Morgunblaðið - 24.10.1973, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1973
Fékkst þú þér
Lúðvík Jósepssyni ýtt úr samninganefndinni:
forsætisráðherra
áfcw.
Það er engin furða þótt fólkiðsé glatt á þessum myndum, en þær voru teknar í Eyjum
i fyrradag þegar fyrsti fiskurinn, eftir gos, var unninn í Vinnslustöðinni. Á myndinni
til vinstri er Guðlaugur Stefánsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar með
einni af starfsstúlkunum, og á myndinni til hægri beitir ein stúlkan hnífnum á
hringorminn. Ljósm. Mbl.: Sigurgeir.
RtKISSTJÓRNIN ákvað á fundi
sfðdegis f gær, að Einar Agústsoni
utanrfkisráðherra skyldi vinna
að samkomuiagsuppkasti um
bráðabirgðalausn landhelgisdeil-
unnar við Breta á grundvelli
skýrslu forsætisráðherra frá 17.
þessa mánaðar og á Einar jafn-
framt að reyna að fá fram „æski-
legar lagfæringar til samræmis
við tillögur forsætisráðherra Is-
lands á Lundúnafundinum og við-
unandi lausn á þeim atriðum,
sem þar voru ekki rædd“, eins og
segir í fréttatilkynningu frá rfkis-
stjórninni, sem Morgunblaðinu
barst í gær.
Mál þetta var rætt á ríkisstjórn-
arfundi í gærmorgun, en var ekki
afgreitt vegna ágreinings. Var þvf
þá frestað til annars fundar i
ríkisstjórninni, sem hófst klukk-
an 17. Á þeim fundi var Einari
Ágústssyni einum falið að fjalla
um málin. í öllum viðræðum við
Breta, sem farið hafa fram áður,
hafa þrír ráðherrar setið samn-
ingafundi, Einar Ágústsson, utan-
ríkisráðherra, Lúðvfk Jósepsson,
sjávarútvegsráðherra og Magnús
Torfi Ölafsson, menntamálaráð-
herra. Með þessari samþykkt
ríkisstjórnarinnar sfðdegis í
gær er því Lúðvík Jósepsson úti-
lokaður frá frekari samningagerð
við Breta um landhelgismálið. Að
loknum fundinum var gefin út
svohljóðandi fréttatilkynning:
„Ríkisstjórnin samþykkti á
fundi sínum í dag að íáta vinna að
samkomulagsuppkasti um bráða-
birgðalausn landhelgisdeilunnar
við Breta á grundvelli skýrslu for-
sætisráðherra frá 17. þ.m. Um leið
skal reynt að fá fram æskilegar
lagfæringar til samræmis við til-
lögur forsætisráðherra íslands á
Lundúnafundinum og viðunandi
lausn á þeim atriðum, sem þar
voru ekki rædd.
Þegar samkomulagsuppkastið
liggur fyrir í endanlegri mynd,
verður það lagt fyrir ríkisstjórn-
ina til ákvörðunar."
Morgunblaðið spurði Ólaf Jó-
Framhald á bls. 18
F j árm álaráðherra:
Virðisaukaskattur 1. jan. 1976
— Nöfn skattsvikara verði birt
1 FJÁRLAGARÆÐU f jármála-
ráðherra á Alþingi f gær kom
fram, að ráðherra taldi að stefna
bæri að þvf, að virðisaukaskattur
kæmi til framkvæmda hér á landi
1. janúar 1976. Taldi ráðherrann
ekki ráðlegt, að taka upp þann
skatt fyrr, og kvaðst mundu leita
eftir samstöðu allra þingflokka
um lögleiðslu slfks skatts.
Þá kom einnig fram f ræðunni,
að ráðherra vill herða mjög viður-
lög við skattsvikum og telur hann
eðlilegt, að birt séu nöfn þeirra,
sem svfkja undan skatti, a.m.k. ef
um verulega upphæð er að ræða.
Um virðisaukaskattinn sagði
ráðherra:
„Mitt mat er það, að virðisauka-
skatturinn mun henta okkur
betur heldur en söluskatturinn
til að taka við þvf, er aðflutnings-
gjöldin rýrna um. Ég álít hins
vegar, að það geti ekki komið tu
mála, að virðisaukaskatturinn
geti komið til framkvæmda, á
Framhald á bls. 18
Utanríkisráðherra einum falið
að vinna að samningsuppkasti
— á grundvelli
skýrslu
GULLFOSS SELDUR TIL LÍBANON
NtJ hefur verið afráðið, að
Gullfoss, hið gamalkunna far-
þegaskip Eimskipafélags ls-
lands, verði selt til Lfbanon.
