Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. Einar Örn Bjömsson, Mýnesi: Stjórnmálaþróunin og samskipti Islendinga við vestrænar lýðræðisþjóðir Núverandi stjóínarflokkar áttu litla samleið fyrir síðustu alþirig- iskosningar nema reyna með ein- hverjum hætti að ná stjórnarstól- unum. Ekki birtu þeir neina sam- eiginlega stefnu i utanríkismál- um. Landhelgismálið var það haidreipi, sem treyst var á, og það síðan notað af kommúnistum til að reyna að rjúfa tengsl íslands við vestrænar þjóðir. Sú grein stjórnarsáttmálans, sem fjallar um brottför varnarliðsans á kjörtímabilinu, var gerð í sigur- vímunni eftir kosningarnar að undirlagi kommúnista og nokk- urra framsóknarmanna. Engum heilvita manni dettur i hug, að kommúnistar vísi veginn í sam- skiptum Islendinga við vestrænar lýðræðisþjóðir. Ráðherrarframsóknar ogfrjáls lyndra og vinstri manna reyna enn að bera sig mannalega, ríkisstjórnin vinnur að samning- um við Bandarikin um brottför varnarliðsins, sem þeir hafa þó ekki umboð til frá umbjóðendum sínum, enda ekki sú tíð að rjúfa samskiptin við Bandaríkin um varnir og gæzlu hér á landi, sem er liður í varðgæzlu vestrænna þjóða, sem verða að halda vöku sinni eins og ástand heimsmála er. Forystumenn framsóknar og Hannibalista ættu að kanna i liði sínu hvort þeim var falið að ganga erinda kommúnista í utanríkis- málum. En fari svo, að þinglið nefndra aðila láti véla síg að fylgja niðurrifsstefnu kommún- ista í áamskiptunum við Banda- ríkin, þegar einræðisöfl kommún- ismans sækja sífellt á og þrengja kost fólksins i þeim löndum, er kommúnistar hafa brotið undir veldi sitt, verður að leita leiða um aðra forystu fyrir það fólk, er studdi Framsóknarflokkinn og frjálslynda í síðustu kosningum. Þetta ættu leiðtogar nefndra flokka að íhuga i alvöru, vegna þess, að það er grár leikur, sem leikinn er hér á landi af stjórn- málamönnum, að hirða lítt um fólkið sem veitti þeim trúnað, en treysta á flokkinn og listann í næstu vegferð til að fleyta sér aftur ínn í þingsalina. En völubeinið er valt. Þvi má ekki gleyma, að margir fylgjend- ur Sósialistaflokksins voru anvig- ir ósvífnu brölti kreddumanna, er réðu þvi, að nýsköpunarstjórnin rofnaði vegna beiðni Bandaríkja- stjórnar um lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli, er Stalin sveik bandamenn sína og reyrði margar þjóðir Austur-Evrópu í viðjar kommúnismans. Kommúnistar spyrja ekki um það, hver sé vilji fólksins, eftir að þeir hafa náð undirtökunum. Það er herkastalinn utan um Þjóðvilj- ann og önnur afstaða í Reykjavík, sem ræður ferðinni. Það er Iitla Kreml á íslandi, þar sem harði kjarninn ræður ráðum sínum. Lúðvík Jósepssyni hefur láðst að skýra Norðfirðingum frá þessu, en honum er það kannski vor- kunn. Hið sanna er, að Lúðvxk er pólitískur „konni'1, sem nefnd öfl kreista og láta hann gefa frá sér þau hljóð, er heppileg eru hverju sinni. Fólkið, sem býr úti á lands- byggðinni, verður að taka öflugan þátt í því, hver hlutur Islendinga er í samskiptum vestrænna þjóða. Ekki er sjáanlegt, að önnur skip- an sé betri en áframhald á varnar- samvinnu íslendinga og Banda- ríkjamanna þó nauðsyn beri til að endurskoðun fari fram á þann veg, að félagsþjóðir islendinga, en einkum þó Bandaríkin, leggi því lið, að tryggar samgöngur séu frá þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa um landið allt með traustu vega- kerfi. i’lugvellir verði byggðir í öllum landsfjórðungum úr var- ánlegu efni, sem þjóni nútíma- flugi og séu tiltækir, ef hættu ber að höndum. Þetta á að vera krafa, sem gerð er til ráðamanna, að verði að veruleika. Ekki stóð á því að byggja nýja flugbraut á Keflavíkurflugvelli, sem kommar urðu að kingja og utanrikisráðherra að þakka, þrátt fyrir stóru orðin, að islendingar mundu greiða þá framkvæmd. En það eru