Morgunblaðið - 24.10.1973, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973
Ungur maður í 2ja vikna gæsluvarðhald:
Banamein Skarphéð-
ins var heilablæðing
af völdum
MAÐUR sá, sem að undanförnu
hefur verið í gæzluvarðhaldi á
Sauðárkróki vegna láts Skarphéð-
ins Eiríkssonar, var í gær úr-
skurðaður f tveggja vikna áfram-
haldandi gæzluvarðhald og málið
hefur nú verið sent saksóknara
rfkisins. Við krufningu kom f
Ijós, að banamein Skarphéðins
var heilablóðfall af völdum
áverka á höfði. Auk þess er talið,
að kuldi kunni að hafa flýtt fvrir
láti Skarphéðins heitins, en hann
lá úti um nóttina.
Það var um miðnæturbil 11.
október sl., sem lik Skarphéðins
Eiríkssonar fannst við bakdyr
Fundur einstæðra
foreldra á
fimmtudagskvöld
FÉLAG einstæðra foreldra held-
ur fyrsta fund sinn í haust að
Hallveigarstöðum, fimmtudags-
kvöldið 25. október. Verður þar
rætt um vetrarstarfið, fjáröflun,
útgáfu jólakorta, skipað verður í
nefndir, rætt um flóamarkað, sem
haldinn verður á næstunni og
ýmislegt annað. Þá verða
skemmtiatriði og kaffi og með-
læti, sem félagsmenn hafa að
venju látið af hendi rakna.
áverka
hússins Aðalgötu 11 á Sauðár-
króki og voru áverkar á líkinu.
Rannsókn hefur staðið yfir síðan
og er nú að mestu lokið.
Halldór Jónsson fulltrúi bæjar-
fógetans á Sauðárkróki sagði í
gær, að upplýst væri, að Skarp-
héðinn hefði komið í umrætt hús
þetta kvöld. Þar var aðkomufólk
gestkomandi og var setið að
drykkju fram eftir nóttu. Vitað
er, að Skarphéðinn var settur út
úr húsinu nokkrum sinnum um
nóttina, vegna ónæðis, sem hann
var talinn valda, en hann komst
jafnan inn aftur. Ekki kom þó til
neinna verulegra átaka af þessum
sökum.
Eftir að fólk það, sem í húsinu
var, hafði gengið til náða síðla
nætur, mun Skarphéðinn hafa tví-
vegis komist inn í húsið og upp á
efri hæð þar sem fólkið svaf. Eng-
inn virðist þó hafa vaknað nema
aðkomumaður, sem þarna var og
börn.
Þessi maður hefur viðurkennt,
að hafa sett Skarphéðinn tvívegis
út um bakdyrnar og hafi þá komið
til stympinga milli þeirra. Skarp-
héðinn hafi fallið niður þröngan
stiga af efri hæð niður að bakdyr-
um og verið rænulftill eða rænu-
laus, er hann kom útfyrir I síðara
skiptið.
5692 bílar flutt-
ir inn fyrstu níu
mánuði ársins
Fiatinn
söluhæstur
FYRSTU nfu mánuði ársins voru
fluttar inn 5.692 bifreiðar og er
það 259 bifreiðum fleira en á
sama tfma f fyrra. Af þessari tölu
er hlutur nýrra fólksbifreiða
Vilja hraða
sameiningu
FUNDUR fullskipaður flokks-
stjórnar Alþýðuflokksins, hald-
inn 20. og 21. október 1973 álykt-
ar, að nefnd sú, sem kosin var á
sfðasta flokksþingi skuli hraða
störfum sfnum og vinna áfram að
þvf, að fstenzkir jafnaðarmenn
sameinist f einum flokki fyrir
næstu Alþingiskosningar.
Ef kosningar til sveitarstjórna
verða á undan þingkosningum tel-
ur flokksstjórnin það sem hingað
til vera hlutverk félaga Alþýðu-
flokksins í hverju sveitafélagi að
taka ákvörðun um hvemig fram-
boðum flokksins verður hagað.
Þessi mynd er af Halldóri Vilberg
Jóhannessyni, sem lézt um helg-
ina af völdum brunasára, sem
hann hlaut f eldsvoða á Akureyri
aðfararnótt s.l. föstudags. Halldór
var27 ára að aldri.
langstærstur eða 4.469 cn einnig
voru fluttar inn 717 notaðar fólks-
bifreiðar. Þá voru fluttar inn 166
nýjar sendibifreiðar og 186 nýjar
vörubifreiðar.
Söluhæsta fólksbifreiðin þessa
fyrstu nfu mánuði ársins, sam-
kvæmt samantekt Hagstofu ts-
lands, er Fiat 127 með alls 258
bifreiðar, þá Ford Escort með 232
bifreiðar, Volkswagen 1300 með
217 bifreiðar, Fiat 128 með 198
bifreiðar og Skoda 100/110 með
196 bifreiðar.
