Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1974
21
Nýlega féll undirréttar-
dómur í máli því, sem Þor-
geir Þorgeirsson höfðaði
gegn ritstjórn Morgun-
blaðsins. Hefur Morgun-
blaðið ákveðið að áfrýja
ekki dómnum og Þorgeir
Þorgeirsson hefur tjáð rit-
stjóra blaðsins, að hann
muni heldur ekki áfrýja.
Eru dómsforsendur og
dómsorð þar af leiðandi
birt hér í heild skv. fyrir-
mælum dómsins.
1.0.
1. 1. Mál þetta er höfðað með
stefnu, birtri 12. desember 1972.
Munnlegur málflutningur fór
fram 13. desember 1973 og var
málið dómtekið að honum lokn-
um. Sáttatilraunir dómsins hafa
reynst árangurslausar.
Stefnandi máls þessa er Þorgeir
Þorgeirsson, Vonarstræti 12,
Reykjavík. Stefndu eru Eyjólfur
Konráð Jónsson, Matthías Jo-
hannessen og Styrmir Gunnars-
son, allir ritstjórar Morgunblaðs-
ins, með starfstofu að Aðalstæti 6,
Reykjavik.
Mál þetta er höfðað út af um-
mælum um stefnanda, en ummæli
þessi birtust í nafnlausri grein á
bls. 2 í 266. tölublaði 59. árgangs
Morgunblaðsins hinn 21. nóvem-
ber 1972. Greinin birtist undir
fyrirsögninni „Róður kostaði 850
þús krónur“, en sjálf greinin
hljóðar svo:
„Kvikmyndin Róður, sem Þor-
geir Þorgeisson tók og var sýnd í
sjónvarpinu sl. föstudagskvöld,
kostaði 850 þús. kr., en sjávarút-
vegsráðúneytið kostaði gerð
myndarinnar. Myndin var 15
mínútur og fjallaði um róður með
bát. Sjávarútvegsráðuneytið lét
kosta gerð myndarinnar til þess
að kynna málstað islendinga í
landhelgismálinu.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Má Elísson fiskimála-
stjöra og spurði hvort Fiskifélag
íslands hefði styrkt gerð myndar-
innar. Már sagði, að Fiskifélag
Íslands hefði einu sinni styrkt
gerð kvikmyndar, en aldrei feng-
ið myndina, en „slikt styrkjum
við ekki“, sagði hann um kvik-
myndina Róður. Taldi hann að
fiskimálasjóður hefði styrkt þá
mynd með rikinu. Kom i ljós að
600 þús. kr. voru greiddar til
myndarinnar úr fiskimálasjóði að
tilhlutan sjávarútvegsráðuneytis-
ins og ríkið borgaði 250 þús. kr.
Myndin var tekin í línuróðri á
hálfum degi og enginn texti var
lesinn með myndinni."
Stefnandi gerir þessar kröfur í
málinu:
a) Að ummæli þau, sem aðofan
eru rakin, verði dæmd ómerk.
b) að stefndu verði dæmdir í
þyngstu refsingu, sem lög leyfa,
fyrir birtingu ummælanna.
c) Að stefndu verði dæmdir in
solidum til að greiða stefnda kr.
500.000,00 í bætur fyrir ófjárhags-
legt tjón samkv. 264. gr. almennra
hegn'ingarlaga og fyrir beint tjón
samkvæmt almennum reglum
með 7% ársvöxtum frá 21. nóvem-
ber 1972 til greiðsludags.
d) að stefndu verði með dömi
skyldaöir til að birta forsendur og
niðurstöðu dóms í máli þessu i 1.
eða 2. tölublaði Morgunblaðsins,
sem kemur út eftir birtingu dóms-
ins fyrir stefndu.
e) Að stefndu verði in solidum
dæmdir til að greiða stefnanda kr.
25.000,00 til að standast kostnað
af birtingu dóms í máli þessu í
opinberu blaði eða riti, einu eða
fleiru.
f) Að stefndu verði dæmdir til
að greiða stefnanda hæfilegan
málskostnað að mati dómsins.
Stefndu krefjast þess, að verða
sýknaðir af öllum stefnukröfun-
um og að þeim verði dæmdúr
hæfilegur málskostnaður úr
hendi stefnda að mati réttarins.
