Morgunblaðið - 23.11.1973, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973
19
JÓNA TANMÁF-
URÁ ÍSLENSKU
JÓNATAN
LIVINGSTONE MÁFUR
Saga eftir Riehard Bach f
þýðingu Hjartar Pálsson-
ar.
Ljósmyndir eftir Russell
Munson.
Örn og Örlygur 1973.
SAGAN um Jónatan Livingston,
máfinn, sem varöðruvísi ep. aðrir
máfar, sætti sig ekki við takmörk
sín, er komin út í íslenzkri þýð-
ingu. I Morgunblaðinu 25.
febrúar sl. komst ég m.a. svo að
orði um Jónatan máf: „Jóntan er
frelsistákn, sigur andans yfir
efninu. Um leið er hann lof-
söngur um einstaklingshyggju,
dýrkun hins einstæða og dirfsku-
fulla, þess, sem fer ekki alfara-
leið. Jónatan má líka kalla Jesú-
máf, hugleiðslumáf í guðspeki-
legum skilningi. Hann er i senn
fugl og maður, tákn endalausrar
leitar. Richard Bach tileinkar
bókina hinum raunverulega
Jónatan máfi, sem býr í okkur
öllum,“
Richard Bach, höfundur Jóna-
tans Livingston málfs, er fyrrver-
andi orrustuflugmaður á fertugs-
aldri. Hann hefur samið nokkrar
bækur og er kunnur fyrir skrif
sín um flugmál. Með Jónatan
máfi hlaut hann heimsfrægð og
bókin varð metsölubók i Banda-
rikjunum.
Jónatan Livingston máfur er
einföld og ljóðræn saga. Bókin er
snjöll hugmynd i aðgengilegu
formi. Það eru yfir henni töfrar
líkt og höfundurinn hafi orðið
fyrir hugljómun. Aftur á móti get
ég ekki fullyrt hve langlff þessi
bók verður. Hinar spaklegu
orðræður máfanna, sem öðlast
hafa fullkomnun eða eru að full-
komnast, draga dám af guðspeki
og eru ef til vill of fyrirferðar-
miklar. Það hvarflar að lesand-
anum, að þótt Jónatan Living-
ston máfur sé ekki löng saga,
hefði hún þurft að vera enn
styttri. Þetta gildir einkum um
siðari kaflana.
Sumar bækur koma á réttum
tíma. Jónatan Livingston máfur
veitir svör við ýmsum spurn-
ingum fólks, sem vill að bækur
séu uppbyggilegar og háleitar.
Hvers^ konar hugrenningar af
guðspekilegum toga eru nú mjögf
tisku, ekki aðeins i bandariskum
kvennaklúbbum. heldur um allan
heim. Hugmyndir Richards Bach
hvetja til umræðu og íhugunar
þótt þær séu alls ekki nýstárlegar.
Boðskapur Jóntans Livingstons
máfs er leit að fullkomnun og
ástundun kærleika. Öllum hindr-
unum til að ná hinu eftirsóknar-
verða takmarki fullkomnunar-
innar þarf að ryðja úr vegi.
Jónatan máfur verður að sætta
sig við útskúfun, öfund og hatur
eins og allir brautryðjendur. í
heimi, þar sem allir eiga að vera
steyptir í sama mót, verður sér-
hver tilraun til að víkja af vegi
vanans að hættulegri uppreisn.
Máfaráðið, sem dæmir Jónatan
fyrir að brjóta reglur máfanna,
ættum við að kannast vel við úr
mannlegu félagi.
Hjörtur Pálsson hefur þýtt
Jónatan Livingston máf. Þýðing
hans er smekkleg, málið i senn
lipurt og gott. Bókin er skreytt
listrænum ljósmyndum eftir
Ryssell Munson og gefa þær bók-
inni aukið gildi. Það er þokkafullt
samræmi yfir þessari bók.
Snjólaug Bragadóttir:
Ráðskona óskast í sveit.
Má hafa meðsér barn.
Bókaútgáfan Örn og
Örlygur h.f. 1973
A síðustu áratugum hefur það
bjargað mörgu sveitabýlinu frá að
fara í eyði, að þangað hefur flutzt
kvenmaður, sem staðið hefur einn
uppi með eitt eða fleiri börn, og
síðan gengið að eiga bónda, sem
hfrzt hefur með systur eða aldr-
aðri móður á jörð sinni — eða
verið alger einstæðingur og þá
gjarnan svo mótaður af mein-
legum aðstæðum, að hann hefur
verið orðinn utanveltu við allt
félagslíf.
