Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 17 Aðeins gripið til gagn- ráðstafana í ítrustu neyð Gaddaf.v I samtali við fréttamann AP Olía til USA frá Libyu? Washington, 22. nóv., AP. HENRY Kissinger utanrfkisrðð- herra Randarfkjanna gaf þá yfir- lýsingu á blaðamannafundi I dag, að þrýstingur sá, sem Arabarfkin hefðu í frammi vegna olfusölu til ótal landa, myndi ekki ráða mót- un stefnu Bandaríkjanna í Mið- austurlöndum. Ilann kvaðst og vilja vara við þvf, að Bandarfkin kynnu að svara með mótaðgerð- um, sem hann skýrði þó ekki nán- ar. Hann lagði á það áherzlu, að Bandaríkin ætluðu sér ekki að verða þrýstingsaðgerðum utanað- komandi aðila að bráð. GAMLI GETTY NEIT- ARENN Guildford, Englandi, Rómaborg, 22. nóv. AP. AUÐJÖFURINN Paul Getty hefur ftrekað, að hann muni ekki borga eyri í lausnargjald fyrir sonarson sinn, sem talinn er vera I höndum mann- ræningja á ftalfu. Sagði full- trúi Gettys fréttamönnum f dag, að afstaða afa piltsins hefði ekkert breytzt, og að þvf er bezt væri vitað, hefði faðir drengsins heldur ekki lagt út neina peninga. Enn hefur ekki tekizt að sanna, að eyra, sem móður Gettys unga hefur verið sent, sé af syni hennar. Mynd barst dagblaði í Rómaborg, sem átti að sýna piltinn með afskorið eyra, en sérfræðingar telja myndina ekki óyggjandi sönn- unargagn. Þá hefur borizt bréf frá piltinum, sem birt hefur verið, þar sem hann biður móð- ur sína og ættingja að hjálpa sér og láta undan kröfum ræn- ingjanna. Heitir hann því, að þá skuli hann breyta um líf- erni og fara í einu og öllu að vilja aðstandenda sinna. ,,Ég skal meira að segja fara aftur í skóla,“ stendur í bréfinu, sem álitið er, að hann hafi skrifað. Hins vegar hefur frá upphafi leikið grunur á því, að piltur- inn hafi sjálfur sviðsett ránið á sér til að hafa fé út út ættingj- um sinum. Moskvu AP. YELENA SAKHAROV, eigin- kona visindamannsins Andrei Sakharovs, sagði á blaðamanna- fundi á heimili sfnu í Moskvu, að við yfirheyrslu hjá KGB — sovézku öryggislögreglunni — fyrr um daginn, hefði starfs- maður þar látið að þvf liggja, að hún hlyti að vera geðveik, þar sem hún ncitaði allri sam- vinnu við lögregluna. Andrei Sakharov lýsti því yfir á fundinum, að hann væri fús til að taka boði um að kenna við Princetonháskólann f Bandaríkjunum. Hann sagðist þó ekki vera bjartsýnn á, að fá brottfararleyfi og einnig óttaðist hann, að fengi hann leyfi til að fara úr landi, væri viðbúið, að hann gæti ekki snúið aftur ef hann óskaði. Hann sagðist hafa hug á að Fréttamenn segja, að enda þó.tt yfirlýsingar Kissingers á fundin- um hafi verið gagnorðar, hafi hann virzt sáttfús í betra lagi, og hann hafi látið í ljós von um, að Arabaríkin myndu slaka á jafn- skjótt og færi að hilla undir raun- hæfar friðarviðræður. Hann sagði, að vonandi gæti hann skýrt frá-því í næstu viku, hvaða ríki ættu fulltrúa í þessum viðræðum og einnig hvar þær yrðu haldnar. Varðandi önnur atriði, sem Henry Kissinger Kissinger fjallaði um, má vfkja að því, að hann snupraði ríki Atlantshafsbandalagsins fyrir að bregðast Bandaríkjunum, meðan styrjöldin í Miðausturlöndum stóð sem hæst, en sagði þó, að hann skildi, að hver þjóð hefði sína eigin afstöðu. Hann lét í Ijós von um, að bætt sambúð við Kína myndi verða til að draga úr spennu í Suðaustur- Asiu. Hann sagði, að engin grund- vallarbreyting yrði milli Washingtonstjórnarinnar og þjóð- ernissinnastjórnarinnar á For- mósu. Hann vildi ekki — vegna sambúðar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna — gera nákvæma grein fyrir þeim aðstæðum, sem urðu til að Bandarikin virtust við- búin að taka þátt í Miðaustur- landastyrjöldinni þann 25. októ- ber. Sagði Kissinger, að Banda- ríkjamenn yrðu að hafa allsæmi- legt traust á þvf, hvernig ráða- menn landsins skipuðu málum þess. Kissinger er nýkominn úr ferðalagi til Miðausturlanda, Kfna og Japans, eins og sagt hefur verið frá. Hann hefur gefið Nixon Bandarikjaforseta skýrslu, svo og kenna við Princeton í eitt ár að minnsta kosti. Yelena Sakharov sagði, að KGB-menn hefðu hótað að refsa börnum þeirra hjóna, án þess þó að skýra nánar í hverju refsingin myndi felast. Hún sagði, að sonur þeirra. dóttir og tengdasonur hefðu þegar sætt kúgun af hálfu hins opinbera vegna starfsemi manns hennar. Dóttir hennar og tengdasonur hafa til að mynda verið rekin úr háskóla og svipt atvinnu. Sonurinn Alexei sætir stöðugri áreitni í skóla sínum og hefur verið neitað um inngöngu í háskóla. Yelena sagði, að Sischikov ofursti hefði vakið athygli á andlegu ástandi hennar, sem hann hugði vera hið varhuga- verðasta, þegar hún neitaði að vitna gegn Gabriel Superfin og tveimur nefndum öldungadeild- arinnar. í sambandi við þær gagnráð- stafanir, sem Bandaríkin kynnu að grípa til, ef Arabarfkin léttu ekki olfusölubanninu, sagði Kiss- inger, að til engra ráðstafana yrði gripið ,,nema í ítrustu neyð“, en hins vegar gætu Bandarikjamenn ekki sætt sig við þá afstöðu, sem fram kæmi hjá Arabaríkjunum í þessu efni. Hvatti Kissinger Ar- abaleiðtogana til að sýna mun meiri sveigjanleik i þessu máli. Kissinger kvaðst horfa björtum augum til samningaviðræðnanna um ástandið i Miðausturlöndum, sem haldnar yrðu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, en Banda- ríkin og Sovétríkin myndu leggja þar fram einna drýgstan skerf, að öðru óbreyttu, svo að friður kæm- ist á. Kissinger sagði, að engar sann- anir væru fyrir þeim staðhæfing- um, sem komið hefðu fram um, að Sovétríkin hefðu sent Egyptum kjarnorkuvopn, en ef það væri rétt, væri það vitanlega mjög al- varlegt mál. Rússar reknir? Parfs (AP). SOVÉZKA sendiráðið bar afdrátt- arlaust til baka á miðvikudag blaðafréttn þess efnis, að 10 sovézkum verzlunarfulltrúum f Frakklandi hefði verið vfsað úr- landi fyrir njósnir. Franska utanríkisráðuneytið kvaðs ekkert vita um fréttina sem birtist í L’aurore. Egyptalandi, 22. nóvember, AP. SAMNINGAMÖNNUM Egypta og tsraela tókst ekki að koma sér saman um nýjar vopnahléslfnur á fjögurra klukkustunda löngum fundi, sem haldinn var f dag í tjaldi Sameinuðu þjóðanna á stað, sem er kallaður 101. kflómetrinn. Finnski hers- höfðinginn, Ensio Siilasvuo, sem er yfirmaður friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna, sagði þó, að fundurinn hefði verið gagnlegur Victor Khaustov, sem eiga yfir höfði sér alt að sjö ára vist i nauðungarvinnubúðum vegna „andsovézkrar áróðursstarf- semi“. Neitaði hún að undirrita yfirlýsingar, sem starfsmenn KGB lögðu fyrir hana, m.a. þess efnis, að hún segði ekki opin- berlega frá þremur fundum hennar og KGB. Hún hefur ver- ið boðuð til enn einnar yfir- heyrslu á morgun, föstudag. Hún sagði einnig, að KGB- menn hefðu rætt það itarlega, að hún hefði smyglað úr Iandi fangelsisdagbók Eduard Kuznetsovs, sem var dæmdur í flugránsréttarhöldunum í Leningrad árið 1970. Einnig var reynt að fá hana til að beita áhrifum sinum