Söluverðið er 54,4 milljónir
króna, sem var hæsta verð sem
fékkst, þrátt fyrir að lengi hafi
verið leitað eftir sem hagstæð-
ustum kauptilboðum. Leyfi
hefur fengizt fyrir sölu skips-
ins og verður það afhent f Ham-
borg um miðjan nóvember.
I fréttatilkynningu frá Eim-
skipafélaginu kemur fram, að
Gullfoss hafi verið á sölulista
um nokkurt skeið. Hafi á þeim
tíma verið leitað eftir sem hag-
stæðustum kauptilboðum í
skipið, með það fyrir augum að
selja það, fengist tilboð, sem
aðgengilegt gæti talizt.
Segir ennfremur í tilkynning-
unni, að Eimskip hafi nú borizt
kauptilboð frá aðila í Beiruth í
Libanon, og það tilboð sé svo
aðgengilegt að ekki þyki rétt að
hafna því með tilliti til þess, að
mjög þröngur markaður er fyr-
ir gömul farþegaskip og litlir
möguleikar á að selja það. Muni
því Eimskip taka þessu tilboði
og verði sölusamningur undir-
ritaður.
Sala Gullfoss hefur farið um
hendur hins víðkunna fyrir-
tækis R. S. Platou í Osló, sem
lengi hefur leitað kauptilboða f
skipið víða um heim. Söluverð
er sem fyrr segir 54,4 milljónir
króna.
Gullfoss var smíðaður árið
1950 af Burmeister og Wain í
Kaupmannahöfn. Kom skipið
til Reykjavikur hinn 20. maí
1950. Hefur það lengst af verið
í áætlunarsiglingum milli
Reykjavíkur, Leith og Kaup-
Framhald á bls. 18
Söluverðið 54,4 milljónir kr.
Vinnslu-
stöðin
í Eyjum
tekin til
starfa
3 bátar lönduðu
fyrsta daginn
VINNSLUSTÖÐIN 1 Vest-
mannaeyjum tók til starfa á
nýjan leik f fyrradag (sjá
mynd) og þá lönduðu þrfr
bátar samtals 10 lestum hjá
frystihúsinu. Þar með er
byrjað að frysta fisk á nýjan
leik f Vestmannaeyjum, en
enginn fiskur hefur verið
frystur þar frá því að gosið
hófst f Vestmannaeyjum f
janúar s.I.
Guðlaugur Stefánsson settur
framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að það
hefðu verið bátarnir Danski
Pétur, Skuld og Hrauney, sem
hefðu komið með fyrsta
fiskinn til frystihússins, sam-
tals 10 lestir. I gær var reiknað
með, að 5-6 bátar myndu landa
í Eyjum, en búist er við að 10
bátar landi hjá Vinnslu-
stöðinni í haust. Ekki er þó
búist við að aflinn, sem á land
kemur í haust, verði mjög
mikill, enda haustið daufasti
veiðitími ársins. Bátarnir, sem
leggja upp hjá Vinnslustöðinni
eru allir á togveiðum.
30 manns starfa nú hjá
Vinnslustöðinni, 15 karlar og
15 konur.
Sagði Guðlaugur, að fólki
myndi smám saman fjölga í
vinnslusölunum, jafnhliða því
sem aflamagnið, sem á land
kæmi, ykist.
Vinnslustöðin í Eyjum er
eitt stærsta frystihús landsins.
Oft og iðulega hafa yfir 100
lestir af fiski verið unnar í
frystihúsinu yfir daginn.
Mesta magn, sem fyrirtækið
hefur tekið á móti á einum
degi eru 900 lestir.
121,2 imllj.
fyrir nefnda-
störf
FJARMALARAÐUNEYTIÐ
hefur gefið út bók um stjórnir,
nefndir og ráð rfkisins. I fjórum
töflum f bókinni er gert ráð fyrir
fjölda nefndanna, nefndarmanna
og kostnaði við nefndirnar.
Fyrsta taflan fjallar um fjölda
nefnda árið 1972 og kostnað við
þær. Fjöldi nefndanna er 440 og
kostnaður alls við þær er 60,6
milljónir króna. Nefndarmenn
eru 1.650 alls og nefndarþóknun
til þeirra er 49,9 milljónir króna.
Tafla númer tvö fjallar um
stjórnir og ráð, sem Alþingi kýs,
en þau eru alls 40 að tölu, og eru
nefndarmenn 234. Þóknun til
þeirra er 11,2 milljónir, en
kostnaður alls 12,1 milljón
króna.
Tafla númer þrjú fjallar um
Framhald á bls. 18