Morgunblaðið - 24.10.1973, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973
Mikið var um dýrðir f Sidney f Astralfu sl. föstudag, þegar óperuhúsið nýja var vfgt. Elizabet Englands-
drottning kom f sex daga opinbera heimsókn til landsins af þessu tilefni og hélt aðalræðuna við
vfgsluhátfðina.
— Nóbelsverðlaun
Framhald af bls.l
hafi rofið friðarsamkomulagið
um Vietnam. Tho segir, að hann
kunni að taka við verðlaununum,
þegar raunverulegur friður er á
kominn f Vietnam.
— Lúðvík
Framhald af bls. 32
hannesson, forsætisráðherra í
gær, hvað hann vildi segja um
þessa samþykkt. Ólafur sagðist
ekkert vilja segja um hana, hún
skýrði sig sjálf. Þá staðfesti Einar
Ágústsson, utanrikisráðherra það
i viðtali við Morgunblaðið í gær,
að rétt væri skilið, að hann myndi
einn ráðherra ræða við sendi-
herra Breta, John McKenzie á
grundvelli þessarar rikisstjórnar-
samþykktar. „Ég mun annast
þetta í samráði við þau ráðuneyti,
sem málið snertir, sjávarútvegs-
ráðuneytið og dómsmálaráðu-
neytið."
— Richardson
Framhald af bls.l
dæma um öll þessi atriði en úr-
skurðurinn kynni að ráða úr-
slitum um velfarnað hennar og
öryggi.
Richardson kvaðst hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að hann
þjónaði landi sínu og þjóð bezt
sem einstaklingur, óbundinn
opinberu embætti, þegar um var
að tefla áframhaldandi setu hans
í ráðherrastól annars vegar og
hins vegar að svíkja þau loforð,
sem hann gaf Archibald Cox og
bandaríska þinginu um, að hann
fengi frjálsar hendur um rann-
sókn Watergatemálsins. Hann
sagðist hafa tekið við embætti
dómsmálaráðherra til þess að að-
stoða við að endurvekja heiður
rfkisstjórnarinnar og f þessu
ágreiningsmáli hefði sá hinn sami
heiður verið f veði.
Þegar Richardson var að því
spurður, hvort hann teldi, að
leggja ætti fram kærur áhendur
Nixon, vék hann sér undan að
svara en benti á, að hann hefði
haft ýmis embætti á hendi i ríkis-
stjórn Nixons allt frá því hann tók
við sem forseti og hann tryði á
markmið stjórnarinnar. Hann
teldi sérstaklega mikilvægt það
hlutverk, sem stjórn Nixons hefði
á hendi í utanríkismálum. Þegar
Richardson var inntur nánar eftir
skoðun sinni á kröfum þing-
manna um kærur á hendur for-
setanum, svaraði hann „Eg held,
að ég ætti ekki að reyna að kveða
upp dóm yfir þeim."
Haft er eftir góðum heimildum
í Washington, að Richardson hafi
rætt við Nixon forseta í hálfa
klukkustund í gær. Hafa verið
uppi getgátur um það í dag, að
forsetinn hafi boðið honum nýtt
embætti í stjórn sinni, en ólíklegt
er talið, að Richardson muni
þiggja það.
— Alfreð Flóki
Framhald af bls.5.
fannst mér svívirðileg árás á
Sverri Haraldsson í Vöku i Sjón-
varpinu."
„Þú munt sýna f Kaupmanna-
höfn f vetur?“
„Eg er að undirbúa sýningu í
Kaupmannahöfn, þar sem ég mun
sýna f marzlok f ágætasta sal
borgarinnar, Passepartout."
„Og hvað sækir svo helzt á snill-
inginn?"
„Eg hef fullan hug á að fara að
vinna inn í íslenzkar þjóðsögur,
hrikalegu hliðarnar þá og kannski
toga eina og eina huldustelpu út í
klettavegg. Kannski fer ég eitt-
hvað að nota Iitaðar teikningar og
svo hefur legið f mér um skeið að
myndskreyta ljóð, t.d. eftir Davíð
Stefánsson. Hann er mjög mynd-
rænn. Svo hefur mig lengi langað
að gera myndskreytingu á stóran
vegg, og til dæmis mætti brenna
slíka mynd í postulínsplötur. Það
er mikill kúltúr yfir slíku.“
-á.j.