til skammsýn öfl, sem spinka um á spariskónum á götum Reykjavíkur og spyrna gegn neíndum framkvæmdum úti á landi, er tengdar væru við þær varnir, er ákveðnar eru á hverj- um tíma. Það er enginn allsherjar friður kominn á, og ekki fyrirsjá- anlegt, að vestrænar lýðræðis- þjóðir slaki á vörnum sínum um sinn. Almannavarnir eru hér í ólestri og þarf því að samræma almannavarnarkerfið varnar- stöðvunum hér og hefði átt að vera í þeim samningum, er gerðir voru 1951. Ráðherrar framsóknar og Hannibalista láta niðurrifsöflum kommúnista haldast það uppi óátalið að niða samskipti islend- inga og Bandaríkjamanna og bera því ábyrgð á, að slík öfl hafi að- stöðu í ríkisstjórn til að stunda Einar Örn Björnsson. hér neðanjarðarstarfsemi, en það hefur verið þeirra iðja í þeim ríkisstjórnum, er þeir hafa tekið þátt í. Athæfi þessara afla í Há- skólanum 1. desember s.l., ólætin og siðleysið, þegar forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hittust hér á fundi, eru glöggt dæmi um, hvert þessi öfl stefna. Ragnar Arnalds telur klíkuna, sem stjórnar Alþýðubandalaginu, hafa meira samband við sósíal- demókratana á Norðurlöndum en kommúnistaflokka þar og annars staðar. Það væri nær fyrir hann að viðurkenna, að eyðingar- og niðurrifsöf 1 kommúnista hafa gert innrás í sósíaldemókrataflokkana í Skandinavíu i þeim tilgangi að splundra þeim og reyna meðþeim hætti að veikja viðnámsþrótt þessara þjóða, eins og gert er hér á íslandi, svo greiðari verði leiðin að því marki, sem Kremlverjar stefna að og merkt hefur verið ínn á kort sovétherranna allt frá dögum Lenins, að ná Norðurlönd- unum og íslandi inn á yfirráða- svæði sín. Ef Ragnar Arnalds veit þetta ekki, þá er hann fjarstýrt verk- færi í hendi klíkunnar, sem ræð- ur í því gervibandalagi, sem hann er formaður fyrir. Það er engin tilviljun að Lúðvík Jósepsson skipaði Guðmund Hjartarson sem bankastjóra Seðlabankans. Hann vann sín verk í Búnaðarbankanum sællar minningar, þegar kommar keyptu prentsmiðjuna, en komu i veg fyr- ir, að bændastétt landsins, sem hefði átt að stjórna þeim banka, fengi þar aukin ráð. Það verður ekki fagur viðskilnaður, þegar kommúnistar leggja upp laupana í ríkisstjórninni og vinnubrögð þeirra verða dregin fram í dags- ljósið. Það var því engin tilviljun, að foræstisráðherra vann að bráðabirgðasamkomulagi í land- helgisdeilunni. Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra sýndi þar mikið þrek og á heiður skilið fyrir að tjóðra Lúðvík og klíkuna með hennar eigin óheilindum. Væri ekki rétt fyrir forsætis- ráðherra að faræeins að i varnar- málunum? Er það ekki eina leiðin til að bjarga honum og flokki hans úr klóm kommúnista og skapa þannig skilyrði til samstöðu um utanríkismálin i heild, sem yrðu rekin fyrir Íslendinga alla, en ekki að fámennur hópur manna í innsta hring stjórnmála- flokkanna ráði þar ferðinni og feli embættismannakerfinu að hafa þau sem laumusRil og „reg- ulator" i þéttbýlinu við Faxaflóa. Þetta notfæra kommúnistar sér og styðja dyggilega með framferði sinu. Enda eru þeir sjálfsagðir í sjónvarps- og útvarpsþáttum með hinum sjálfskipuðu ungu mönn- um, sem tíðum láta birta myndir af sér og sýna sig í sjónvarpinu, en hafa enga heildarstefnu í utan- rikismálum og því síður, hver hlutur islendinga á að vera í sam- starfi Atlantshafsþjóðanna. En þeir hafa gaman af að ferðast til annarra landa, en ætla nú suður á Keflavíkurflugvöll að kynna sér ástandið þar. Það er hart, ef slikir menn með silkihanzka og stofu- uppeldi eiga að Ieiða íslenzku þjóðina í samskiptum hennar út á við, og vinna óvart að því með glamri sínu að lama samskipti ís- lendinga við Bandaríkin, sem eru mikilvæg fyrir samheldni vest- rænna þjóða. Er ekki kominn tími til fyrir islendinga að skilja þessi sann- indi, og sjá sjálfa sig i hinu