Morgunblaðið - 23.11.1973, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.11.1973, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÖVEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmda stjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi ^Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Aurtlvsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskríftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið j umræðum þeim, sem 1 nú fara fram um öryggismál þjóðarinnar, er athyglisvert, að lítið fer fyrir rökum í málflutningi þeirra stjómarsinna, sem hvetja til brottfarar varn- arliðsins. Þannig heldur Þórarinn Þórarinsson enn áfram í forystugrein Tím- ans í gær, að tönnlast á þeím fyrirvara um enga er- lenda hersetu á friðartím- um, sem hafður var uppi 1949, enda þótt Morgun- blaðið hafi margsinnis að undanfömu birt ummæli Bjama Benediktssonar frá 1957, þar sem hann sýndi fram á með óyggjandi rökum, að forsendur fyrir þessum fyrirvara væru gjörsamlega brostnar. En Þórarinn Þórarinsson veit sem er, að málflutningur hans ersvo veikur, aðhann þorir ekki að hætta sér út í rökræður á þessum grund- velli. í Morgunblaðinu hefur ítarlega verið fjallað um þá spurningu, hvort aðild Is- lands að Atlantshafsbanda- laginu ein saman væri nægileg vörn, og sýnt hefur verið fram á með sterkum rökum, að svo er ekki. Þeim rökum svarar Þórarinn Þórarinsson í engu f forystugrein Tím- ans í gær, en heldur áfram að tönnlast á þvf, að Morg- unblaðið haldi uppi ,,óhróðri“ um Atlantshafs- bandalagið! I ræðu þeirri, sem Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi flokksráðs Sjálf- stæðisflokksins í síðustu viku, fjallaði hann ítarlega um vamarmálin og m.a. þá spurningu, hvort þátttaka okkar í Atlantshafsbanda- laginu ein saman væri nægileg trygging fyrir öryggi íslands. Um þetta sagði Geir Hallgrímsson: „Út af fyrir sig er nauðsyn- legt að vera í Atlantshafs- bandalaginu. í því er fólgið, að hvert aðildarríki lýsi því yfir, að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll. En hins vegar er það hverju aðildarríkja í sjálfsvald sett, til hvaða ráðstafana það grfpur, ef til árásar á eitt þeirra kemur. Árás á ísland og taka landsins, ef svo illa fer, getur verið um garð gengin, áður en önnur bandalagsríki geta brugð- izt við, ef landið er óvarið. Þau verða þá að horfast í augu við gerðan hlut og geta í raun og veru ekki gert neinar ráð- stafanir fyrr en eftir á. Bandalagsríki okkar verða þá e.t.v. að taka afstöðu til, hvort þau sjá sér fært að stofna til allsherjarátaka til að koma okkur til hjálp- ar, eða hvort þau verða að sætta sig við það, sem orðið er. Það er uggvænleg spurning, hvert yrði hlut- skipti íslands, hvort heldur kæmi til slíkra átaka eða ekki. Framför í hernaðar- tækni veldur því, að styrj- aldarátök hefjast með minni fyrirvara en áður, þegar unnt var að fylgjast betur með styrjaldarundir- búningi gagnaðila. Árás Araba á dögunum virtist t.d. koma Israelum algjör- lega í opna skjöldu. Þau átök gefa og tilefni til að hugleiða, hvað hefði gerzt, ef Rússar hefðu gert al- vöru úr hótun sinni, að senda herlið til Egyptalands og taka þar þátt í átökum. Við skul- um ganga út frá þvf, að engar varnir hefðu verið hér á landi. Er fjarri lagi, að Rússar mundu hafa hugsað, þegar þeir voru komnir í strfðsaðgerðir á annað borð, aðrétt væri að tryggja sig betur á norður- vængnum og ná fótfestu hér? Auðvitað vonum við, að til slíks komi ekki. En það væri ábyrgðarleysi að gera sér ekki grein fyrir, að til þess geti komið og gera þær varúðarráðstaf- anir, sem nauðsynlegar kunna að vera.