Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 11
/> ► MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1974. 11 L4UG4RD4GUR 2. febrúar 1974 17.00 Iþróttir Meðal efnis i þættinum er mynd frá fyrstudeildarkepn- inni í handknattleik og mynd úr ensku knattspyrnunni. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska f jolskyldan Bandarískur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. FÖSTUDKGUR 1. febrúar 1974 20.50 Ugla sat á kfisti Skemmtiþáttur með tónlest og léttu efni af ýmsu tagi. 1 þessum þætti er rifjuð upp saga „rokksins“ á árunum 1954—60. Meðal gesta þáttar- ins eru Lúdó-sextettinn og KK-sextettinn. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að Heiðargarði (High Chaparral) Nýr, bandarískur kúreka- myndaflokkur. 1. þáttur. Fyrirheitna landið Aðalhlutverk Leif Ericson og Cameron Mitchell. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.00 JassForum Norskur músíkþáttur, þar sem Clark Terry og hljóm- sveit hans flytja vinsæl jass- lög. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok 21.50 Alþýðuveldið Kfna Brezkur fræðslumyndaflokk- ur um þjóðlíf og menningu í Kínaveldi nútímans. 4. þáttur. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. 22.15 Leitin (The Search). Bandarísk bíómynd frá árinu 1947. Leikstjóri Fred Zinneman. Aðalhlutverk Montgomery Clift. Þýðandi Bríet Héðinsdóttir. Myndin gerist í heims- styrjöldinni siðari. Tékkneskur drengur verður viðskila við fjölskyldu sína. Honum er komið fyrir á barnaheimili, en þaðan strýk- ur hann, og allir álíta að hann hafi drukknað. Þessar fréttir berast móður hans, en hún neitar að trúa þeim og tekur að leita barnsins. 23.55 Dagskrárlok Athyglisvert leikrit frá BBC verður á dagskrá á mánndág um drykkjusjúka útigangskonu — fjallar HVAÐERAÐ HEYRA? Á sunnudag kl. 2 er á dagskrá útvarpsins þátturinn Dagskrárstjóri i eina klukkustund, og þar ætlar Einar Ágústson utanríkisráðherra að velja sér efni. „Ég hyggst hafa þetta töluvert blandað efni," sagði Einar þegar við slógum á þráðinn til hans. „Það verður allmikið af tónlist og þar inn ! verður fléttað upplestrarefni, svo sem Ijóðum og stuttum leikkafla úr Islandsklukkunni. En það er rétt að Einar Agústsson dagskrárstjóri taka það fram, að ég hef ekki haft mikinn tíma til að sínna þessu og raða efninu saman, en allt er það eitthvað, sem mér er kært eða hugstætt " Sem sagt — hér fá útvarpshlustendur ofurlitla vitneskju um, hvar utanrikisráðherra leitar athverfs, t»9ar hugur hans er ekki bundinn stjórnmálavafstri og utan- ríkismálum Á þriðjudag kl. 22.15 hefst svo flutningur á verki Hrafns Gunn- laugssonar — Morðbréfum K. Lax- dals, og er ekki að efa, að mörgum mun finnast það forvitnilegt áheyrn- ar. Sagan birtist sem kunnugt er ! Lesbók Morgunblaðsins ekki fyrir löngu — „en það var aðeins fyrsta útgáfan af henni," sagði Hrafn okk- ur. „Ég samdi hana upphaflega sem skáldsögu, en ætlaði mér alltaf að vinna þetta efni betur. Eftir þvi sem að á leið. fann ég, að það myndi henta langbezt til útvarpsflutnings. Sagan gerist nefnilega að vérulegu leyti ! skemmtanalífi Reykjavikur, Þetta bauð þess vegna upp á þann möguleika að fara á skemmti- staðina og ná umhverfinu inn á band til að hafa bakgrunninn Þetta gerði ég, fór aðallega i Klúbbinn og átti þar samtöl við dyraverði og þjóna, jafnvel fólk að skemmta sér og eins náði ég inn á bandið tölu- verðu af samtölum, sem áttu sér þar stað milli fólks. Þannig