2. 0.
2. 1. Málsatvik eru þau, að 30.
desember 1971 gerðu stefnandi
annars vegar og sjávarútvegs-
ráðuneytið í samráði við Fiski-
málasjóð hins vegar samning um
að framleiða kvikmynd, sem
fjalla skyldi um vetrarvertíðar-
róður í einhverju hinna stærri
verstöðva landsins og greina á
sannsögulegan hátt frá lífi og
starfi sjómanna. Samkvæmt
samningi skyldi lengd myndar-
innar vera 15 mínútur og hún
gerð á litfilmu með tali og tónum.
Fyrir gerð kvikmyndarinnar átti
sjávarútvegsráðuneytið að greiða
kr. 850.000,00, en stefndi átti að
afhendá ráðuneytinu, til eignar
og án sérstakrar greiðslu, eitt ein-
tak af kvikmyndinni fullunninni,
með skilmálum, sem nánar er
kveðið á um í samningnum.
Stefnandi ritaði greinargerð til
sjávarútvegsráðherra, dags. 20.
október 1972, um gerð kvikmynd-
arinnar. Kemur þar m.a. fram, að
í marzlok hafi myndatöku verið
að mestu lokið. Sjálf myndatakan
hafi tekið um það bil 5 vikur og
hafi öll farið fram um borð í línu-
bátnum Freyju GK 110 og við
bryggju í Sandgerði. Farið hafi
verið í velflesta róðra þann tíma,
en gæftir hafi verið fremur stop-
ular. Tilklipping myndarinnar
hafi tekið um það bil hálfan mán-
uð og hafi það verk gengið að
áætlun. Hins vegar hafi komið
upp vandamál við að klippa til
hljóðið og samhæfa það mynd-
ínni. Hafi það verk að lokum farið
fram i Kaupmannahöfn og var
byrjað á því verki um miðjan
ágúst 1972. Þá segir, að fyrsta
„kopia“ hafi verið tilbúin um
mánaðamótin ágúst/september,
svo sem kveðið hafi verið á um i
samningi. Ennfremur segir i
greinargerð þessari, að hin end-
anlega kvikmynd hafi verið 5
mínútum lengri en umsamið
verk, þ.e.a.s. 20 mimútur. A hljóð-
bandinu séu einvörðungu
„effektar'* en enginn talaður
skýringartexti.
Af skjölum sést, að 13. desem-
ber 1972 birtist í Morgunblaðinu
grein undir fyrirsögninni „stað-
festir fregnina, en stefnir samt.“ I
þessari grein er fyrst endurtekin
fyrrnefnd grein i Morgunblaðinu
frá 21. nóvember 1972, siðan eru
rakin nokkur atriði úr stefnu i
máli þessu, en síðan segir: . ..
„Eins og sjá má af þessum tilvitn-
unum viðurkennir Þorgeir Þor-
geirsson að hafa fengið greiddar
frá ríkinu 850 þús. kr. fyrir gerð
nefndrar kvikmyndar. Hann hef-
ur þannig staðfest meginefni
fréttarinnar. Eftir stendur að
visu það atriði, að myndin hafi
verið tekin „í línuróðri á hálfum
degi". Ef fleiri ferðir en ein hafa
verið farnar til að taka mynd
þessa, er Mbl. ljúft að leiðrétta
það og biðjast afsökunar. En ekki
fullyrðir kvikmyndagerðarmaður-
inn þó, að svo sé. Hitt er ljóst, að
einhver vinna hlýtur að hafa
verið fólgin i þvi að klippa mynd-
ina og ganga frá henni og það vita
allir . . .“
Loks birtist grein i Morgunblað
inu 8. febrúar 1973 undir fyrir-
sögninni „Málaferli um róður",
þar sem segir: „Eins og greint
hefur verið frá hér í blaðinu, hef-
ur Þorgeir Þorgeirsson, kvik-
myndagerðarmaður, stefnt rit-
stjórum Morgunblaðsins vegna
fregnar, sem birtist um kvikmynd
hans, „Róður", 21. nóvember sl. í
skjölum þeim, sem hann hefur
lagt fram í málinu kemur fram, að
allt er rétt, sem i nefndri frétt
stóð, að undanskildu því, að
myndin hafi verið „tekin i línu-
róðri á hálfum degi“, eins og segir
í niðurlagi fregnarinnar.
