Morgunblaðið - 24.10.1973, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1973
(RAUOftflARSTIG 31;
BILALEI6A
CAR RENTAL
TS 21190 21188
B| 14444 •255551
mimrn
iFIGA CAFHIENTAU
’SKODA EYÐIR MINNA.
Skodr
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
S(MI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bi'laleiga. - Sími 81260.
Fimm manna Citroen G S stat-
lon Fimm manna Citroen G.S
8—22 manna Mercedes Benz
hópftrrðabílar (m bílstjórum)
III!
ÁLFNAÐ ER VERK
ÞÁHAFIÐER
^ SAMVINNUBANKINN
Notaðlr bflar
Fiat 1 25 S árg '72.
Fiat 1 25 P árg '72.
Fiat 1 28 árg '72
Fiat 1 28 árg '71.
Fiat 1 1 00 árg '66.
Fiat 850 árg '66.
Fiat 1 27 árg '73
Fiat 600 árg '70.
Cortina árg '70.
Fiat 1 25 S árg '71
Góð verð, góð kjör.
Davíð Sigurðsson h.f.
Fiat einkaumboð á
íslandi
sími 38888 og 38845.
Lýðræði
— annað slagið
Örfáir menn, sem þó kalla sig
lvðræðissinna. hafa verið með
ólund við Morgunblaðið vegna
afdráttarlausrar afstöðu þess
til valdaránsins í Chile, örlaga
Allendes forseta og þess
grimmilega eftirleiks sem enn-
þá er háður f þessu vansæla
iandi. Óánægja þessara manna
hefur komið fram f kaffispjalli
þeirra þar sem Ifklegt var, að
Morgunblaðið mætti heyra og í
vandlega hugsuðum aðdróttun-
um, sem komið hefur verið til
skila eftir fremur barnalegum
krókaleiðum; þeir hafa ekki
farið með aðfinnslur sínar á
prent, og má kannski túlka þá
hlédrægni fremur sem bág-
borna trú á málstaðnum heldur
en meðfædda hæversku.
Þó að þessar raddir séu fáar
sem fyrr er sagt, vill Morgun-
blaðið ítreka þá skoðun sfna, að
sá sem trúir í einlægni á lýð-
ræði hafnar þvf ekki þó að at-
kvæðatölurnar séu honum ekki
að skapi. Það er grundvöllur
lýðræðisins að menn þykist
ekki yfir það hafnir.
Þvf hefur ekki verið mótmælt
f lýðræðisblöðum, að stjórnar-
stefna Allendes forseta v.ir að
drukkna f öngþveiti. Landið
rambaði á barmi gjaldþrots —
og gerir raunar enn. En maður-
inn var löglega kjörinn til
forystu í landi sfnu f lýðræðis-
legum kosningum, og þar til
annað verður sannað, lifði
lýðræðishugsjónin f brjósti
hans þar til byssukúlurnar
tættu það f sundur.
Það er löng saga og raunaleg
hvernig valdaræningjar hafa
Iagt tmdir sig þjóðir undir þvf
yfirskyni að þeir væru að
„bjarga“ þeim. Þannig hefur
hverri einustu þjóð í Austur-
Evrópu verið „bjargað“, og
raunar Tékkum, Ungverjum og
Austur-Þjóðverjum tvisvar
fremur en einu sinni frá strfðs-
lokum.
Morgunblaðið hefur ekki far-
ið dult með það, hverjum aug-
um það hefur litið mennina,
sem þar voru að verki.
Nú fara þeir menn með völd f
Chile, sem beittu sams konar
aðferðum. Þeir sitja á kontór-
um með byssu við beltið og
segja fólki hvernig því beri að
hugsa. Jú, þeir krossa sig í bak
og fyrir og tala fjálglega um
lýðræði, en skriðdrekinn hent-
aði þeim best þegar á reyndi.
Ef Morgunblaðið léti sér gott
þykja, þá hefði það afsalað sér
réttinum til þess að fordæma
stjórnarfarið f þeim rfkjum þar
sem kosningar eru sýndarleik-
ur kaldrifjaðra manna, sem
stjórna meðofbeldi.
Það hefði lagt blessun sfna
yfir ósómann.
Tíminn
og ritfrelsið
Tfminn var með tilburði f þá
átt um daginn, að kenna
Morgunblaðinu hvernig
„frjálslyndu“ blaði væri stjórn-
að, en tilefnið var grein, sem
Morgunblaðið hafði hafnað og
framsóknarmálgagnið greip
sfðan feginshendi og birti með
viðeigandi lúðrablæstri.
