Morgunblaðið - 23.11.1973, Page 34

Morgunblaðið - 23.11.1973, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 Ætlar að keppavið jómfrú Ragnheiði Endurminningar Guðrúnar r A. Símonar komnar út „ÞÓ AÐ endurminningar mínar komi nú út, þýðir það alls ekki að ferli mfnum sé lokið — síður en svo. Það kemur þá bara annað bindi, eins og hjá jómfrú Ragn- heiði.“ Þannig fórust Guðrúnu Á. Sfmonar, söngkonu, orð á fundi með blaðamönnum, en endur- Guðrún Á. Sfmonar minningar hennar „Eins og ég er klædd" er nú komin í bókabúðir. Gunnar M. Magnúss hefur skráð, en útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar á AJkureyri. Guðrún var hress að vanda og kvaðst ákveðin í því, að þessi bók seldist. „Hins vegar datt mér aldrei í hug að ég myndi lenda í samkeppni við framliðna manneskju á bókamarkaðinum í ár, og er ég þó vön samkeppni af öllu tagi. Annars virðumst við jómfrú Ragnheiður eiga ýmislegt sameiginlegt, því að á einum stað í bókinni er sagt frá þvf, þegar nokkur styr stóð um meydóm minn.“ Gunnar M. Magnúss var einnig kampakátur yfir sameiginlegum árangri þeirra Guðrúnar og klappaði föðurlega á bókina. „Der skal to til,“ sagði hann, „til að úr verði krói. Hér sjáið þið króann — fallegur, finnst ykkur ekki? Samt var alltaf borð á milli okkar.“ Það kom í ljós, að þau Gunnar og Guðrún höfðu hafizt handa við skrásetningu endurminninganna í marzmánuði sl. þannig að ekki skakkar nema hálfum mánuði svo hinum viðurkennda 9 mánaða meðgöngutíma hafi verið náð, þegar bókin kom út. Nýjasta tækni við æviminningaritun — segulbandið — var notað við samningu þessarar bókar, en ekki fer miklum sögum af framandi röddum á bandinu nema hvað stöku sinnum heyrðist kattar- mjálm einhvers staðar i bak- grunninum. „Guðrún kom svo sannarlega til dyranna, eins og hún er klædd," sagði Gunnar. „Þetta er opinská, hreinskilin og falslaus frásögn heillandi konu, sem lifað hefur ótrúlega viðburðaríka ævi. Ég vona að mér takist að ná Guðrúnu nokkuð vel í þessari bók — lista- mannsferli hennarog einkalífi.“ Guðrún bætir því hér við, að henni hafi alltaf fundizt það lióður á endurminningabókum til þessa, hversu fólk væri ragt við að lýsa einkalífi sínu. „Eg segi hérna frá ástamálum mínum, þeirri gleði og vonbrigðum, sem ég hef mætt á lífsleiðinni. Eg er alveg óhrædd við það. Ég hef alltaf verið líkamleg gunga, hrædd við lækna og allt svoleiðis, en ég hef aldrei verið andleg gunga.“ Bókin rekur allan lífs- feril Guðrúnar fram á þennan dag, segir frá söngnáminu í Englandi og á ítalíu, fólki, sem hún kynntist á lífsleiðinni, frá köttunum sínum auðvitað, og þá ekki sfður frá viðskiptum sínum við Þjóðleikhúsið — ,,það er verið að myrða Mozart í Þjóðleik- húsinu“ eru til að mynda upphaf sorð eins kaf lans. Aðstandendur bókarinnar munu einnig taka upp skemmti- lega breytni, því að á þriðju- daginn kemur verða þau Guðrún og Gunnar stödd í tveimur bóka- verzlunum og munu þar árita afkvæmi sitt fyrir þá, er þess óska. Þau verða í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar milli kl. 14 og 15 og í bókabúð Máls og menningar milli 15.30 og 16.30. Bókin er alls 220 bls. og prýdd fjölda mynda. Hef fjársterkan kaupanda ag 3ja — 4ra herb. íbúð á Stór-Reykjavíkursvæði, Breiðholts-, eða Árbæjarhverfi koma ekki til greina. íbúðin bar ekki að losna fyrr en næsta sumar. Guðm. Karl Jónsson hdl., Faxatúni 17, Garðahreppi, sími 42960. AKRANES 4 raðhús til sölu. Húsin eru fokheld með steyptri loftplötu og einangrun í lofti. Tveim húsanna verður skilað snemma i janúar, tveim þeim síðari nokkuð seinna. Allar nánari upplýsingar gefnará kvöldin og um helgina í síma 1 940, Akranesi. HýS & EIGNIR BANKASTRÆTI 6 Símar 16516 — 16637. þorskanet væntanleg næstu fjóra mánuði eru því miður lofuð. Við getum tryggt yður góð þorskanet á lægsta fáanlega verði hér í apríl og síðar, ef pantað er strax. HriJjfm O.OUoAúnP Hverfisgötu 6, sími 20000. (Jr vélasalnum f hinu nýja brauðgerðarhúsi Brauðs h.f. GETA BAKAÐ 20 ÞUSUND KM AF BRAUÐI Á ÁRI LANDSINS stærsta hakarí var tekið í notkun s.l. laugardag. Það er Brauð h.f., sem er eigandi þessa nýja brauðgerðarhúss, en gert er ráð fyrir, að 8000-10000 brauð verði bökuð á dag í brauð- gerðarhúsinu. Ef öll brauðin verða tengd saman í eina lengju eru þau um 20 þús. km á ári, þannig að þau myndu ná hálfa leið í kringum hnöttinn. Brauð h.f. var stofnað árið 1963, Lýst eftir ökumönnum SL. þriðjudagsmorgun, 20. nóv., var dökkrauðri fólksbifreið ekið utan í konu við Skúlatorg. Kona ók bifreiðinni. Sú, sem ekið var á, taldi sig ómeidda, en annað kom í ljós seinna, og er því ökukona bifreiðarinnar beðin að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna vegna óhappsins. Föstudagskvöldið 9. nóv. sl., kl. 20, var vínrauðri Peugeo-leigubif reið ekið aftan á græna Volkswag- en-bifreið við umferðarljósin á mótum Njarðargötu og Hring- brautar. Við fyrstu athugun virtist ekkert tjóna hafa orðið á VW-bifreiðinni, en annað hefur komið f ljós, og er leigubifreiðar- stjórinn, ungur, dökkhærður mað- ur, beðinn að hafa samband við rannsóknarlögregluna vegna at- viksins. Helgafell: af þeim Kristni Albertssyni, Hauki Friðrikssyni og Óskari Sig- urðssyni, með það í huga, að mæta framkomnum kröfum neytenda, um breytt fyrirkomulag á sölu, dreifingu og umbúðum brauða, sem og annarra matvæla, vegna tilkomu fyrstu kjörbúðanna. Hin nýja brauðgerð er í Skeif- unni 11, og áformað er, að stækka brauðgerðina á næstu 2 — 3 ár- um. Þá verður heildargólfflötur hússins um 1500 fermetrar. Allar vélar eru keyptar frá v-Þýzka fyrirtækinu Werner og Pfleid- erer, sem er háþróað í framleiðslu slíkra véla og eitt stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í Evrópu. Markmið fyrirtækisins með þessum framkvæmdum er m.a. að stuðla að auknu hreinlæti við brauðgerðarframleiðslu, sem meðal annars felst í því, að tekin er upp nýjung í sambandi við geymslu mjölvöru. Þegar mjölið kemur í bakarfið er það strax los- að í þar til gerða tanka, sem taka 30 lestir af mjöli. Sfðan fer mjölið eftir lokuðu kerfi gegnum sér- staka sigtisvél, sem