í grein í Morgunblaðinu hinn
13. desember s.l. segir um þetta
mál: „Ef fleiri ferðir en ein hafa
verið farnar til að taka mynd
þessa, er Mbl. Ijúft að leiðrétta
það og biðjast afsökunar, en ekki
fullyrðir kvikmyndagerðarmaður-
inn þó, að svo sé.“
Nú hefur komið fram i greinar-
gerð, sem Þorgeir Þorgeirsson
hefur sent sjávarútvegsráðherra
og lögð er fram i málinu eftirfar
andi: „I marzlok var myndatöku
þó að mestu lokið eins og samn-
ingar kváðu á um, en línubátur-
inn Freyja GK 110 varð að lokum
fyrir valinu. Freyja reri frá Sand-
gerði á seinustu vetrarvertíð með
6 manna áhöfn. Sjálf myndatakan
tók um 5 vikur og fór öll fram um
borð í bátnum sjálfum og við
bryggju í Sandgerði. Farið var í
velflesta róðra þann tíma, en
gæftir voru fremur stopular.
Morgunblaðið vill ekki
vefengja, að hér sé rétt frá skýrt
og biður því afsökunar á þessu
mishermi, eins og það hafði áður
boðist til að gera. Ritstj."
Stefnandi málsins hefur komið
hér fyrir dóm og gefið aðilda-
skýrslu. Þar segir hann m.a.,
að þann morgun, sem hin
umdeilda grein birtist í morg-
unblaðinu, hafi hann verið
heima á skrifstofu sinni. Á
tiltölulega skömmum tíma
hefðu 3 eða 4 aðilar hringt í
sig og greint sér nokkurn veginn
frá sama erindi, sem hafi verið að
segja sér, að í Morgunblaðinu
væri grein um sig og sín verk, og
þar kæmi fram, að hann, stefn-
andi, hefði svikið fé út úr opinber
um aðilum og þar að auki tekið að
sér verk fyrir Fiskifélagið, sem
hann, stefnandi, hefði aldrei skil-
að. Við lestur greinarinnar kveðst
stefnandi hafa furðað sig á því,
nánast öll atriði, sem fram hafi
verið tekin I fréttinni voru röng
og þannig, að til verri vegar var
snúið. Ennfremur, að fréttamað-
urinn hefði ekki leitaðupplýsinga
hjá neinum, sem málið kom bein-
línis við, þ.e. hvorki hann sjálfan
né Sjávarútvegsráðuneytið, held-
ur hjá hinum og þessum óviðkom-
andi aðilum. í aðildaskýrslúnni
segir stefnandi, að sér hafi fund-
ist einsýnt, að þessi grein birti
það neikvæða og ranga mynd af
sinum störfum, að örvænt væri
um framtíðarmöguleika sina á
þessu starfssviði, nema greinar-
góð leiðrétting fengist i blaðinu.
Kveðst hann þvi hafa hringt í
fréttastjóra Morgunblaðsins,
Björn Jóhannsson, þá strax um
morguninn, og innt hann eftir,
hvaða blaðamaður hefði skrifað
greinina, þar eð sér hafi leikið
hugur á að biðja þennan blaða-
mann að leita sér haldbetri upp-
lýsingar og birta leiðréttingu á
missögnum. Fréttastjórinn hafi
greint sér frá þvi að nafn blaða-
mannsins gæti hann, stefnandi,
ekki fengið að vita og að frétta-
stjórinn tæki sjálfur ábyrgð á
fréttinni. í samtalinu kveðst
stefnandi hafa sagt fréttastjóran-
um, að rangt væri farið með nán-
ast öll atriði þessarar fréttaklausu
og einnig, að hann krefðist leið-
réttingar i blaðinu, þegar daginn
eftir, og að leitað yrði til réttra
aðila um upplýsingaöflun. Engin
leiðrétting hefði birst næsta hálf-
an mánuð. Segir stefnandi, að sér
hafi þótt einsýnt, að ekki væri
fyrir hendi vilji til að leiðrétta
þessa misfregnir. Kveðst hann því
hafa hafið málssókn út af þeim.
