Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973 Sýning Vincent Gayet Fagur fiskur f sjó. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið æði mikið af sýningum á ferð hér í Reykjavík, og má segja, að hver sýningarstaður hafi verið full- nýttur. Það er þó ekki á-hverjum degi, sem okkur gefst kostur á að sjá tvær erlendar sýningar í einu. Að vísu hefur það komið fyrir á Listahátíðum undanfarinna ára, en sem stendur er engin listahátíð á ferð. Það er því nokkuð ein- stakt, að franskur listamaður sýn- ir verk sín hér f borg á sama tíma og sjö ungir, danskir listamenn áýna á samsýningu í Norræna húsinu. Listasafn ASÍ stendur fyrir sýningu Vincent Gayet, og er hún til húsa á þriðju hæð í húsi Alþýðubankans við Laugaveg, þar sem forðum var aðsetur Marteins Einarssonar kaupmanns, bæði heimili hans og verzlun. Þetta er mjög aðlaðandi húsnæði og hentar vel fyrir minni sýningar. Vonandi er hér ekki tjaldað til einnar nætur. Það væri sannar- lega skemmtilegt að fá að sjá fleiri sýningar á þessum stað, sem liggur einkar vel við leið þeirra, er fara um hina fjölförnu götu, sjálfan Laugaveginn. Einsog allir vita, sem áhuga hafa á myndlist i þessari borg, hefur Listasafn ASl enn ekki fengið þá aðstöðu, sem er raunverulega listaverka, sem marga fýsir án efa að kynnast, og því vaknar sú spurning, hvenær einhver hreyfing komist áþað, að þessu safni verði útvegað húsnæði við þess hæfi. Það hlýtur þó fyrst og fremst að vera tak- markið með safninu, að þeim fjölda fólks, sem fært var þetta safn að gjöf, verði gefinn greiður aðgangur að þvi. Ég held, að flestum sé að verða það Ijóst, að kominn er tími til að draga hina stórmannlegu gjöf Ragnars Jónssonar út úr geymsl- um og gera hana aðgengilega fyrir samtíðina. Þetta hlýtur að hvarfla að manni, um leið og Listasafn ASI hefur nýjan þátt í starfsemi sinni með því að kynna verk erlends listamanns. Sé hér um að ræða upphafi á víðtækari starfsemi safnsins, er sannarlega ástæða til að fagna því. Snúum okkur þá að þeirri sýningu, er nú stendur yfir aí Laugavegi 31. Þetta er skemmti leg og sérstæð sýning, og ekki man ég eftir, að hér hafi áður verið sýndar eingöngu svo- kallaðar MONOTYPUR, ef mér leyfist að setja íslenzka endingu á það erlenda orð, en orð á islenzku yfir yfir þessa tegund mynda- gerðar kann ég ekki. Myndagerð þessi flokkast undir grafik- myndir, enda þótt aðeins eitt ein- tak verði til af hverri mynd. I stuttu máli verða þessar myndir til á þann hátt, að litarefni er sett á málmplötu, listamaðurinn teiknar svo á plötuna og þrykkir síðan á pappir. Eðlilega eyði- leggst grunnurinn við þessar að- farir, og á pappirnum verður eftir einasta eintakið, sem hægt hefur verið að gera. Ekki man ég eftir að hafa séð myndir af þessu tagi eftir íslenzka listamenn, og ekki er mér kunnugt, hvort þessi myndagerð hefur verið stunduð hér. Sjálfsagt hefur einhver reynt þetta, en ég man ekki ef tir slíkum myndum á sýningum hér. Vincent Gayet er ágætur lista- maður, sem vinnur verk sín á einkar einfaldan og menningar- legan hátt. Hann er góður fulltrúi fyrir hina látlausu og mannlegu málaralist Frakka. Þeir, sem eitt- hvað þekkja til franskrar listar, þurfa ekki að spyrja um, úr hvaða jarðvegi þessi teiknari er vaxinn. Myndgerð hans er fínleg og ber nokkurn keim af skreytilist á köflum, en fyrst og