Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. JANÚAR 1974 29 ROSE~ ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 15 Mai'tin hélt heimleiðis með lest- inni klukkan 17,20. Ferðin tók fimm og hálfa klukkustund og hann var allan timann að vinna að bréfinu til Bandaríkjanna. Þegar hann kom til Stokkhólms var upp- kastið tilbúið. Hann var ekki alls kostar ánægður en þetta hlaut að duga. Til að flýta fyrir sér, tók hann leigubil á stöðina og vélrit- aði bréfið. Þegar því var lokið póstlagði hann það tafarlaust. Hann tók lestina heim til sin og mókti á leiðinni. Tíu dögum seinna lá svarbréfið frá Kafka á skrifborðinu hans. Hann kom auga á það um leið og hann kom inn úr dyrunum. Þegar hann var að klæða sig úr frakkan- um varð honum litið á sjálían sig í speglinum. Hann var fölur og ræfilslegur með bauga undir augunum og ástæðan var einfald- lega sú, að hann hafði legið í inflúensu s.l. viku og þar á ofan átt erfitt með svefn. Hann reif bréfið út, tók tvær skrýrslur upp úr umslaginu, bréf og auk þess örk með ýmsum almennum upp- lýsingum. Hann blaðaði forvitinn í þessu, en vann bug á þeirri löngun sinni að gleypa þetta í sig samstundis. Þess i stað fór hann inn í þýðingarstofuna og bað um að fá það þýtt strax og ljósritað i þremur eintökum. Hann gekk inn til Kolbergs og Melanders. Kolberg leit upp og sagði síðan þurrlega: — Hér lýsir frú Lise Lotte Jensen, 61 árs, þvi yfir við lögregluuna i Vejle, að þetta hafi verið yndisleg ferð, að kalda borðið hafi verið hreint dásam- legt, að það hafi rignt samfleytt i heilan sólarhring, að báturinn hafi tafizt eitthvað og að hún hafi orðið sjóveik eina nóttina. Samt var ferðin SVO yndisleg og allir farþegarnir voru SVO viðkunnan- legir. Hún man ekki eftir þessari SVO huggulegu stúlku á mynd- inni. Að minnsta kosti sat hún ekki við sama borð og þau, en skipstjórinn var afskaplega geð- felldur og maðurinn hennar segir, að það hafi verið alveg ómögulegt að sporðrenna öllum þessum góða mat, sem var á boðstólum. Veðrið var yndislegt, nema þegar rigndi. Þau vissu bara ekki, að Svíþjóð gæti verið svona falleg. Það vissi ég reyndar heldur ekki. Og þau spiluðu bridge obbann af tíman- um við SVO geðfelld hjón frá Suður-Afríku, Hoytshjónin frá Durban. Kojurnar voru dálítið þröngar, en það sakaði svo sem ekkert. — Er nokkur furða þótt maður elski Dani, sagði Kolberg. — Svona fólk, sem hefur þá náttúru, hvorki að sjá né heyra nokkurn skapaðan hræranlegan hlut. Lögreglustjórinn í Vejle undirskrifar skýrsluna og dregur þá skarplegu ályktun, að í fram- burði þeirra hjóna sé að líkindum ekkert, sem geti varpað ljósi á málið. — Og biddu nú við, vertu hægur, tautaði Melander. Eftir tíu daga vinnu hafði þeim tekizt að hafa upp á um tveimur þriðju hlutum allra þeirra, sem höfðu verið um borð i „Díö'nu“ I þessari ferð. Þegar hafði verið haft samband við um fjörutíu manns og i heild var eftirtekjan vægast sagt rýr. Af þeim sem höfðu verið yfirheyrðir hingað til, mundi enginn neitt annað um Roseönnu McGraw en að halda, að viðkomandi hefði kannski séð henni bregða fyrir einhvern tím- ann í ferðinni. Melander tók út úr sér pipuna og sagði. — Karl Áke Eriksson, sem var einn af áhöfninni. Hefur hann fundizt? Kolberg leit á listann sinn. — Kyndarinn. Nei, en við vitum talsvert um hann. Hann réð sig á finnskan vöruflutningadall fyrir þremur vikum. — Svo, sagði Melander. — Hanner tuttugu og tveggja ára. — Já, og hvað þýðir þetta ,,svo“? — Eg á að vita eitthvað um hann. Þú ættir lfka að muna það. En hann kallaði sig þó öðru nafni þá. — Þessi ófreskjahefur yfirnátt- úrulegt minni, sagði Kolberg í uppgjafartón við Martin. — Ég veit það. — Það rifjast upp fyrir mér, sagði