Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. 5 Ib Wessman með eitt af þorratrogum Naustsins Naustið; Þorratrogin borin fram BÓNDADAGUR er i dag og byrjar þá þorri. Veitingahúsið Naust mun þá bjóða gestum sínum hinn Ijiíffenga þorramat og er þetta 17. árið, sem þessi siður er viöhafður í Nausti, sem á þessu ári verður 20 ára. í þorratrogi Naustsins kennir margra grasa, rammíslenzkrar kjarnafæðu. Þar er að finna hangikjöt, hákarl, lundabagga, hrútspunga, bringukolla, súrar sviðalappir, harðfisk og súra sels- hreifa. Þá eru og svið, sem heit rófustappa fylgir. Með þeSsum réttum er svo mælt með að gestir drekki öl og að sjálfsögðu ískalt, islenzkt brennivin. Allur þessi girnilegi matur er búinn til af starfsfólki Nauktsins undir yfirumsjón Ib Wessman yf- irmatreiðslumanns. Á myndinni, sem hér fylgir, er Wessman með eitt af hinum girnilegu þorratrog- um. Húshitun hækkar um 20 þús. á hvern Vestfirðing 1974 LÍKUR benda til þess, að verð- hækkanir á olíu muni leiða tii rúmlega 19.700 króna útgjalda- aukningar til jafnaðar á hvert mannsbarn á Vestfjörðum vegna húshitunar, en um 38 þúsund króna útgjaldaaukningar, ef at- vinnurekstrarolía er meðtalin. Benda líkur til þess, að heildar- hækkun á þeirri húskyndingar- olíu, sem Vestfirðingar nota á einu ári, verði 195 millj. króna á árinu 1974 og hækkunin á olíu til atvinnureksturs verði um 182 miiljónir kr., eða samanlagt um 377 milljónir króna. Kom þetta fram á stjórnarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga 18. — 19. jan. sl., en hann sátu einnig fjórir af þingmönnum Vestfjarðakjördæmis, fulltrúar frá bæjarstjórn ísafjarðar og bæjarstjórinn á ísafirði. Aðalmál fundarins var ástandið í orkumálum og var þar m.a. rætt um þann mikla útgjaldaauka, sem verður við húshitun og atvinnu- rekstur á Vestfjörðum vegna verðhækkunar á olíu, og hvernig megi draga úr því misræmi, sem verður milli landshluta, þar sem annars vegar er hitað upp með olíu og hins vegar með heitu jarð- vatni eða gufu, sem selt er á hag- stæðu verði miðaðvið oliuverð. Var þar gerð grein fyrir, að væntanlega yrði kyndingarkostn- aður einbýlishúss, þar sem árs- notkun á olíu er 9000 lítrar, um 120 þúsund krónum hærri heldur en á hitaveitusvæði. Kom fram, að' til að jafna þann mun þyrftu at- vinnutekjur húsráðandans utan hitaveitusvæðis að vera um 240—250 þús. kr. hærri, áður en skattar af þeim eru greiddir. Til samanburðar má geta þess, að framtaldar brúttótekjur voru til jafnaðar kr. 468,361 á hvern fram- teljanda á Isafirði á árinu 1972, en kr. 431,601 í Reykjavík. Stjórn sambandsins hefur gerl ályktun um orkumál með tilliti til þessara atriða, sem að ofan eru nefnd, og eru í henni tillögur u‘m þessi atriði: • Itarlega leit að jarðvarma á Vestfjörðum og áætlun um nýt- ingu hans til hitunar. • Stefnt verði að því að gera kleifa rafhitun alls íbúðarhús- næðis á Vestfjörðum, þar sem teljandi jarðvarmi er ekki fyrir Framhald á bls. 20 AFSLATTUR AF OLLUM VÖRUM - ALLT NÝJAR OG STÓRGLÆSILEGAR VÖRUR STENDUR YFIR UT ÞENNAN MANUÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.