Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. 7 listesprang 50 ára leikaf- mæli Brynjólfs Áma Johnamm Drauga- sögur og þjóð- sögur í Síðdegis- stund Farið er aðundirbúa næstu Síð- degisstund í Iðnó og mun þar verða fjallað um draugasögur og þjóðtrú. Gísli Halldórsson leikari mun taka saman efnið, en ástæða er til að vekja athygli á því að Síðdegisstundin i Iðnó er miklu merkilegra fyrirbæri en fólk virðist gera sér grein fyrir í upphafi þessarar fram- kvæmdár, því ekki er hægt að segja að Síðdegisstundirnar hafi verið mjög fjölsóttar. Hins vegar er þessi háttur mjög fjöl- breytilegur og því bæði fróð- legur og skemmtilegur. Vafa- laust á Síðdegisstundin eftir að skapa sér vinsælan fastan sess í leikhúslífinu, því möguleikarn- ir eru óteljandi. íslenzki dansflokkurinn. Leikið á þremur hæðum Þjóðleikhússins Á þessu ári á Brynjólfur Jó- hannesson leikari 50 ára leik- afmæli og ekkert gefur kempan eftir í dansinum með Thaliu, því um þessar mundir leikur hann litskrúðugt hlutverk i gamanleiknum Valpone. Ugg- laust verður þessum síunga leikara haldið vegleg hátíð á árinu í tilefni áfangans, og ekki að efa, að þar vilja margir leggjast á eitt, að gert verði á myndarlegan hátt. Brynjólfur Jóhannesson á gangi í Austurstræti. Það er vægast sagt að mikil tilþrif séu í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir, þvi nú er leikið þar á þremur hæðum og i þessari viku eru t.d. 11 sýningar á dagskrá hjá leik- húsinu, eða nærri tvær á dag að jafnaði og er sýnt alla daga. Á kjallarasviðinu, sem var vígt í vikunni með fyrsta frum- flutningi, er verið að sýna leik- ritið Liðna tíð eftir brezka leikrita- og kvikmyndahöfund- inn Harold Pinter. Harold Pin- ter er liðlega 40 ára gamall, en mikið umræddur höfundur í Bretlandi og er einn af fQrsprökkum hinnar svo- kölluðu „Nýju bylgju'* i leik- ritagerð, sem hljóp af stokkun- um með leikriti Johns Osborne, Horfðu reiður um öxl. Hefur Pinter ásamt Osborne og Arnold Weskwer stundum verið kallaður þrístirnið, vegna þess að þeir eru frægustu höfundar þessarar stefnu. Liðin tið er síðasta sviðsverk Pinters, en það hlaut útnefningu brezkra gagnrýn- enda sem bezta leikritið i Lond- on árið 1971, og bandarískir gagnrýnendur kusu það einnig bezta leikhúsverk New York sama ár. Á aðalsviði Þjóðleikhússins, eru fjölmörg verk i gangi og í æfingasal Dansflokksins eru fastar sýningar á mánudags- kvöldum kl. 21, en auk þess verða einstöku sinmum auka- sýningar aðra daga. Það er gleðilegt til þess að vita, að reynt er að auka fjölbreytnina í starfi Þjóðleikhússins og vonandi, að vel takist til. í sal Dansflokksins, sem byggist á ungum, en ákaflega efnilegum dansmeyjum, komast um 50—60 manns i sæti, en uppselt hefur verið á liðnar sýningar. Astæða er til að vekja athygli á því, að það er á margan hátt skemmtilegt og fróðlegt að sækja sýningar Dansflokksins, þar sem fólki gefst þá kostur á að kynnast þrotlausu starfi og erfiði dansaranna við æfingar i þessari mjög svo krefjandi list- grein. Starfsfólk og leikarar leikritsins Liðin tíð, sem var fyrsta frumsýnda leikritið á kjallarasviðinu f Þjóðleikhúskjallaranum. FJÖLBREYTT MYNSTUR í grófum barnamyndum. Einnig grófir púðar og mynstrúð efni. Teppagarn í fallegum litum. Hannyrðaverzlunin Grímsbæ, i við Bústaðaveg, sími 86922. ALLAR STÆRÐIR af höldum á veggteppi Mikið úr- val af eldhúsmyndum. Ennfremur fjölbreyttir litir i dúkaefnum Hannyrðaverzlunin Grímsbæ, við Bústaðaveg, simi 86922. SKATTAFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl Pantið tima sém fyrst. Fasteignasalan Hús og Eignir, Bankastræti 6, simar 1651 6 og 16637. KJÖTBÚÐ ÁRBÆJAR, Rofabæ 9, Sími 81270. býður yður úrvals þorramat í árshátíðir. Komum með matinn. Munið okkar vinsæla kalda borð. Afgreiðum Þorrakassann eftir pöritunum. UIMG HJÓN með 2 börn óska eftir 3ja herb ibúð til leigu, helzt i Rvik, (Kóp eða Hafnf.). Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl i s. 99-1 121 f.h og eftir kl. 5 SKATTFRAMTÖL Önnumst skattframtöl. Guðjón Steingrímssom hrl., Ólafur Jóhannesson, Linnetsstíg 3, Hafnarfirði, símar 53033 og 52760 VILKAUPA eða taka á leigu söluturn, með kvöldsöluleyfi Upplýsingar i sima.42955 eftir kl. 7 á kvöldin. . . HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Góðar ódýrar rúilupylsur Úrbein- að hangikjöt, 495 kr. kg. Nauta- buff 495 kr. kg Hakk 295 kr kg Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2 HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Úrvals saltkjöt og rófur. Tekex 6 pakkar 1 98 kr Ódyrir niðursoðmr ávextir. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2 FÓSTBRÆÐRAKONUR. Fundur verður í félagsheimilinu þriðjudaginn 29. janúa.r kl 20.30. Spilað bingó. Mætum allar. Stjórnin SKATTFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst. Símar 41095 og 85789. Framtalsþjónustan MagnúsÁ. Bjarnason, Þórólfur Kristján Beck. ÓSKA EFTIR að kaupa 4ra — 5 herb ibúð með bílskúr helzt í Austurbæ. Upplýsingar í síma 72342. BRONCO ' 66— 68 ÓSKAST Uppl. í síma 83239. TILSÖLU Toyota 1 900 árg. 1972. Upplýs- ingar i síma 32756 á kvöldin. \ FRAMTALSAÐSTOÐ Veitum aðstoð við gerð skattfram- tala einstaklinga og fyrirtækja. Tölvís h.f Hafnarstræti 18, Sími 22477 TILSÖLU Dodge Dart G T. árg 1970, 2ja dyra hardtop, V 8 vél, sjálfskiptur. Litað gler „air condition'' cosmis felgur, ný sumardekk. Upp. i s. 321 78 eftir kl. 5 næstu daga. TILSÖLU er stereo samstæða, útvarp, magnari, plötuspilari og 2 hátalar- ar. Upplýsingar i sima 32141. MIÐALDRA HJÓN óska eftir starfi í mötuneyti i Reykjavík eða nágrenni. Höfum margra ára reynslu að baki. Tilb. sendist Mbl. merkt: ,,31 53". MUSTANG FASTBACK '70 Fæst gegn 3 — 5 ára fasteigna- bréfi eða eftir samkomulagi. Skipti möguleg. Uppl. í síma 83239 SKODA PARDUS'72 Selst gegn 3 — 5 ára fasteigna- bréfi eða eftir samkomulagi Skipti möguleg Uppl i sima 83239 SKATTAFRAMTÖL Tökum að okkur skattaframtöl. Sigurður Helgason. hrl. Þorleifur Jónsson, Þingholtsbraut 53, simi 42390. Upplýsingar kl. 3—6 alla daga. MIÐSTÖÐVARKETILL óskast 8—12 ferm Upplýsingar i sima 92-2734 SPÓNLAGNINGARPRESSA Til sölu er 2ja spindla spónlagn- ingarpressa. Stærð 110x220. Einnig nokkur búnt af góðum teak- spæni. Simi 82295. GRINDAVÍK Skattaframtöl og lögfræðistörf, Verð til viðtals Borgarhrauni 1 (kjallara). Sunnudaga kl, 3—6 og fimmtudagskvold kl. 7 — 9. Sigurður Helgason, lögfræðingur TILSÖLU ný jeppakerra, stór Uppl. i sima 3 7764 eftir kl. 7 i kvöld og næstu kvöld. HÚSBYGGJENDUR Tveir trésmiðir geta bætt við sig verkefnum. Upplýsingar i sima 66373 (Mosfellssv ). HESTHÚS fyrir 4 hesta er til leigu í Selási. Upplýsingar í síma 43351 eftir kl. 6 í kvöld. TILSÖLU Pontiak Ventura II 1971 Sjálfskiptur. Bill itoppstandi. Upplýsingar i síma 92-2734 NORSKUR PILTUR 20 ára óskar eftir bréfasambandi við íslenzkar stúlkur 1 8—20 ára Áhugamál: Ferðalög, útiiþróttir, Ijósmyndun, tónlist og allt, sem gefur lifinu gildi. Björn Nyborg 4645 Nodeland, Norge. ATVINNA ÓSKAST. Ung stúlka með gagnfræðapróf óskar eftir atvinnu, gjarnan úti á landi Vélritunar- og málakunnátta og bilpróf fyrir hendi. Meðmæli ef óskað er. Uppl i sima 36528 BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.