— í Grimsby
Framhald af bls.12.
milurnar sigra. Hér eru margir
mjög háðir framvindu mála.
Þetta er lífsviðurværi okkar.
En ég er þakklátur fyrir það, að
ekki hefur komið til alvarlegri
árekstra en raun ber vitni.
Verksmiðjurnar vantar fisk og
þið Islendingar hljótið að
skilja, að við erum fullir efa-
semda um friðunaráform ykk-
ar, því að á meðan þið færið út
svokallaða lögsögu ykkar, kaup-
ið þið tugi nýrra togara til
landsins. Hér sit ég við skrif-
borðið mitt og þarf að ákveða ,
á hvern hátt ég á að endurnýja
flotann minn. Hvernig skip á ég
að kaupa, þegar ég veit ekki,
hvort við fáum notið beztu miða
okkar?“
Ekki gat ég leyst erfiðleika
Don Listers — þetta var hans
vandamál.
— Nixon
Framhald af bls.l
dottin, því að hún fór þess á leit
við áfrýjunardómstól Bandaríkj-
anna, að hann endurskoðaði
ákvörðun sína um að vísa frá
kröfu nefndarinnar um að hún
fengi spólurnar i hendur. Sagði
nefndin i málaleitan sinni, að það
væri bandarísku þjóðinni nú
mikilvægara en nokkru sinni fyrr
að fá að vita, hvað þar væri að
finna og tekið var fram, að þótt
Sam Ervin, formaður nefndarinn-
ar, hefði fallizt á að sjá afrit af
samtölunum, hefði hann engu
lofað um að nefndin hætti mála-
rekstri til þess að fá þau afhent.
Litið er á afstöðubreytingu
Nixons sem afdráttarlausan sigur
dómstóla landsins og þingsins í
átökunum við forsetavaldið, — en
öðrum þræði hefur allt þetta mál
verið spurning um valdastöðu
þessara aðila innbyrðis. Er talið,
að forsetinn komist nú a.m.k. hjá
kæru þingsins, sem talað hefur
verið um síðustu daga af meiri
alvöru en nokkru sinni fyrr. Er
nú spurningin, að því er NTB
segir, hvort eitthvað er að heyra á
segulböndunum, sem steypir
honum úr öskunni í eldinn, en
John Dean, fyrrum ráðgjafi
forsetans, hefur staðhæft, að þar
megi finna sannanir fyrir því að
Nixon hafi vitað þegar í septem-
ber sl. um tilraunir til að þagga
niður rannsókn Watergatemáls-
— Togaramenn
Framhald af bls.l
stjórnin hafa svikið okkur, en
við eigum ekki um aðra kosti
að velja," sagði Evans.
Samkvæmt tillögu brezku
stjórnarinnar verður afli
Breta innan fslenzku 50 mflna
fiskveiðilandhelginnar tak-
markaður við 130.000 lestir á
ári og veiðar aðeins leyfðar á
ákveðnum svæðum. Hingað til
hefur meðalaflinn á ári verið
175.000 lestir.
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
Verzlunarstjóri
Stór blönduð verzlun á Suðurlandi óskar eftir að ráða
verzlunarstjóra. Góð laun fyrir hæfan mann með starfs-
reynslu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Kaupmannasamtaka íslands að Marargötu 2, til 1. nóv.
Margur maðurinn segir við
sjálfan sig og jafnvel aðra:
það
kemur
alðrei
neitt
fyrir
mig
Þetta eru staðlausir stafir,
því áföllin geta hent
hvern sem er, hvar sem er.
Það er raunsæi að tryggja.