svo að maður hennar hætti gagnrýni á sovétskipulagið, Beirut, 22. nóv, NTB HAFT er eftir heimildum innan olfuiðnaðarins f Beirut í dag, að trak og Libýa, sem hafa ákveðið að taka ekki þátt f leiðtogafunda Arabarfkjanna nk. mánudag, haldi uppi sýna Iinari takmörkun- um á olfusölu en önnur arabísk rfki. Heimildir þessar herma, að olía berst frá Libyu til Bandaríkj- anna um riki við Karabiska hafið. Sömuleiðis haldi Libya fast við þá ákvörðun Arabaríkjanna frá því 17. október að takmarka oliu- framleiðsluna um 5% á mánuði, og samningamennirnir myndu hittast aftur á morgun. Grundvallarkrafa Egypta er sú, að tsraelar kalli herlið sitt aftur til víglínunnar eins og hún var, þegar vopnahlé var fyrst sam- þykkt 22. október. Það myndi leysa úr haldi 20 þúsund manna þriðja her Egypta, sem er alger- lega umkringdur á vesturbakka Suesskurðar. ísraelar eru tregir til að gera þetta, nema eitthvað komi í staðinn, en hafa lagt til, að báðir aðilar kalli hersveitir sínar til þeirra landamæra, sem giltu, áður en stríðið hófst. Gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna gætu svo verið beggja vegna Suesskurðar. Fangaskiptum við Egypta lokið Stríðsfangaskiptum Egypta og Israela lauk í dag. Til Tel Aviv voru fluttir 17 síðustu ísraelarnir og 166 Egyptar voru sendir til baka með sömu flugvél. Egyptar hafa þá skilað alls 241 fanga en Israelar 8.301, sem teknir voru í stríðinu. Moshe Dayan varnarmálaráð- herra tók á móti ísraelsku föngun- um og herstúlkur f mini-pilsum færðu þeim blóm og kysstu þá og knúsuðu. Þær voru rennandi en Kuwait og Saudi-Arabfa hafa minnkað framleiðsluna þegar um 30%. Þess má minnast, að Gaddafy, leiðtogi Libyumanna hefur hvað harðast gagnrýnt stuðning Bandarikjamanna við israel og hvatti snemma til, að olían yrði notuð sem vopn. Irakar hefi opinberlega látið í Ijós óánægju fyrir hinni miklu takmörkun olíuframleiðslu á þeirri forsendum, að hún skaði bæði vini Araba.og þá sjálfa. Þeir telja þjóðnýtingu bandarískra eigna i olfuiðnaðinum vænlegra vopn. blautar þvi ausandi rigning var, þegar vélin með fangana lenti. Dayan kvaðst vona, að nú yrði hægt að taka upp fangaskipti við Sýrlendinga. Sýrlendingar hafa hingað til neitað að skila 121 ísraelskum herfanga í skiptum fyrir 368 Sýrlendinga og 16 iraka, sem Israelar hafa í haldi. ísraelar hafa miklar áhyggjur af því, að Sýrlendingar fari illa með fangana, og þeir hafa sakað Sýrlendinga um að hafa myrt 28 ísraelska stríðsfanga. Þeir fundust með bundið fyrir augum og hendurnar bundnar fyrir aftan bak, skotnir í höfuðið. Fögnuður og þögn Allt israelsriki hefur fagnað striðsföngunum, sem nú eru komnir heim. Golda Meir og Moshe Dayan hafa persónulega tekið á móti þeim og Lod flugvöll- ur hefur verið fánum skreyttur. Hins vegar hefur verið mjög hljótt um fangana, sem Israelar hafa skilað til Egyptalands. Þeir eru fluttir í kyrrþey og tekið á móti þeim í kyrrþey. Talið er, að þetta sé gert vegna þess, að leið- togarnir vilji ekki þurfa að út- skýra fyrir fólkinu, hvers vegna Egyptar tóku aðeins 241 fanga, en israelar yfir átta þúsund. Konur athugið Ný nárgrelöslustofa l Brelðholll opnar í dag. Hðrgrelðslustofan Flöla Arahólum 2. Pantanir teknar í síma 72740 Elinborg Pálsdóttir (Ellý). Verður frú Sak- harov talin geðveik? Ekkert samkomulag um nýjar vopnahléslínur Fögnuður annars vegar, þögn hins vegar eftir stríðsfangaskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.