Morgunblaðið - 24.10.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR24. OKTÓBER 1973
7
IRLAND sigraði Finnland I
Evrópumótinu 1973 með miklum
yfirburðum eða með 17 stigum
gegn 3 (94:60). Hér er spil frá
þessum leik.
Norður
S K-D-3-2
H 10-8-5
T A-G-2
L G-10-5
Austur
S A-G-8
H D-G-9-7-4-3
T 8-7-5
L 9
Suður
S 10-7
H Á-K-6
T K-10-3
L A-K-D-7-3
Við annað borðið sátu irsku
spilaramir N—S og sögðu þannig.
Suður Norður
1 L 1 S
3 G p
Spilið vannst auðveldlega.
Við hitt borðið sátu finnsku
spilaramir N—S og þar gengu
sagnir þannig:
A V
P P
2 h P
P P
P Allir pass
1T
4 S
4 G 5 T
6 T
Austur lét út hjarta drottningu,
drepið var í borði með ási, spaða 7
látið út. drepið heima með drottn-
ingu og austur drap með ási.
Hjarta gosi var næst látinn út,
drepið i borði með kóngi, vestur
trompaði, lét út spaða, sem
sagnhafi drap með kóngi. Enn var
spaði látinn út, trompað í borði,
laufa 3 látinn út, drepið heima
með tíunni og enn var spaði
látinn út og trompað í borði.
Nú lét sagnhafi út lauf, austur
trompaði, lét út hjarta, vestur
trompaði, lét út lauf og nú
trompaði austur. Sagnhafi fékk
bvi aðeins 8 slagi og Irland
græddi 600 á spilinu eða 12 stig.
Vestur
S 9-6 5-4
H 2
T D-9-6-4
L 8-6-4-2
NÝIR BORGARAR
Á Fæðingarheimili Reykjavíkur
fæddist:
Maríu Pétursdóttur og
Brynjólfi Guðmundssyni, Óðins-
götu 22 A, Reykjavík, dóttir 10. kl.
9.55. Hún vó rúmar 14 merkur og
var 51 sm að lengd.
Kristínu Ámadóttur og Haf-
steini Ásgeirssyni, Hamrahvoli,
Stokkseyri dóttir 11. 10. kl. 16.00.
Hún vó tæpar 12 merkur og var 49
cm að lengd.
Sigrúnu Bjarnadóttur og Reyni
Zebity, Selási 2, Reykjavik, sonur
11. 10. kl. 04.00. Hún vó tæpar 16
merkur og var 52 cm að lengd.
Sif Jónsdóttur og Davíð Pétri
Guðmundssyni, Grenimel 5,
Reykjavík, dóttir 10. 10. kl. 21.20.
Hún vó rúmar 18 merkur og var
53 sm að lengd.
Smávarningur
Dag nokkurn stóð maður og var
að tala við stöðumælavörð á bíla-
stæði. Þá kom maður gangandi
inn á bílastæðið með hendurnar á
ósýnilegu stýri. Hann skipti um
gir, setti bílinn i handbremsu og
gekk frá honum á stæði.
Hver er þetta? spurði við-
mælandi stöðumælavörðinn.
— Æ, þetta er manngrey, sem
er nýbúinn að missa ökuskír-
teinið.
— Af hverju í ósköpunum
bendir þú manninum ekki á, að
hann er alls ekki akandi.
— Svo vitlaus er ég nú ekki.
Hann borgar mér þúsundkall á
viku fyrir að þvo og bóna bílinn.
DAGBÓK
BARVVWA..
Þýtur í skóginum
— Eftir Kenneth Grahame
3. kafli — STÓRISKÓGUR
Og hvílíkir leikir! Syfjuleg dýr, sem ornuðu sér í
hlýjum holum á meðan vindur og regn lömdu dyr
þeirra, minntust þess, þegar þau höfðu farið á fætur
stundu fyrir sólarupprás, þegar hvít þokan lá enn
yfir vatnsfletinum. Hve vatnið var kalt í fyrstu
dýfunni og hve gaman var að hlaupa sér til hita eftir
árbakkanum! Og allt í einu var sólin komin til þeirra
aftur, grái liturinn varð gullinn og blómin breiddu
út faðminn. Þau minntust hvíldarinnar í hita mið-
degisins, þegar þau lágu í forsælunni i skugga
skógarþykknisins og sólín varpaði geislum sínum á
litla bletti allt í kring um þau.