Hikið ekki — Hringið strax
83®
ALMENNAR
TRYGGINGAR2
Pósthússtræti 9, sími 17700
— Súez
Framhald af bls.l
SOVÉTMENN
GAGNRVNDIR
Stjórnir Bandarfkjanna og
Sovétríkjanna hafa enn náið sam-
band um leiðir til að binda enda á
átökin, svo sem sameiginleg álykt-
un þeirra fyrir öryggisráðinu
sýnir. Sovétstjórnin hefur orðið
fyrir talsverðri gagnrýni ýmissa
Araba, m.a. Khaddafys, leiðtoga
Libyumanna fyrir ónóga aðstoð
við þá og svik við málstað þeirra
með því að fallast á vopnahlé.
Tass-fréttastofan visaði þessari
gagnrýni á bug í dag og kvað
vopnahléið hafa stefnt að því, að
komið yrði á varanlegum friði
milli stríðsaðila.
Israelski hershöfðinginn,
Shlomo Gazit sagði í dag, að
vopnahléið væri einungis pólitísk
ráðstöfun stórveldanna, til þess
ætluð að koma í veg fyrir að Isra-
elar ynnu fullnaðarsigur, en
til þess þyrftu þeir nú aðeins fá-
eina daga.
— Virðisaukaskattur
Framhald af bls. 32
árunum 1974 eða 1975. Égtel hins
vegar, þörf á, að hann verði undir-
búinn á þessu þingi og tel mjög
æskilegt að leita eftir samstöðu
allra þingflokka um þetta mál, því
hér er um að ræða breytingu, sem
við verðum að gera á okkar tekju-
öflunarkerfi vegna samninga og
vegna þeirrar breytingar, sem er
að verða umhverfis okkur.
Ég tel þvf nauðsyn bera til, að
samstaða verði um þennan skatt
Min hugmynd er sú, að hann
komi ekki til framkvæmda fyrr
en 1. janúar 1976. Ég held að það
muni reynast betra til þess að
tryggja framkvæmd hans.“
Um skattsvikin sagði ráðherra,
að verulegu máli skipti, hvernig
viðurlögum við þeim væri háttað.
Sitt mat væri, að til að koma í veg
fyrir skattsvik yrði að beita viður-
lögum gegn þeim, eins og um fjár
svik væri ao ræða. Slik refsi-
ákvæði ætti að setja inn í skatta-
lögin. Einnig kvaðst hann líta svo
á, að eðlilegt væri að birta nöfn
þeirra, sem svikju undan skatti,
ef þar væri um nokkra verulega
upphæð að ræða.
— Nefndastörf
Framhald af bls. 32
kjörnar og skipaðar nefndir, sam-
kvæmt lögum og ályktunum
Alþingis. Samtals eru þær
nefndir 147 og nefndarmenn 763.
Þóknun til þeirra nemur 20,3
milljónum, en kostnaður við
nefndirnar er alls 25,8 milljónir
króna.
FJórða tafla fjallar um nefndir
skipaðar af stjórnvöldum, en þær
eru samtals 253. Nefndarmenn
eru 687, og er þóknun þeirra 18,4
milljónir króna, en heildar-
kostnaður nefndanna er 22,7
milljónir króna.
Samkvæmt þessu kostar þvf
nefndarbákn rfkisins 121,6
mi lljónir króna — en þessar tölur
eru miðaðar við árið 1972.
— Gullfoss
Framhaid af bls. 32
mannahafnar, en var í leigu hjá
frönsku fyrirtæki veturinn
.1050 — 51 og sigldi þá milli
Bordeaux og Casablanca.
Mjög hefur dregið úr verk-
efnum fyrir Gullfoss við far-
þegaflutninga, og var skipinu,
sem kunnugt er, lagt hér í
Reykjavík sl. vetur af þeim sök-
um og vegna stórhækkaðs
rekstrarkostnaðar. Og þar sem
fyrirsjáanlegt var að mikill
haHarekstur yrði á skipinu í
vetur og framvegis, var því lagt
nú i byrjun október eftir að
sumarferðum lauk.
Þau 23 ár sem Gullfoss hefur
verið i siglingum, hefur skipið
flutt meira en 156 þúsund far-
þega f nálega 456 ferðum milli
landa. Fer naumast hjá því, að
margir muni sakna Gullfoss, er
hann hverfur nú úr þjónustu
Eimskips.