Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974.
17
25 skólapiltar
fórust í elds-
voða 1
Brussel, 24. janúar, AP. .
Slökkviliðsmenn segja, aö
alltof fáir neySarútgangar hafi
veriö á Internat skólanum, þar
sem 25 skólapiltar á aldrinum
12 —15 ára fórust í eldsvoSa að-
faranótt f immtudagsins. Lfk
flestra þeirra fundust í grennd
við glugga eða dyr og bendir það
til þess að þeir hafi reynt að kom-
ast út,en reykurinn yfirbugað þá.
Eldurinn kom upp á þriðju hæð
hússins, en þar sváfu 63 drengir.
Það var prestur, sem var eftirlits-
maður skólans og svaf í herbergi
á neðstu hæðinni, sem gerði
slökkviliðinu viðvart, þegar hann
fann reykjarlykt. Þá stóð þriðja
hæð hússins i björtu báli. F1 n
prestar þustu til og reyndu 'ð
bjarga drengjunum, en eldur.
og hitinn hrakti þá til baka.
Belgíu
Þegar loks tókst að ráða niður-
lögum eldsins, voru líkin svo illa
brunnin að vart var hægt að
þekkja þau sundur. en vinir og
vandamenn voru kvaddir til að
bera kennsl á þau.
Slökkviliðsmenn segja, að að-
eins tvennar dyr hafi verið inn í
svefnsalinn, þar sem drengirnir
voru, og það var áðeins hægt að
nota aðrar þeirra, þar sem fjöl-
mörg rúm lokuðu leiðinni að hin-
um. Vrnsu öðru var áfátt i bruna-
vörnum skólans, t.d. man enginn
eftir þvi, að þar hafi verið haldin
brunaæfing.
Alls voru um 500 nemendur við
skölann, en fæstir þeirra sváfu
þar eða borðuðu, heldur héldu
heim til sín eftir skóiadaginn.
Slð’kkvi hósmönnunum tókst að
bjarga alls um 100 drengjum.
Eisenhower v araði
við hugsanlegri
íhlutun 1 Laos
Hann getur brosað breitt þessi, um leið og hann fyllir dollaragrfnið sitt af benzíni, enda er enginn
skortur á því í Kuwait.
Miklum snjó hefur kyngt niður í Miðausturlöndum undanfarna daga. Allar götur í Jerúsalem eru
ófærar og eins og þessi mynd frá Amman sýnir, eiga þeir lfka í vandræðuin f Jórdaníu, þótt svona föl
þætti varla tiltökumál hér á íslandi.
Vil sameiningu í orku
og efnahagsmálum
— segir Willy Brandt
Bonn, 24. janúar, AP.
WILLY Brandt kanslari Vestur-
Þýzkalands sagði í þingræðu í
dag, að hann æskti þess, að van-
þróuð ríki, ekki síður en iðnaðar-
ríki, tækju þátt í fyrirhuguðum
fundi um oliumál i Washington i
næsta mánuði. Kanslarinn sagði,
að því aðeíns væri hægt að leysa
orku- og efnahagsvandamál
heimsins, að þessir aðilar tækju
höndum saman. Hann lagði
áherzlu á, að fundurinn hefði
ekki verið boðaður til að samein-
ast um hefndaraðgerðir gegn
Arabaríkjunum.
Brandt kvaðst gleðjast innilega
yfir því, að ísrael og Arabaríkin
hefðu náð samkomulagi um að
flytja heriið sín frá vígstöðvúnum
og kvaðst vona, að þetta væri
fyrsta skrefið til friðar og sam:
vinnu, ekki aðeins milli landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs, heldur
og rnilli þetrraog Evrópu.
NATO
Kanslarinn ítrekaði stuðning
stjórnar sinnar við NATO ög
sagði, að tillögur um endurskoðun
á samskiptum Bandaríkjanna og
Evrópu þýddu ekki, að Vestur-
Evrópa væri að snúa sér frá
Bandarikjunum að eigin frum-
kvæði né myndi hún líða, að aðrir
slitu þau tengsl. Hann sagði, að
Bandaríkin gegndu eftir sem áður
lykilhlutverki í því að tryggja
öryggi aðildarríkjanna.
Hörð orð um A-Þýzkaland
Brandt fjallaði um samskiptin
við Austur-Þýzkaland ogvarharð-
orður í garð austur-þýzkra leið-
toga, sem hann sagði, að reyndu
fölki frjálsari ferðir milli ríkj-
anna tveggja og hefur ýmsar tak-
markanir til að hindra heimsókn-
ir milli landanna. Meðal annars
hafa verið sett ný gjaldeyrislög til
að gera fölki erfiðara fyrir. Það
hefur þó ekki tekizt sem skyldi,
því að heimsóknir Vestur-Þjöð
verja til Austur-Þýzkalands hafa
aukizt um 60prósent.
DAGINN áður en John Kennedy
sór eið sem forseti Bandaríkj-
anna, varaði Dwight Eisenhower,
fyrrum forseti, hann við því að
Bandaríkin k.vnnu að lenda í
stríði í Laos. Þetta keinur fram í
skjölum, sem nýbúið er að leyfa
birtingu á, en þau eiga að fara í
John F. Kennedv-bókasafnið.
A minnisblaði frá Clark Clif-
ford fyrrum varnarmálaráðherra
segir að Eisenhower hafi sagt við
Kennedy, að Laos væri lykillinn
að allri Suðaustur-Asíu. Eisen-
hower taldi Laos svo mikilvægt,
að hann sagði Kennedy, að ef
málin þróuðust þannig, að
gripa yrði til róttækra að-
gerða og ekki yrði hægt að fá
neinn bandamann i lið með
Bandarikjunum, teldi hann, að
þau ættu að skerast einhliða í
leikinn. Hann sagði einnig, aðþað
væri dauðadómur að leyfa
kommúnistUm að eiga nokkra að-
ild að nýrri rikisstjórn i Laos.