Eftir málssóknina hefði birst
klausa í blaðinu, sem stefnandi
kveðst telja ftrekun á meiðyrðum
frekar en leiðréttingu á þeim.
Kveðst stefnandi þar eiga við all-
an tóninn i greininni, þó sérstak-
lega þessa setningu: „Ef
fleiri ferðir en ein hafa verið
farnar . .."
í tilefni af fyrrgreindri klausu í
Morgunblaðinu þann 7. febrúar
1973 undir yfirskriftinni „Mála-
ferli um róður" sagði stefnandi,
að þar væri enn ítrekuð fyrr-
greind setning, „Ef fleiri ferðir
en ein hafa verið farnar ...“ og
stefnandi kvaðst líta á lokamáls-
grein umræddrar Morgunblaðs-
greinar sem meiðandi, en ekki
leiðréttingu.
í tilefni af bótakröfu hefur
stefnandi skýrt svo frá: „Atvinnu-
grein mín, kvikmyndagerð, á
mjög undir högg að sækja. Eg
óttaðist í upphafi, þegar jafn
óvinsamleg skrif birtust, að þau
mundu hafa alvarlegt áhrif á at-
vinnumöguleika mína. Ég hef
einnig orðið var við það sfðastliðið
ár, að svo hefur orðið. Smáatriði I
því efni hirði ég ekki að nefna að
sinni. Mér þykir nægja að geta
þess, að þetta ár, sem er að líða,
verður velta min i sambandi við
kvikmyndagerð um það bil einni
milljón krónum lægri en hún var
á síðata ári, enda þótt eðlileg
hækkun aðeins vegna verð-
hækkana, hafi verið um 30%.“
Már Elísson, fiskimálastjóri,
hefur gefið vitnaskýrslu hér fyrir
dómi. Hann sagðist halda, að í
aðalatriðum væri rétt eftir sér
haft í umræddri Morgunblaðs-
grein. Hann sagði það rétt, sem
kæmi fram í greininni, að Fiski-
félag íslands hefði áður styrkt
kvikmyndagerð um sild og loðnu-
veiðar, en sá styrkur hefði þó
ekki varðað stefnanda. Sagði vitn-
ið, Fiskifélag íslands hefði aldrei
fengið þá mynd. Vitnið kvaðst
hafa séð umrædda mynd, „Róð-
ur“, með öðru auganu i sjónvarp-
inu. Sagði vitnið, að slikar myndir
myndi Fiskifélagið ekki styrkja. I
þvi fælist ekki neinn dómur á
> listagildi myndarinnar „Róður"
heldur væri ástæðan sú, að Fiski-
félagið vildi aðeins styrkja heim-
ildarkvikmyndir. Kvaðst vitnið
þar eiga við kvikmyndir, sem
hefðu fræðslugildi og væru heim-
ild um það, sem var. Kvað vitnið
orðalagið: „Sh'kt styrkjum við
ekki“ ugglaust rétt eftir sér haft,
en hér hafi vitnið átt við, að um-
rædd mynd „Róður" væri ekki
heimildarkvikmynd og kveðst
vitnið hafa látið þessar skýringar
fylgja í viðtali við blaðamanninn,
þótt þess væri ekki getið í um-
ræddri Morgunblaðsgrein. Þá
sagði vitnið, að daginn eftir hefði
stefnandi málsins hringt i sig og
málið borið á góma. Kvaðst vitnið
hafa ítrekað framangreinda skýr-
ingu sína á þessúm ummælum.
Ennfremur kvaðst vitnið hafa
haft samband við einhvern blaða-
mann Morgunblaðsins og ítrekað
þessa skýrkingu sína.
Björn Halldór Þórarinn Jó-
hannsson, fréttaritstjóri Morgun-
blaðsins, gaf vitnaskýrslu hér fyr-
ir dóminum. Hann kvaðst ekki
hafa skrifað sjálfur hina um-
deildu grein í Morgunblaðinu.