Stúlkan, ekkjan eða hin frá-
skilda móðir hefur flutzt í sveit-
ina sakir þess, að henni hefur þótt
sér ofraun að gera hvort tveggja:
vinna i skrifstofu, búð eða verk-
smiðju fimm, sex daga vikunnar
og fá barni sínu eða börnum dag-
langt örugga og æskilega umönn-
un. En nú eru þess orðin allmörg
dæmi, að bæði einstæðar mæður
og einnig fjölskyldur flytjast f
sveit, þó að aðstæður þeirra f þétt-
býlinu séu allgóðar eða almennt
talið vel viðunandi. Kann vel að
vera, að þar hafi áhrif skrifin og
talið um mengun, og þá engu
sfður sú staðreynd, að fleiri og
fleiri sjá, að hið þrúgandi þæg-
indakapphlaup er að ekki litlu
leyti „eftirsókn eftir vindi“.
Einnig kunna að valda þarna
nokkru umræðurnar um það, að
ekki sé þjóðfélagslega æskilegt,
að mikill meirihluti þjóðarinnar
hrúgist niður á nokkur hundruð
ferkílómetra okkar víðáttumikla
lands. Loks munu svo sumar
hinna einstæðu mæður og fjöl-
skyldur, sem flytjast í dreifbýlið,
hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að börnum þeirra kunni að vera
hollt aðalast upp meira og minna
úti f „guðsgrænni náttúrunni“, og
vera i svo til daglegum tengslum
við dýr, hund og kött, kýr, kindur
og hesta, villta eðatamda fuglaog
Iontur í læk.
Aðalpersónan i sögu Snjólaugar
Bragadóttur flytzt ekki með
Huldu litlu dóttur sína i sveit
sakir fjárhagslegs vanda eða af
því, að dóttur hennar skorti
umönnun, þegar móðirin fer til
vinnu. Síður en svo. En hún er
leið á starfi sínu og þá ekki sfður
á ráðriki móður sinnar og vin-
konu hennar, sem er föðuramma
Huldu litlu, en báðar þessar mekt-
arfrúr vilja, að úr því verði, sem
snemma var til ætlazt, að Anna
gangi að eiga barnsföður sinn, þó
að hvorki hann né hún séu tengd
öðrum böndum en gamallar vin-
áttu allt frá bernsku og svo þeim,
að Hulda Iitla varð til.
En í sveit fer Anna á býli, þar
sem aldraður maður býr með
tveimur uppkomnum, en ókvænt-
um sonum, öðrum raunar hálft í
hvoru trúlofuðum stúlku, sem
meira en gjarnan vill verða konan
hans og er erfingi að góðu býli í
næsta nágrenni við bújörð feðg-
anna þriggja.
Allt gengur „eins og i sögu“.
Hulda litla er svo himinlifandi
glöð yfir dásemdum sveitalífsins,
að hún tekur ekki í mál að vera
annars staðar en á Áshóli, enda
verður hún yndi feðganna og þá
ekki sízt gamla mannsins. önnu
lízt í fyrstu alls ekki á blikuna,
finnur mjög til vanmáttar og van-
þekkingar gagnvart skyldum
sfnum, en þetta lagast brátt, og
hún reynist fyrirmyndar húsmóð-
urefni, sem þrífur húsakynnin,
snyrtir allt og býr til forlátamat.
Annar sonurinn trúlofast stúlku
úr kaupstað og flytzt burt, hálf-
gildings kærasta hins gefst upp á
honum og fær sér annan, og loks
Framhald á bls. 20
Frásögur
Hersilíu
Hersilía Sveinsdóttir.
VARASÖM ER
VERÖLDIN.
Leiftur h.f. 1973.
NAFN Hersilíu Sveinsdóttur hef-
ur oft heyrst í útvarpsdagskránni.
Hún hefur verið þar með vísna-
þátt, ef ég man rétt. Nú sendir
hún frá sér smásagnasafn og kem-
ur þar með skýrar fram í dagsljós-
ið. Hér reynist sem sé vera á
ferðinni fyrrverandi kennslukona
norðan úr Skagafirði. Hefur hún
ekki sem slík frá ýmsu að segja?
Hví setti hún þá ekki heldur
saman ævisögu? Var það of bert?
Var heppilegra að tjá lffsreynslu
sina í skáldskaparformi? Ekki er
út í hött spurt, því lengsta sagan í
bókinni, Laufás, er einmitt frá-
saga af starfi barnakennara i
sveit fremur en raunveruleg smá-
saga.Hyggég.að ævisaga frá hendi
Hersilíu hefði orðið skemmtilegri
og ræð það mesl á þessum smásög-
um hennar, en einkum þeirri,
sem ég var að nefna. Hersilía seg-
ir nefnilega vel frá, en veitist
ekki að sama skapi auðvelt að
takmarka efni sin i samræmi við
listrænar kröfur smásöguforms-
ins.
