Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG LESBOK 249. tbl. 60. árg. SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fagurt vetrarkvöld í Reykjavík. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon Melina Mercuri fer heim SKÝRT hefur verið frá því, að ýmsir þekktir andstæðingar grísku herforingjastjórnarinnar fyrrverandi, sem voru sviptir borgararétti sínum í valdatíð hennar, hafi nú fengið vegabréf sín og öll réttindi á nýjan leik. Þegar hefur verið sagt frá þvf, að tónskáldið Mikis Theodorakis hyggst snúa heim, svo og biaðaút- gefandinn Helen Vlachou. Nú herma nýjustu fregnir, að leikkonan Melina Mercuri hafi fengið aftur rikisborgararéttindi sín, og mun hún því geta heimsótt ættland sitt, þegar hún kærir sig um. Norðmenn beztu vinir bíóanna Hermenn frá Póllandi sendir til friðargæzlustarfa við Súezskurð New York, 3. nóvember. NTB. AP. BANDARlKIN hafa samþykkt að pólskir hermenn taki þátt í friðargæzluliði Sameinuðu þjóð- anna f Miðausturlöndum gegn þvf að Kanadamenn verði lfka með, samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sovézki aðalfulltrúinn Jakob 40 málverkum stolið í París París, 2. nóv. AP. LÖGREGLAN í Parfs upplýsir að í gærmorgun hafi verið brotizt inn f myndlistasafn Herve Ander- matt, en það er einkasafn í mið- borg Parísar. Þaðan var stolið fjörutfu málverkum ýmissa list- málara imperessionistatfmabils- ins og eru þau metin á upphæð er nemur rúmlega tvö hundruð milljónum fslenzkra króna. Malik mun hafa failizt á þessa lausn f viðræðum fulltrúa Öryggisráðsins f gærkvöldi, en það var krafa Rússa, að land úr Varsjárbandalaginu tæki þátt f gæzlustarfinu, Kurt Waldheim framkvæmdastjóri hafði beðið um þátttöku Kanada, sem hefur tekið þátt f starfi allra friðar- gæzluliða SÞ. Sjö þúsund menn frá Ghana, Indónesíu, Nepal, Panama og Perú verði í friðargæzluliðinu auk hermanna frá Austurríki, Finnlandi Svíþjóð og Irlandi, sem þegar eru komnir til Miðaustur- landa. I Karíó er sagt, að vopnahléð sé virt f aðalatriðum þrátt fyrir nokkur ný vopnahlésbrot. I Washington hefur Golda Meir, forsætisráðherra Israels, átt nýj- an fund með Henry Kissinger utanríkisráðherra. Talið er, að í viðræðum frú Meir við Kissinger og Nixon forseta hafi verið rætt um möguleika á þvf, að ísraels- Nixon neitar að fara frá Washington, 3. nóv. NTB. AP. I GÆRKVÖLDI bar blaðafulltrúi Nixons forseta til baka orðróm um að Nixon forseti ætlaði að segja af sér og sagði, að hann mundi ekki bregðast skyldum sín- um á erfiðum tfmum. Fréttaskýrandinn Joseph Al- sop skrifar, að tírni sé kominn til, að Nixon segi af sér og Gerald Ford, sem hann hefur tilnefnt i embætti varaforseta, taki við. James Reston, fréttaskýrandi New York Times, skrifar, að það sé Nixon fyrir beztu að hann segi af sér þótt ekkert bendi til þess, að hann muni gera það — hann ráðfæri sig ekki einu sinni við reynda repúblikana. menn hörfi yfir á austurbakka Súez-skurðar og Egyptar yfir á vestari bakkann. Einnig er haft eftir áreiðan- legum heimildum f Washington, að samkomulag sé með Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum um að Israelsmenn og Arabar verði að semja um varanlega lausn með beinum samningaviðræðum. Júgóslavneskt blað hefur eftir heimildum f Karíró, að Egyptar hugleiði að hvetja til stofnunar Palestfnuríkis í tveimur hlutum, á Gaza-svæðinu og á vesturbakka Jórdan. Houari Boumedienne Alsír- forseti er kominn til Kairó til við- ræðma við Anwar Sadat forseta, sem er kominn frá Saudi-Arabíu og Kuwait þar sem talið er að hann hafi rætt hvernig Arabar geti beitt oiíunni sem vopni í bar- áttunni gegn tsrael. Osló 2. növember-NTB NORÐMENN eru, að þvf er virð- ist, bíósjúkastir allra Norður- landaþjóð, þrátt fyrir það, að hvergi á Norðurlöndum hafa bætzt við fleiri nýir sjónvarpsnot- endur á undanförnum árum en f Noregi. Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnu norrænna kvik- myndahúseigenda, sem staðið hefur yfir f Osló Sjónvarpið er engu að síður versti óvinur kvikmyndahúsanna á Norðurlöndum, að þvf er kom fram á blaðamannafundi vegna ráðstefnunnar,.og mun svo verða áfram. Samt stefna kvikmynda- hússeigendur að meira og betra samstarfi við sjónvarpið i viðkom- andi löndum i framtíðinni, bæði á hagræðingarlegum, fjárhags- legum og listrænum grundvelli. Blaðafulltrúi forsetans sagði i gærkvöldi, að viðtæk leit að týndu hljóðritunum hefði ekki byrjað fyrr en um miðjan október. Annar starfsmaður Hvíta húss- ins, Stephen Bull, sagði í yfir- heyrslum John Sirica dómara, að Nixon hefði vitað, að tvær hljóð- ritanir væru týndar i lok sept- ember, það er mörgum vikum áður en hann samþykkti að af- henda þær. Orðrómur um að Nixon ætli að segja af sér hefur fengið byr undir báða vængi síðan hann fór skyndilega til Key Biscayne á Florida. Samkvæmt siðustu skoðana- könnun Gallups styðja 27% Bandaríkjamanna Nixon. Dr. Paul Dudley White er látinn □ Látinn er í Boston í Massachusettes bandaríski hjartasérfræðingurinn dr. Paul Dudley White, sem mörgum Isiendingum er kunnur bæði af starfi hans og komu hingað til landsins fyrir nokkrum árum. [[] White trúði því staðfast- lega, að Ifkamsþjáifun væri af- ar mikilvæg, ekki aðeins heil- brigðu fólki til þess að fyrir- hyggja hjartasjúkdóma heldur og þeim, sem fengið hefðu hjartasjúkdóma, til þess að ná fullri heilsu að nýju. „Erfiði hefur aldrei orðið neinum að bana,“ sagði hann, „flestir hjartasjúklingar geta unnið og ættu að vinna likamieg störf." Og ein af kennisetningum hans var, að það væri ekki Guðs vilji, ef maður fengi hjartaslag innan við áttrætt, það væri vilji þess, sem hlut ætti að máli. Dr. Paul Dudley White var mikill talsmaður hóflegs matar- æðis, reykbindis og hjólreiða. Sjálfur fylgdi hann lffsreglum sínum út i æsar, stundaði m.a. hjólreiðar fram á siðustu ár. Þegar hann var 75 ára að aldri hjólaði hann fulla fimmtíu kf 1<»- metra á dag, en dró smám sam- an úr vegalengdinni með árun- um. „Fólk fórnaði höndum yfir þessu athæfi minu,“ sagði hann einhverju sinni, — „en ég fórnaði höndum yfir því, að það skyldi ekki gera hið sarna." Dr. Paul Dudley White var viðurkenndur einn fremsti hjartasérfræðingur þjóðar sinnar og sem slikur ferðaðist hann viða um heim. — fór meðal annars til Kína hustið 1971 og lauk miklu lofsorði á framfarir kinverskrar læknis- fræði, þegar heim kom. Á árun- um 1914 — 31 stundaði hann umfangsmiklar rannsóknir á hjartasjúklingum og skrifaði síðan bók um niðurstöður þeirra, sem enn er viðurkennt uppsláttarrit sérfræðinga. þeirra, sem enn er viðurkennt uppsláttarrit sérfræðinga. Fædur var hann í Roxbury- hverfinu í Boston 6. júní 1886, sonur læknis, sem stundaði al- mennar heimilislækningar. Drengurinn fékk nóg af því i uppeldinu að sjá föður sinn kallaðan út til sjúklinga ó öli- um timum sólarhrings og var á unga aldri staðróðinn i að feta ekki fótspor hans. Háskólanám hóf hann í Harvard í mann- kynssögu og hugðist verða kennari — en þar snerist hon- um hugur og læknisfræðiprófi lauk hann frá Harvard árið 1931. Þá höfst framhaldsnám hans og slörf við M assaehuset tes General Ilospital. Meðal almennings í Banda- ríkjunum varð White þó fyrst nafnkunnur, þegar hann var fenginn til að stunda Dwight Eisenhower forseta í veikind- um hans. Eftir það varði liann miklu af tima sínum til fyrir- lestrahalds og til þess að afla fjár til læknisfræðirannsókna og boða leiðir til að halda góön heilsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.