Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973
7
Ungverjaland sigraði Bretland í
Evrópumótinu 1973 með 13
stigum gegn 7. Hér fer á eftir spil
frá þessum leik og sýnir að ung-
versku spilararnir voru mjög
ákveðnir í sögnum.
Norður.
S. A-8
H. 8-6
T. A-D-G
L. 9-7-5-4-3-2
Vestur.
S. 10-6-5-4-3
H. Á-D-2
T. 7-3-2
L. A-D
Austur.
S. K-9-2
H. G-9-7-5
T. K-10-6-4
L. K-8
Suður.
S. D-G-7
H. K-10-4-3
T. 9-8-5
L. G-10-6
Við annað borðið sátu
ungversku spilarnir N-3 og hjá
þeim varð lokasögnin grand og
vannst sú sögn ef tir tígulútspil.
Við hitt borðið sátu ungversku
spilaramir A-V og þar gengu
sagnir þannig:
N A S V
1L P 1H 1S
p 3 S Allir P
Sagnhafi vann 3 spaða, m.a. sök-"
um þess að norður lét út
hjarta, þannig komst sagnhafi
hjá því að gefa slag á hjarta, sem
hann hefði sennilega ekki komist
hjá að gefa, hefði hann orðið að
spila hjartanu sjálfur.
Á vori komanda hefur Hús-
mæðraskólinn á Löngumýri verið
starfræktur í 30 ár. Eftir áramót
hefjast að vanda 5 mánaða nám-
skeið, þar sem m.a. verður
kennsla í hannyrðum, vefnaði
og marargerð.
Kvenfélag Keflavíkur heldur
fund þriðjudaginn 6. nóvember
kl. 9 siðdegis í Tjarnarlundi.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins f Reykjavík heldur fund
mánudaginn 5. nóvember, kl. 8.30
síðdegis að Hötel Borg. Skemmti-
atriði.
Dansk kvindeklub afholder
möde i Tjarnarbúð tirsdag den 6.
november kl. 20.30.
«81 ,, m , < , iggg.. 11$ggg|m 1 ''V|Wk
ÁHEIT OG GJAFIR
Nýlega afhentar:
Anna, Ljósheimum kr. 75,-. Lítil
stúlka kr. 75,-. Aðalheiður og Kr.
Þorst. kr. 1000,-. N.N.. kr. 500,-.
Rannveig, Ragnar og afi Olsen kr.
5000,-. Kvenfélag Langholtss. kr.
1.000.000,-. Bræðrafélag Lang-
holtss. kr. 1.000.000,-.
Alls: Tvær milljónir sex þúsund
fimm hundruð og fimmtíu
krónur.
Beztu þakkir
Arelíus Nfelsson.
Fyrir aðeins tveim árum afhentu
sömu félög, bræðrafél. fimm
hundruð þús. og kvenfélagið eina
milljón, og er kirkjan nú að rísa
af grunni.
Sigurjón Einarsson, Guðfinnur
Guðnason, Sverrir Stefánsson og
Sigurður Sigurðsson, sem allir
eiga heima við Stóragerði, héldu
hlutaveltu nýlega til ágóða fyrir
dýraspítalann.
Þeir hafa afhent Mbl. ágóð-
ann sem varð860 krónur.
PENNAVINIR
Bangladesh
Mahboob Haider,
„Aftab Manzil“,
B.M. Scholl Road,
Barisal,
Bangladesh.
Hann er 16 ára, og hefur áhuga
á bréfaskiptum við Islending.
Hann safnar frimerkjum og er
mikill popp-unnandi.
DAGBÓK
BARWWV..
Þýtur í skóginum
— Eftir Kenneth Grahame
3. kafli — STÓRISKÓGUR
„Jæja,“ sagði greifinginn. „En þegar fer að vora
og nóttin styttist og sumir fara að vakna um miðjar
nætur við einhvern fiðring og langar til að fara á
fætur fyrir sólarupprás, þá ... þið vitið.“
Báðar kinkuðu kolli. Þær vissu.
„Já, þá,“ hélt greiinginn áfram. „þá skulum við . . .
þ.e.a.s. þú og ég og vinkona okkar moldvarpan, þá
tökum við frosk í karphúsið. Við látum hann ekki
komast upp með neina vitleysu. Við skulum koma
vitinu fyrir hann, þó að það kosti okkur að beita
valdi. Við skulum gera úr honum skynsaman frosk.
