Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1974 — Bækur og bókmenntir Ekið á kyrr- stæða bifreið FÖSTUDAGINN 25. jan., á tíma- bilinu kl. 09—17 var ekið á gul- brúna Moskvitch-bifreið, R-33273, þar sem hún stóð á stæði Lands- bankans að Laugavegi 77, norðan- vert við húsið. Báðar hurðir hægra megin voru dældaðar. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta iögregluna vita. — 3. herinn Framhald af bls. 1 verður einnig aflétt umsátrinu um Súezborg og þá 15 þúsund óbreytta borgara, sem þar eru. Mikil leynd hvílir yfir brott- flutningnum og fyrirskipaði Moshe Dayan landvarnaráðherra persónulega, að engum frétta- mönnum, hvorki innlendum né erlendum skyldi leyft að fylgjast með aðgerðunum. — Vissum ... Framhald af bls. 32 uðum við lúkarskappanum til þess að báturinn flyti áfram.“ „Hvar var gúmbjörgunarbát- urinn?“ „Við misstum hann, þegar eitt ólagið reið yfir bátinn. Einnig voru í lúkarnum björg- unarblys, sem við ætluðum að nota, en þegar við opnuðum og ætluðum að ná í þau, kom ann- að ólag og þá voru þau einnig horfin,“ sagði Hólmar Víðir Gunnarsson. „Hve lengi voruð þið svo á stefninu, sem eitt stóð upp úr?“ „Það hefur verið um klukku- stund," sagði Hólmar Víðir. „Okkur var skitkalt og leið illa, enda blautír. Það var erfitt að halda sér við bátinn, þegar brotin riðu yfir. Við gerðum okkur grein fyrir því, að við vorum dauðans matur og vor- um búnir að gefa upp alla von.“ „Nú, en svo birtist Viðir II skyndilega utan úr sortanum." „Já og við öskruðum og veif- uðum eins og við lifandi gátum, því að Víðir gat allt eins farið fram hjá. ÖII ljós frá vélinni höfðu að sjálfsögðu slokknað, en það varð okkur til bjargar, að Ijós logaði áfram í siglutopp- inum vegna rafstraums frá raf- geymunum. Þetta ljós sáu þeir á Víði, héldu vist fyrst, að um bauju væri að ræða, en fóru að athuga málið. Það var svo snar- ræði strákanna á Víði að þakka, að við erum á Iífi,“ sagði Hólm- ar Víðir. Þeir félagar voru svo fluttir í sjúkrahúsið i Keflavík, þar sem þeir dvöldust í nótt. Þeir voru talsvert þjakaðir eftir vosbúð- ina fyrst á eftir, en jöfnuðu sig fljótt og fengu að fara heim í morgunsárið í gær. Þeir tjáðu okkur, að báturinn hefði verið illa tryggður. Það yrðu kannski erfiðustu eftirstöðvar þessa at- burðar — „en einhvern veginn verðum við að fá okkur annan bát,“ sagði Hólmar Víðir Gunn- arsson um leið og við kvöddum þá félaga. — Varnarliðið Framhald af bls. 32 óeinkennisklæddir menn sæju um viðhald flugvélanna og gæzlu- lið annaðist umsjón mannvirkj- anna á Keflavikurflugvelli, sam- kvæmt skuldbindingum okkar við NATO. Hann sagði, að fjöldi þess- ara manna yrði að vera samnings- atriði við Bandaríkjamenn. Dagur Þorleifsson blaðamaður á Þjóðviljanum sagðí, að ísland yrði alls ekki herlaust land sam- kvæmt tillögu utanríkisráð- herra. I þeim fælust mjög áþekk- ar breytingar og þegar bandaríski flotinn tók hér við af flughernum, en þá hefði fækkað verulega í varnarliðinu. Ragnar Arnalds kvaðst ekki hafa skilið tillögur Einars Ágústs- sonar þannig, að hér yrði banda- rísk flugsveit staðsett. Þá væri Alþýðubandalagið þegar búið að segja nei. Geir Hallgrimsson vakti athygli á því, að þessir tveir talsmenn stjórnarflokkanna túlkuðu tillög- ur utanríkisráðherra ekki á sama veg, þetta væri sama sagan og áður hjá stjórnarflokkunum, og þannig væri farið með veiga- mestu öryggismál þjóðarinnar. Hörður Einarsson lögfræðing- ur, sagði, að það væri megínatriði, að öryggi Islands yrði tryggt áfram, og hvort sá liðssafnaður, sem væri á Keflavíkurflugvelli, fullnægðí þeim