Af notuðum innfluttum bif-
reiðum hefur selzt mest af
Chevrolet Nova eða 50 bifreiðar,
af nýjum innfluttum sendiferða-
bifreiðum hefur selzt mest af
Volkswagen eða 50 talsins og af
nýjum vörubifreiðum mest af
M.A.N. eða 38 bifreiðar.
Eldborg með síld
til Eskifjarðar
Eldborg frá Hafnarfirði var
væntanleg í dag með sfid úr
Norðursjó til Eskifjarðar. Mun
Eldborg vera með um 2000 kassa,
og á síldin að fara til söltunar.
Þetta er í annað sinn á haustinu,
sem skip kemur með síld til sölt-
unar á Eskifirði úr Norður-
sjónum. Sæberg frá Eskifirði ætl-
aði einnig að koma með sfld til
söltunar á Eskifirði, en ekki var
hægt að taka á móti nema einu
skipi þar og ekki var hægt að taka
á móti aflanum í Neskaupstað.
Sneri Sæberg því við og mun það
annaðhvort selja í Danmörku eða
Þýzkalandi.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
Á TÍMABILINU kl. 17—18:30 á
mánudag var «kið á brúna
Chevrolet-bifreið með
vinyl—toppi, R—18165, við
Kleppsveg 152 og annað aftur-
brettið dældað. Þeir, sem kynnu
að geta gefið upplýsingar um á-
keyrsluna, eru beðnir að láta lög-
regluna vita.
Læknismeðferð
íslenzks læknis
vekur heimsathygli
4.
BREZKA blaðið Sunday Times
skýrði f fyrradag frá þvf f stórri
forsfðufrétt, að fslenzkur
læknir, dr. Helgi Valdimarsson
(myndin hér efra), sem starfar
við Hammersmithsjúkrahúsið f
London, hefði vakið athygli
iækna um allan heim vegna
nýrrar sjúkdómsmeðferðar, er
hann hefur unnið að og beitt
gegn sjúkdómi, er Candidiasis
nefnist, með mjög góðum
árangri. Meðferð þessi er byggð
á nýrri, stórmerkri grund-
vallarkenningu, sem banda-
rfskir sérfræðingar komu
upphaflega fram með og hefir
mikilvægi hennar verið jafnað
við uppgötvun bóluefna á árum
heimsstyrjaldarinnar sfðari.
Canidiasis er sveppasjúk-
dómur og sjúklingurinn, sem
f jallað er um í fréttinni er níu
ára drengur, Gregory Scott.
Fyrir nokkrum dögum fór
Gregory I skóla í fyrsta skipti I
þrjú ár en andlit hans hefur
undanfarin ár verið svo hroða-
lega afskræmt af vöidum þessa
sveppasjúkdóms, að móðir hans
hefur skammazt sín fyrir að
láta sjá sig með hann á
almannafæri.
Ástæðan fyrir þessum sjúk-
dómi er sú að líkami Gregorys
hefur ekki mótstöðuafl gegn
sveppateg., er nefnist Candida.
Læknismeðferðin, sem
Helgi hefur unnið að I sam-
vinnu við þrjá aðra samstarfs-
menn sína, þá dr. Hobbs, dr.
Holt og dr. Wood, byggist á því,
að sjúklingnum er gefið mót-
stöðuefni, sem unnið er úr
hvitu blóðkornum fólks, sem
vitað er um að er fullkomlega
ónæmt fyrir Candida. Vegna
þess að mjög lítið er vitað um
eðli þessa mótstöðuefnis, hefur
það ekki hlotið nafn en er
kallað á ensku „Transfer
factor“, þ.e. efni, sem flutt er.
Gregory litli Scott hefur nú
verið til meðferðar í þrjú ár, og
nú litur hann út eins og eðlilegt
barn, en hann er ekki laus við
sjúkdóminn. Á tveggja mánaða
fresti þarf hann að fá
innspýtingu af efninu, en tvo
lítra af blóði þarf til að búa
skammtinn til.
Þó að meðferðin kunni að
likjast bólusetningu er hún að
því leyti frábrugðin að hún
veldur frumuónæmi, en ekki
mótefnamyndun. Þess vegna
gefur hún mjög athyglisverða
möguleika í meðferð krabba-
meins og holdsveiki svo eitt-
hvað sé nefnt, en talið er að
þessir sjúkdómar komi upp hjá
fólki með sérstakan frumu-
ónæmisgalla. Því er hugsan-
legt, að hægt sé að vinna
mótstöðuefni gegn þessum
sjúkdómum úr hvítu blóðkorn-
um fólks, sem ónæmt er fyrir
þeim, á sama hátt og unnið er
úr blóði fólks, sem er ónæmt
fyrir Candidiasis.
Þetta hefur þegar verið reynt
með frábærum árangri í nokkr-
um tilfellum og þó að tilraunir
séu enn á frumstigi eru margir
læknar mjög bjartsýnir á
áframhaldandi árangur. Banda-
riskir læknar, sem hafa reynt
þessa aðferð, hafa lýst
árangrinum f sumum tilfellum,
sem „stórkostlegum". Talið er,
að mörg krabbameinstilfelli
fylgi í kjölfar veirusýkingar en
að fólk, með sterkt frumu-
ónæmi hafi nægilegt viðnám til
að drepa krabbann niður.
