Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973 Síðasti hálfi kílómeterinn er ekki aðeins sú vegalengd, heldur hilið milli 15 og 40 kílómetrar, segir Lagt af stað f maraþonhlaupið á OL f Miinchen. Rólyndi maraþonmeistarinn Þúsundir áhorfenda fylgjast með Shorter er hann fær sér svaladrykkjarflösku við 25 km mark hlaupsins f útborg Miinchen NEI, ólympíumeistari þessi fer ekki í flokk með ævintýraíþrótta- mönnum. Hann sigraði ekki ber- fættur ellegar stuttu eftir botn- langauppskurð, eins og Bikila Abebe, ekki er hann heldur upp- fullur fífldirfsku, stærilæti né þolni, eins og Alain Mimoun eða Mamo Wolde, sem síðar krýndust lárviðarsveig. Af Frank Shorter streyma ekki framandi geislar sem af öðrum sigurvegurum lengsta ólympíuhlaupsins. Hann er hvorki meinlætamaður né ofstækismaður. Það er mjög eðli- legt, að maður drekki bjór fyrir svefninn, borði kökur á morgnana og þambi kók við þorsta, en þann munað leyfði ólympíumeistarinn í maraþonhlaupi 1972 sér fyrir og meðan á hlaupinu stóð. Þeir, sem bezt eru kunnugir maraþonhlaupi eru furðu lostnir. Hvernig gátu málin þróazt svo, að læknissonur, lögfræðistúdent, kanastrákur í snjáðum gallabuxum, gat sigrað í þessari virðulegu keppni? Þessi ofureðlilegi maður, sem býr í Florida, fæddur í Miinchen, lét aðeins einu sinni raska sálarró sinni, þegar ungur furðufugl frá Wiedenbruck hljóp, af fíflaskap einum saman, inn á hlaupa- brautina. En Frank Shorter sýndi honum fram á, að maraþonhlaup er ekki réttur vettvangur fyrir furðufugla. Maraþonhlaup er fjöldaíþrótt. I Þýzkalandi er að finna eins marga maraþon- hlaupara og ástundunarsama hnefaleikamenn í ellefu þyngdar- f lokkum. Menn stunda þetta lang- hlaup tugumþúsunda saman í Bandarikjunum, Japan, Englandi og í Þýzkalandi, og þeim fjölgar árlega. Um Shorter spunnust hvorki ævintýrasagnir né leyndarmál. Hann sálgreindi sjálfan sig, og hugsanir hans eru faldar í bókinni „The Frank Shorter’s Story“ (Runner’s World Magazine, Mountain View, Cal., 1$). „Hægt er að smjúga inn í tilbreytingarleysið, sem er mjög þægilegt, en við það getur maður alveg eins fallið í dá. Vandamálið er, að maður veit alltaf um at- burðina í kringum sig, því að á ákveðnu augnabliki leitast maður við að rífa sig upp úr því, þess vegna verður maður alltaf að vera tilb. Því er mér svo kært að vera í forystu og virða fyrir mér mann- fjöldann." Þetta er skoðun Shorters á iþróttum. Hann lýsir maraþonhlaupinu frjálslega og hispurslaust, eyðir ekki mörgum orðum á það, þegar hann rakst á einn af fylgdarbílunum stutt frá íþróttahöllinni og féll við, þótt það kostaði hann tvær dýrmætar mínútur. Eftir ellefu kilómetra hlaup fékk hann blöðrur á fæturna og hafði áhyggjur af þvi, að skó- sólarnir væru ekki nægilega þykkir og að honum tækist ekki að ljúka hlaupinu. Að 15 kílómetrum loknum veitti Short- er því eftirtekt, að fleiðrin voru honum ekki svo mjög til trafala. Það var á 15 km punktinum, sem dró úr hraða hlaupsins. „Eg herti mig og náði 10 metra forskoti," sagði Shorter. „Ég hljóp ofurlítið hraðar og enginn elti, enn herti ég hlaupið, og enginn kom á eftir. Þá hugsaði ég með sjálfum mér: allt í lagi, ég held, að sigurinn verði minn.“ Á 25 km mörkunum vantaði sér- staka hressingu fyrir hann, sem þar átti að vera, en þar beið Lou- ise kona hans og hrópaði til hans: “Hlauptu eins hratt eins og þú getur, en samt ekki um of.“ „Ég gleymdi hlaupurunum að baki mér,“ sagði Shorter eftir á. „Ég hafði tveggja mínútna forskot, og þegar ég kom að enda Enska garðsins, eftir 32 eða 33 km var ég þess fullviss, að sigurlíkur mínar voru miklar." 