Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973
Nýja viðbyggingin við Sundiaug Vesturbæjar.
Nýir búningsklefar
fyrir 300 sundgesti
Snorri
til veiða
SKUTTOGARINN Snorri
Sturluson heldur f sfna fyrstu
veiðiferð nú um helgina, sam-
kvæmt upplýsingum Bæjarút-
gerðar Reykjavfkur. Hefur
togarinn að undanförnu verið
búinn veiðarfærum og ballest
og á föstudag var farið að Iesta
fs.
Allgóður
rækjuafli
á Bíldudal
Nýbygging fvrir böð og
búningsklefa á að verða komin
við Sundlaug Vesturbæjar f árs-
lok 1974. Höfust framkvæmdir
fyrir 3 vikum. Þama verður bún-
ingsaðstaða á tveimur gæðum
með fata geymslum fyrir 150
manns á hvorri, eða 300 gesti alls.
Þá eru í húsinu böð, þurrkher-
bergi, afgreiðsla og herbergi fyrir
starfsfólk. í kjallara er rými fyrir
stjórntæki og geymslur. 1 eldri
búningsálmu eru fatageymslur,
250 þúsund krónur til
Starfsmannafélags Mbl.
í tilefni af 60 ára afmæli
Morgunblaðsins í fyrradag færði
Starfsmannafélag Morgunblaðs-
ins blaðinu að gjöf veggskjöld,
sem í er greypt fyrsta forsíða
Morgunblaðsins. Baldvin Jónsson
formaður starfsmannafélagsins
afhenti gjöfina, en við henni tók
Geir Hallgrímsson stjórnarfor-
maður Arvakurs h.f. — Þá ákvað
stjórn Arvakurs að færa Starfs-
mannafélagi Morgunblaðsins 250
þúsund kr. að gjöf í tilefni af-
mælisins. Skal beirri f járhæð var-
íð til menningar- og félagsstarfs
félagsmanna starfsmannafélags-
AFLI rækjubáta á Bíldudal hefur
verið mjög góður að undanfömu,
og i nóvembermánuði fengu þeir
samtals 125 lestir af rækju.
Rækjan, sem bátarnir fá, er bæði
stærri og betri en sú rækja, sem
þeir fengu í fyrra. Mikil vinna er
nú við fullnaðarvinnslu á rækj-
unni, en 10 bátar stunda rækju-
veiðar frá Bíldudal.
Páll Hannesson fréttaritari
Morgunblaðsins á Bíldudal sagði f
gær, að einn bátur væri nú byrj-
aður að róa með lfnu og hefði
hann farið 4 róðra. Vinna í frysti-
húsinu hefði því verið lítil í haust,
ef ekki hefði komið til fiskur frá
Patreksfjarðarbátum, en frysti-
húsið í Bíldudal er búið að vinna
80 lestir, sem bátar frá Patreks-
firði hafa komið með.
Þrjú íbúðarhús eru nú í bygg-
ingu á Bíldudal. Þá er verið að
byggja við verzlunarhús Jóns
Bjamasonar.
50 fyrir hvort kyn, eða samtals Verksamningur hefur verið
100. Viðbótarbygginguna teikn- gerður við Böðvar Bjarnason sf,
uðu arkitektarnir Bárður Isleifs- sem hefur tekið að sér bygging-
son og Jes Einar Þorsteinsson. una fyrir 29,9 milljónir kr.
Froðan hefti
skjótt eldinn
TALIÐ er, að um 150 hestar af
heyi af 300, sem voru f hlöðunni á
Blikastöðum, hafi eyðilagzt f
brunanum á fimmtudagskvöld.
Sáralitlar skemmdir urðu á
mannvirkjum, en talsvert tjón
varð hins vegar af völdum hitans
á hjólhýsi, sem geymt var á hlöðu-
loftinu.
Slökkviliðið í Reykjavík beitti
slökkvifroðu í ríkum mæli við
slökkvistarfið að þessu sinni, og í
viðtali við Mbl. í gær sagði
Gunnar Sigurðsson varaslökkvi-
liðsstjóri, að hann teldi, að ef hún
hefði ekki verið notuð,
hefði farið miklu verr, ekki
aðeins hvað heyið snerti,
heldur einnig húsin.