fremst er það svartlistarmaðurinn Gayet sem við höfum kynni af á þessari sýningu. Stundum notar hann eingöngu svart og hvítt, en stund- um bregður fyrir öðrum litum, og ég held, að persónulega hafi ég haft mesta ánægju af myndunum nr. 15, Fagur fiskur i sjó, og nr. 17, Mosafiskur. Bæði þessi verk eru góð dæmi um hina háþróuðu myndlist Frakka. Nr. 4, Strá, er einnig gott vitni um næmleik listamannsins. Á þessari sýningu eru 17 verk, og öll eru þau unnin á sama hátt. Þetta er, eins og ég hef áður drepið á, sérstaklega forvitnileg sýning fyrir okkur hér í Reykja- vik, og það er ástæða til að þakka það framtak, sem hér hefur átt sér stað, en um leið og það er gert, mætti einnig óska þess, að hér sé aðeins um byrjun á nýrri starf- semi Listasafns ASl að ræða en ekki einstakt fyrirbæri. Valtýr Pétursson Er Vegagerðin að níðast a NU ERU vondu mennirnir hjá Vegagerðinni búnir að halda Sverri niðri með alls kyns klækj- um í nokkur ár og allt útlit fyrir, að þeir haldi þvf áfram, ef ekki verður tekið i taumana af þingi og stjórn, eins og einn þjóðkunnur maður stakk upp á í útvarpserindi um daginn. Ætla mætti, að hér sæti hópur þungbúinna þverhausa, sem velti því fyrst og fremst fyrir sér, hvernig þagga mætti niður í Sverri, líkast því sem við sætum í Hvíta húsinu og hann væri þjóð- kjörinn dómari. En það er nú öðru nær. Hér una menn glaðir við sitt. Verkefni eru mikil og fjölbreytileg og það heyrir til undantekninga ef mað- ur, sem hingað ræður sig, hættir starfi. Það eina, sem skyggir ef tii vill á gleði okkar, er að við höfum óljósan grun um, að almenningur sé á þeirri skoðun, að við séum einu mennirnir i landinu, sem ekkert vit hafa á vegagerð. Þetta hefur alltaf verið svo. All- ir vilja að vegirnir séu öðruvísi og betri, holulausir, ryklausir og helzt snjólausir. Því er nú ekki fyrir að fara og allir vita, hverjum er um að kenna. Sumir hafa enn aðra ástæðu til óánægju. Það eru þeir, sem boðið hafa okkur þjónustu, sem við höf- um ekki kunnað að meta að verð- leikum. Um það eru mýmörg dæmi. Þegar við vorum að steypa Reykjanesbrautina, kom til mín maður og bauð mér efni til að blanda I steypuna, sem átti að tvöfalda endingu hennar. Ég þóttist hafa himin höndum tekið og bað hann að útvega hið bráðasta upplýsingar frá ein- hverjum, austan hafs eða vestan, sem notað hefðu þetta undraefni í vegagerð, svo ég gæti kynnt mér reynslu þeirra. Þetta reyndist ókleift, en til voru upplýsingar um verksmiðjugólf eitt I Englandi, þar sem það hafði verið notað. Annar, sem átti 10 hjóla trukk, bauðst til að setja á hann stóran segul og aka svo þjóðvegi landsins lon og don í þeirri von, að naglar, sem á þeim lægju, öllum til óþurftar, drægjust að honum. Og svo var það maðurinn, sem hringdi og bað um verkstjórastarf hjá okkur. Hann sagðist vera netagerðarmaður og að hann væri nú orðinn alveg heilsulaus. Það er eðlilegt, að við séum ekki litnir hýru auga, þegar við kunnum ekki að meta slíkt. Og við, sem aiitaf stöndum í þeirri trú, að við séum að vaka yfir hag ríkisins eða gæta hagsmuna skatt- borgaranna, eins og sumir kalla það. Svo kom Sverrir Runólfsson frá Californiu, U.S.A. Hann hafði skyndilega hætt rekstri verktaka- fyrirtækis síns, Runolfsson Trucking Co., og var nú hingað kominn til að bjóða fram þjónustu sína og „Blöndun á staðnum". Hann kynnti