Morgunblaðið - 24.10.1973, Side 1
32 SIÐUR
239. tbl. 60. árg.
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nixon beygir sig fyrir
úrskurði Sirica dómara
Leyfir honum að hlýða á segulböndin
A sunnudag fór Moshe Dayan, landvarnaráSherra tsraels f könnunarferð til sveita Israela, sem höfðu
komið sér fyrir á vesturbakka Súez-skurðar. A þessari mynd er hann að ræða við Avraham Adanr
hershöfðingja.
Washington, 23. okt. AP-NTB
• TILKYNNT var f kvöld, að
Richard Nixon, forseti Banda-
rfkjanna, hefði ákveðið að beygja
sig fyrir úrskurði Johns J. Sirica
dómara, sem hann kvað upp fyrir
nokkru, og leyfa honum að hlýða
á segulbandsspólur Hvfta hússins
með samtölum forsetans um
Watergatemálið við helztu aðstoð-
armenn sína. Lögfræðingur for-
setans, Charles Wright, skýrði
Sirica frá þessu og þvf með, að
hann gæti fengið spólurnar af-
hentar eftir nokkra daga. Sfðast f
gærkveldi hafði forsetinn verið
staðráðinn í þvf að láta segul-
böndin ekki af hendi, að þvf er
Wright upplýsti.
Fyrr í dag höfðu þingmenn
repúblikana og demókrata orðið
ásáttir um að kanna, hvort fyrir
hendi væru nægar ástæður til
þess að þingið bæri fram kæru á
hendur forsetanum. Skýrði
forseti þingsins, Carl Albert, svo
frá á fundi með fréttamönnum i
dag, að allar tillögur og ályktanir
þar að Iútandi yrðu sendar laga-
nefnd þingsins, sem væntanlega
mundi koma saman til fundar
þegar á morgun.
Kúvending forsetans i segul-
bandsmálinu hefur vakið geysiat-
hygli og þykir einsýnt, að hin
harða gagnrýni, sem hann hefur
hlotið fyrir síðustu ráðstafanir
sínar, þ.e. brottrekstur Archi-
balds Cox, hins sjálfstæða rann-
sóknardómara i Watergatemál-
inu, sem leiddi til afsagnar
tveggja æðstu manna dómsmála i
Bandaríkunum, hafi sýnt forset-
Brezkir togara-
menn samþykkja
„grundvöllinn”
Einkaskeyti til Mbl.,
Grimsby, 23. október (AP).
SKIPSTJÖRAR og togara-
menn f Grimsby ákváðu f dag
„með mikilli tregðu" að sam-
þykkja málamiðlunartillögu
brezku rfkisstjórnarinnar til
lausnar fiskveiðideilunni við
Islendinga.
Akvörðunin var tekin að
loknum fundi togaramanna,
en talsmaður þeirra, Jack
Evans, sagði, að engu að sfður
mundu þeir gera allt, sem f
þeirra valdi stæði til þess að
tryggja jafnmikið framboð af
fiski og áður, eftir þvf sem
kostur væri.
„Okkur finnst brezka
Framhald á bls. 18
Vopnahléð út um þúfur:
Hörðustu bardagar
stríðsins við Súez
Hrapaði í flóa
— flestir
syntu í land
Rio de Janeiro, 23. okt. AP
TVEGGJA HREYFLA
braziliönsk flugvél hrapaði í
kvöld til jarðar með 65 manns
innanborðs. Vélin kom niður í
grunnum flóa og tókst flestum,
sem f henni voru, að synda til
lands. Talið er þó, að sjö manns
hafi farizt.
Kairo, Tel Aviv,
23. okt. AP-NTB.
EBardagar stóðu f dag milli
raela og Araba eins og aldrei
hefði til vopnahlés kornið og voru
átökin við Suez-skurð sennilega
hin hörðustu frá upphafi styrjald-
arinnar.
Styrjaldaraðilar héldu uppi
gagnkvæmum ásökunum um að
hafa rofið vopnahléið og Golda
Meir, forsætisráðherra Israels,
sagði f ræðu í dag, að úr þvf
Egyptar hefðu rofið vopnahléið
myndu Israelar ekki skila aftur
herteknu svæðunum frá 1967 né
þeim löndum Araba, sem þeir
hefðu hertekið f átökunum nú.
öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kom saman í kvöld að heiðni
Egypta, sem staðhæfðu að Israels-
menn hefðu hafið bardagana á
ný. Þar lögðu Bandaríkjamenn og
Rússar fram sameiginl. áskorun
á stríðsaðila að hverfa til þeirra
stöðva, sem þeir hefðu haft áður
en vopnahléið í gær gekk í
gildi.Q NTB fréttastofan hefur í
kvöld eftir heimildum í banda-
rfska landvarnaráðuneytinu, að
stjórnir Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna hefðu komið komið sér
saman um að draga úr vopna-
flutningum sínum til stríðsaðila. í
síðustu viku fluttu Bandaríkja-
menn um þúsund lestir vopna og
hergagna til ísraels á degi hverj-
um. Nú verður dregið úr loft-
flutningum en flutningar á sjó,
einkum flugvéla og skriðdreka,
halda áfram óbreyttir.
BARIZT UM
BIRGÐALEIÐIR
Af hálfu Egypta var í dag stað-
hæft, að Israelar hefðu notað
vopnahléið til að styrkja vígstöðu
sina á vesturbakka Suezskurðar.
Fregnir beggja aðila benda til
þess, að bardagarnir við Suez-
skurð hafi verið hinir hörðustu
frá upphafi átakanna fyrir átján
dögum, og hafi fyrst og fremst
staðið um birgðaflutningaleiðir
Egypta.
Allir Egyptar, fæddir á ára-
bilinu 1941—52, sem ekki hafa
þegar látið skrá sig til herþjón-
ustu, voru í dag hvattir til að gera
það hið bráðasta.
I Golanhæðum var einnig barizt
í dag, en Sýrlendingar höfðu ekki
samþykkt vopnahléið. Voru háðir
miklir loftbardagar fyrir norðan
Damaskus og harðir bardagar
urðu við fjallið Hermon, sem er
hernaðarlega mjög mikilvægur
staður fyrir yfirráð á Golansvæð-
inu. Sýrlendingar hertóku fjallið
i upphafi átakanna en Israelar
náðu þvf aftur.
Framhald á bls. 18
anum, að hann ætti ekki lengur
annars úrkosta en láta undan.
NTB segir Wright hafa tjáð Sir-
ica, að forsetinn hafi gert sér
vonir um að sú málamiðlunartil-
laga hans, að rannsóknarnefnd
öldungadeildarþingsins fengi að
sjá úrdrætti úr samtölunum á
segulböndunum, sem demókrata-
þingmaðurinn John Stennis
hlustaði síðan á og staðfesti, gæti
orðið til að kveða niður kröfurnai
um að hann léti böndin af hendi. I
dag varð hins vegar Ijóst að rann
sóknarnefndin var ekki af baki
Framhald á bls. 18
Richardson skýr-
ir afstöðu sína:
Heiður banda-
rísku stjórn-
arinnar í veði
Washington, 23 okt. AP
ELLIOTT L. Richardson sagði á
fundi með fréttamönnum f Was-
hington f dag, að það væri hlut-
verk bandarfsku þjóðarinnar að
fella endanlegan dóm f Water-
gatemálinu — og kvaðst sjálfur
ekki vera maður til þess að úr-
skurða, hvort kærur skyldu lagða-
r fram á hendur Nixon, forseta
Bandarfkjanna.
Sjónvarpað var frá blaða-
mannafundi þessum, þar sem
Richardson gerði grein fyrir þeim
atburðum, er leiddu til þess, að
hann sagði af sér embætti. Við-
staddir fundinn voru og allmargir
starfsmenn dómsmálaráðuneyts-
ins og klöppuðu þeir Richardson
lof í lófa í samfleytt tvær mín-
útur, þegar hann kom á fundinn.
Richardson skýrði rækilega frá
samningaviðræðunum í síðustu
viku, þráteflinu og fyrirskip-
unum forsetans um að vísa Archi-
bald Cox frá störfum sem sjálf-
stæðum rannsóknardómara í
Watergatemálinu. Kvaðst
Richardson þeirrar skoðunar, að
rannsókn málsins ætti að vera í
höndum sjálfstæðs rannsóknar-
dómara og sagðist hann mundu
hafa farið eins að og Cox, hefði
hann verið í hans sporum. Hins
vegar yrði bandaríska þjóðin að
Framhald á bls. 18
Hafnar Nóbels-
verðlaununum
Hong Kong, 23. okt NTB.
LE DUC THO, aðalsamninga-
maður N-Vietnama, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels ásamt
Henry Kissinger, utanrfkisráð-
herra Bandarfkjanna, hefur hafn
að verðlaununum, að þvf et
fréttastofa Norður-Vietnams til-
kynnti í dag. Segir f fréttinni, að
Le Duc Tho hafi f gær sent
Nóbelsnefnd Stórþingsins norska
bréf, þar sem hann geri grein
fyrir ákvörðun sinni en mcgin-
ástæða hennar sé sú, að Suður-
Vietnamar og Bandarfkjamenn
Framhald á bls. 18