tilgangi. Næst kæmu svo skuldbindingar við aðr- ar þjóðir og NATO. Aðspurður sagði Einar Ágústs- son, að það væri rétt, að N'orð- menn hefðu lýst nokkrum áhyggj- um vegna nugsanlegrar brottfar- ar varnarliðsins. „Það ■ er vissulega lesið, sem kemur frá Norðmönnum,“ sagði utanrikis- ráðherra. Suður-vietnamskur tundurspillir með nokkra slagsíðu kemur inn í höfnina i Danang, nokkuð skemmdur eftir harða sjóorrustu við kfnversk herskip við Parcel-eyjar. í orrustunni var sökkt einu kfnversku herskipi og öðru vietnömsku og auk þess urðu skemmdir á nokkrum öðrum skipum, sem þátt tóku f orrustunni. — Staðreyndir Framhald af bls. 2 einungis vegna þess á hvern hátt þær voru fram settar. Þessari ákvörðun áfrýjaði Björn Th. Björnsson til útvarpsráðs með bréfi 31. desember, svo sem ég hafði mátt vænta, og í tilefni þess gerði útvarpsráð svohljóðandi ályktun á fundi sínum 7. þessa mánaðar: „Utvarpsráð lýsir sig samþykkt þeirri ráðstöfun Jóns Þórarins- sonar að nema burt úr Vöku 29. f.m. gagnrýni Björns Th. Björns- sonar á jóladagatali Umferðar- ráðs og Sjónvarpsins, ekki vegna efnislegrar gagnrýni, heldur vegna orðfæris. Utvarpsráð getur ekki fallist á, að menningargagn- rýni Vöku sé þröngur stakkur skorinn, þótt slíkt orðfæri sé ekki notað. Samþykkt einróma". 25. janúar 1974. Jón Þórarinsson, dagskrárstjóri. Framhald af bls. 16 skipa þurfti fimm manna nefnd til þess að semja úthlutunar- reglur, þurftu bæði hægri menn og vinstra liðið að fylgja málinu eftir sér til pólitísks ávinnings. Svava og Gunnar vöru sett í nefndina. Þau voru bæði önnum kafin á þingi s.l. vetur og í sumar á ferð og flugi heima og erlendis. Nefndin lauk þvi ekki störfum í tæka tíð. Þegar árið var nærri liðið og rithöfundar orðnir æði lang- eygir eftir pening sínum, var gripið til þess ráðs að skipa í úthlutunarnefndina þrjá háskólamenn á góðum aldri, en líklega betur að sér um skoð- anir ritdómara á rithöfundum en verkum höfundanna. Umsóknarfrestur rann út 10. des., og fimm dögum siðar hafði nefndin lokið störfum, enda var henni ekki ætlaður lengri timi. Ég ætla ekki að tala um útkom- una núna. En hverjir eiga að njóta þessara peninga, sem hér um ræðir? Mitt svar er þetta: Fyrst og fremst þeir, sem unníð hafa kauplitið eða jafnvel gefið með sér sem rithöfundar, bæði þeir sem selja nú handrit fyrir gott verð og eins hinir er litið bera úr býtum. Ennfremur efnilegir nýliðar. En um þetta þarf að setja reglur, — og nefnd sú, sem menntamálaráðherra skipaði, hefur ekki lokið störfum. Kröfur manna um skiptingu þessa fjár í samræmi við bókaverð og seldan eintaka- fjölda eru byggðar á furðu- legum misskilningi á eðli málsins. Höfundar jólagjafa- bókanna eru að sjálfsögðu mis- jafnvel vandvirkir menn, en margir þeirra eru beinlánis, vit- andi vits eða af vanþekkingu að vinna hörmulegóþurftarverk. Oft fara þeir illa með eFni, sem aðrir trúa þeim fyrir og skilja eftir svöðusár sem seint gróa. Þeir eru líka oft að skemma smekk almennings og vinna spjöll á tungunni. — Svo er sú hlið, er snýr að öðrum rithöf- undum, þeim sem vanda sig. Þeir verða að gera töluverðar kröfur til útgefanda um ritlaun. Gervirithöfundarnir gera sig vinsæla hjá útgef- endum og kröfulitlum lesendum með tvennu móti; skrifa eins og fólk vill láta skrifa fyrirsig.sættasigviðþá þóknun sem útgefendur teíja sig geta borgað. Hvað myndu hinar ýmsu stéttir þjóð- félagsins segja, ef menn færu inn á vettvang þeirra og byðu þjónustu sína fyrir lítið eða ekkert, og heimtuðu svo jafnvel hlúta af kaupi þeirra í ofanálag? Ætli einhverjum þætti ekki súrt í broti. Eðli- legast væri að rithöfundar fengju lágmarksgreiðslu fyrir afhent handrit. oe síðan ákveðinn hundraðshluta af verði seldra bóka. En þetta eru auðvitað peningar, sem útgef- endur eiga að borga. Jón úr Vör. — Alþingi Framhald af bls. 14 hefur orkumálaráðherra fram til þessa ekki veitt heimild fyrir Svartárvirkjun, né heldur virkj- un í Fljótaá. Og engar horfur eru á, að hann veiti slíka heimild, nema skv. beinum fyrirmælum Alþingis.