Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. VERKTAKAR VINNUVÉLAEIGENDUR Til sölu: — . Bantam beltagrafa. MF hjólagrafa. Vélarnar eru nýyfirfarnar og mjög góðu standi. • Nánari upplýsingar hjá okkur. GLOBUS H/F. Lágmúla 5, sími 81 555, Reykjavík. Útsaia - Útsala Hagkaup auglýsir útsölumarkaÖ í Iðnaóarhúsinu við Hallveigarstíg. Nýjar vörur daglega Stórkostleg verðlækkun Hagkaup Hallveigarstlg ÚRVALS SÚRMATUR ÞORRABAKKINN kr. 350,- Innlhald: SVIÐASULTA - SVÍNASULTA - LUNDABAGGI - HRUTSPUHGAR - BRINGUKOLLAR - SÚR HVALUR - SÍLD - HÁKARL - HANGIKJÖT - FLATKÖKUR - SMJÖR - HARDFISKUR - BLÖOMÖR - LIFRAPYLSA. NAUDUNGARUPPBOÐ Eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, Hafnarfirði og ýmissa lögmanna og stofnanna verði neðanskráðir munir seldir á opinberu uppboði til lúkningar dómsskuldum og opinberum gjöldum: Bifreiðarnar G-2942, G-4769, G-7117, G-6280, R-1933, G-5536, G-7571, G-7072, G-997, K-417, G-191, N-412, G-3318, G-t498, J-68, G-1077, digulpressa teg: Grafopress, hjólstillingatæki, mótor- stillingatæki, sjónvörp, ísskápar, frystikistur og innanstokksmunir, froskmannsbúningur og fleira. Uppboðið fer fram á Lækjargötu 32, Hafnarfirði, laugardaginn 2/2 n.k. kl. 14.00. Hafnarfirði 23. janúar 1974. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Pontiac GTO árg. 70 til sölu og sýnis Bifreiðin er með vökvastýri og bremsum, sjálfskiptur, vinyl-toppur. Fordumboðið Sveinn Egilsson h.f., Skeifunni 1 7. Fastelgnaskattar I Hafnarflröl Skrá yfir fasteignaskatta í Hafnarfirði liggur frammi til sýnis á Bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Kærur út af skattálagningunni skulu sendast undirrituð- um eigi síðar en 4. marz n.k. Hafnarfirði 21. janúar 1 974. Bæjarstjóri. Flsklsklp tll sðlu 1 50 lesta stálskip byggt 1971, 1 30 lesta 1 960, 88 lesta 1 960 20 lesta eikarbátur 1 972, með öllum nýjustu tækjum. 28 lesta 1955 nýkominn úr slipp og 11 lesta súðbyrðingur, allir tilbúnir á veiðar. Höfum kaupendur að 2-—400 lesta skipum Fiskiskip, Austurstræti 14, 3. hæð. Sími 22475. Heimaslmi 13742. Hafnarfjörður Byggingafélag alþýðu hefur til sölu eina íbúð við Hringbraut. Umsóknir um íbúð þessa sendist formanni félagsins Suðurgötu 1 9 fyrir 29. þ.m. Félagsstjórnin. Bártur til sölu Nýr 12 tonna eikarbátur með 136 ha Kelvinvél, dýptar- mælir, fisksjá, radar, sjálfstýringu, togspili, skutgálga og síðugálga, vökvadrifið línuspil, talstöð, Ijósavél ásamt veiðarfærum er til sölu og afhendingar nú þegar. Uppl. gefur Guðmundur Ásgeirsson, sími 97-71 77, Neskaupstað, kl 1 —3 og eftir kl. 5 síðdegis. Mínar innilegustu þakkir til allra, sem á einn eða annan hátt, hafa sýnt mérvinsemd og margvíslega fyrirgreiðslu, allt frá fyrsta degi goss í Eyjum, til þessa dags og nú síðast á sjötugsafmæli mínu, 21. þ.m. með fjölmennum heimsóknum, stórgjöfum, heillaóska- og blómasend- ingum, sem ég seint mun gleyma. Guð blessi ykkur öll. Páll Scheving. Heimtu fimm kindur af fjalli um miðjan jan. Bæjum, 17. jan. ’74. Það þykir nokkur tilbreytni í skammdeginu, þegar