þessa að- ferð svo rækilega í blöðum, á fundum og í Vesturbæjarlaug- inni, að á endanum var það al- menningur, sem krafðist þess, að honum yrði falin hér vegagerð í stórum stíl, t.d. milli Reykjavikur og Akureyrar, til Þingvalla eða norður yfir Sprengisand. Tlidulfl [ frystlklstuna nautakjöt í Vi og Va (gott verð) Tek að mér kjötskurð. Kjötvinnslan Hólmgarði 34. Sími 32550. Radhús Fokhelt eða lengra komið óskast. Útborgun eða skipti á góðri 4ra herb. íbúð í Álfh. möguleg. Uppl. i síma 34901 Sigurður Jóhannsson Nú vandaðist málið. Þetta vafðist fyrir okkur. Eitt var það, að allar fjár- veitingar voru með vegáætlun bundnar nokkur ár fram í tímann og því engin leið að rétta honum nokkur hundruð milljónir á silfurbakka. Ég er viss um, að Agnew hefði ekki einu sinni getað bjargað slíku máli við, þegar hann var upp á sitt bezta. Hitt var meira. Hann kom með nokkuð, sem var alveg nýtt fyrir okkur. E3<ki þessa aðferð, hana þekktum við, höfðum raunargert með hana tilraunir, t.d. undir malbikinu I Setbergsbrekkunni. Það sem var nýtt, var, að jarð- vegur skipti ekki lengur megin- máli að hans dómi, og svo kostaði þetta smámuni miðað við það, sem við vorum að vinna. „Með henni er hægt að gera þjóðvegi án þess að skipta þurfi um jarðveg, heldur notar hún það efni sem finnst I vegarstæðinu blandar því sfðan sjálf, hvort heldur sem er með olfu, emulsion eða sementi og skilar með stærstu gerð hennar 500 m vegi með 3 tommu slitlagi, 7'A m breiðum, á klukkutfmanum.“ (Sverrir um blöndunarvélina í Morgunblaðinu 16. maí 1970.). „Hins vegar er það augljóst, að fslenzkir skattgreiðendur hafa ekki efni á að borga svimandi fjárhæðir fyrir verk, sem hægt væri að gera betur fyrir margfalt minna verð með réttum aðferð- um, á miklu styttri tfma.“ (Sverrir f Morgunblaðinu 29. nóv. 1970.). Við stungum saman nefjum. Hafði okkur yfirsézt svona hrapallega? Við vissum dæmi þess, að mokað hafði verið burt mýrarjarðvegi úr götum i Reykja- vfk og vfðar. Nú þurfti þess ekki lengur. Og við, sem sumir hverjir höfðum nýlega átt þess kost að dvelja við fræga háskóla og stórar vegalagnir f Bandaríkjunum og Þýzkalandi, til að undirbúaokkur undir fyrirhugaða endur- byggingu fjölförnustu brauta landsins, og auk þess sent verk- fræðing út í lönd til að kynna sér sérstaklega blöndunaraðferðina. Þetta hafði farið fram hjá okkur öllum. Við spurðum þá hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Það var sama sagan, þetta var nýtt fyrir þá. Þeir bjuggu til moldar- kökur og blönduðu sementi f þær, en kökurnar hörnuðu ekki. Við spurðum þaulvanan Ame- ríkulærðan verktaka og hálærðan doktor í vegagerð, útskrifaðan frá Bandaríkjunum. Einn samasagan, þetta var nýtt. Allir höfðu lært á sömu bókina, í jarðefninu varð að vera stein- efni og að mestum notum kom þetta, þar sem jörð var sendin og ónothæf til vegagerðar, eins og hún kom fyrir af skepnunni. Þannig var þetta sagt f Ameríku, Norður-Þýzkalandi og Hollandi, þar sem þessari aðferð er mikið beitt. Ég minntist orða vegagerðarsérfræðings frá Kiel, sem kom hingað á vegum Sameinuðu þjóðanna til að kynna sér þarfir okkar í vegagerð. Hann sagði: „Ég vildi, að við gætum skipzt á gjöfum, þið gæfuð okkur eitthvað af grjót- og malarholtun- um ykkar, við eigum þau ekki til, en við gæfum ykkur skóga í staðinn.“ Svo kom þetta með verðið. 