Morgunblaðið - 25.01.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 25.01.1974, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1974. ® 22-0-22- RAUÐARÁRSTIG 311 BÍLALEIGA CAR RENTAL 1T 21190 21188 TEl 14444 • 25555 im BlLALEIGA CAR RENTAL <g BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL ■3W24460 í HVERJUM BÍL PIOIVIŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI ’SKODA EÝÐIR MINNA. Shodh UtCM AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. __:_____ FERÐABILAR HF. Bílaieiga. — Sími 81260. Fimm manna Citroen G S. stat- ion. Fimm manna Citroen G. S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bíístjórum). Bílaleiga CflR RENTAL Sendum 41660 - 42902 Jfidirgimíí'teíiífe nuGLVsincnR g.^22480 STAKSTEINAR Fastur liður ÞAÐ er að verða fastur liður hjá Þjóðviljdnum fyrir hverjar almennar kosningar að upp- hefja miklar árásir á þá stofn- un borgarinnar, sem mest á mæðir við kosningaundir- húninginn í Reykjavík, en það er Manntalsskrifstofa Reykja- víkurborgar. í sl. viku birtist grein í Þjóðviljanum um þessa stofnun, þar sem henni er lýst sem kosningaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins og sem algjör- lega óþarfri. Er sagt, að þau storf, sem þar séu unnin séu einnig unnin á öðrum stofnun- um, sem fyrir eru, svo sem Hag- stofunni og Lögreglustjóra- embættinu. Þessi pistill Þjóðviljans er skrifaður af lítilli þekkingu á þeim störfum, sem fram fara á iManntalsskrifstofunni, og þarf það engum að koma á óvart, þegar litið er á, að stafirnir úþ eru undir pistlinum. Morgun- blaðinu þykir þó rétt að fara nokkrum orðum um verkefni þessarar stofnunar. þar sem svo Aldrei hefur maður farið í grafgötur með það, að maggnústorvi er lángsnjallast- ur ráðherranna. Hann er svo bráðassgoti gáfaður, að jabbnvel Björn á Laungumýri má vara sig. Og svo hefur hann líka sérstakt lag á að velja sér ráðgjafa, sem skilja þjóðlífið óg mannlífið og jabbnvel sálarlífið og svo mætti leingi telja. Siðasta snilldarbragð ráð- herrans og ráðgjafanna er upp- fyndíng námslánakerfisins nýja. Það er svo geníöl lausn á öllum mögulegum vanda, að ef maggnústorvi væri ameríkani, hefði hann strax sótt um einka- gjörsamlega er hallað réttu máli f umræddum pistli. Skv. lögum um manntal ber hverju sveitarfélagi að sjá um allan undirbúning og fram- kvæmd almennra kosninga í sveitarfélaginu, hvort sem um er að ræða sveitarstjórnar- eða alþingiskosningar. Veigamesti hluti þessa starfs í Reykjavík fer fram hjá Manntalsskrif- stofunni. sem samanstendur af þremur starfsmönnum. Til þessa starfs telst fyrst og fremst að sjá um að kjörskrá sé rétt. Fer þetta þannig fram, að Hagstofan lætur Reykjavíkur- borg í té svonefndan stofn að kjörskrá. Langt er frá því, að stofn þessi verði lagður til grundvallar sem kjörskrá. Á honum þarf að gera veiga- miklar leiðréttingar, sem gerð- ar eru af Manntalsskrif- stofunni. Þá sér skrifstofan um að gera tillögur um hverfa og kjördei Idaskiptingu borgar- innar, gerir tillögur um skipan undirkjörstjðrna ofl. ofl., sem lýtur að framkvæmd kosninga. Skv. lögum skal hvert sveitar- leyfi á hugmyndinni. Ráðherrann leysir semsagt vandann á þann gamla og þjóð- lega máta að vísa námsmönnum og fjölskyldum þeirra heim til föðurhúsanna: Héðanífrá skulu foreldrar ekkí alleinasta for- sorga börn sín, meðan þau enn eru ófjárráða krakkaskinn, heldur gott betur. Hálfþrítugur fjölskyldufaðir, sem tekur uppá þeirri ósvinnu að fara að auka þekkingu sína (og þarmeð kvöl