Mjög umfangsmiklar
rannsóknir og tilraunir með
þessa læknismeðferð eru nú í
gangi víða um heim og telja
læknar að merkra tfðinda sé að
vænta áður en langt um líður.
1 samtali við Sunday Times,
er dr. Helgi mjög varkár f orð-
um og segir aðeins „Eg hef
aðeins tvö dæmi um vel-
heppnaða meðferð og of
snemmt er að segja hvort
„Transfer factor" á eftir að
verða mikilvægt verkfæri f
læknismeðferð.“
Gregory Scott (f miðið) milli skólafélaga f fyrsta skipti á þremur ðrum.
Loftur Baldvinsson EA
hefur selt fyrir 60
EKKERT lát er á sfldarsölunum I
Danmörku, og f gær seldu þar 10
skip, og vitað er um nokkur skip,
sem eiga að selja þar f dag. Skipin
10 seidu fyrir samtals 22.9 millj-
ónir f gær, þar á meðal var Loftur
Baldvinsson EA, sem nú seldi fyr-
ir tæpar 3.2 milljónir. Með þess-
ari söiu hefur Loftur Baldvinsson
seit sfld f Danmörku fyrir 60
miiljónir, frá þvf að skipið hóf
veiðar f Norðursjónum f lok maf-
mánaðar.
Tvö skip seldu I Skagen í gær.
Helga Guðmundsdóttir BA seldi
1628 kassa fyrir 2 milljónir og
Súlan EA seldi 1904 kassa fyrir
2.4 milljónir. I Hirtshals seldu
eftirtalin skip: Svanur RE 1764
kassa fyrir 2.1 milljón, Höfrungur
3. AK 1008 kassa fyrir 1 milljón,
Magnús NK 1304 kassa fyrir 1.5
millj., Bjarni Ólafsson AK 2159
kassa fyrir 2.5 milljónir, Ólaf-
ur Sigurðsson AK 1456 kassa fyr-
ir 1.6 milljónir, Loftur Baldvins-
son EA 2353 kassa fyrir 3.1 millj-
ón, Albert GK 2159 kassa fyrir 2.7
milljónir og Grindvíkingur GK
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
fréttatilkynning frá nemandaráði
Stýrimannaskólans f Reykjavfk,
þar sem ánægju er lýst með þann
samningagrundvöll, sem mótaður
hefur verið f iandhelgismálinu.
Fréttatilkynningin er svohljóð-
andi: Nemandaráðið vill lýsa
ánægju sínni yfir þeim samninga-
grundvelli, sem hefur verið mót-
aður f landhelgismálinu.
Ráðið vonar, að samningsdrög
þessi verði eitt skref f áttina til
milljónir
2443 kassa fyrir 3 milljónir.
Meðalverð á síldinni í gær var
nokkru hærra en það hefur verið
sfðustu vikurnar og hjá einstaka
bát komst það í 34 krónur.
friðsamlegrar og varanlegrar
framtfðariausnar landhelgismáls-
ins.
Sérstaklega vill ráðið iýsa
ánægju sinni yfir, að verksmiðju-
skipum skuli nú alveg meinaðar
veiðar innan fiskveiðilögsögunn-
ar, en dregur þó mjög í efa að
kalla þurfi til brezk eftirlitsskip,
til athugunar á staðsctningu fs-
lenzkra varðskipa á brezkum tog-
urum.
Nemendaráð Stýrimannaskólans
fagnar samkomulagsgrundvelli
48 rithöfundar fá söluskattinn
MENNTAMALARÁÐHERRA
skipaði á sfnum tfma nefnd til að
úthluta andvirði söluskatts af
bókum til rithöfunda og þeirra
fræðimanna, sem bækur gefa út.
Nefndin hefur nú lokið störfum,
en sfðasta alþingi úthlutaði 12
milljónum krónatil þessa.
Að sögn Knúts Hallssonar,
skrifstofustjóra f menntamála-
ráðuneytinu, mun niðurstaða
nef ndarinnar liggja fyrir í dag.
En menntamálaráðherra á eftir
að samþykkja tillögu nefndarinn
ar.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað
sér, munu 48 rithöfundar og
fræðimenn, sem gefið hafa út rit-
verk á s.l. tveimur árum fá þetta
fé og eru það um 250 þúsund kr. á
mann. Uthlutunarnefndinni mun
einnig vera heimilt að færa upp-
hæðina upp og niður ef samstaða
er um það i nefndinni.
í söluskattsnefndinni voru:
Knútur Hallsson skrifstofustjóri,
sem er formaður, dr. Gunnar
Thoroddsen, Svava Jakobsdóttir
alþm., Einar Bragi rithöfundur
og Bergur Guðnason lögfræðing-
ur.