verður þetta blanda af skáldsögu og lifandi upp- töku. Fyrir bragðið verður flutningurinn eins konar eintalsleikrit Rúrik Har- aldsson les og leikur Margeir sjálf- an, en auk þess fékk ég tvo menn til að lesa grunnþættina með honum. Margeir er lika með skít ! alls konar fína menn í þjóðfélaginu, svo að ég gekk á fund viðkomandi manna og fékk þá til andsvara gegn ásökunum Margeirs Þessu er einnig fléttað inn i flutninginn ” Hrafn sagði, að hann hefði farið á þessa braut i þvi skyni að brjóta upp þetta fastskorðaða lesform, sem yfir- leitt tiðkaðist, en hann tók fram, að þessi aðferð væri ekki hans hugar- smíð heldur sótt til útlanda Sjálfri sögunni er umturnað frá þvi að hún birtist i Lesbókinni á sinum tima, en grunnhugmyndin er eftir sem áður hin sama — litli maðurinn, sem er að kikna undan þessari firringu borgarlifsins. Reykjavikur, sem er óðum að fá á sig yfirbragð stórborg- ar. Honum finnst hann ofurseldur einmanaleikanum. og tekur þá upp á þvi að senda sjálfum sér hótunar- bréf. Þannig öðlast lif hans tilgang að nýju. „Hugmyndin að sögunni er frábær, ég fer ekki ofan af þvi," sagði Hrafn ennfremur. „Hitt er svo annað mál, að ég er ekki orðinn nógu þroskaður rithöfundur til að valda henni nógu vel, það finn ég sjálfur. En mér á vonandi eftir að fara fram—ogeftir svo sem tutt- ugu ár — hver veit nema maður taki þá aftur til við þessa hugmynd, og vinni þá úr henni upp á nýtt." í þessari viku hefjast einnig iýsingar Jóns Ásgeirssonar frá Islandsmótinu i handknattleik. Á sunnudag lýsir hann þannig kafla úr leik Vals og Vikings og lýsir siðari hálfleik úr leik Ármanns og FH. Jón verður siðan aftur á ferðinni á miðvikudag — strax eftir tiufréttir — siðan aftur sunnudaginn 3. febrúar, sunnudaginn 10. febrúar i Hrafn Gunnlaugsson með morðbréfin hans Margeirs Hafnarfirði, og 16. febrúar lýsir hann leik ÍR og Þórs norður á Akur- eyri Upp frá þvi verður iýst flest alla keppnisdaga. Engir standa Jóni Ásgeirssyni framar í handknattleikslýsingum, og er óhætt að fullyrða, að rnikið verður á þær hlustað. Við spurðum Jón, hvernig hann byggi sig undir þessar lýsingar sinar. „Ég hef verið að þvi allt frá þvi að deildarkeppnin hófst," svaraði Jón, „með því að fylgjast með eins mörgum leikjum og mér hefur verið kostur — til að kynnast leikaðferð- um liðanna Eins með persónu- legum viðtölum við leikmenn og þjáfara. Einnig verður maður að búa sig undir hvern leik sérstaklega — Jón Asgeirsson byrjar lýsingar frá fslandsmótinu með punktum um fyrri leiki liðanna og upplýsingum um leikmenn. „En er hann aldrei haldinn skrekk fyrir leiki?" „Jú, það kemur fyrir — einkum í deildarleikjunum, þegar lélegur leikur er fyrirsjáanlegur Það kemur miklu sjaldnar fyrir í lands- leikjum Annars hef ég verið blessunarlega laus við tauga- veiklun almennt, annars væri ég ekki i þessu," sagði Jón f útvarpinu er mikill fjöldi fastra þátta um ýmis efni, og eru þeir misgóðir, eins og vænta má. Þó er þar að finna tvo þætti, sem mér finnst ávallt jafn sárt að missa af — annar er myndlistarþáttur Gylfa Gfslasonar f skfmunni, hinn er tónlistarþáttur Guðmundar Jónssonar, pfanóleikara — Manstu eftir þessu. Gylfi komst auðheyranlega f hann krappann f næstsfðasta þætti — og honum var sannar- lega vorkunn, þvf að dauðari tfmi f myndlist hefur ekki kom- ið lengi — hann lenti í hinu mesta efnishraki. Minn maður bjarg sér þó af hreinni snilld út úr kreppunni og átti viðtal við kvikmyndalærling