“ Því miður er málflutn- ingur kommúnista í örygg- ismálunum svo grautar- legur, aðtæpast er hægt að ræða við þá með rökum, enda þótt slíkt væri vissu- lega æskilegt, þar sem þeir hafa umlangtárabil krafizt þess, aðlandiðværi algjör- lega vamarlaust. Forystu- grein Þjóðviljans í gær er glöggt dæmi um þennan grautarlega málflutning. VIÐHORFIVARNARMÁLUM Atburður úr bók- fræði Laxdælu Árið 1941 gaf Halldór Laxness út Laxdælu með nútímastafsetningu og nokkrum úrfellingum. Nú fyrir jólin kemur út ný prentun af útgáfunni, endurskoðuð, og er aukið inn í með smáletri þeim köflum, sem felldir höfðu verið niður í útgáfunni 1941. K. K. skrifar eftirmála, sem hér birtist. Kristján Karlsson: Árið 1935 birti Halldór Laxness grein, „Um stafsetningu á forn- sögum“ (sjá Dagleið á fjöllum), þar sem hann fordæmir hinn sam- ræmda rithátt á útgáfum sagn- anna. Árið 1941 tekur hann upp þráðinn í verki og gefur út Lax- dæla sögu með nútíma staf- setningu. 1 kjölfar hennar komu síðan út á árunum 1942—46 í umsjón Halldórs Hrafnkels saga, Njáls saga, Grettis saga og Alex- anders saga. Með þessum út- gáfum ryður sér til rúms ný stefna um útgáfu forn- sagnatexta; upphaf þess, að nú eru fornsögur gefnar út með nútfma stafsetningu til lestrar handa skólafólki. Ef frá er talin hin gleymda Við- eyjarútgáfa Njálu 1844, sem fylgir rithætti þeirra tíma, én dró engan dilk á eftir sér, var Lax- dæiuútgáfan 1941 algjör ný- breytni í prentsögu fornsagn- anna. 1 ljósi þeirrar andspyrnu, sem útgáfan vakti upp, var hún bylting. Engin stafsetning verður sjálfri sér samkvæm, nema vísindaleg hljóðrítun, og þá fer nú stafrófið að lengjast. Samræmd stafsetning fornrita, „samræmd stafsetning forn“, er í framkvæmd samfeng- inn ritháttur mismunandi texta í handritum. Hún er með ýmsu móti i prentuðum útgáfum sagn- anna fyrr og síðar, og hún er alltaf að einhverju leyti háð rit- venjum hvers tíma. Hún er ein- kennilega ósannfærandi, ekki af því að hún er sjálfri sér ósam- kvæm eins og öll ritkerfi, sem fara bæði eftir uppruna og fram- burðarsjónarmiðum, heldur af þvf, að hún er hvorki lifandi né dauð, hvorki stafréttur ritháttur handríta, né sú stafsetning', sem oss er kennt að nota. Þannig heldur hún áfram að vera með oss í hinum stóru safnutgáfum, sem ganga stöðugt á prenti, og fær hvorki lifað né dáið. Hins vegar fer að verða langt síðan nokkur rödd heyrðist andæfa opinberlega hugmyndinni um nútíma staf- setningu á fornsögum. Þá var annað uppi á teningnum árið 1941. Inn í þann hatramma ófrið, sem reis útaf prentun Laxdælu með nútíma stafsetningu fyrir rúmum þrjátíu árum, runnu óskyld mál, svo að varla verður hönd á fést: stjórnmál, persónulegar erjur. Margs konar viðbrögð, sem ekki verða rakin hér, komu i Ijós; sum eiga með réttu heima sem dæmi- sögur við þjóðlega sálarfræði, sum eiga skilið að lifa frjálsu lífi ofar skilgreiningum, svo sem um- mæli þáverandi sýslumanns Dala- manna á Alþingi 1941: ,,Það sýslu- félag, sem ég er viðriðinn, hefur nú orðið fyrir því óláni að fá meginsögu sína útgefna með ný- móðins stafsetningu,“ o.s.frv. Af tilefni útgáfunnar, þegar spurðist að hún stæði til, setti Alþingi af skyndingu viðaukalög um útgáfurétt, sem stungu meira en lftið í stúf við hin frjálslegu prentlög landsmanna frá 1905. Með anda hinna nýju laga féll skuggi ríkisvalds og einokunar sem snöggvast á alla útgáfustarf- semi i landinu. Önnur grein þeirra hljóðaði svo: „Hið íslenzka ríki hefur eitt rétt til að gefa út íslenzk rit, sem samin eru fyrir 1400. Þógetur ráðuneyti það, sem fer með kennslumál, veitt öðrum leyfi til slíkrar útgáfu, og má binda leyfið því skilyrði, að fylgt sé samræmdri stafsetningu fornri. Þrátt fyrir ákvæði þess- arar greinar hefur Ilið íslenzka fornritafélag heimild til útgáfu fornrita.