lausa
stund sat hann á launráðum og
undirbjó sinn eigin grikk sem
mótleik gegn sprelli móður nátt-
úru og getnaðarvamanna.
Meyerhjónin töldust til strang-
trúarkirkju Gyðinga. A „briss-
inu“, hinni aldagömlu
umskorningarhátið, opinberaði
Meyer gamli ákvörðun sfna. Hún
varðaði nafn þessa sfðasta
afsprengis hans. Drengurinn átti
að heita Meyer Meyer. Gamla
manninum fannst þetta stór-
sniðugt. Safnaðarprestinum
fannst þetta aftur á móti ekkert
fyndið. Þagar hann heyrði
ákvörðunina, féllust honum
næstum þvf hendur. En um leið
svipti hann líka Meyer litla þeim
þægindum að bera venjulegra
f þýéingu
Björns Vignis.
nafn. En Meyer Meyer hafði kom-
izt óskaddaður frá þessu öllu
saman.
Að vísu var það enginn leikur
að vera Gyðingur f hverfi, þar
sem Gyðingar voru í yfirgnæfandi
minnihluta, þótt maður bæri ekki
f kaupbæti nafnið Meyer Meyer.
Tvítekningin f nafninu gaf pöru-
lýð hverfisins ærin tækifæri til
uppnefninga. Hann varð því að
temja sér þolinmæði. Fyrst þolin-
mæði gagnvart gamla manninum.
r~-----------
SMJÖRLÍKIÐ
SEM
AJLLfft
ÞEKKJA
velvakandi
Velvakandi svarar i sima 10-
100 kl. 10.30—11.30, frá
mánudegi til föstudags.
0 Austurstræti
Bjarnveig Bjarnadóttir skrifar:
„Sjá má af fréttum, að borgar-
yfirvöldin munu bráðlega taka
fullnaðarákvörðun um lokun
Austurstrætis fyrir allri farar-
tækjaumferð.
Það er mál manna að Austur-
stræti eigi áfram að vera lokuð
gata, nema fyrir gangandi fólki,
og notaleg tilfinning er það, að
geta rölt þama um án ótta við að
verða troðin undir „hraðfleygri"
skellinöðru eða bifreið.
Eii ýmislegt mætti betur fara f
framtfðinni í þessu skemmtilega
gamla stræti. Ýmsir urðu fyrir
vonbrigðum þegar þeir gengu um
Austurstræti f fyrsta sinn eftir
breytinguna. Yfir því hvíldi
drungablær, — trjádallarnir mál-
aðir f sorgarlit — biksvartir, og
sumir bekkirnir óásjálegir. Það
vantaði þarna glaðlega liti, en
þeir hafa ótrúlega góð áhrif á
fólk.
% Lofum unglingunum
að spreyta sig
Mér kom til hugar, að tilvalið
hefði verið að fá nokkra unglinga
til að mála bekki og dalla strætis-
ins, lofa þeim að gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn, og lífga
upp á gamla dótið með björtum
litum. Slíkt föndur hefði ekki orð-
ið kostnaðarsamt fyrir borgina —
nokkrar málningardollur og 2—3
dagsverk hefðu orðið það, sem
þurfti. Iitaflúrið hefði áreiðan-
lega glatt margan vegfarandann á
göngunni um Austurstræti.
Heyrzt hafa þær raddir, að við
umferðarbann ökutækja um
Austurstræti muni verzlun drag-
ast saman hjá kaupmönnum þar.
Areiðanlega þarf enginn að óttast
slíkt — trúlegt er, að frekar muni
verzlun aukast með tfmanum.
• Myndlistarkynning
Fyrir nokkrum árum var ég
stödd í Amsterdam. Eitt það
minnisstæðasta úr þeirri ferð var
hið skemmtilega götulff f þeim
strætum, sem eingöngu voru ætl-
uð gangandi fólki. Þar var ös í
hverri búð og veitinga„sjoppu“.