vold- uga þjóðasamstarfi, en láta ekkí æra sig af niðurriísöflum og upp- gjafarmönnum, sem líta á forrétt- indi sín, en láta sig engu varða fólkið, sem ber hitann og þung- ann og vinnur erfiðustu verkin við framleiðslustörfin og tryggir undirstöður þess, að við lifum sem þjóð í landinu? Það fer ekki framhjá neinum, að forsætisráðherra hefur lýst því yfir, að það fari vel á með Banda- ríkjamönnum og islendingum í samskiptum þeirra! Ríkisstjórn Bandaríkjanna varð fyrst til að viðurkenna lýðveldis- tökuna 1944. Ekki má gleyma Leifsstyttunni á Skólavörðuhæð, sem Bandaríkjamenn gáfu islend- ingum í tilefni Alþingishátíðar- innar 1930 sem viðurkenningu á landafundi Leifs heppna f Vestur- heimi. Margt fleira mætti telja, er sannar góð samskipti þessara þjóða, svo sem hin miklu viðskipti með fiskafurðir vestur um haf. Við islendingar erum landnemar hér á þessari eyju og höldum upp á 1100 ára byggð á þessu ári. Sennilegt er, að þeir, sem komu hingað fyrir 11 öldum, hafi verið á leið til hins mikla lands í vestri. Það er því eðlilegt, að við islend- ingar og þjóðirnar, sem byggja Bandaríkin og Kanada, eigi betur saman í samstarfi en þær, sem byggja hinn gamla heim. Enda urðum við, sem búum í norðrinu, að sanna tilveru okkar i verki. Þeir, sem ekki þora að viður- kenna hina gagnlegu samvinnu íslendinga og Bandarfkjamanna, en njóta hennar, eru litlir karlar, sem þola enga stærð fyrir þjóð sína og nærast á sínum eigin ræf- ildómi, sem ekkert á skylt við íslendingseðlið og baráttu kyn- slóðanna að halda velli i landi sinu. Slíkir menn eru ekki líklegir til að halda hátt á loft 1100 ára búsetu á íslandi, sem er öðru fremur hátíð íslenzkrar bænda- stéttar. Hvað eru margir bændur i þjóðhátiðarnefndinni, sem stjórn- málamennirnir fæddu af sér? Svar óskast. Eins og nú horfir, verður að krefjast þess, að víðsýn og skel- egg utanrikisstefna liggi fyrir hjá stærsta stjórnmálaflokki þjóðar- innar, er miðist við hugmyndir og vilja fylgjenda hans og margra fleiri, sem vilja vera með í áð móta hana, þó að þeir séu ekki innmúraðir í flokksfélögum. Það er ekki ráðið að gera stjórnmála- félög að katakombum, þar sem fáeinir útvaldir dásami sjálfa sig i jafn örlagaríkum málum og utan- rikismál islendinga eru. Það er því réttara fyrir forystumenn í stjórnmálum að taka tillit til hins almenna manns og hlusta á hið rétta bergmál. En ekki það sem hverfur í hola urðina í kringum þá. Því að það er hinn rétti tónn, sem skiptir máli. ísland er nú i þjóðbraut milli tveggja heimsálfa, þar sem sam- starfsþjóðir islendinga búa báð- um megin Atlantshafsins og margir íslendingar og afkomend- ur þeirra búsettir í Bandaríkjun- um og Kanada. Það er því ekkí að öfyrirsynju, að vel fari á með Bandarikjamönnum og íslending- um, og þeim sé það I blóð borið, að vinna saman að frelsi, öryggi og framförum i löndum sínum. Það, sem íslendingum tókst ekki I ár- daga, hefur nú rætzt í samstarfi, er nú á sér stað milli nefndra þjóða. Það eru því verðug verk- efni Íslendínga að standa vörð og virkja betur samskipti sín við Bandaríkin. Ekki er nægilegt að minna á þann glundroða og óvissu, sem skapazt hefur vegna samvinnu framsóknar og frjálslyndra við kommúnista, sem Bjarni Guðna- son tekur þátt í, og mun leiða til ófarnaðar, ef slik áform verða ekki stöðvuð hið fyrsta. Það verður þvf að skapast öflug forysta þeirra, sem eru and- vígir því, að kommúnistum og fylgifiskum þeirra takist að lama samskipti íslendinga vjð ‘Bandarikin. En það vantar í umræður og ályktan- ir Sjálfstapðisflokksins, hver á að vera forsendan fyrir varnarsam- vinnu hér á landi og af hvaða toga hún er spunnin, og hvert ber að stefna af islendinga hálfu í þeim efnum. Það dugir ekki að hrópa „Gísli, Eirikur, Helgi, faðir vor kallar á kútinn '. Eða Norðmenn, Danir eða einhverjir