Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974.
Lysistratra — upptaka f Þjóðleikhúsinu — á dagskrá á sunnudags-
kvöld
SUNNUD4GUR
27. janúar 1974
Fimleikahátíð í Laugardalshöll
Sjónvarpsupptaka frá fjöl-
mennri fimleikasýningu, sem
haldin var seint á siðasta ári.
Áður á dagskrá 1. janúar
síðastliðinn.
18.00 Stundinokkar
Sýnd verður norsk teikni-
mynd, sem nefnist ,,1 búð-
inni'- og er hún úr mynda-
flokknum „Þetta er reglu-
lega óréttlátt“.
Þar á eftir fer mynd um
hunda og meðferð þeirra, og
síðan syngur Halldór
Kristinsson „Ingu Dóruvís-
ur“.
Einnig er í stundinni mynd
um Róbert bangsa og leik
þáttur um Hatt og Fatt.
Umsjónarmenn Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefánsson.
18.50 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Ert þetta þú?
Fræðslu- og leiðbeiningaþátt-
ur um bifreiðastöður og um-
ferðastjórn lögreglunnar.
20.35 Það eru komnir gestir
Umsjónarmaður Ómar
Valdimarsson. Gestir þáttar-
ins eru Baldvin Jónsson,
Guðrún A. Simonar og Rögn-
valdur Sigurjónsson.
21.10 Lýsistrata
Gamanleikur eftir gríska
leikskáldið Aristofanes.
Sviðsetning Þjóðleikhússins.
Leikstjóri Brynja Benedikts-
dóttir.
Leikendur Margrét Guð-
mundsdóttir, Bessi Bjarna-
son, Erlingur Gíslason, Her-
dís Þorvaldsdóttir, Krist-
björg Kjeld, Sigurður Skúla-
son, Þóra Friðriksdóttir og
fleiri.
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
Leikritið er talið samið árið
411 fyrir Krist burð og lýsir
það tilraunum aþenskra
kvenna til að draga úr áhuga
eiginmannanna á vopnaburði
og hernaði.
22.25 Kambódía
Dönsk fréttamynd um Kam-
bódíu og áhrif loftárása
Bandaríkjahers á land og
þjóð.
Þýðandi og þulur Jón O. Ed-
wald.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið).
2.3.05 Að kvöldi dags
Séra ÞórirStephensen flytur
hugvekju.
23.15 Dagskrárlok
A4ÖNUD4GUR
28. janúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Upphaf þjóðhátíðar
Sjónvarpsupptaka frá Þrett-
ándaskemmtun á Melavellin-
um í Reykjavík. Meðal
skemmtiatriða er álfadans,
og einnig. koma þar fram
Grýla og Leppalúði og ýmsar
fleiri þjóðsagnarpersónur.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
21.10 Ur Iffi drykkjukonu
(Edna, the Inebriate Wom-
an)
Breskt sjónvarpsleikrit með
heimildarmyndasniði.
Höfundur Jeremy Sandford.
Leikstjóri Ted Kotcheff.
Aðalhlutverk Patricia Hayes.
Þýðandi Bríet Héðinsdóttir.
Aðálpersóná ieiksins; EdTisrr
er drykkjusjúk, roskin kona,
sem flækist um einmana og
illa liðin í stöðugri leit að
samastað við sitt hæfi.
22.40 Umræðuþáttur
Nokkrir gestir í sjónvarpssal
skiptast á skoðunum um efni
leikritsins á undan og vanda-
mái drykkjusjúkra yfirleitt.
"1
I HVAÐ EB AÐ SJA?
Sunnudagskvöld — Það eru komnir gestir, I umsjá Ómars Valdi-
marssonar.
Á sunnudagskvöld kl. 20.35
verður Ómar Valdimarsson
öðru sinni á ferð með þátt sinn
Það eru komnir gestir. Og að
þessu sinni er gestir hans Guð-
rún Á Simonar söngkona, Rögn-
valdur Sigurjónsson píanóleik-
ari og Baldvin Jónsson.