Skiljanlegt er, að borgaryfir-
völdin hafi sem minnst viljað
kosta til þessarar tilraunar með
Austurstræti, áður en endanleg
ákvörðun um framtíðartilhögun
þar hefur verið tekin. Verði sú
ákvörðun tekin, að gangandi veg-
farendum einum verði heimil um-
ferð um götuna, væri sannarlega
ánægjulegt ef meira yrði gert til
þess að gera strætið vistlegra.
Að lokum vil ég þakka Búnaðar-
bankanum I Austurstræti fyrir
kynningu á góðri myndlist, en i
gluggum bankans má sjá málverk
eftir ýmsa af okkar kunnustu
myndlistarmönnum, og skiptir
bankinn um verk öðru hverju.
Þessi kynning „puntar" sannar-
lega upp á strætið.
Bjarnveig Bjarnadóttir".
% Menningarlegir
prísar
Og fyrst myndlistin er hér til
umræðu, er ekki úr vegi að minn-
ast á hið fjölskrúðuga myndlistar-
Iff, sem er í borginni um þessar
mundir. Segja má, að ekki sé sá
„sýningarveggur“ í borginni, sem
ekki er þakinn myndum. A
Klambratúni er Sverrir Haralds-
son með rnikla yfirlitssýningu á
verkum sfnum, og gefst þar ein-
stakt tækifæri til að skoða þróun-
arferil listamannsins allt frá upp-
hafi og fram á þennan dag. í
Norræna húsinu er Hringur Jó
hannesson með sýiiingu á verkum
sfnum, — Alfreð Flóki sýnir í
Bogasalnum, og Listasafn Islands
er með yfirlitssýningu á verkum
Asmundar Sveinssonar, svo að
eitthvað sé nefnt.
Með því að Velvakandi er
menningarlega sinnaður, brá
hann á leik um helgina og
„þræddi" sýningamar, enda var
veður eins og bezt var á kosið.
Alls staðar var örtröð af fólki, og
er ánægjulegt til þess að vita, að
fólk skuli vera svo iðið við að
bergja af menningarbikarnum.
Kannski er Velvakandi ekkert
fjármálaséní, en prísamir á því,
sem falt var, maður minn! Vegna
þess að Velvakandi er ekki hald-
inn öfundsýki f garð annarra
gleðst hann þeirra vegna, sem
hafa efni á að kaupa „pródúktin".
Það hlýtur að verða að takast til
vandlegrar íhugunar, hvort ekki
borgi sig fyrir þjóðfélagið að
stuðla að aukinni framleiðslu á
myndlistarmönnum, þegar höfð
er í huga þessi gífurlega verð-
mætamyndun, en nú til dags virð-
ist einn hundraðþúsundkall vera
spottprís fyrir malerí.
ÁHUGAMENN
um norræna samvinnu
HAUSTFAGNAÐUR Samtaka Norðurlanda-
félaganna verður haldinn föstudaginn 19.
október n.k. í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl.
1 9:30 með kvöldverði.
Ragnar Lassinantti, landshöfðngi frá Svíþjóð,
skemmtilegasti ræðumaður aldarinnar, verður
gestur kvöldsins.
Etelka Tamminen, nýi finnski sendikennarinn,
flytur skemmtiþátt.
Veizlustjóri og forsöngvari í fjöldasöng verður
Pétur Pétursson, þulur.
DANS —
Komið og skemmtið ykkur með kátu og góðu
fólki.
Borðapantanir og aðgöngumiðasala að Hótel
Sögu í kvöld, fimmtudag, kl. 1 7 — 1 9.
Nefndin.
TAKMARK „SAMEINUÐU FJÖLSKYLDUNNAR'' ER
HEIMUR FRIÐAR OG KÆRLEIKA ! ! !
FIMMTUDAGSKVÖLD Þ. 18. Þ.M. KL. 9 UM KVÖLDIÐ
ERTU VELKOMIN í INGÓLFSSTRÆTI 22. ÞAÐ ER
SAMEIIMAÐA FJÖLSKYLDAIM
SEM TALAR UM:
GUÐ OG MAÐURINN SKAPA ALHEIMSFRIÐ