Við skulum ... þú ert sofnuð, rotta.“
Nei, nei,“ sagði rottan og hrökk upp á blundinum.
„Hún er búin að sofna tvisvar eða þrisvar, sfðan
við stóðum upp frá borðum,“ sagði moldvarpan og
hló. Sjálf var hún glaðvakandi og full af fjöri, þótt
hún vissi ekki hvernig á því stóð. En sannieikurinn
var sá, að þar sem hún var að eðlisfari neðanjarðar-
{lýr, féll henni afar vel allt andrúmsloftið í híbýlum
greifingjans. En rottunni, sem vön var að sofa í
svefnherbergi með gluggum út að ánni, fannst and-
rúmsloftið heldur þjakandi.
„Jæja, það er kominn tími til að hátta,“ sagði
greifinginn. Hann stóð á fætur og sótti kertastjaka.
„Komið þið með mér. Ég skal sýna ykkur, hvar þið
eigið að sofa. Og þið skuluð ekki flýta ykkur á fætur f
fyrramálið. Morgunmatinn getið þið fengið hvenær,
sem er.“
Hann fylgdi þeim inn í aflangt herbergi, sem var
greinilega einhvers konar geymsluloft, enda var það
hálffullt af matarbirgðum greifingjans. Þar voru
epli í stöflum og kartöflur, körfur fullar af hnetum
og hunang í krukkum. En hvítu uppbúnu rúmin tvö,
sem stóðu á þeim hluta gólfsins, sem auður var, voru
mjög árennileg. Rúmfatnaðurinn var að vísu dálítið
grófgerður, en hann var hreinn og angaði af ilm-
reyr. Moldvarpan og rottan hristu af sér fötin á
augabragði og hentust upp í rúmin.
Samkvæmt hinum vingjamlegu tilmælum greif-
ingjans fóru þær seint á fætur næsta dag, og þegar
FRAMHALQSSAGAN
þær komu til morgunverðar, logaði glatt í eldstónni í
eldhúsinu, og við borðið sátu tveir litlir broddgeltir
og voru að borða haframjöl úr tréskálum. Broddgelt-
irnir slepptu skeiðunum og stóðu á fætur og
hneigðu sig um leið og þær komu inn.
„Svona, svona, setjizt þið aftur,“ sagði rottan
vingjamlega, „og haldið þið áfram að borða. Hvaðan
ber ykkur að? Þið hafið náttúrlega villzt í hríðinni?"
„Já, frú mín,“ sagði eldri broddgölturinn. „Ég og
hann Jónsi litli vorum á leið í skólann . . . mamma
vildi endilega láta okkur fara, þótt veðrið væri svona
vont . . . og auðvitað villtumst við. Og Jónsi varð svo
hræddur og fór að gráta, af því hann er svo lítill og
huglaus. Og loks rákumst við á eldhúsdyrnar hérna,
og við vorum svo djarfir að berja að dyrum, því
greifinginn er góður eins og allir vita ....“
„Ég skil,“ sagði moldvarpan og skar sér nokkrar
vænar sneiðar af reyktu svínakjöti á meðan rottan
setti egg ápönnuna. „Og hvernig er veðriðúti núna?
Þú þarft ekki að ávarpa mig með titlum, væni,“ bætti
hún við.
„Það er hræðilega vont veður úti og snjórinn er
svo djúpur,“ sagði broddgölturinn. „Það er ekkert
veður fyrir ykkur.“
Lestu úr svipnum
1 hvaða þekktri borg í Svf-
þjóð býr þessi maður, sem
ætlar að taka sér far með
járnbrautarlestinni. Þú get-
ur fundið svarið með þvf að
raða rétt saman stöfunum
nfu, sem andlit hans er gert
úr. (Athugið að rithátturinn
er sænskur)
Smáfólk
“Forever being a relative term,however,”he saíd. gl She hit hímwith a ski pole.
L A /—\ §
1) „Ast okkar mun vara að
eil(fu,“ sagði hann.
2) „O, já, já, já,“ hrópaði
hún.
3) „Að eilífu er þö afstætt
hugtak," sagði hann.
4) Hún barði hann með
skfðastaf.
FERDINAND