„í mínum þáttum hef ég reynt
að hafá þetta fremur eitthvað
skemmtilegt en beinlínis mál-
ef'nalegar umræður," sagði
Ömar, þegar við spurðum hann
um þátt hans. „Ég lít á, að hlut-
verk mitt sé fyrst og fremst að
fá gott fdlk til þátttöku og leiða
þannig fram eitthvað til að
skemmta áhorfendum. Að
þessu sinni fæ ég Baldvin Jóns-
son til mín og ætlar hann að
segja dálítið óvenjulega ferða-
sögu til Lundúna og þau Guð-
rún og Rögnvaldur munu von-
andi fremja einhverjar listir af
léttara taginu."
Það ætti því að geta orðið létt
yfir þessu kvöldi, því að strax í
kjölfarið verður sýndurgaman-
leikurinn Lysistrata eftir
gríska gamanleikskáldið Arist-
ofanes. Upptakan var gerð á
sviðí Þjóðleikhússins, þar sem
leikritið var sýnt víð mikla að-
sókn fyrir rúmu ári. Fer vel á
því, að sýningin kemur nú
óbreytt fyrir sjónir lands-
manna, hún var með slíkum
ágætum í Þjóðleikhúsinu undir
sérlega hugkvæmri leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur.
Þá er sérstök ástæða tii að
vekja athygli á brezka sjón-
varpsleikritinu um Ednu,
drykkjusjúka útigangskonu.
Leikritið er í formi heimildar-
myndar, og vakti geysilega at-
hygli og mikla umræðu, þegar
það var frumsýnt hjá BBC í
fyrravetur. Þetta er vandamál,
sem ekki er óþekkt í Reykjavfk
og stærri kaupstöðum hérlend-
is, svo að það verður nógu gam-
an að sjá hvernig tekið er á
þessu efni í leikritinu.
Trauffaut-aðdáendur — og
þeir eru orðnir talsvert margir
— munu verða harlá glaðir yfír
miðvikudagsmyndinni; Tirez
sur le pianiste eða Skjótið á
pfanóleikarann. Þessi mynd
kom á sinum tíma til sýninga í
Tónabíó og gekk í þrjá daga. Þá
var sýningum hætt og fjöldi
okkar sat eftir með sárt ennið.
Þetta segir sina sögu um
myndina — hún er ein af þess-
um viðurkenndu listaverkum
kvikmyndanna og fékk lítinn
hljómgrunn meðal almennings.
Trauffaut gerði þessa mynd
tveimur árum eftir Ungan
flóttamann, eða árið 1960. Sú
mynd hlaut góðar viðtökur um
allan hinn vestræna heim, en
Trauffaut — þá ungur, reiður
maður — taldi það sér ekki til
hróss, heldur leit svo á, að með
þessari almenningshylli hefði
sér á einhvern hátt brugðist
bogalistin. Skjótið píanóleik-
arann gerði hann sjálfum
sér til skemmtunar og
ánægju. Hún er sambland af
gamanmynd og glæpa-
mynd, eins konar bergmál
af amerísku B-kvikmyndun-
um, sem svo eru nefndar. Und-
irtónninn er þó alvarlegur —
einmanaleiki mannsins og lífs-
baráttan, sem er að verða hon-
um ofviða.
Hér i Gluggi fyrr í vetur var
þeim tilmælum beint til sjón-
varpsins, að það gerði eitthvað
fyrir vestraunnendur hérlenda.
Nú hefur verið komið til móts
við okkur, þvi að á föstudag
hefur göngu sína nýr fram-
haldsmyndaflokkur úr villta
vestrinu. High Chaparral nefn-
ist hann á frummálinu (islenzk-
ur titill hefur ekki verið ákveð-
inn þegar þetta er ritað), og
mun njóta talsverðra vinsælda i
heimalandi sínu — Bandaríkj-
unum. Þátturinn gerist að
mestu leyti á búgarði einum í
vestrinu og það er engin deyfð í
fjölskyldulífinu þar — ævintýr-
in reynast óþrjótandi. í aðal-
hlutverkum eru Leif Ericsson
og Cameron Mitchell.
Laugardagsmyndin er heldur
ekki af verri endanum. Hún
heitir Search eða Leitin, gerð
af þeim ágæta leikstjóra Fred
Zinneman, en Montgomery
Clift fer með aðalhlutverkið. 1
biblíunni okkar, Movies on TV,
fær hún hæstu einkunn eða
fjórar stjörnur. Um hana segir
svo: ,,Ahrifarík, viðkvæm saga
um strfðsbarn, er finnst í rúst-
um Evrópu eftirstríðsáranna.
