Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÖVEMBER 1973 Ed McBain: ó hcljaiþföfn 29 Það varð löng þögn í hinum enda símans. Síðan sagði Atchison heldur dauflega, „skemmtiþáttanna vegna vona ég, að Cohen sé sá fyndnari ykkar. Ætlarðu aðtaka þetta niður?“ „Ég hef verið að bíða eftir því,“ svaraði Kling. „Allt í lagi, það er svona. Ég er búinn að grandskoða þessar myndir. Það eru verksummerki á innanverðumdyrastafnum þarsem læsingin hékk á einni skrúfu. Hún hékk á einni skrúfu, skil- urðu, og á að hafa látið undan, þegar náungarnir þarna réðust á hurðina með kúbeininu." „Haltu áfram." „Jæja, en ég fæ ekki betur séð en einhver hafi notað meitil eða skrúfjárn til að rífa læsinguna f rá dyrastafnum" „Hvað segirðu?" „Að kúbeinið, sem beitt var að utanverðu, reif læsinguna ekki frá. Það liggja nú fyrir sannanir fyrir því, að hún var losuð innan frá. Það eru ótal merki um það á dyrastafnum. Og þrjóturinn, sem gerði þetta, hefur lfklega verið að flýta sér.“ „&tu að segja, að dyrnar hafi þá ekki verið læstar?“ „Ég er að segja það, já.“ „Hvers vegna gátu þeir þá ekki opnað þær?“ „Það er stóra spurningin, herra Kling. Hvers vegna gátu þrír sterkir menn ekki opnað dyr, sem ekki voru læstar? Við héldum fyrst, að líkið þarna hangandi i hinum endanum hefði haldið þeim lokuðum. En þrír fullhraust- ir menn hefðu átt að geta opnað þær þrátt fyrir líkið. Annaðhvort það eða reipið hefði hreinlega átt að slitna. Svo að það stenzt ekki.“ „Hvað getur það þá verið?“ „Eg skal segja þér, hvað þú skalt gera,“ sagði Atchison. „Já?“ „Spurðu Cohen," og hann lagði á. „Kling lagði tólið á. Virginia gerði hið sama. „Er nokkur leið að ná í Carella?" spurði hún. „Nei. Ég veit ekki, hvar hann er,“ laug Byrnes. „Ætti hann ekki að fá alla þessa vitneskju, sem verið hefur að streyma inn?“ „Jú.“ „Hvers vegna hringirðu þá ekki til að láta hann fá hana?“ „Vegna þess, að ég veit ekki, hvar hann er.“ „Mundi hann ekki vera í þessu Scotthúsi? Þar var morðið framið, var það ekki?“ „Jú, það er rétt. En ef hann er að yfirheyra fólk, getur hann ver- ið hvar sem er.“ „Hvers vegna reynum við ekki að hringa í Scotthúsið?" „Til hvers?“ „Vegna þess, að ef hann er þar, þá vil ég, að þú segir honum að koma rakleiðis hingað niður á stöð. Það er orðið andskotanum heitara hér inni og mér er farin að leiðast biðin.“ „Ég held, að hann sé þar ekki,“ flýtti Byrnes sér að segja. „Auk þess sem honum myndi þykja það æði grunsamlegt, ef ég skipaði honum að koma strax á stöðina." „Hvers vegna skyldi honum finnast það?“ I þýóingu Björns Vignis, „Meira að segja þú ættir að geta séð það í hendi þér, að morðmál fá algjöran íorgang Lrannsókn." Virginia Dodge hugleiddi þetta um stund. „Eg vildi óska, að ég vissi, hvort þú ert að ljúga að mér,“ sagði hún svo. En hún lagði ekki frekar að Byrnes að hringja. Sælgætisverksmidla Til sölu er sælgætisverksmiðja, sem er í fullum rekstri. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, leggi nöfn sín inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „790 '. Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra heldur öasar og kafflsðlu. sunnudaginn 4. nóv. kl. 2 e.h. að Hallveigarstöðum. Stj’órnin. íbúfl í Kðpavogl Sérlega skemmtileg 5 herb. sérhæð í tvíbýlishúsi til sölu. íbúðin er 1 20 fm, 3 svefnh. og 2 stofur. Verður til sýnis mánud. 5/11 kl. 1 7— 1 9 Upplýsingar í síma 41 408. Öllum þeim mörgu nær og fjær er glöddu mig með návist sinni, skeytum, blómum og öðrum gjöfum, á sjötugs afmæli mínu 21. októbersl., sendi ég hjartans þakkir og kveðjur. María Ólafsdóttir, frá Bakka. velvakandi Velvakandi svarar í sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Úr Borgarfirði eystra „Heill ogsæll, Velvakandi. Þann 10. október s.l. birtist i Morgunblaðinu „FYéttabréf úr Borgarfirði eystra". Þar stendur m.a. þetta:...Htt tel ég að Borgarfjörður hafi mjög svo fram yfir aðra firði austan- lands, og það er hið mikla og fagra safn fáséðra steina, sem þar finnast vfða. Eru þeir löngu landsfrægir, en sá galli er á gjöf Njarðar, að á seinni árum hefir hvers konar lausingjalýð- ur lagt leið sína hingað og farið -rænandi og ruplandi um þessa borgfirzku prýði, jafnvel svo að nálgazt hefir spjöll. Þykir okkur Borgfirðingum allt gott um það að segja, þótt gamlir og fyrrverandi sveitungar sæki sér minjagripi af bernskuslóð- um. En að fyrrnefndur lýður vaði hér um, og flytji með sér steina í pokum og jafnvel köss- um, stundum til að gera sér að verzlunarvöru, eigum við bágt með að þola, og munum reyna að stemma stigu fyrir þann ófögnuð.“ Hér lýkur beinni til- vitnun. 0 „Lausingjalýður“ eða fólk? Jæja, þá veit maður það! En illa felli ég mig við þennan tón og enn verr við án og rupl“ og ,,lausingjalýð“. 1 stuttu máli sagt: Ég fordæmi svona mál- flutning. Ég leyfi mér að full- yrða, að bréfritarinn mælir ekki fyrir hönd Borgfirðinga yfirleitt, er hann ritar í þessum tón. En ég vil gjarnan koma þvf hér á framfæri — og undir- strika það — að ég og aðrir Borgfirðingar, sem hér eiga löndum að ráða, óskum eftir því, að leitað sé leyfis okkar fyrir steinasöfnun í löndum okkar af því fólki, sem áhuga hefur á slíku, enda er það leyfi yfirleitt fúslega veitt. (Égsagði fólk, því að þennan „lausingja- lýð“ kannast ég ekki við). Bréfritarinn birtir líka „að gefnu tilefni" ákaflega hjart- næm vamaðarorð til vegfar- enda, sem kynnu að leggja leið sína um Hafnarland. Slfkt er sjálfsagt í góðu skyni gert. Ég mun ekki ræða það hér nánar, en læt öðrum eftir að dæma um nauðsyn og réttmæti þeirra ráð- legginga. Þorsteinn Magnússon, Höfn.“ 0 Um titla og starfsheiti „Tilvonandi B.A.“ skrifar: „Það er vonum seinna, að ég sezt niður til að skrifa um mál, sem mér hefur lengi verið hug- leikið. Nokkuð hefur borið á þvf hin síðari ár, að stöðuheiti manna væru sett fyrir framan nöfn þeirra. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi í fréttaflutningi, og nú má heita, að prófessora sé ekki svo getið í fjölmiðlum án þess að starfsheiti þeirra sé haft framan við nafnið, sbr. „prófessor Jón Jónsson hefur gert þetta eða hitt sér til frægð- ar eða vanza“. Hingað til hefur það ekki verið viðurkennt í islenzku, að stöðuheiti séu höfð framan við nöfn, svo að ég viti. Þessi ösiður hefur komizt á vegna áhrifa úr erlendum tungum. Hins vegar eru titlar ætíð hafðir fyrir framan nöfn, sbr. doktor, séra, herra, frú og fröken eða ungfrú. Það væri þokkalegt eða hitt þó heldur ef þessi ósiður færi að breiða meira úr sér en orðið er, eða hvernig litist mönnum á: Hjúkrunarkona Guðrún Jónsdóttir, lögfræðingur, Sig- urður Sigurðsson, fiskverk- unarkona Sigríður Guðmunds- dóttir. Kennari Sveinn Sveins- son, o.s.frv. Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri, en vona, að frétta- menn og aðrir, sem hér eiga hlut að máli, skilji hvað við er átt, og taki þessari ábendingu með vinsemd og velvilja. Með þökk fyrir birtinguna, „tilvonandi B.A.“.“ 0 Áfengislaus nýlenda? Björn Ólafsson, Mánabraut 18, Kópavogi, skrifar: „Velvakandi! Af tilviljun opnaði ég fyrir útvarpið 1 kvöld, en þá var verið að flytja erindi um útrým- ingu áfengis í landinu. Mér er spurn: Hvað er að manninum? Að láta sig dreyma um þetta! Þetta má kalla að vilja stuðla að auknum afbrotum og svarta- markaðsbraski. Að vísu mætti drykkja unglinga minnka. Það er sjálfsagt, að hver og einn lögráða maður fái keypt áfengi eftir þörfum. Síðan sagði, að væri landið áfengislaust, gætu Islendingar sagt með stolti: „Eg er ís- lendingur.“ Samkvæmt mínum skilningi hefði verið nær lagi að segja: „Ég er fanatíkus," eða eitthvað því líkt. Ennfremur var sagt í er- indinu eitthvað á þá leið, að þetta myndi ekki koma niður á ríkissjóði, þar eð minnkunin kæmi smátt og smátt. Bull! Auðvitað þurfti að fá þessa peninga einhvern veginn í ríkissjóð. Þeir fengjust bara með auknum sköttum. Ætli skattgreiðendur almennt séu ekki ánægðari með áfengi en ekkert, í stað peninga sinna. Að lokum vildi ég benda höf- undi erindisins á það að kaupa eða fá léigða einhverja eyju. Þar gæti hann stofnað áfengis- lausa nýlendu í stað þess að reyna að fá tvöhundruð þúsund manns til að lifa eftir einka- bröndurum sínum. Björn Ólafsson." ÁLFTANES Til sölu stór eignarlóð í skipulögðu íbúðarhverfi: Tilbúin til byggingar. Tilboð óskast sent blaðinu merkt: „3255". LÆKNASTOFA Hef opnað læknastofu að Síðumúla 34, Reykjavík. Viðtalsbeiðni í síma 86200. Sérgrein: Lyflækningar. Friðþjófur Björnsson. Hafnarfjörffur Námskeið fyrir almenning i manneldisfræði og sjúkra- fæðu (megrunarfræði og fl.) hefst miðvikud. 7. nóv. í Flensborg. Sérfræðingur annast kennsluna. Uppl í síma 86347. ! Önflrðingar Sunnanlands Kaffi- og skemmtisamkoma verður í Glæsibæ (uppi) n.k. sunnudag 11. nóv. Húsið opnað kl. 2 e.h. Önfirðingar 70 ára og eldri sérstaklega boðnir. Stjórnin. Fastelgnlr-Þorlákshðfn - StoKKseyrl - Hveragerdl: Til sölu nokkrar góðar fasteignir. Góð greiðslukjör. Einnig til sölu bátarfrá 10,5 tonnum til 72 tonna. Fasteigna-og Bátasala Suðurlands. Uppl gefur Geir Egilsson, sími 99-4290, Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.