Ég tek sem dæmi fyrrnefnda
sögu, Laufás. Hersilía segir þar
frá bæði mönnum og málefnum
eðaréttara sagt: skilgreinir menn
samkvæmt afstöðu þeirra gagn-
vart tilteknu málefni: Ungur
barnakennari ræðst til starfa i
fæðingarsveit sinni, knýr á sveit-
ungana að þeir reisi skólahús,
kemur málinu i höfn, en bakar
sér um leið óvild skattgreiðenda i
hreppnum og glatar þá um leið
trausti barnanna, sem heyra,
hvað sagt er um hann heima hjá
sér. Ekki get ég fullyrt, að Hers
ilía leggi beinlinis eigin reynslu í
þessa sögu, en hygg hún hljóti að
minnsta kosti að hafa munað eftir
starfi sínu, þegar hún samdi sög-
una. En því merkilegra verður
þetta þá sem frásaga. Hins
vegar þykja mér ekki til bóta þeir
tilburðir hennar að flétta inn f
þetta ástarævintýri og láta að lok-
um allt enda í faðmlögum uppi á
f jallstindi. Er það ekki eins og að
leggja rauða rós ofan á óhrjálegan
skjalabunka? Hvorki verður frá-
sagan læsilegri fyrir bragðið né á
neinn hátt merkilegri.
Ilins vegar er alltaf fróðlegt að
heyra, hvað gott fólk segir um
lífsreynslu sína — starfsreynslu
ekki hvað sfst. Og barnakennari í
sveit hefur gegnt svo veigamiklu
hlutverki i þjóðlífinu, komið svo
mörgum til þroska og kynnst svo
náið högum fjölda fólk, að hann
ætti að hafa frá nógu mörgu að
segja, þó hann neiti sér um að
skálda. Fáa hygg ég hins vegar
hafa verið sparari á að skrifa
sjálfsævisögur; kannski fyrir þá
sök, að kennarinn veit of mikið,
meira en hæfa þykir að birta á
prenti, auk þess sem hann þykist
ef til vill bundinn þagnarskyldu
gagnvart þeim, sem hafa treyst
honum og trúað.
Meiri eiginleg smásaga er
Gæfuspor, sem bók Ilersiliu hefst
á. Þar er einnig horft á mannlífið
frá sjónarhóli kennara, en á
annan hátt. Vel er sú saga skrif-
uð; sennilega besta sagan í bók-
inni sé við listrænar eigindir mið-
að. Minnisstæðari er hún hins
vegar ekki; er um of fegruð; ekki
alls ótrúleg, eins og hún er fram
sett, en brýtur þó i bág við veru-
leikann, eins og hann blasir tiðast
við augum. Sögu þeirri, sem
þarna endar vel, lýkur oftast
dapurlegar i lífinu. í veruleikan-
um fara menn ekki ávallt batn-
andi. Og gamall kennari ætti að
vita, að stökkbreytingin: vondur
maður verður góður maður — er
þvi miður sjaldgæf nema í ævin-
týrum. Sú var tiðin, að barna-
bókahöfundar sömdu mikið af
svona krassandi betrunarsögum,
óþekkum krökkum til eftirdæmis,
en eru nú mikið til hættir því, þar
eð tekið er að gera til þeirra list-
rænar kröfur jafnt og til annarra
rithöfunda.
Þá vil ég nefna sögunar Enginn
veit hvað undir annars stakki býr,
en þar þykir mér Hersilia þræða
betur veginn milli frásögu og
skáldskapar, enda er það saga úr
gamla tímanum; runnin upp úr
islenzku sveitalífi eins og það
gerðist aldirnar i gegnum, um-
hverfi, sem Hersilíu er áreiðan-
lega runnið í merg og bein. T\rær
sögur eru enn í bókinni, Móður-
minning og Ilildur, en ekkert er
sérstakt um þær að segja framar
því, sem sagt hefur verið um hin-
ar fyrrnefndu.
Guðmundur G. Ilagalín fylgir
bókinni úr hlaði með formála og
segir þar meðal annars:
„Trúlega hristaýmsir vandlátir
og dálítið tizkubundnir rit-
dómarar höfuðið yfir þessum sög-
um og segja með fyrirlitningu:
„Enn ein keidingabókin til viðbót-
ar.“
Hvort sem þessi varnagli Ilaga-
líns reynist þarfur eður ei, verð
ég að segja, að mér finnst Hersilía
ekki fara með neinar kerlinga-
bækur, hvorki i gamalli né ný-
legri (og líkast til einnig misskil-
inni) merking orðsins. Ilei-silíu
þarf ekki að skjalla. Sögur hennar
eiga skilið að vera lesnar og gagn-
rýndar i alvöru. Alvaran í þeim
veldur þvi, að þær hripa ekki
strax niður úr hugskotinu. heldur
taka sér þar bólf.estu, þróast og
vaxa. Kannski er of mikið sagt, að
þetta sé svipmikið sem skáldskap-
ur. Ætli sé ekki nær að segja, að
þetta sé eins og góð kynni í dag-
legu lífi, þar sem allt er sagt og
gert óæft, en getur þó engu að
siður orðið minnisstætt og gagn-
legt f bráð og lengd?
Erlondur Jónsson