og fór á æf- ingu hjá Ijóðskáldum og djass- istum. Auðvitað er þetta ekki myndlist f þrengsta skilningi en það skiptir ekki máli, þvf að efnið var hið áheyrilegasta. Helzti kosturinn við þátt Guð- mundar Jónssonar er hins veg- ar fordómaleysið. Öll góð músfk á upp á pallborðið hjá honum og jafnvel hræði- legur söngvari á borð við Rebroff eða hvað hann nú heitir, fær þar að syngja sitt lag — svo fremi að lagið er fallegt. í þessum þætti ræður fjölbreytni í rfkjum og púrftanar verða að leita eitt- hvað annað eftir evrnayndi. GLUGG SJÓNVARPIÐ hefur að undan förnu sýnt lofsverða viðleitni til þess að gera átak i kvikmyndavali — fyrir miðvikudagskvöld og laugardagskvóld. Hafa margar ágætar myndir komið okkur fyrir sjónir á siðustu vikum, og á mið- vikudag bar það til tíðinda, að sýnt var ungverskt snilldarverk, sem aldrei hefur komið til sýninga hjá kvikmyndahúsum borgarinnar. Þvi miður verður þó að segja um þá mynd — og er ekki við þá sjónvarpsmenn að sakast — að hún naut sin ekki til hálfs innan takmarka skjásins. og fyrir bragð- ið fór einn helzti aðall hennar — frábær kvikmyndataka — að miklu leyti forgörðum. Enqin rós er þó án þyrna. Réttarhöldin i Núrnberg var dæmi gerður Stanley Kramer — dágóð afþreying, eins og flestar myndir hans, en Iftið meira þrátt fyrir óþrjótandi tækifæri. Kramer hefur löngum hagað seglum eftir vindi, flaðrað upp um rikjandi tizkustefn- ur hverju sinni — þvi að þar er peningavonin. Myndir hans hafa þannig oft og tiðum á sér yfir- bragð frjálslyndis og umburðar- lyndis en undir fögru skinni gin við áhorfandanum tilgerð og jafn- vel smekkleysi. Myndin um Núrn bergréttarhöldin var engin undan- tekning hvað þetta snerti, og eng- inn er öfundsverður að þvi hlut- skipti að skapa sannferðuga persónu úr hinum saklausa en al- vitra dreifbýlisdómara. Látum þetta duga um kvik- myndirnar og vikjum að leikritun- um. Það var engu likara en maður væri kominn á Edvard Munchsafn- ið i mánudagsleikritinu um Frakk- ann eftir Gogol og upplifði Ópið átján sinnum. Þarna sá maður gott dæmi um það hvernig klassisk saga öðlast nýtt gildi í kvikmyndabúningi, hvernig mynd- málið upphefur alþekktan texta og fær áhorfandann til að skynja upp- runalega verkið með nýjum hætti. Svei mér ef þetta er ekki það ánægjulegasta, sem ég hef séð til Rússans lengi, lengi Kvikmyndatakan i austur-þýzka framhaldsmyndaflokkinum Hvað nú, ungi maður? var einnig oft skemmtilega expressjónísk og þannig trú stemmningu efnisins. Að visu var þar viða málað með ýktum litum; meiri áherzla lögð á að draga fram stéttaandstæðurnar en að sýna hinn litilsmegandi mann ofurseldan kerfinu. Svo gátu þeir ekki stillt sig um að upphefja svolitið kommúnismann á kostnað kratanna — en það er nú þeirra söguskoðun og þeir um það. Hins vegar kom glöggt í Ijós i þessari mynd, að A Þjóðverjar eiga yfrið nóg af prýði- legum leikurum, sem héldu algerlega uppi heldur þung- lamalegum efnisþræði. En mestu máli skipti samt — þetta var hæfilega langur framhalds- myndaflokkur og væri gaman að fá fleiri slika sem viðast að. Þá er bezt að slá botninn i þetta með þvi að hnýta svolitið i sænska sjónvarpið. Mynd þessi um Nixon og fjölmiðlana var held- ur mögur og má það furðu sæta — þvi að af nógU var þar að taka. Að koma heim frá Bandarikjunum með þennan afrakstur. . . jæja, það yrði eitthvað sagt við okkar menn eftir slika frammistöðu. —- bv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.