Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. 25 Unnið að samræmingu hryðjuverkastarfsemi? London, 21. jan., NTB. HAFT er eftir heimildum innan vestrænna leyniþjónustu- stofnana, aö palestfnskir hryðju- verkamenn hafi haldið nokkra fundi með fulltrúum evrópskra neðanjarðarhreyfinga um það, hvernig unnt sé að auka hryðju- verkastarfsemi á Vesturlöndum. Heimildir þessar herma, að síðustu fundir um þessi mál hafi verið haldnir í Dublin, höfuðborg Irlands, í desember sl. og hafi þar verið saman komnir fulltrúar Palestínu-samtakanna „Svarti september“. Irska lýðveld- ishersins, IRA, og frönsku skilnaðarhreyfingarinnar, sem vinnur að þvi að losa Bretagne úr tengslum við Frakkland. Aðrir fundir eru sagðir hafa verið haldnir á Italíu með full- trúum Svarta september, ítölsku hreyfinganna „Lotta Continua" („Viðstöðulaus barátta") og Potere Poeraio („Vald verka- lýðsins") svo og bastísku skilnaðarhreyfingarinnar ETA. Samkvæmt þessum heimildum bendir allt til þess, að samtök evrópskra marxista annist sam- ræmingu á starfsemi hryðju- verkasveitanna. Hafi þau farið þess á leit, að skæruliða- hreyfingar láti af hendi vopn og sprengiefni handa fulltrúum sfn- um erlendis, sem séu reiðubúnir að koma fyrir sprengjum innan sinna landamæra eða koma einhverjum fyrir kattarnef. """ ■ —\ óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í síma 35408 AUSTURBÆR: Bergstaðastræti, Sjafnargata, Freyjugata 28 — 49, Hamrahlíð, Grænuhlíð, Ingólfstræti, VESTURBÆR: Seltjarnarnes: (Skólabraut), Nesvegur frá 31—82, Lynghagi, Lambastaðahverfi, ÚTHVERFI: Laugarásvegur Selvogsgrunnur Kambsvegur HVERAGEROI Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og inn- heimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 0 00 IHorsMmWa&ið Sjúkraflðafélag íslands óskar eftir skrifstofuherbergi á góðum stað Upplýsingar í síma 35824 eftir kl. 16. 21. leikvika — leikir 19. & 20. jan. 1974. Úrslitaröðin: X 2 X — XIX — XXX — X11 Úrslitaröðin: X 2 X — XI X — XXX — X1 1 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 123.500.00. 36214 37545 39168 2. VINNINGUR: 1 0 réttir — kr. 9.300.00. 4226 10951 20894 + 8678 15282 21126 10613 20340 36011 37545 37545 38940 + 37545 37559 39051 + nafnlaus 39284 41003 Kærufrestur er til 11. feb. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrif- stofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 21. leikviku verða póstlagðir eftir 1 2. feb. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvlsa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — fþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK — Hugleiðingar Framhald af bls. 19 skip, og fái þeir ekki viðlegupláss með góðu hjá „vinum sinum á Islandi“, munu þeir bara nota sömu aðferðina og þeir nota við Finna. Það er algjörlega rangt, sem Þjóðviljamaðurinn segir í leiðara sínum, að landið sé verra en varn- arlaust meðan varnarliðið sé á Miðnesheiði. A meðan varnarliðið er á Miðnesheiði, munu Rússar aldrei aðstoða kommúnista á ts- landi við að hrifsa til sín völdin, það væri sama og að segja Banda- ríkjamönnum stríð á hendur, — og það munu Rússar ekki gera — að sinni, og á meðan er tilgangin- um náð. íslenzka þjóðin hefur aldrei beðið kommúnista um að koma varnarliðinu af landi burt á kjör- timabilinu. Þjóðin hefur aldrei beðið kommúnista að vinna neitt fyrir sig svo vitað sé. A meðan Rússland ekki þolir og leyfir pólitiska gagnrýni innan- lands hjá sér, ættu allir meðal- greindir íslendingar að sjá og skilja, að Islandi er lífsskylyrði að hafa hér varnarlið í landinu, her- varnir, vera i Nato, en leyfa aldrei ofstækismönnum á borð við þá Þjóðviljamenn að rázkast með fjöregg þjóðarinnar og það mót hennar vilja. Varnarliðið má ekki fara af íslandi og ísland ekki úr NATO fyrr en Rússar eru búnir að hífa upp járntjaldið og þola birtu vestræns lýðræðis. 12. janúar 1974. Arthur Aane. utsala _ BreiouroingaDuo iuppu Verzlun sem er hætt rekstri selur mikið magn af vörum á ótrúlega lágu verði: Skíðabuxur kr. 100.00 Karlmannaföt (litil númer) kr. Vinnubuxur kr. 1 00.00 1000.00 Kvenpils, stutt og sið Karlmannajakkar (lítil númer) kr. 100.00. kr. 400.00 Barnanáttföt kr. 250.00 Kvenkjólar kr. 300.00 Unglingasokkar kr. 25.00 Kvenkápur kr. 800.00 Leikföng í úrvali. Fjölbreytt úrval af smávörum á börn og fullorðna Frá Taflfélagl Reykjavlkup Hraðskákmót Reykjavlkur 1974 verður teflt laugardaginn 2 febrúar og hefst kl. 14 stundvíslega Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi, hver umferð tvöföld. Skráning I mótið hefst kl. 1 3 ofangreindan laugardag Þátttökugjald fyrir skuldlausa félagsmenn verður kr 200 -, en kr 300.- fyrir aðra. Skákkeppni framhaldsskólanna 1974 fer fram dagana 15 , 16 og 17. febrúar n.k Hver skáksveit skal skipuð fimm aðalmönnum, auk varamanna. Allir framhaldsskólar á íslandi eiga rétt á að senda þátttökusveit eða sveitir. Umhugsunartimi á skák verður ein klukku- stund Tilkynningar um þátttöku skulu sendar í pósthólf 5232 fyrir 1 2 febr. 1974 Skákkeppni stofnana 1974 hefst fimmtudaginn 28 febrúar. Tefldar verða 7 umferðir í tveim styrkleikaflokkum Hver skáksveit skal skipuð 4 aðalmönnum og 2 til vara Umhugsunartimi á skák verður ein klukkustund. Hver skáksveit tefli einu sinni i viku hverri, a-flokkur á þriðjudögum, en b-flokkur á fimmtudögum Keppnin mun fara fram í skákheimilinu við Grensásveg. Þátttökutilkynningar sendist i pósthólf 5232 fyrir 25. febrúar. Hermann Ragnarsson mun annast skákstjórn. Upplýsingar i sfma 83540 og 20662. Stjórnin. WW^^/^///W^/!W'////^//' % ma ÆT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.