Vitnið kvaðst hins vegar minnast
þess, að stefnandi hefði hringt i
sig út af fréttinni, eftir að hún
birtist. Hafi stefnandi verið held-
ur æstur og sagt, að greinin væri
röng. Kvaðst vitnið hafa spurt
stefnanda i hvaða atriðum greinin
væri röng, en stefnandi hefði
svarað því ti 1, að allt væri rangt í
greininni, án þess að tilgreina
nánar einstök atriði. Skýrði vitnið
svo frá, að það væri venja blaðsins
að leiðrétta greinar, ef bent væri
á, að rangt væri með farið, enn-
fremur að birta leiðréttingar, ef
þær bærust. Vitnið kvaðst ekki
hafa áttað síg á i hverju greinin
væri röng, en þó gert sjálfstæða
könnun á aðalatriðunum, þ.e.
hver greiddi gerð myndarinnar og
með hvaða fjárhæð og komist að
raun um, að þar væri rétt með
farið í blaðinu. Að öðru leyti
kvaðst vitnið ekkert hafa gert,
þar sem hann hefði ekki vitað,
hvað væri rangt i greininni og
engin leiðrétting hefði borist.
3. 0.
3. 1. Stefnandi telur ummæli á
ábyrgð stefndu sem ábyrgðar-
manna Morgunblaðsins sam-
kvæmt 15. gr. laga nr. 57/1956 og
telur hann ummælin varða við
234. gr„ 235. og 236. gr. almennra
hegningalaga og 11. gr. laga nr.
84/1933.
Varðandi ómerkingar- og refsi-
kröfu bendir stefnandi á, að
greinin í heild sinni ásamt fyrir-
sögn miði að því að miðla lesand-
anum því, að stefnandi hafi á sín-
um tíma fengið styrk frá Fiskifé-
lagi íslands til að gera kvikmynd.
Hafi Fiskifélagið átt að fá eintak
af myndinni, en stefnandi ekki
staðíð við það skilyrði. Stefnandi
hafi síðan fengið Sjávarútvegs-
ráðuneytið til að greiða sér
850.000,00. Við þetta hafi stefn-
andi ekki staðið, heldur hafi hann
tekið mynd um róður með línu-
bát. Þá sé sagt, að myndin hafi
verið tekin á hálfum degi og eng-
inn texti lesinn með myndinni.
Allt sé þetta rangt. Þá segi i grein-
inni, með orðalagi, sem ekki verði
misskilið, að Már Elísson, fiski-
málastjóri, hafi farið óvirðingar-
orðum um kvikmynd stefnanda
og hann sjálfan. Heldur stefnandi
þvi fram, að hinn ærumeiðandi
þáttur gangi í gegnum alla grein-
ina. Sé ljóst, að hún sé skrifuð af
illfýsi og ætlað það markmið eitt
að telja lesendum blaðsins trú
um, aðstefnandi kasti höndum til
verka sinna og vanefni að meira
eða minna leyti þær skyldur, sem
hann hafi tekist á hendur sam-
kvæmt samningi. Látið sé að því
liggja, að vinnuframlag hans til
umræddrar myndar sé því sein
næst hálfur dagur og fyrir það
taki hann kr. 850.000,00. Þá er
bent á, að greinin sé einnig röng í
öðrum atriðum. Þannig sé t.d.
rangt, að kvikmyndin hafi kostað
850 þúsund krónur, aðráðuneytið
hafi kostað gerð myndarinnar til
að kynna málstað íslendinga i
landhelgismálinu og að sýningar-
tími myndarinnar sé 15 minútur.
Birting greinarinnar sé augljós-
lega lagin til þess að koma í veg
fyrir, að stefnandi fái starfað á
starfsvettvangi sínum, kvik-
myndagerð.
Stefnandi telur uminælin refsi-
verð i heild sinni og við refsi-
ákvörðun verði að hafa i huga. að
hin ærumeiðandi ummæli séu
birt gegn betri vitund u«t htð
rétta. Miskabótakrafa stt'f.nand.a
er reist á 264. gr. og berrt er. át að
Framhald á bls.33.
Undirréttar-
dómur í máli
ÞorgeirsÞor-
geirssonar
gegn Morgun-
blaðinu