Morgunblaðið - 18.10.1973, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÖBER 1973
tveím leíkjum
Reykjanesmót í handknattleik
hófst um síðustu helgi, og voru þá
háðir 7 leikir, þar af tveir í
meistaraflokki karla. Svo sem við
mátti búast unnu bæði Hafnar-
Frjálsar hjá
Breiðabliki
Aðaifundur Frjálsíþróttadeild-
ar Breiðabliks verður haldinn í
Æskulýðsheimili Kópavogs
sunnudaginn 21. október nk. og
hefst klukkan 14.00. Fundarefni
venjuleg aðalfundarstörf.
Deildin hefur ráðið nýjan þjálf-
ara, Karl Stefánsson, og verða æf
ingar f Baldurshaga þriðjudaga
18.20 til 20 og fimmtudaga frá
18.20 til 19.10, á föstudögum verð-
ur æft í Kópavogsskóla frá 20.15
til 21.45.
fjarðarliðin, Haukar og FH, stór-
sigra yfir andstæðingum sínum,
en baráttan um Reykjanes-
meistaratitilinn stendur milli
þessara liða og verða úrslitin að
teljast tvísýn. í fyrsta leik sigraði
FH lið Aftureldingar í miklum
markaleik, með 47 mörkum gegn
15 og Haukar sigruðu lið Breiða-
bliks úr Kópavogi með 32 mörk-
um gegn 15. Voru þvf alls skoruð
109 mörk í þessum tveimur leikj-
um.
önnur úrslit í mótinu urðu þau
að í 1. flokki sigraði FH Hauka
16:14 og Breiðablik og Grótta
gerðu jafntefli 11:11. I öðrum
flokki urðu úrslitin þau að FH
sigraði ÍBK 20:14, HK sigraði
Stjörnuna 15:14 og Haukar sigr-
uðu Gróttu 16:14.
Senn Ifður að þvf að skfðafólk taki fram útbúnað sinn og hefji keppni. Meðfylgjandi mynd er tekin á
landsmóti skfðamanna á Siglufirði um sfðastliðna páska og sýnir einn bezta skfðamann landsins, Áma
Óðinsson, á ferð.
Skíðafólk á faraldsfæti
109 mörk í
Skfðafólk er þegar farið
að hugsa sér til hreyfings
og sumt af bezta keppnisfólk-
inu hyggur á æfingar- og
keppnisferðir til annarra landa.
Guðjón Ingi Sverrisson, einn
af beztu skíðamönnum Reyk-
vfkinga, dvelur þessa daga í
Frakklandi við æfingar. Tveir af
efnilegustu skfðamönnum Is-
firðinga, Valur Jónatansson og
Gunnar Jónsson, halda til Sviss I
byrjun nóvember og dvelja þar
við æfingar og keppni í 2 'A
mánuð. Fulltrúar norrænu grein-
anna, stökks og göngu, munu
einnig Sturuia sfnar greinar er-
lendis. Björn Þór Ólafsson verður
f Noregi fram á næsta sumar, þar
sem hann mun kynna sér kennslu
og ef til vill einnig taka þátt f
mótum. Halldór Matthíasson frá
Akureyri stundar nám f Oslo, en
auk þess æfir þessi bezti göngu-
maður Islendinga grein sfna
meðal gönguglaðra Norðmanna.
Keppnisfólk á skíðum hefur æft
meira og minna f allt sumar til að
vera í sem beztri æfingu, þegar
snjórinn kæmi. Akureyringar
hafa æft í allt sumar bæði inni og
úti, þrek og leikfimi. Þjálfari
Akureyringa er Viðar Garðars-
son, en hann var á þjálfaranám-
skeiði í Noregi í fyrra. Ekki hygg-
ur akureyskt keppnisfólk á sjálf-
stæðar æfinga- eða keppnisferðir
í vetur, en fullvíst má telja, að f
þeim landsliðum, sem keppa fyrir
Islands hönd á erlendum vett-
vangi í vetur, verði fleiri eða
færri Akureyringar.
Af verkefnum landsliðs á
skíðum í vetur má nefna lands-
keppni við Skota i Skotlandi, en
þessar þjóðir kepptu i Hlíðarfjalli
Islenzka borðtennislandsliðið
sem keppir á Norðurlandamótinu
í borðtennis hefur nú verið valið.
Verður það þannig skipað:
siðastliðið vor. Fyrirhuguð er
Evrópuferð þrigga manna karla-
landsliðs; það lið hefur ekki verið
formlega valið enn þá, en þrír
efstu menn f stigakeppni Skíða-
sambandsins eru þeir Haukur Jó-
hannsson og Ámi Oðinsson frá
Akureyri og ísfirðingurinn Haf-
steinn Sigurðsson.
KONUR
Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir,
Gerplu
Guðrún Einarsdóttir, Gerplu
Margrét Rader, KR
Borðtennislandslið
Dr. Ingimar formaður BLÍ
A blakþingi á laugardaginn var
dr. Ingimar Jónsson kosinn for-
maður Blaksambandsins. FYá-
farandi formaður Albert Valdi-
marsson gaf ekki kost á sér, en
stakk upp á Ingimar. Ekkert mót-
framboð kom, svo að Ingimar
Jónsson var sjálfkjörinn með lófa-
taki. Aðrir í stjórn voru kosnir
Ingvar Þóroddsson, Már Túliníus
til eins árs, en Albert Valdi-
marsson- og Jónas Traustason til
tveggja ára.
