Morgunblaðið - 24.10.1973, Page 24

Morgunblaðið - 24.10.1973, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973 0 fclk 1 »r. b** ra fréttum Q r ! - • 1 Paul Newman sagði nýlega, að hjónaband hans og Joanne Wood- ward gengi ljómandi vel, og þökk- uðu þau það ákveðinni verka- skiptingu á heimilinu. Joanne tæki allar minniháttar ákvarðan- ir, eins og til dæmis þær, sem varða skólagöngu barnanna, húsa- kaup, hvaða kvikmyndahlutverk þau hjónin tækju að sér, og þess háttar smámuni. Hann segist írft- ur á móti sjálfur sjá um að móta afstöðu fjölskyldunnar til stór- mála eins og t.d. þess, hvort Kína eigi að vera aðili að Sameinuðu þjóðunum... Þessi föngulegi kvennaskari lagði efnið upp I hendurnar á snillingun- um f hárgreiðslukeppninni á Hótel Sögu um daginn, og verður ekki annað sagt en konurnar séu bærilega klipptar, kemdar og þvegnar. I Central Park I New York er stytta af H.C. Andersen og Ijóta andarunganum. Það bar við nú um daginn, að Ijóti andarunginn, (sem er svo sætur), hvarf. Ein- hverjum hafði sem sagt dottið f hug að fara að herma eftir ófét- inu, sem stal höfði litlu hafmeyj* unnar i Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Höfuðið kom aldrei f leitimar, þrátt fyrir um- fangsmikla leit, og þegar ófært þótti að hafa hafmeyjuna höfuð- lausa lengur var smfðað á hana nýtt höfuð. Ljóti andarunginn kom hins vegar I Ieitirnar eftir nokkra daga, öllum til mikils léttis, en þá höfðu fjölmargir borgarbúar, tfu útvarpsstöðvar og fjórar sjón- varpsstöðvar aðstoðað við leitina. Dona Clemencia Concalves, sem býr I miðri Brasilíu, er talin vera elzta mannvera f heimi. Hún er 161 árs, eftir því sem næst verður komizt, þannig að hún er fædd árið 1812. Sfðustu 30 árin hefur hún verið dálítið lasburða, en er annars ern og minnug mjög. Hún er tvígift, og hefur orðið tvisvar sinnum ekkja. Hún man ekki lengur, hvað fyrri maðurinn hennar hét, né heldur man hún, hvenær hann yfirgaf þetta líf, en seinni maður hennar var af ftölskum ættum og hét Salvador Rosa Diano og lézt árið 1909. Þá hefur Dona Clemencia verið orðin 97 ára, svo að það var kannski ekki von, að hún færi að standa í því að gifta sig aftur. Nú er allt útlit fyrir, að Bertil Svfaprins gangi f hjónaband á næstunni. í tæp 30 ár hefur hann haldið ástasambandi við enska konu, Lillian Craig að nafni. Þau kynntust árið 1944, en Gústav Adólf 6., faðir prinsins lagðist gegn þvf, að þau gengju í hjónaband, vegna þess að honum þótti nógu margir úr sænsku konungsfjölskyldunni þegar hafa gifzt óbreyttum borgurum, og fáir „ekta“ fulltrúar konungsfjöl- skyldunnar væru eftir til að gegna.oþinberum skyldum. Tveimur árum eftir fyrsta fund sinn keyptu LiIIian Craig og Bertil prins hús á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, þar sem þau hafa sfðan dvalizt langdvölum á sumri hverju. Þar hafa þau sameiginlega tekið á móti fjölda gesta, og hafa flestir meðlimir sænsku konungsfjölskyld- unnar heimsótt þau þar, en Gústav Adólf kom þangað aldrei. Það þótti tfðindum sæta, þegar konungur varð nfræður f nóvember f fyrra, að þá var Lillian Craig viðstödd öll hátfðahöld af þvf tilefni, og var það f fyrsta sinn, sem hún kom fram sem ein af f jölskyldunni. LiIIian Craig er nú 51 árs, en prinsinn er sextugur, svo að vart verður sagt, að til hjónabandsins verði stofnað f barnaskap, ef af verður. Liv Ullman er okkar eftirlætis- kvinna. Það hefur verið haft eftir henni, að hún sé svo hjátrúarfull f trúmálum, að ef hún sé spurð, 1 hvort hún trúi á guð, þá þori hún 1 ekki að segja nei, af þvf að hún sé svo hrædd um, að guð heyri til hennar. — Tekur þú aldrei konuna þfna með á skytterf? BfGrfúMO Reyndu að koma þessu út úr þér, þetta á að verða jólabók. HÆTTA A NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams ~^ Stattu ekki eins og þvara, Mark. Opnaðu dyrnar, ég vil lfta nánar á þennan unga mann. Vertu nú róleg, Goldie. Mundu, að við ákváðum, að það yrðu ekki teknar neinar skyndiákvarðanir. (2. mynd) Það eru miklir peningar f veði, og við getum ekki hætt þeim á óþekkta persónu. (3. mynd) Púff, það þekkti enginn Goldie Markee, fyrr en ég hafði gert mfna fyrstu mynd. Snúðu höfðinu ungi maður; ég vil sjá prófflinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.