aðrir segi þetta eða hitt, heldur hver er skoðun islendinga í þessum mál- um, og sér í lagi þeirra, sem and- vígireru hráskinnsleik núverandi rikisstjórnar. Og vinna með þeim hætti traust þjóðarinnar í hinu mikla máli. Samþjöppun pólitisks valds í Reykjavfk hefur sjaldan verið óhugnanlegra en nú, þar sem flokksvélarnar og fjölmiðlar eins og sjónvarp og útvarp vinna sam- an leynt og ljóst að halda slíku kerfi í gangi. Það hafa að vísu æði margir orðið gegnsæir í sjónvarp- inu, það er bót f máli. Þau látálæti, sem voru höfð í frammi um frjálsræði i prófkjöri, er sett var á svið i stjórnmála- flokkunum fyrir síðustu kosning- ar, var mengað af afskiptum flokksfélaga, þar sem alls konar prelátar otuðu sínum tota. Það var því fangamark flokkanna, sem réð úrslitum um þá, er valdir voru víðast hvar. Þess vegna breikkaði svið stjórnmálaflokk- anna ekki við þessa tilraun. Til þess að slíkt mætti verða þarf að heyja forkosningar, þar sem menn sýni hæfni sína og síðan velji kjósendur þá, sem þeim fell- ur bezt í geð. Nú eru forystumenn flokkanna áhyggjufullir út af þeim þunga, sem þrýstir á utan af landsbyggð- inni um, að stjórnmálabarátta þjóðarinnar renni í þá farvegi, er séu í samræmi við baráttu fólks- ins um byggðarlög sín, og sam- ræmdur verði stuðningur samfé- lagsins við atorkuna og atvinnu- lffið, svo að byggðir fólksins um allt Island þróist við eðlileg skil- yrði. En snúið verði frá þeirri óheillabraut aðstefna megin fjár- magni og aðstöðu þjóðarinnar að einum farvegi á Faxaflóasvæðið, þar sem það er þvingað upp á móti brekkunni. Slík starfsemi leiðir af sér ófyrirsjáanlegar efna- hagslegar þrengingar og rótleysi, er ekki verður læknað með með- ulum eins og þeim, að rfkið ausi milljónum i skrifstofuhald fyrir þingflokkana, til tækniaðstoðar við þingmenn, sem eru launaðir allt árið með ýmsum fríðindum og með glóandi símann í hendinni greiddan af ríkisfé. Er verið að gera þingið að brúðuleikhúsi með þessum hætti? En út yfir tekur, þegar 30 þing- menn samþykktu á alþingi fyrir jólin yfir 30 milljón króna fram- lag til dagblaðanna, sem flytja oft gjaldþrota pólitík. Þess skal getið, að sjálfstæðismenn á þingi og ein- hverjir með þeim greiddu at- kvæði á móti þessu tiltæki og rit- stjórnargrein í Moi'gunblaðinu mótmælti siðleysinu. Ef það siðferði á að gilda, að menn nenni ekki að vinna sig upp á vettvangi stjórnmálanna með öðrum hætti en vera keyrðir áfram af flokksvaldinu og mataðir af ríkisvaldinu sem viljalaus verkfæri, er ekki von um breytingar til batnaðar í stjórnmálastarfi á íslandi. Þess vegna þarf að brjóta mann múr skammsýni og forrétt- inda, sem þessu veldur, svo að unnt sé að ganga um á víðum velli og berjast heiðarlegri baráttu um stjórnmálahæfni og þýðingu hennar fyrir fólkið í landinu. Samfélagið mætti gjarnan verð- launa slíka starfsemi, þegar hún sýndi sig í verki. Við lifum á örlagastund og miklum tímamótum í lifi þjóðar- innar og verðum því að gera upp hug okkar, hvernig bezt verður fyrir komið lífi okkar og starfi í þessu landi. Við erum svo heppn- ir, íslendingar, að vera í samfé- lagi sterkustu og mestu lýðræðis- þjóða veraldar með tryggar sam- gönguleiðir til tveggja heimsálfa, þar sem félagsþjóðir okkar búa. Það má því ekki koma fyrir, að skammsýn stjórnmálaöfl og ósvíf- in niðurrifsöfl kommúnista nái fram þeirri fyrirætlan að koma höggi á samskipti íslendinga og Bandaríkjamanna, sem tryggja með varnarsamvinnu sinni og öðr- um samskiptum þá sameiginlegu heild, er Atlantshafssáttmálinn markar. Það eru þvi stórbrotin verkefni, að íslendingar skilji sinn vitjunartíma og skapi órofa samstöðu um þá utanríkisstefnu, sem hér hefur verið drepið á, ef við viljum halda velli, sem þjóð í þessu sérstæða landi. 6. jan. 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.