Mjög erfiðar aðstæður hefðu
verið til vatnsöflunar og hefði
tekið langan tíma að setja upp
dælukerfið og ekki tekizt að hefta
eldinn eins fljótt og tókst með
notkun froðunnar.
Þetta mun í fyrsta skipti, sem
slökkvifroðu er beitt á eld í heyi
hérlendis, en hún hefur gefið
góða raun við slökkvistarf í
bátum og skipum. Hins vegar
telur Gunnar hana ekki myndu
henta við slökkvistarf í venjuleg-
um húsbrunum. — Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins mun nú
gera rannsóknir á áhrifum froð-
unnar á fóðurgildi þess heys, sem
ekki skemmdist af eldinum.
Gunnar kvaðst vilja koma á
framfæri þakklæti til björgunar-
sveitarmanna úr Kyndli (SVFI) í
Mosfellsveit og bænda úr sveit-
inni, sem hefðu unnið mikið og
gott starf við að moka heyinu út
úr hlöðunni og aðstoða við
slökkvistarfið.
„Já, hvað er sann
leikur, Sigurður
Torfason?”
I kvöld flytur Útvarpið kafla
af segulbandsspólum frá
miðilsfundi Guðrúnar Sig-
urðardóttur á Akureyri, en
bók byggð á þessum spólum er
væntanleg á markað og er nú
þegar margumtöluð og um-
deild. Morgunblaðið hefur birt
fréttir af bók þessari og blaða-
maður þess átt samtal við máls-
aðila, enda f verkahring blaðs-
ins að skýra frá þvf, sem efst er
á baugi hverju sinni, ánþess að
með þvf sé tekin afstaða til
málsins. Þar sem mönnum
hefur þótt hnýsilegt að fá nasa-
sjón af ritverki þessu, hefur
blaðið fengið eftirfarandi kafla
úr bókinni til birtingar. Segir
þar frá þvf, er Sigurður Torfa-
son, skriftafaðir Ragnheiðar,
gengur á hennar fund til þess
að taka af henni skriftir að boði
Brynjólfs biskups.
Það er drepið létt á dyrnar
hjá Ragnheiði Brynjólfsdóttur.
Hún er alklædd, og Steinunn
Finnsdóttir situr á rúminu
sínu.
„Svara þú, Steinunn mín“.
Steinunn stendur upp og
opnar. Sigurður Torfason
stendur í dyrunum.
„Gott kvöld“.
„Gott kvöld, Sigurður Torfa-
son. Seint á ferð. Hvað er þér á
höndum, skriftafaðir minn?“
„Eg þarf að tala við þig,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
undirfjögur augu“.
„Nei, og svona seint á kveldi.
Heldur þú nú, Sigurður Torfa-
son, að það sé óhætt vegna orð-
rómsins?"
„Jómfrú Ragnheiður, faðir
þinn sendi mig“.
„Ó, hans herradómur, nú þá
verðum við að hlýða. Steinunn
mín, þú verður að fara vegna
þess að meistari Brynjólfur
biskup í Skálholti segir skrifta-
föður mínum að tala við mig
undir fjögur augu. Þú verður
að fara, Steinunn mín, en vertu
ekki langt frá, ef það gæti
viljað til, að eitthvað af hjú-
unum í Skálholti hleraði það,
að það væri inni hjá mér karl-
maður. Þá gæti verið, að sög-
urnar kæmust á kreik. Passa þú
það nú, Steinunn mín, að
enginn standi við dyrnar. Það
er þegar farið að orða mig við
karlmann, og eg býst við, að það
sé það, sem séra Sigurður
Torfason skriftafaðir minn er
að leita eftir, hvort eg hafi brot-
ið af mér“.
„Eg skal hlýða þér í öllu,
Ragnheiður mín“.
„Þakka þér fyrir, Steinunn
mfn, og gakktu svo út. Jæja,
séra Sigurður, má bjóða þér
sæti?“
„Nei, Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir, eg ætla að standa".