Auk skýrslunnai- um þetta mál
eru 110 þúsund skjöl í því safni,
sem nú hefur verið gefið frjálst
til birtingar. Þetta voru vinnu-
skjöl forsetans, en auk þeirra eru
28 þús. skjöl, sem enn eru undir
lás og slá af ýmsum öryggisástæð-
um og verða ekki gerð opinber
fyrr ensiðar. Forsetaskjöl Kenne-
dys eru gevmd til bráðabirgða í
skjalasafninu í Waltham i Massa-
chusetts, en verða siðar flutt til
Harwardtorgs í Cambirdge, en
þar á Kennedv-bókasafnið endan-
lega að vera til húsa.
Eldflaugaárás
á Phnom Penh
Phnom Penh, 24. jan., AP.
KAMBÖDISKAR uppreistar-
sveitir skutu að minnsta kosti
tiu eldflaugum inn i miðborg
Phnom Penh í dag og biðu tíu
manns bana og nokkrir slösuð-
ust, að því er segir í fyrstu
fréttum i kvöld, en þær voru
mjög óljósar. Ennfremur var
ekki vitað um eignatjón. Þc'tta
er mesta árás uppreistar-
manna á höfuðborgina i langa
hríð.
Solzhenitsyn fordæmdur
í lesendabréfum Pravda
Willv Brandt:
að koma í veg fyrir eðliieg sam-
skipti milli rikjanna. Hann benti
þeim á, að þeir gætu ekki gengið
miklu lengra án þess að það hefði
áhrif, sem væru utan við sam-
skipti íniHi ríkjanna tveggja.
Þýzku ríkin tvö fengu aðild að
Sameinuðu þjóðunúm í fyrra á
grundvelli sáttmála um eðlileg
samskipti þeirra. Með því féka
Austur-Þýzkaland þá heimsviður-
kenningu, sem þaðsóttist eftir.en
vonir um stórbatnandi sambúð
hafa ekki rætzt. Austur-Þýzka-
land þorir ekki að taka áhættuna
af því að leyfa hugmyndum og
Moskvu, 24. janúar, AP.
PRAVDA byrjaði í dag að birta
lesendabréf frá sovétborgurum,
sem fordæma rithöfundinn Alex-
ander Solzhenits.vn og kalla hann
föðurlandssvikara. Blaðið heldur
þannig gangandi gágnrýninni,
sem haldið hefur verið uppi í
fjölmiðlum í Sovétríkjunum og
ö ðr uin k oin m ún i s t ar í kj u m.
Fyrsta bréfið var frá Konstan-
tin Simonov, en hann er þekkt-
astur þeirra rithöfunda, sem
hingað til hafa snúist gegn
nóbelsskáldinu. Bréf Simonovs
var þó hógvært miðað við önnur
fordæmingarbréf, sem skrifuð
hafa verið um Solzhenitsyn. Hann
segir, að greinin, sem birtist í
Pravda 14. janúar síðastliðinn,
þegar árásirnar á Solzhenitsyn
hófust, hafi gefið rétta pölitíska
mynd af ferli hans á siðustu ár-
um. Simonov segir, að smám
saman hafi verk Solzhenitsyns
farið út fyrir ramma ritlistar-
innar og séu nú að verða opin-
skátt andsovézk og andkommún-
isk.
Alexei Marasyev, fræg sovézk
striðshetja, segir í bréfi sinu að
..aðeins óður maður, sem hefur,
orðið brjálaður af hatri og er án
tauga : til Sovétrikjanna, gæti
skrifað svona háðuglega um
hetjudáðir þjóðar okkar i frelsis-
stríðinu mikla". Hann segir, að
Solzhenitsyn hafi komið fram sem
svikari við föðurlandið.
P. Gavrilenko, námuverka-
maður, segir i bréfi sinu, að
Sölzhenitsyn sé svikari, sem eigi
engan samastað með heiðarjegum
sovétborgurum og föðurlands-
vinum. Solzhenitsyn hefur reitt
marga til reiði með hvatningum
sinum um að „fletta ofan af
Stalin-tímabilinu". Konstantin
Simonov, sem fyrstur er nefndur,
fékk á sínum tíma sex „Stalin-
verðlaun" fyrir greinar sínar,
skáldsögur og ljóð. Hann for-
dæmdi siðar Stalin vegna per-
sónudýrkunar þeirrar. sem hann
örvaði til.
Timarit sovézkra rithöfunda.
birtir einnig bréf frá inönnum.
sem fordæma Solzhenitsvn, einn
þeirra er Sergei Mikhailov, sem
skrifaði „Óðttr til Sovétríkjánna"
en fjörða ljóðlínan i því verki er í
lauslegri þýðingu svona: „Stalin
kenndi okkur að vera sannar
manneskjur. Hann vakti í okkur
vilja til vinnu og he*judáða."
Irak neitar
IRAKSSTJÖRN hefur formléga
hafnað boði Nixons Bandaríkja-
forseta um að senda fulltrúa til
olíumálaráðstefnunnar, sem hefst
i Washington 11. febrúar. í orð-
sendingu íraksforseta til Nixons
er tekið fram, að Irakar telji, að
mál þessi skuli rædd á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, en ekki
skuli haldin um þau ráðstefna á
borð við þá, sent er i undirbún-