“ Aðstandendum Laxdæluútgáf- unnar tókst með naumindum að koma bókinni ut áður en lög þessi tóku gildi. Hins vegar hlutu þeir sektardóm i undirrétti fyrir næstu útgáfu, sem var Hrafn- katla, en voru sýknaðir í hæsta- rétti. Meirihluti hæstaréttar taldi lögin brjöta í bág við stjörnar- skrána. Lög þessi hafa síðan verið óvirk. Frá skynsamlegu sjónarmiði var sú nýbreytni að gefa út forn- sögpr með þeirri skólastafsetn- ingu, sem var grundvöllur al- menns ritháttar, reist á svo hóf- samlegri forsendu, að ætla mætti, að hún hefði náð fram að ganga í hljóði. Sú stafsetning er hvort eð er svo bundin upprunasjónar- miðum, að hún er alls ekki slitin úr tengslum við rithætti hinna fornu texta. Hér var hvorki verið að amast við vísindalegum staf- réttum útgáfum, né fklæða sögurnar persónulegri stafsetn- ingu. Nú er að visu ekkert þvi til fyrirstöðu, að menn hafi ein- hverjar eigin kreddur og fylgi ekki skólareglum út í æsar, svo framarlega sem stafsetning ein- staklinga er ekki sundurleitari en svo, að þeir skilji hver annan auð- veldlega á prenti líkt og til dæmis sunnlendingur og norðlendingur skilja hvor annan í mæltu máli, þó að þeir hafi ólík hljóð í sumum orðum. Ef til vill er viðurkennt hóflegt frjálsræði um stafsetn- ingu það sem koma skal. Hins vegar fer vafalaust bezt á því, að almenningsútgáfur gamalla verka, sem rituð vóru áður en fast kerfi ritmáls varð til, séu gefnar út eftir hinum almennustu gild- andi reglum á hverjum tíma. Og það er ólíklegt, að ríkisvaldið sleppi framar hendi af skólastaf- setningu. Vanafesta ræður miklu um möt- spyrnu manna gegn skynsamlegri nýbreytni í stafsetningu. En ekki síður sú frumstæða tilfinning, að Þar örlar hvergi á skýrum rökum heldur einkennist þessi forystugrein eins og aðrar, sem Þjóðváljinn birt- ir um varnarmálið af þeim „fúkyrðaglaumi og of- stækisöskrum“ sem komm- únistablaðið sakar and- stæðinga sína um. En í þessari forystugrein er m.a. haldið fram, að það sé „helber fjarstæða“ að lok- un varnarstöðvarinnar í Keflavík geti komið Norð- mönnum illa „einmitt vegna þess, að Norðmenn hafa sjálfir neitað að hafa herstöðvar Bandaríkja- manna eða NATO-herstöðv ar í sfnu eigin landi.“ Nú er sá reginmunur á stöðu Norðmanna og Islendinga, að Norðmenn leggja mikið á sig til þess að halda uppi eigin her, en Islendingar ekki. Á þeirri forsendu, að Norðmenn hafa eigin her, hafa þeir ekki viljað fá er- lent herlið til Noregs, enda þótt þeir veiti herjum Atlantshafsbandalagsríkj- anna margvíslega aðstöðu í Noregi. Hins vegar eru allar varnir Noregs byggðar á þvf, að liðsauki berist frá öðrum NATO- ríkjum, þ.á.m. frá Kanada með millilendingu á ís- landi. En svo mikill er uggur Norðmanna vegna flotauppbyggingar Sovét- ríkjanna á Norður-Atlants- hafi, að þeir ræða það nú f alvöru, hvort þeir verði að fá liðsauka erlendis frá með fast aðsetur í landinu af þeim sökum. mál og stafsetning séu eitt og hið sama. Þessar tilfinningar gætti beint sem óbeint í deilunum útaf Laxdælu, einnig hjá þeim, sem ,,vissu“ betur. Og þá komum vér að kjarna málsins, hinni einföldu og hagnýtu meginröksemd Hall- dórs fyrir nútíma stafsetningu á fornsögum: að ryðja þurfi úr vegi þeim stafsetningarkreddum, sem trufla tilfinningu almenns les- anda fyrir því, að fornsögurnar séu lifandi bókmenntir á lifandi máli. Önnur nýbreytni í útgáfu Lax- dælu 1941, sem andmælendum hennar varð tíðrætt um, vóru úr- fellingar á „fáeinum póstum, sem ekki þóttu varða höfuðyrkisefni verksins.“ (Formáli). Með öðrum orðum, Halldór Laxness skoðar söguna með augum skálds og utfrá lögmálum skáldverks. For- málinn tekur af öll tvfmæli um sjónarmið hans og kom eins og hressandi gustur inn í trúræki- legar umræður um fornsögurnar, á lifandi máli með nýjum bók- menntalegum hugtökum. Hann kemur umbúðalaust að því atriði, sem um of hafði verið sniðgengið í rannsókn manna á forn- sögunum, en gerist nú æ áleitnara viðfangsefni: að hve miklu leyti eru Islendingasögur staðfærð til- brigði viðaðkomin söguefni? Ekki fer milli mála, að Laxdæla er fullkomnara listaverk eftir úr- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.