„Þú ætlar að standa. Eg ætla
að sitja, ef það liði yfir mig“.
„Liði yfir þig? Heldur þú, að
það líði yfir þig?“
„Eg veit ekki, hvað þú ætlar
að vera harður við mig“.
„Eg ætla ekki að vera harður
við þig. Eg ætla bara að vita,
hvað er sannleikur“.
„Já, hvað er sannleikur, Sig-
urður Torfason? Hef eg ein-
hvern sannleika fyrir þig?“
„Fyrir mig? Nei, þú hefur
engan sannleika fyrir mig, en
þú hefur sannleika fyrir sjálfa
þig, er það ekki? Eg er kominn
hingað...“
„Já, þú ert kominn hingað til
að spyrja mig um það, hvort við
Daði Halldórsson höfum brotið
eitthvað af okkur. Sem sagt leg-
orðsbrot. Er þaðekki, Sigurður
Torfason? Er það ekki það, sem
þú ætlar að spyrja um?“
„Jú, jú, já. Faðir þinn sendi
mig“.
„Já, og þú ert hans þjónn. En,
Sigurður Torfason, getum við
deilt nokkru? Att þú nokkuð
hjá sjálfum þér, sem við getum
deilt? Get eg hjálpað þér í þín-
um raunum?"
„Ragnheiður, hvað ert þú að
meina? Hvað ertu að meina,
Ragnheiður?"
„Efe er bara að meina þann
sama orðróm, sem gengur um
þig og Ingibjörgu Magnúsdótt-
ur. Er það ekki rétt?“
„Ja, eg veit það ekki, eg, —
ja, eg heyri ekki það, sem fólkið
segir“.
„Nei, eg heyri heldur ekki
það, sem fólkið segir, en þú
heyrir það, sem fólkið segir um
mig, og eg heyri það, sem fólkið
segír um þig. Eigum við að
deila? Á eg að hjálpa þér? Get-
ur þú nokkuð hjálpað mér?“
„Hjálpað þér? Já, þú átt bara
að skrifta. Þú átt bara að
skrifta. Hefur Daði nokkurn
tíma kysst þig?“
„Hefur þú nokkurn tima
kysst Ingibjörgu Magnúsdótt-
ur, Sigurður Torfason?"
„Það kemur ekki þessu máli
við. Eg er að spyrja þig“.
„Já, en eg var að spyrja þig.
Eg er líka forvitin. Veiztu það
ekki? Það hefur alltaf fylgt
mér, Sigurður Torfason. Eg hef
verið svo óskaplega forvitin allt
líf ið. Mig langar svo mikið til að
vita það.“
„Ragnheiður, þú mátt ekki
gera mér svona erfitt fyrir. Eg
á að færa föður þinum svörin,
öll svörin. Hefur þú kysst
hann? Þú verður að svara mér.
Eg skal ekki ganga nær þér“.
Ja, ef eg segði nú föður mín-
um, að eg hefði heyrt, að þú
hefðir kysst Ingibjörgu
Magnúsdóttur, hvað heldur þú,
að faðir minn mundi gera með
það, sem þú segðir honum um
mig, ef hann vissi það, að þú
hefðir kysst Ingibjörgu
Magnúsdóttur og ef til vill gert
eitthvað meira? Sigurður
Torfason, eigum við ekki að
láta þetta niður falla? Viltu
ekki bara segja föður mínum,
að þú hafir talað við mig og eg
hafi sagt, að eg vissi ekki neitt
um þetta, sem væri talað, og
það væri allt saman mér óvið-
komandi. Viltu ekki bara segja
honum það?“
„Þú veizt ekki, hvernig faðir
þinn er núna. Hann er brjálað-
ur, Ragnheiður, og hann ætlar
að taka þig inn á eftir. Eg verð
að reyna að milda hann, fyrir
þig, — vegna þín. Fyrir mig.
Fyrir okkur öll“.
„Já, Sigurður Torfason. Þú
verður ef til vill rekinn úr sæt-
inu. En verður það ekki hvort
sem er? Verður okkur ekki báð-
um vísað burt og Daða líka og
Ingibjörgu? Verðum við ekki
Framhald á bls. 31