Tfminn talaði af talsverðum
gusti um „ritfrelsi" af þessu
tilefni og um „skoöanafrelsi"
og þar fram eftir götunum.
Ritfrelsi og skoðanafrelsi eru
vitanlega undirstaða þess lýð-
ræðis, sem var til umræðu hér á
undan, en hvorugt þýðir þó það,
að öll blöð hljóti alltaf að taka
til birtingar allar þær ritsmfð-
ar, sem mönnum þóknast að
rétta að þeirn.
Jafnvel ritstjórar Tfmans
hljóta að átta sig á þvf, að þar
með væru blöðin orðin að
marklausum sparktuðrum, sem
öllum væri heimilt að leika sér
að.
Tfminn getur þess, að höf-
undur greinarinnar, sem olli
vandlætingu hans hafi reynt að
kaupa henni rúm f Morgun-
blaðinu. Ritstjórn Morgun-
blaðsins er að sjálfsögðu ekki
til viðtals um þannig brask.
Aftur á móti hefur það orð
Iegið á Tfmanum upp á sfðkast-
ið, að sfður hans séu falar fyrir
ritað mál. Einn greinaflokkur
er sérstaklega nefndur af þvf
telefni: hin myndskreytta fyr-
irtækjasyrpa, sem dunið hefur
á undrandi lesendum blaðsins
síðan á miðju sumri.
1 hópi blaðamanna er það að
minnsta kosti haft fyrir satt, að
auglýsingadeildin heimti þókn-
un fyrir þá kynningu, sem hér
er á ferðinni.
spurt og svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS mrnpliitufok^^''
FRAMKVÆMDANEFNDAR-
ÍBUÐIR.
Ásdís Guðmundsdóttir,
Auðarstræti 15, spyr:
1. Hvenær verður næsta
úthlutun á söluíbúðum á vegum
Framkvæmdanefndar bygging-
aráætlunar?
2. Hvað eru margar íbúðir í
smíðum nú eða f undirbúningi?
3. Hverjir skipa úthlutunar-
nefnd umræddra fbúða?
Skúli Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri Húsnæðismálastofnunar
ríkisins svarar:
1. Umsóknarfrestur um þær
íbúðir, sem næst verður ráð-
stafað, rann út 3. okt sl. íbúðun-
um verður ráðstafað nálægt
áramótum, fyrir eða eftir.
2. íbúðirnar, sem þá verður
ráðstafað, eru 112 fjögurra her-
bergja íbúðir. Er þeim, hefur
verið ráðstafað, er aðeins einn
byggingaráfangi eftir með á
annað hundrað íbúðir. Honum
á að vera lokið í árslok 1974.
3. Ég vil ekki gefa það upp á
þessum vettvangi, þar sem
þetta er aðeins starfsnefnd,
sem gerir tillögur til Húsnæðis-
málastjórnar um ráðstöfun
íbúðanna. Húsnæðismálastjórn
tekur sjálf ákvörðunina um
ráðstöfun íbúðanna.
Sólveig Baldursdóttir, Arnar-
hrauni 2, spyr:
„Öveðursnóttina 24. sept. s.l.
hreyfðist hvorki nagli, steinn,
. járn eða gler í húsi mínu af
átökum stormsins, en húsið
mitt og bifreið, sem stóð
á stæði við það skemmdist tals-
vert af völdum bárujárns, sem
fauk af næsta húsi. Nú spyr ég:
Hver er bótaskyldur? Eða er
enginn bótaskyldur? Hvað
segja lög um það. Er ég eða þú
ábyrgur um frágang fasteigna
minna eða annarra eigna í
þessu tilfelli, þó að þær valdi
öðrum skaða?“
Arnljótur Björnsson, prófess-
or við lagadeild H.I., svarar:
„Ef járnplötur eða aðrir
hlutir fjúka af húsi og valda
tjóni á mönnum eða munum,
getur eigandi hússins orðið
skaðabótaskyldur. Það er að
jafnaði skilyrði fyrir bóta-
skyldu, að vanbúnaður hússins
sé orsök þess, að hluturinn
losnaði. Jafnframt verður tjón-
þoli að sýna fram á, að hús-
eigandi eða menn, sem hann
ber ábyrgð á, eigi sök á þessum
vanbúnaði.
Ymsir húseigendur hafa
keypt ábyrgðartryggingu. Sú
vátrygging greiðir skaðabóta-
kröfu tjónþola, svo framarlega
sem húseigandinn er skaða-
bótaskyldur."