Sá má vera úr stáli gerður sem
ekki kemst við af þessari mynd.
Leikur frábær.“
Fred Zinnemann er tvímæla-
laust í röð fremstu kvikmynda-
leikstjóra, sem starfa i Holly-
wood um þessar mundir. Hann
er Austurríkismaður að upp-
runa og fór vestur um haf í
þann mund, sem talmynd var
að ryðja sér þar til rúms.
Þekktustu myndir hans hér eru
vafalaust High Noon, sá sögu-
frægi vestri, From Here to
Eternity, sem hann hlaut
Óskarsverðlaun fyrir, og A Man
for All Seasons, sem sýnd var i
Stjörnubíó fyrir fáeinum árum.
Montgomery sálugi Clift ætti
líka að vera vel þekktur hér-
lendis. Raunar kom hann tals-
vert við sögu í síðustu laugar-
dagsmynd, en Search er frum-
raun hans innan kvikmynd-
anna. Þeir Zinnemann störfuðu
aftur saman að gerð From Here
to Eternity og eftir þá mynd
varð Clift mjög eftirsóttur
leikari i Hollywood. Hann
slasaðist hins vegar mikið i bil-
slysi, þegar hann stóð á hátindi
frægðar sinnar árið 1957 og
náði sér aldrei fyllilega eftir
það. Þó lék hann áfram í kvik-
myndum alveg til dauðadags
árið 1966.
Gamlir rokkarar láta til sfn heyra f Uglunni á laugardag I næstu
viku.
Umræðunum stýrir dr. Kjart-
an Jóhannesson.
23.10 Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDKGUR
29. janúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Skák
Stuttur, bandariskur skák-
þáttur.
Þýðandi og þulur Jón Thor
Haraldsson.
20.40 Bræðurnir
Bresk framhaldsmynd.
9. þáttur.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Efni 8. þáttar:
Verkfall hafnarverkamanna
er skollið á. Hammondflutn-
ingafyrirtækið hefur fengið
mikið fé að láni, en nú standa
bílarnir ónotaðir að mestu og
allur reksturinn dregst sam-
an. Sir John Borret býðst til
að hlaupa undir bagga, en
Edward þykir tilboð hans
grunsamlegt og þiggur það
ekki. Brian ákveður að fresta
húsakaupunum, en kona
hans bregst illa við. Mary
Hammond fær vægt hjarta-
kast og synir hennaróttast að
hún þoli ekki áhyggjurnar,
sem fylgja þessu krepputíma-
bili.
Sjónvarps- og útvarpsdag-
skráin er á bls. 23.
21.30 Heimshorn
Fréttaskýringaþáttur um
erlend máiefni.
Umsjónarmaður Sonja
Diego.
Tyrkland
Bresk fræðslumynd um
stjórnmálaástand og innan-
ríkismál í Tyrklandi.
Jóga til heilsubótar
Myndaflokkur með kennslu í
jógaæfingum.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
Dagskrárlok
AflDMIKUDkGUR
30. janúar 1974
18.00 Maggi nærsýni
Tvær stuttar teiknimyndir
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.15 Skippí
Ástralskur myndaflokkur
fyrir börn og unglinga. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Gluggar
Brezkur fræðslumyndaflokk-
ur með blönduðu efni.
Þýðandi og þulur Gylfi
Gröndal.
19.05 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Líf og f jör f læknadeild
Brezkur gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
20.55 Nýjasta tækni og vfsindi
Hiti gernýttur í húsum.
Nokkrar nýjungár í læknis-
fræði.
Umsjónarmaður Örnólfur
Thorlacius.
21.25 Skjótið á pfanistann
(Tirez sur le pianiste)
Frönsk bíómynd frá árinu
1960, byggð á sögu eftir
David Goodis.
Leikstjóri Francois Truffaut.
Aðalhlutverk Charles
Aznavour, Marie Dubois og
Nicole Berger.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
Aðalpersónan er píanó-
leikari, sem áður fyrr var vel-
metinn listamaður, en vinnur
nú fyrir sér sem „knæpu-
píanisti". Nokkrir dularfullir
náungar gera honum lífið
leitt og hann þjáist af ótta og
einmanakennd.
22.50 Dagskrárlok