“ Þá er rakið, að disilorkuvinnsla muni hafa verið á Norðurlandi vestra sem svarar 10 milljónum kílóvattstunda. Miðað við núver- andi olíuverð, sem sé kr. 8,80 á lítra, nemi þessi kostnaður 27 milljónum kr. Þar við bætist gæzlukostnaður og margháttuð vinna við dísilorkuvinnsluna. Ef olíuverð hins vegar tvöfaldist, eins og nú sé spáð, sé hér um að ræða 54 milljónir kr„ sem sé rúm- lega helmingur af virkjunar- kostnaði við Fljótaá og nær þriðjungur af virkjunarkostnaði Svartár. Hagkvæmnin við virkjanirnar sé þvi augljós. KRISTNIBOÐSVIKA í HAFNARFIRÐI HIN ÁRLEGA kristniboðsvika í Hafnarfirði verður haldin í húsi KFUM og K við Hverfisgötu þar í bæ dagana 27. febr. til 3. marz. Kristniboðið fslenzka í Konsó í Eþíópíu verður kynnt í máli og myndum. Kynninguna annast einkum kristniboðarnir Ingunn Gfsladótt- ir hjúkrunarkona og hjónin Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson, svo og Gunnar Sigur- jónsson guðfræðingur, en hann er nýkominn heim úr kynnisför til Konsó. Þá verða fluttar stuttar hugvekjur, og tekur m.a. ungt fólk til máls. Mikil áherzla verður lögð á söng, bæði einsöng og kór- söng, og einnig syngja hópar ungs — Njósnahringur Framhald af bls. 15 lýsingar um athæfi þeirra frá Bandaríkjunum. Þeir voru hins vegar ekki fangelsaðir og haft var hljótt um málið. Frolik segir, að tékkneska leyniþjónust- an hafi náð sambandi við þing- mennina fljótlega eftir 1950 og þeir hafi veitt mikilvægar upplýs- ingar um varnir landsins, stefnu stjórnarinnar í innan- og utan- rikismálum og innri starfsemi verkamannaflokksins. fólks. Efni fyrstu samkomunnar, sunnud. 27. jan., verður þetta: Þrjú ungmenni segja nokkur orð, æskulýðskór KFUM og K syngur og sr. Frank M. Halldórsson talar. Einnig verður mikill almennur söngur. Á mánudagskvöld mun Ingunn Gísladóttir sýna myndir frá Konsó, en Arngrfmur Guð- jónsson og Gunnar Sigurjónsson flytja hugvekjur. Þórður Möller syngur einsöng. — Samkomur kristniboðsvikunnar eru ætlaðar ungum og gömlum, og eru allir velkomnir. Fréttatilkynning. ----------------- — Giftusamleg Framhald afbls. 32 að ná síðasta manninum um borð sökk Skálafellið við skutinn á okkar bát.“ Kristinn kvað talsvert hafa ver- ið af þeim þremenningum dregið — einn þeirra hefði að vísu verið sæmilega á sig kominn, en þeir Víðismenn hefðu hins vegar átt í erfiðleikum með að ná þriðja manninum inn, þar sem hann var svo þjakaður. Var sá einu sinni búinn að fara í sjóinn, en félagar hans höfðu náð honum og dregið upp aftur. Eftir að Vfðir kom á staðinn náði þessi maður í línu frá bjarghringnum og var þannig dreginn inn. Þá er það til marks um þá guðslukku, sem hér var á ferðinni, að Viðir II var síðasti báturinn inn til Sandgerðishafn- ar. Kristinn skipstjóri er aðeins 22 ára að aldri, og tók hann við Víði II nú um áramótin. Er þetta jafnframt fyrsta úthald hans sem skipstjóra, eins og fyrr greinir. Kristinn sagði að lokum í samtal- inu við Morgunblaðið, að hann vildisérstaklega þakka stýrimanni sínum og skipverjum í brúnni mikla aðgæzlu, sem orðið hefði mönnunum þremur til lífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.