sína) skal eingin námslán fá, ef hann er svo óheppinn að eiga foreldra, sem vinna fyrir þokkalegu kaupi og teljast fyrir húsræbbli. félag fyrir sig sjá um manntals- skráningu í sínu umdæmi, en síðan sér þjóðskrá, sem aðsetur hefur hjá Hagstofu íslands.um gerð íbúaskrár fyrir'allt landið. Manntalsskrifstofan sér um þetta starf f Reykjavík og safnar saman upplýsingum um breytingar á heimilisfangi, leiðréttingar á íbúaskrám o.s.frv. Rétt er hjá Þjóðviljan- um, að lögregluvarðstofur borgarinnar taka á móti að- seturstilkynningum, og er það gert til hagræðis fyrir borgar- búa, þar sem varðstofurnar eru opnar allan sólarhringinn. Vindhögg Þjóðviljans Það er svo í þessu máli sem öðrum, að Þjóðviljinn talar út, þegar staðreyndir tala í suður. Ef Þjóðviljinn vill breyta lög- um um manntal og fela Hag- stofunni þau störf, sem Mann- talsskrifstofa Reykjavíkur hefur með höndum, ætti hann Allir (nema kannski sumir þíngmenn) hljóta að sjá, að hér er um að ræða meiri fídus en nokkur meðalgreindur ráð- herra hefði getað upphugsað, enda ku hafa þurft nefndar við. Næsta skrefið, ef öllu réttlæti er fullnægt, er auðvitað að neita fólki um húsnæðismála- stjórnarlán, ef pabbi gamli skrimtir enn og er sæmilega vinnufær. Nú og svo er náttúr- lega eingin meining að láta úngt fólk, sem á sæmilega dug- lega foreldra, fá vfxla með ven.julegum vöxtum. Það getur hara heðið pabha um aura til að horga hærri vexti. að gera sér grein fyrir, að slík breyting myndi kosta aukið starfslið á Hagstofunni. Það vita allir, sem til þekkja, að allt önnur störf fara fram á Mann- talsskrifstofunni en Hagstof- unni. Hefur verið sýnt fram á það hér. Auðvitað má bjóða almenningi upp á, að starfs- menn Manntalsskrifstofunnar gæti ekki pólitfsks hlutleysis í störfum sínum við kosningar. Fullyrða má þó, að þar slær Þjóðviljinn algjört vindhögg, því að allir, sem að kosningum hafa unnið og átt samskipti við þessa stofnun vita, að hér er rangt með farið. Á það örugg- lega ekki síður við um fulltrúa minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur. Er hætt við, að úþ þessi hafi ekki haft samband við fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn, áður en hann ritaði pistil sinn. Þvf verður ekki trúað, að þeir standi að þessum árásum. Annars væri fróðlegt að heyra, hvað þeir hefðu um málið að segja. Lika má hafa endaskipti á kerfinu. Gamalt fólk, sem á börn með sæmilegar tekjur, hefur ekkert með eftirlaun að gera. Börnin geta nokk blætt. Og ráðherrar og alþíngis- menn, sem eiga teingdamömmu á lifi, skulu fá greidd 20 prósent launa, en þeir, sem eiga teingdaföður á ellilaunum, hafa ekkert að gera með meira en 5 prósent af kaupinu sínu. ORÐ í EYRA Snilldarverk Armin Múnch Úr myndaflokknum „Gamli maðurinn og hafið“. IM u " <■ I, *. Graflist frá Þýska alþýöulýðveldinu I Bogasalnum á Þjóðminjasafn- inu stendur nú yfir sýning á graf- Iíst frá Austur-Þýskalandi. Það eru ekki mörg ár síðan graflistar- sýningar fóru að tíðkast að nokkru ráði hér. Graflist var svo algerlega utan við myndlistarlíf okkar hér á Islandi, að líklegast má með einsdæmum kalla. En síðari árin hafa ungir myndlistar- menn okkar farið vel af stað og blásið lífi í þessa öldnu listgrein. Vonandi gefast þeir ekki upp á fyrirtækinu, því að sannast að segja vantaðí þennan þátt í ís- lenska myndlist, og var það miö- ur. Má vera, að þær erlendu graf- listarsýningar, sem skotið hafa upp kolli hér hjá okkur á undan- förnum árum sé óbeinn árangur af starfi hinna