Melainder. — Áreiðanlega. Mikið fjári er ég annars þreyttur, sagði Kol- berg. — Þú sefur of litið, sagði Mealander. Já, öldungisrétt. — Þú aettir að sofa meira. Eg sef átta tíma á hverri nóttu Stein- sofna um leið og ég legg höfuðið á koddann. — Hvað segir konan þin við því? — Ekkert hún sofnar meira að segja á undan mér. Stundum er- um við svo fljót að sofna, að okkur tekst ekki að slökkva ljósið áður. — Jæja, þannig er því að minnsta kosti ekki farið með mig. — Og hvernig stendur á þvi? — Eg veit það ekki. Get bara eKki sofnað. — Hvað segirðu? — Ég ligg og hugsa um hversu mikið afstyrmi þú ert. Kolberg fór að skoða póstinn. Melander sló úr pípunni og starði út i bláinn. Martin,. sem þekkti hann, vissi, að hann var að setja ný atriði á þetta óbirgðula minni sitt. Hálftima eftir að hann hafði fengið sér hádegisverð kom ein af stúlkunum með plöggin. Hann fór úr jakkanum, kastaði honum á stól og byrjaði að lesa. Bréfið fyrst. Kæri Marin. Ég held ég skilji, hvað fyrir þér vakir. Yfirheyrsluskýrslurnar, sem ég sendi þér, eru vélritaðar óbreyttar eftir segulhandi og hvorki orði breytt né þær styttar. Þú getur sem sagt sjálfur lagt dóm á þetta. Ég get sjálfsagt haft upp á fleiri, sem þekktu hana, ef þú heldur, að það komi að ein- hverju gagni. Ég vona og bið að þú hafir upp á þeim óþokka- gemlingi, sem myrti hana. Ég iæt fylgja með ýmsar upplýsingar, sem kynnu að koma að notum. Kveðja, Elmer. Hann tók fyrri skýrsluna og las: Yfirheyrsla yfir Edgar M. Mulvaney i Omaha, Nebraska 11. október 1964. Yfirheyrslunni stjórnaði Kafla fögregluforingi. Með honum: Ronney lögreglufull- trúi. Kafka: Þér eruð Edgar Monvure Mulvaney, 33 ára bú- settur hér I borg. Þér eruð verk- fræðingur og hafið unnið sem yfirmaour hjá Northern Electrie- al Corporation i Omaha. Er það rétt? Mulvaney: Já, það er rétt. K: Þér eruð ekki yfirheyrður eiðsvarinn og mál verður ekki höfðað gegn yður. Þér eruð hér eingöngu til að veita upplýsingar. Ég neyðist til að spyrja yður ýmissa mj-ög persónulegra spurninga, sem ég vænti að þér svarið, og ég fullvissa yður um, að ekkert af því verðurgert opinbert eða notað gegn yður, heldur farið með það sem trúnaðarmál. Ég get ekki neytt yður til að svara, en ég segi yður það umbúðalaust, að ef þér svarið öllum spurningum sem fyrir yður eru lagðar, getur það auðveldað okkur rannsóknina á morðinu á iloseönnu McGraw og ■ . ' ________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ . Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Nafn Handrita- stofnunarinnar vanhelgað II.II. skrifar: „Síðasti vetrardagur 1971 var eftirminnilegur dagur i siigu þjóð- arinnar. Að morgni þess dags sigldi danskt eftirlitsskip, fánum skreytt, inn á Reykjavíkurhöfn, og þúsundir Islendinga stóðu á hafnarbakkanum til að fagna kontu þess. Hvarvetna voru fánar við hún, sólskinið glampaði á björtum haf- fletinum og Esjan skartaði sínum sjðvetrarbúningi. Löngum útlegðarvetrum ís- lenzku handritanna var lokið. Dönsku ráðherrarnir gengu frá borði danska eftirlitsskipsins með Flateyjarbók og afhentu hana menntamálaráðherra íslands. Það var stór stund. Einhuga fagnaði þjóðin heim- komu handritanna og það var vor í hugum allra. Sá einhugur hefur jafnan síðan rikt um allt, sem viðkemur handritunum, og ekk- ert verið til sparað að búa sem bezt að þeim. Þar hafa allir lagt sitt af mörkum. Handritin hafa verið til svnis i Hanritastofnun Islands, og þang- að hafa tugþúsundir streymt til að mega þau augum lita. Þar hafa menn gengið til móts við fortíðina og sögu þjóðarinnar, sem er okk- ur öllum jafn nákomin. Dægurþras og flokkadrættir hafa verið þar utan dyra, og þar hafa menn dregið skó hversdags- leikans af fótum sér. En nú hefur skyndilega gerzt sá óheillaatburður, að nafn þessarar göfugu stofnunar hefur verið van- helgað. Svo ákafir hafa nokkrir starfsmenn þar gerzt í pólitískri þjónkun sinni, að þeir hafa ekki getað stilltsigumaðnota nafn stofnunarinnar til að gefa ákalli sínu aukið gildi. Slikt er mikill skaði, og and- stætt öllu lýðræðislegu velsæmi, því að hér eru þeir að nota nafn, sem þeir eiga ekki sjálfir fremur en nokkur pólitísk samtök, og raunar enginn, nema þjóðin sjálf — ósundruð. H.H.