35. kílómetrinn: „Égvissi, aðég var búinn að vinna, ef ég brotnaði ekki niður. En einmitt á þessum punkti byrja vöðvarnir yfirleitt að gefa sig. Það er ekki aðeins að yfirvinna sársaukann, heldur hefur maður það á tilfinningunni, að maður sé að sökkva. Þetta er eingöngu spurning um tíma, og maður hefur litla stjórn á líkamanum.” „Á 41. kílómetranum sagði ég við sjálfan mig: „Guð minn góður, ég hafði það raunverulega af. Það er varla hægt að trúa því, að sigurinn sé unninn eftir alla þessa vinnu, æfingar, áhyggjur og leiðbeiningar." Þá voru kraftar mínir á þrotum. Þótt ég væri stutt frá markinu og hefði getað slegið ólympíumet með því að herða hlaupið, þótti mér það ekki vert. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að sá, sem hefur verulegt forskot, sé band- vitlaus ef hann eykur snögglega hraðann í lokin. Síðasti háifi km er ekki aðeins sú vegalengd heldur bilið milli 15. og 40. km.“ Á eftirfarandi hátt skiptir Shorter maraþonhlaupinu niður í fjóra hluta: 1. hluti er sá að vera tilbúinn og venjast hlaupinu, 2. að hefja hlaupið, 3. að ná sem mestu forskoti. Shorter segir, að í Miinchenarhlaupinu hafi 2, og 3. hluti komið of snemma hjá sér, hann vill framvegis bíða lengur með aðalárásina. Þannig stóð 3. hlutinn hjá honum yfir frá 15.—36. km. Þá er komið að fjórða hluta: að reyna að ná þvi marki, að maður geti sagt við sjálfan sig: „hlaupið er unnið, en það er á 41. km.“ Eftirleikurinn er þá auðveldur. Ekki fékk Shorter iþróttahæfi- leika sina i voggugjöf. Arið 1969, þegar Shorter var 22 ára gamall, hljóp hann vegalengdina 5000 metra á 13:43 mínútum, menn töldu hann þá vera hækkandi stjörnu á millivegalengdum. En vegna áhrifa Jack Bacheler, sem æfði árum saman með Shorter og varð 10. í maraþonhlaupinu í Múnchen 1972, snéri Shorter sér að lengri hlaupum. Fyrir tilstilli Ken Moore, sem árUm saman var bezti maraþonhlaupari Banda- ríkjanna, tók Shorter þátt í sinu fyrsta maraþonhlaupi árið 1971. Hann varð annar, en Moore fyrst- ur. Eftir það hefur Shorter verið ósigrandi. Það var i fimmta mara- þonhlaupi hans, hlaupinu í Múnchen, sem hann varð ólympíumeistari. Áður hafði hann hlaupið í Japan á timanum 2:10:30, i borginni Fukuoka, og i Beppu á 2:12:06. Þess utan varð Shorter fimmti i 10000 metra hiaupinu í MUnchen og er því líka trúr hinum sigildu vegalengdum. „Allar hömlur eru á braut, ég get hlaupið eins og mig lystir," sagði Shorter. Hvers vegna hleypur maður þessi eiginlega, og það meira að segja á hverjum morgni og einnig oft á kvöldin, utan þá daga, sem hann þreytir maraþonhlaup? Þess utan stundar hann lögfræði- nám og hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Það er erfitt að skýra það, en menn verða að hafa ánægju af fþróttum og geta glaðzt með félög- um sínum. Um æfingar og tak- mark æfinga segir Shorter: „Við vinnum vel, en vinna ekki allir mikið? Maður gerir sér ekki grein fyrir, hversu gffurlega auðvelt er að þjálfa sjálfan sig, maður tekur á sprett og veit alltaf, að maður hleypur eins og þrekið þolir, og sér siðan, hvað gerist.“ Þetta hljómar allt mjög skyn- samlega hjá 26 ára gömlum manni, sem enn hefur nauðsyn- lega hæfileika til að sigra í Montreal árið 1976. Shorter gerði gys að aðalkeppinaut sfnum, Englendingnum dr. Ron Hill, sem klæddist einangrandi fötum til að verjast sólargeislunum. „Geim- farabúningur,“ varð Shorter að orði, þegar hann hljóp fram úr Hill. „Æfing, hraði, úthald og að halda tökum sinum á hlaupinu, það er allt og sumt,“ segir Short- er. Þar með leggur hann nokkuð af '.mörkum til að grafa undan þeim goðsögnum um maraþon- hlaupin, sem uppi hafa verið. Ráð það, sem Shorter gefur öðrum maraþonhlaupurum, er fhugunar- vart: „Maður varður alltaf að gleyma síðasta hlaupi áður en nýtt er hafið, því meðvitundin má aldrei gruna hvað á eftir kemur.“ (Ur Díe Zeit). • • • og hér er komið að marki Eftir 11 km. hlaup fékk hann blöðrur á fæturna og hafði áhyggjur af því, að skósólarnir vœru ekki nógu þykkir, og honum tœkist ekki að Ijúka hlaupinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.