ungu listamanna okkar, og ef þetta er rétt hjá mér, eiga þeir þakkir skilið. Þessi sýning i Bogasalnum er sannarlega forvitnileg, þar sem ekki hefur verið mikið um, að við fengjum að kynnast list þeirra ríkja, sem oftast eru kölluð „aust- antjaldslöndin“. Ég man ekki eft- ir, að hingað hafi komið ein ein- asta sýning þaðan á málverkum eða höggmyndum, en graflist höf- um við séð þaðan, samt ekki í neinu mæli. Þetta er ef til skilj aniegt, þarsemlistireruyfirleitt í þessum löndum bundnarvissum ríkjandi skoðunum, og eiga því takmarkað erindi til annarra en ef til vill heimafólks. Nú er ég hræddum um, að listfræðingar fyrir austan tjald yrðu ekki sam- mála mér.en hvaðum það.Heims myndin er misjöfn, eftirþví hvað- an horft er. En nú bregður svo við á þessari sýningu, að maður er hvergi þrúgaður af því endemis fyrirbæri, sem nefnt hefur verið SÓSÍALREALISMI. Hér er á ferð vönduð svartlist, gerð af mikillli kunnáttu og beitt við hana hefð- bundnum vinnubrögðum. Hér sést ekkert af þeirri tilrauna- tækni og brambolti, sem er svo áberandi hjá sumum þeim þjóð- um, sem halda að þær einar séu nútímafólk og með á nótunum. Þessi listaverk eru sprottin af langri og merkilegri hefð, sem löngum hefur verið i hávegum höfð í Evrópu, og ekki hvað sist i Þýskalandi. Svo sterk er graflist- in í sögu Þjóðvergja, að jafnvel mætti nefna sjálfan Guthenberg sem frumkvöðul hennar. Svartlist Durers sáum við einnig ekki fyrir löngu, í Bogasalnum. Þar var að vísu ekki um frummyndir að ræða, en góða hugmynd mátti samt gera sér um hinn mikla meistara. Ekki er gott að gera verulega upp á milli þeirra listamanna, sem verk eiga á þessari sýningu, svo vandað og fellt er allt þeirra handverk. Samt er það nú svo, að sumt finnst mér miður og annað bera af. Ég held, að sterkasti mað- ur þessarar sýningar sé Armin Múnch, en myndaflokkur hans við hina alkunnu bók Hemming- ways „Gamli maðunnn og hatiö" finnst mér jafngóð og áhrifamikil myndlist. Bernhard Heisig hefur gert sjálfsmynd, sem er sérlega viðkvæmt og snjlldarlega gerð i steinprenti. Tréristur Wolfgang Mattheuer eru stílhreinar og gerðar af mikilli íþrótt. Af verk- um Fritz Cremer fannst mér steinprentið „Víet Nam“ vera ein- falt og áhrifamikið og sýnir leikni listamannsins fyllilega. Arno Mohr sýnir þarna einnig sérstak- lega vel gerðar steinprentanir, sem sýna okkur, hve miklum á- rangri má ná með rökréttri og einfaldri myndbyggingu þegar svart og hvítt er aðeins notað. Ekki nefni ég fleiri nöfn, en allir þessir listamenn eru þess verðir, að þeim sé veitt eftirtekt. Það mætti ef til vill segja, að þessi sýning sé of jöfn til að gefa heild- armynd af því, sem er að gerast i Austur-Þýskalandi. Um það veit ég ekki neitt, en mér virðist eftir aldri viðkomandi listamanna, að það megi draga þá ályktun, að hér sé verið að sýna okkur svartlist, sem bæði er gerð af ungum og gömlum listamönnum, en öll eru þessi verk unnin á seinustu árum, þ.e.a.s. frá árinu 1966 fram tii 1973. Á þessari sýningu er ekkert af nýjungum í myndlist að finna, en því verður ekki neitað, að heildar- svipur hennar er miklu frjálslegri en við mátti búast. Þessi verk eru að vísu nátengd lífi fólksins í landinu, en samt ekki um of. Það er vissan boðskap um gott hand- verk að finna í þessum verkum, og ekki veitir nú af í öllum subbu- skapnum á Vesturlöndum. Því á þessi sýning erindi til okkar, og látum þá njóta sammælis, sem til hafa unnið. Va,týr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.