á að fyrir- byggja að aðskotahlutir komist í deiglögunarvélarnar. Fjármunir þeir, sem eru bundn ir i vélum og öðrum tækjum, í brauðgerðarhúsinu nema samtals 29 millj. kr. Tvær myndir úr nýju þjóðsagakverunum; t.v. „Skrattinn og þrfr djöflar hans“ eftir Gylfa Gfslason, og t.h. „Smalastúlkan“ eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. Ný myndskreytt þjóðsagnakver „FRUMSKILYRÐIÐ til að tengj- ast börnum er að hafa eitthvað gott að lesa fyrir þau,“ sagði Ragnar f Smára þegar Morgun- blaðið ræddi við hann vegna merkrar útgáfu Helgafells nú f haust á fimm þjóðsagakverum, þar sem jafnmargir ungir íslenzk- ir listamenn myndskreyta sjálf- valið efni úr fslenzkum þjóðsög- um. Útgáfa þessi er að sjálfsögðu við hæfi alls almennings, en höfð- ar þó sérstaklega til barna. „Ég er ekki andvfgur svonefndum barna- bókum,“ sagði Ragnar, „en mér blöskrar margt af því, sem útgef- endur ætla börnum til lesturs. Þessar þjóðsagabækur eru valdar fyrir fullorðið fólk til þess að lesa fyrir börn, og ættu að vera grund- völlur fyrir spurningar og svör, sem brúað geta bilið milli kyn- slóðanna, sem svo er nefnt.“ Listamennirnir, sem mynd- skreyta þessi fimm þjóðsagakver eru Jóhanna Þórðardóttir, Gylfi Gfslason, Þorbjörg Höskuldsdótt- ir, Guðmundur Ármann Sigur- jónsson og Guðrún Svava Svavarsdóttir. Hringur Jóhannes- son listmálari, og Þorsteinn frá Ilamri höfðu hins vegar umsjón með útgáfunni. Myndirnar, sem eru alls um 50, eru allar natúra- liskar, og í beinum tengslum við efnið og túlka það. Um útgáfu þjóðsagnakveranna segir m.a. í tilkynningu frá Helga- felli: „Sem myndlistarkynning gefur safnið glæsilega og skemmtilega hugmynd um vinnubrögð lista- fólks, sem mun í framtíðinni setja svip á myndlistarlíf okkar. Mynd- skreyting bóka og feikning yfir- leitt hafa verið vanræktar greinar hér á landi, en það er að breytast. Ungir listamenn hafa meir og meir tekið að sinna dráttlist. Bókaskreytang mun í framtíðinni verða snar þáttur í bókamenn- ingu íslendinga, ef að líkum læt- ur, og úrvals listamenn munu í alvöru leggja stund á hana. Helgafell hefur áður haft for- göngu um myndskreyttar útgáfur af fornsögum, og ýmsir helztu listamenn okkar lagt þar hönd að verki. Varla þarf að minna á, að íslenzkar þjóðsögur eru lfka mikil arfleifð, hnitmiðuð og fullkomin list, þar sem hún rís hæst. Og jafnframt sú orðsins list, sem er ótvíræðast allra eign. Þjóðsögur hafa alla tíð tengt saman hugmyndir hinna eldri og yngri. Börnin hafa lært þær vi.ð kné hinna fullorðnu, hinir full- orðnu skynjað hugarheim barns- ins gegnum þær. Vafalaust er myndin mál tímans ekki siður en orðið. Og líklega eru þjóðsögurn- ar ekki jafnsterkur tengiliður kynsfóðanna og áður, og er þá tvfmælalaust illa farið. Það er von útgefanda, að hin handhæga myndskreytta útgáfa megi á nýjan hátt glæða áhuga barna, sem fullorðinna á þjóðsög- um og auðvelda þeim að njóta þeirra f sameiningu." Þessi þjóðsagnaútgáfa Helga- fells er prentuð í Vikingsprenti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.