Nú er aðeins einni umferð
ólokið í tvímenningskeppni
TBK og er þá staða efstu para
þessi.
ferðum í tvímenningskeppni
félagsins og eru þessir ef stir:
Hörður Blöndal og
Sfmon Símonarson 759
voru eftirtalin pör efst:
Laufey Arnalds og
Ása Jóhannsdóttir
Ösk Kristjánsdóttir og
Frá Bridgefélagi
Kef lavíkur og nágrennis.
130 Næstkomandi fimmtudag
hefst sveitakeppni, (J.G.P.) og
Gestur — Gísli 776 Guðlaugur Jóhannsson og Vibeka Mayer 130 verður spilað í Stapa. Hefst
Bernharður — Júlíus 753 Örn Arnþórsson 736 Sigrún ísaksdóttir og keppnin kl. 20.00 og eru spil-
Bjöm K. — Þórður 729 Hannes Jónsson og Sigrún Ólafsdóttir 128 arar beðnir að mæta tfmanlega
Björn E. — Ölafur 725 Oliver Kristófersson 716 Hugborg Hjartardóttir og til skráningar.
Rafn — Þorsteinn 717 Jón Ásbjörnsson og Vigdís Guðjónsdóttir 125
Guðmundur — Ragnar 717 Páll Bergsson 704 Elín Jónsdóttir og Tvímenningskeppni f baro-
Auðunn — Þórarinn 715 Hermann Lárusson og Rósa Þorsteinsdóttir 125 meterformi, sem jafnframt
Jón B. — Sigurður 710 Sverrir Ármannsson 703 Guðrún Bjartmarz og var firmakeppni, er nýlokið, og
Birgir — Brynjólfur 706 Ásmundur Pálsson og Sólveig Bjartmarz 123 tóku 24 pör þátt í keppninni.
Jón O. — Sigurjón 700 Stefán Guðjohnsen 702 Guðríður Guðmundsdóttir og Efstu pör:
Hermann —Reynir 695 Guðmundur Pétursson og Kristín Þórðardóttir 123 Valur — Runólfur 112
Guðjón — Ingólfur 692 Jón Hjaltason 701 Júlíana Isebarn og Gunnar — Maron 111
Meðalskor er 660. Gylfi Baldursson og Margrét Margeirsdóttir 122 Lárus — Einar 97
Næsta keppni félagsins verð- Sveinn Helgason 699 Ragnheiður Einarsdóttir og Sigurhans — Hreinn 91
ur hraosveitakeppni, en hún Jakob Möllerog Helga Bachmann 122 Elías — Kolbeinn 75
mun hefjast 1. nóvember. Þráinn Finnbogason 689 Guðrún Bergsdóttir og Meðalskor var 66.
Keppendur eru beðnir að láta Hilmar Guðmundsson og Sigríður Pálsdóttir 122 Eins og áður sagði var keppn-
skrá sig til keppninnar hið Jakob Bjarnason 689 Meðalskor: 108 stig. in einnig firmakeppni og urðu
fyrsta hjá Tryggva Gíslasyni. Næsta uiiiferð verður í kvöld efstu firmu þessi:
Spilað verður í fimm kvöld, og i Domus Medica og hefst kl. X X X X Aðalstöðin hf. 341
til verðlauna er veglegur far- 19,55. (Elías — Kolbeinn)
andgripur. Frá Bridgefélaginu Ásarnir, Verzl. Breiðablik 335
Aðalfundur TBK verður X X X X Kópavogi. (Helgi — Hjálmtýr)
haldinn f kvöld, miðvikudag, Sveitakeppni hefst mánudag- Víkurbær 325
klukkan 20,30 stundvfslega f Bridgefélag kvenna inn 29. okt. kl. 20.00 í Félags- (Valur — Runólfur)
Domus Medica. Árfðandi er, að Nú stendur yfir tvímennings- heimilinu. Þátttaka tilkynnist Klæðaverzl. B.J. 319
sem flestir mæti og þá sérstak- keppni félagsins, og er hún tvf- til stjórnar félagsins. (Sigurhans — Hreinn)
Iega þeir, sem unnu til verð- skipt. Fyrst er spilaður venju- Aðalfundur félagsins verður Bókabúð Keflavíkur 316
launa á sl. ári. legur tvímenningur, með þátt- haldinn sunnudaginn 28. okt. (Logi — Einar)
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Nú er lokið þremur um-
töku 40 para i 3 kvöld. Síðan
verður spilaður „barometer"-
tvfmenningur í tveimur 20 para
riðlum. Eftir fyrstu umferð
n.k. í Félagsheimili Kdpavogs
og hefst kl. 14.00.
x x x x
Bridgefélag Keflavíkur og
nágrennis þakkar firmunum
veittan stuðning.
A. G. R.