1 okkar kokkabókum stóð, að íblöndun jarðvegs kæmi i stað malarburðarlags og væri ekki hagkvæm nema þar sem langt væri f mölina. Þetta staðfesti einu sinni amerískur vegaverk- fræðingur, sem ég hitti vestur í Klettafjöllum. „Við notum þessa aðferð ekki hér, en hún er notuð á sléttunum," sagði hann. Og Sverrir ætlaði að gera þetta „fyrir margfalt minna verð“ og hann nefndi tölur, stundum 200 kr. á fermetra, stundum 2 millj. kr. á km og stundum 3—4 millj. kr. á km. Við fórum hjá okkur, þegar við hugsuðum um verðið hjá okkur. Og svo var það endingin í kaupbæti, “ . . . svo vegir, sem gerðir eru á þennan hátt, eiga ekki að þurfa viðgerðar við næstu 25—30 árin“ (Sverrir í Vikunni). Við, sem reiknum með, að olíu- möl þurfi hressingar við eftir 4 ár á fjölförnustu vegunum. Það var ekki hægt að stinga við fótum lengur. Þjóðin átti rétt á að fá slíkt sannað. Honum var lofaður 1 km kafli til þess arna. Við spurðum: Hvernig verður þetta gert og hvað kostar það? Sverrir kvað ekki hægt að svara þvi fyrr en kaflinn væri ákveðinn. Svo fékk hann að velja úr 3 köfl- um á Kjalamesi, sem allir voru þannig, að meðhinni hefðbundnu aðferð þarf að flytja möl f burðar- lagið. Þetta var 16. ágúst. Enn kom babb í bátinn. Áætlunina var ekki hægt að gera Sverrir hafði skilizt, að Vega- gerðin ætlaði að leggja sér tíl vélar, en nú neitaði Vegagerðin að svo væri. Hvernig á að gera áætlun yfir verk, ef ekki er vitað með hvaða vélum það er unnið? Ekki var þetta nú alveg svona slæmt. Vegagerðin hafði að visu ekki ábyrgzt honum vélakost, en kindafótavaltaranum margum- talaða fékk hann loforð fyrir, sömuleiðis vatnstanki, scraper og veghefli, þegar hægt væri að missa slíkt tæki frá heflun.en t.d. jarðýtu yrði hann aðleigja annars staðar, eins og Vegagerðin verður að gera. Vinnuvélaeigandi, sem talaði við mig, sagði að Sverrir hefði leitað til sin og líklegt væri, að hjálpa mætti honum um tæki. Honum var tjáð, að Vegagerðin greiddi kostnaðinn. Eg er viss um, að vinnuvélaeigendur leigja Sverri ekki síður en öðrum sinar vélar. Sverrir hamrar á þvi, að Vega- gerðin vilji ekki gefa sér upp- lýsingar um, að hún kaupi ekki tæki til blöndunar á staðnum, meðan hans tæki séu gangfær. Er nú von til að Vegagerðin geri slíkt? Ef hver sá, sem flytur fyrstur inn til landsins einhverja vinnuvél, fengi slíka yfirlýsingu væri augljóst, að Vegagerðin ætti engin tæki og gæti engum störf- um sinnt, þvi lengi er nú hægt að halda tæki gangandi. Fyrir Vega- gerðina er eign vinnuvéla ekki markmið i sjálfu sér. Eftir þvi sem vélaeigendum hefur vaxið fiskur um hrygg hefur Vega- gerðin fækkað við sig vélum. Sverri hefur verið tjáð, að ekki sé áhugi á að kaupa vél eins og hann hefir flutt inn meðan anna má þeim verkefnum, sem fyrir hendi kunna að verða með hans vél, og hún fæst á sambærilegum kjörum og aðrar leiguvélar. Betri horfur eru nú á, að þessi aðferð geti komið að gagni hér en þegar Sverrir kom til landsins. Þegar umferðin eykst það mikið í Rangárvalla- og Skaftafells- sýslum vegna hringvegarins, að setja þarf siitlag á vegina, kemur þessi aðferð mjög til greina. Víða er þar langt í góða burðarlagsmöl, en sandar miklir. Eg vona, að þegar þar að kemur, megum við njóta reynslu Sverrir Runólfs- sonar. Reykjavík, 1. nóvember 1973 Snæbjörn Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.