Síðari hluta dagsins var eytt við siglingar og sund
eða langar gönguferðir eftir rykugum stígum eða
yfir kornakra. Og loks kom kvöldið og kyrrðin og þá
var rifjað upp það, sem á daginn hafði drifið, nú og
gömul vináttubönd voru treyst og áform gerð fyrir
næsta dag. Umræðuefnið var óþrjótandi þessa stuttu
vetrardaga, þegar dýrin sátu saman við arineldinn.
Þó átti moldvarpan óþarflega margar tómstundir.
Og dag nokkurn, þegar rottan sat í hægindastól
sínum við eldinn og ýmist blundaði eða reyndi
árangurslaust að setja saman vísuhendingar, ákvað
moldvarpan með sjálfri sér að fara út ein og rann-
saka Stóraskóg og ef til vill komast í kynni við
greifingjann.
Úti var kyrrt, en kalt og uppi yfir grúfðu dimm
ský, þegar hún skauzt út úr hlýjunni í forstofunni.
Allt var bert og lífvana, hvergi var grænt laufblað að
sjá. Moldvörpunni fannst hún aldrei áður hafa
skyggnzt eins djúpt í leyndardóma náttúrunnar og
þennan kalda vetrardag, þegar allt svaf hinum væra,
árlega blundi. Gryfjur, dældir og urðir, sem höfðu
freistað til frekari rannsókna, þegar allt var laufi og
grasi vafið á sumrin, höfðu nú misst allan sinn
töfrablæ. Það var eins og náttúran vildi biðja af-
sökunar á nekt sinni, biðja hana að gefa þessari
stundarfátækt ekki of mikinn gaum. Innan skamms
mundi allt búast litríkum skrúða eins og fyrr og hún
mundi hrífast af fegurðinni á nýjan leik. Þetta var
sorglegt á vissan hátt, en þó skemmtilegt. . . jafnvel
FRAMHALÐSSAGAN
heillandi. Hún var fegin þvf, að henni geðjaðist lfka
vel að umhverfinu, þegar það var svipt allri fegurð.
Hún hafði þá kynnzt náttúrunni inn að beini, og hún
vissi, að allt, sem náttúrunni tilheyrði, var traust og
sterkt í einfaldleika sinum. Hún saknaði ekki grænk-
unnar eða smárans í brekkunni og full sjálfstrausts
og hugdirfsku hélt hún rakleitt til skógarins, sem lá
framundan eins og svart dularfullt rif upp úr honum
lognsænum.
í fyrstu varð ekkert á vegi hennar, sem gæti gefið
henni ástæðu til að óttast. Tágar og greinarstúfar
brotnuðu undir fótum hennar og við og við varð
henni fótaskortur á trjádrumbum. Sveppirnir, sem
stungu upp kollinum við trjáræturnar, voru eins og
afskræmd andlit og minntu hana á eitthvað, sem hún
þekkti.
Raðspil (Púsluspil)
Hér fáið þið auðveltj-aðspil til
að leysa úr. Raðið hiutunum
saman þannig að þeir myndi
hring með dýri I miðjunni.
Hvaða dýr er þetta? Lausn
neðar á sfðunni.
Smáfólk
PEANUTS
HE CLIM86 INTD THE C0CKPIT ,
OF H15 50PH)ITH CkmLXOKTkCTÍ
THE EN6INE C0U6H5 0NCE ANP
THEN 6TART5 WlTH A ROAR!
I pon't KNOu) ABOOT THAT
6I/E5T C0TTA6E OF H0UR5, CHUCKÍ
1) Nú er flughetja fyrra strfðs-
ins að vakna í morgunsárið.
2) Hann k'ifrar upp f flug- 3) RRRAAAUUURRR’!
mannsklefann á gömlu rell-
unni. Svissar á! Vélin hóstar
einu sinni og fer sfðan í gang
meðdrunum!
4) Eg veit annars ekki með
þennan gestaskála þinn, Kalli!
FERDINAND