bændur sækja óheimt fé sitt af fjalli um miðjan janúar. En svo bar til nú um miðjan þennan mánuð, er Geir Baldursson bóndi í Skálavik og Halldór Ebernesarsson bóndi á Eyri i Mjóafirði fóru í leiðangur á litlum hraðbáti út 1 Skötuf jörð, til að svipast um eftir kindum, sem ekki heimtust í haust, að þeir fundu þar 5 kindur, 3 ær og 2 dilka. Tóku þeir sér far með far- kost sinn og fjárhópinn með Djúpbátnum til baka. Tjáði Geir mér að með þessum kindum hefði hann fengið hverja kind af fjalli, en þessar kindur voru frá Skála- vík og Reykjarfirði í Vatnsfjarð- arsveit. Allar voru kindur þessar vel útlítandi og í góðum holdum. Ekki má þá siður telja til ný- breytni, er bændur horfa á sjón- varp 1 smalamennsku, og hef ég ekki haft spurnir af því í öðru tilviki en nú skal greina: Það var á sl. hausti, að þeir Páll bóndi í Bæjum og Kjartan bóndi i Unaðs- dal föru í eftirleit til Jökulfjarða að svipast um eftir fé, er þá vant- aði af fjalli. Fengu þeir mb. Engil- ráð frá Isafirði, en bróðir Páls, Óskar Jóhannesson, er eigandi hans ásamt Halldóri Hermanns- syni og skipstjóri á bátnum. Eftir að þeir höfðu urað saman um 30 fjár og flutt út i Engilráð norður þar, til flutnings inn i Bæi á Snæ- fjallaströnd, og orðið hvíldinni fegnir, skrúfuðu þeir frá sjón- varpinu í bátnum og horfðu á sér til dundurs á leiðinni heim. Bændur standa oft i ströngu við að ná saman búsmala sínum, og fengu þeir bændur, sem hér um ræðir, einnig mannskap með sér frá ísafirði. Er ekki að leyna, að nokkuð yrði dýrt pundið í þeim kindunum, sem mest þarf að hafa fyrir, við að tína þær heim úr óbyggðunum. Nú má segja, að samfelldur klakahjúpur þekji alla jörð hér i Djúpi, og eru menn nú uggandi um afdrifin, ef ekki hlánar bráð- lega, þar sem mikil hætta er á stórkali, ef svellin liggja yfir lang- timum saman, en af slíkum hlut- um voru bændur hér um slóðir búnir aðfá nóg. Fréttaritari. Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði, 21. janúar. FYRSTA loðnan á vetrinum barst til Fáskrúðsfjarðar á laugardags- kvöld, þegar Hilmir SU kom með 300 lestir, sem landað var 1 bræðslu. t dag landar hér Pétur Jónsson KÖ 300 lestum. Aðstaða til loðnu- móttöku hefur mikið verið bætt hér í haust, en steypt hefur verið stórt plan, sem notað verður sem loðnugeymsla. Þrjú skip hafa nú hafið fisk- veiðar frá Fáskrúðsfirði. Þau eru Hilmir, sem er á loðnu, Hofsfell, sem er á línuveiðum, og skuttogarinn Ljósafell, sem stundar togveiðar og hefur landað hér einu sinrii frá því um áramót, 90 lestum, sem fengust á 7 dögum. Hafnar eru framkvæmdir við nýbyggingu frystihúss, sem verð- ur í eign Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar. Er unnið við að reka niður steinstólpa, sem eiga að bera bygginguna uppi, en hús- ið stendur á hafnarbryggjunni, og er mikil hagræðing að því, m.a. þegar fiski er landað og skipað út. Verk þett hefur sótzt vel, þrátt fyrir rysjótt veðurfar, en verk- stjóri við bygginguna er Bjarni Finnsson. Albert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.