Blakþingið, sem haldið var í
kristalsal Hótel Loftleiða, fór í
alla staði vel fram. Það samþykkti
nokkrar lagabreytingar eins og
nýjar mótareglur, reglugerð um
dómara, reglur um mótanefnd og
dómaranefnd auk lagabreytinga,
en þær fólu m.a. í sér , að með-
stjórnendur eru nú kostnir tveir
til tveggja ára og tveir til eins árs,
formaður er áfram kosinn til árs.
Blakþing skal nú haldið að vori og
reikningsár sambandsins miðað
við sama tíma.
I þinglok kvaddi dr. Ingimar
Jónsson sér hljóðs og þakkaði
þingfulltrúum það traust er sér
væri sýnt. Hann ræddi nokkrum
orðum um blakíþóttina og gildi
hennar fyrir unga sem aldna og
kvaðst ekki kvíða framtfðinni í
samstarfi við alla þá ötulu blak-
áhugamenn, sem á þinginu voru
og aðra áhangendur blakfþróttar-
innar víða um land.
KARLAR:
Hjálmar Aðalsteinsson, KR
Ólafur H. Ólafsson, Erninum
Ragnar Ragnarsson, Erninum
Jón A. Kristinsson, Erninum
Birkir Gunnarsson, Erninum
I frásögn Mogunblaðsins af leik
Islands og Irlands í unglinga-
keppni Evrópu í knattspyrnu í
UNGLINGAR:
Gunnar Finnbjörnsson, Erninum
Jón Sigurðsson, IBK
gær féll niður nafn piltsins, sem
skoraði þriðja mark Islendinga,
Var Hálfdán Örlygsson, þar að
verki og skoraði hann markið
skömmu fyrir leikslok. Hin tvö
mörk Islands skoraði Gunnlaugur
Þ. Kristfinnsson, Víkingi — bæði
beint úr aukaspyrnu.
Island og Irland leika á fimmtu-
daginn f næstu viku og fer leikur-
inn fram á Melavellinum. Sigri
Islands, kemst liðið i úrslit
keppninnar, sem fram fara í Sví-
þjóð næsta vor. Telja verður
möguleika íslenzku piltanna tals-
verða eftir hina góðu frammi-
stöðu í Ieiknum í fyrrakvöld.
Tveir menn biðu bana og fimm
meiddust alvarlega er til slags-
mála kom á áhorfendapöllum I
Chapada I Brasilfu, er þar fór
fram knattspyrnuleikur milli
heimaliðsins og Boi Preton.
Lætin hófust á knattspyrnu-
vcllinum, þar sem leikmenn létu
hendur skipta, og áhorfendur
voru ekki seinir á sér og ruddust
út á völlinn til þess að „hjálpa“
sfnum mönnum. Lögreglan hefur
handtekið tvo af áhangendum
Boi-Pretons liðsins og ákært þá
fyrir morðin.
Geir í sviðsljósinu:
Hef aldrei verið betri
enda aldrei æft eins mikið, segir hann
Ég held, að ég hafi aldrei
verið betri, enda hef ég aldrei
æft eins vel, sagði Geir
Hallsteinsson, í viðtali sem
Morgunblaðið átti við hann ný-
lega. Geir var þá nýbúinn að
keppa með liði sfnu FA
Göppingen gegn TV
Neuhausen í þýzku deildar-
keppninni og sigraði
Göppingen f leiknum 19:12
þótt á útivelli væri. -Eg
er viss um, að liðinu fer fram
með hverjum leik sem lfður.
sagði Geir, og auðvitað stefnum
við að þvf að komast f úrslitin f
deildarkeppninni. Eins og er
þá er Göppingen f þriðja sæti f
suðurriðlinum, hefur leikið
þrjá leiki, unnið tvo og tapað
einum. Markatalan er 56:44:
TSV Rintheim hefur forystu f
riðlinum og hefur unnið alla
sfna leiki.
Ég sá leik Vals og
Gummersbach í sjónvarpinu,
sagði Geir, og mer fannst Vals-
liðið ekki líkt sjálfu sér.
Gummersbachliðið lék, að mfnu
mati, ekki vel, enda vantaði það
Schlaece sem verið hefur einn
aðalmaður þess að undanförnu.
Hann var dæmdur í tveggja
leikja keppnisbann ryrir rudda-
lega framkomu í deildar-
leikjum hér.
Geir lætur hið bezta af
dvölinni hjá Göppingen, enda
má marka af blaðafrásögnum,
að hann sé orðinn mikið
uppáhald handknattleiks-
áhorfenda f Þýzkalandi. I
leiknum gegn Neuhausen
skoraði Geir sjálfur 7 mörk og
„fiskaði“ þrjú vítaköst fyrir lið
sitt, þannig að hann átti meira
en helming markanna sem liðið
skoraði.
I norðurriðlinum hefur
Wellinghofen forystu og hefur
ekki tapað leik. Dankersen er í
öðru sæti og Gummersbach í
þriðja sæti. Um síðustu helgi
vann Gummersbach PSV
Hannover 25:10 á heimavelli.
Hálfdán skoraði
þriðja markið