“ 0 Misjöfn sið- gæðisvitund Flestir hljóta að geta verið sam- mála H.H., en því miður er þetta ekkert einsdæmi. Hliðstæð mis- notkun hefur oft átt sér stað, og er þess þá skemmst að minnast, þegar sextíu aðilar undirrituðu áskorun til forsætisráðherra 1. desember sl. þess efnis, að ríkis- stjórnin aflaði sér heimildar til uppsagnar varnarsamningnum. Þar notuðu þessir aðilar embætti sin og stöður óspart til að auglýsa pólitiska afstöðu sína. Slik óskammfeilni ber vott um sér- stæða siðgæöisvitund, svo ekki sé meira sagt. Er ekki víst, að allir séu t.d. jafnhrifnir af því, að full- trúar stéttarsamtaka geri sig seka um slíka misnotkun og þarna var í frammi höfð. # Blóm afþökkuð Nýlega birtist i bandariska vikuritinu Newsveek grein, þar sem sagt er frá rannsóknum vís- indamanna á afskornum blömum. Til upplýsinga fyrir lesendur birt- ist hér úrdráttur úr greininni: Allir, sem einhvern tima hafa leg- ið i sjúkrahúsi vita, að sjúkling- um berst mikið af blómum, og er ætlunin með þessum gjöfum að gera sjúkrastofurnar hlýlegri, gleðja sjúklingana og flýta þannig fyrir bata þeirra. En nú hefur kómið i Ijös, að full ástæða er til að takmarka þessar blömagjafir, a.m.k. til sumra sjúklinga. Læknarannsóknastofan við Miami-háskóla hefur nefnilega upplýst, að sex tegundir af sótt- kveikjum uni sér sérlega vel í vatninu í blómavösum og séu þær oft ónæmár l'yrir fúkkalyfjum og vinni gegn áhrifum þeirra. Einnig e.r bent á það, að út- breiðsla þessara sóttkveikja geti valdið bólgum i sárum, þvagsjúk- dómum, lungnabólgu og heila- himnubólgu. • 20 milljónir sóttkveikja í einni teskeið Þetta er ófögur lýsing, en tekið er fram, að flester þessar sótt- kveikjur eigi upptök sin í moldar- leifum, sem séu á stilkum blóin- anna, en ekki í blómunum sjálf- um. Tekið var sýnishorn af fersku vatni, sem sett hafði verið i blómavasa með blómum i. Eftir eina klukkustund var aftur tekið sýnishorn, og þá voru söttkveikj- urnar í einni teskeið af vatni orðnar um 20 milljönir. Að lokum er sagt, að þessar sóttkveikjur séu sérstaklega hættulegar þeim sjúklingum. sem eru með brunasár, nýrnasjúk- dóma og ógröin sár eftir upp- skurði vegna meltingarfærasjúk- cióma, en hættuminni sjúklingum, sem haldnir eru iiðrum krank- leika. Það er tekið fram að lokum að siðan blóm hafi verið bannlýst í deildum, þar sem sjúklingar með brunasár liggja, hafi tilfell- um þeim, sem krefjast eftirmeð- ferðar vegna bólgumyndunar, fækkað verulega. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Forsætis- ráðherra Libyu hótar öllu illu Tripoli, 24. jan., AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Libyu, Abdessalam Jalloud, lýsti því.vfir 1 dag, að Libya mvndi berjast af þrótti gegn hverri þeirri tilraun, sem gerð yrði til að aflétta olfu- sölubanninu á Bandaríkin vegna aðskilnaðarsamningsins, sem gerður hefur verið milli Egypta- lands og ísraels. Þá kvaðst Jalloud einnig vilja vara Japan og vestræn ríki við því að sækja olíuráðstefnu þá, sem Nixon Bandaríkjaforseti hefur boðaðtil i Washington þann 11. febrúar, og taldi það hið mesta hættuspil að halda þessa ráðstefnu. Ráðherrann beindi spjótum sín- um aðallega að Bandaríkjunum á fréttamannafundinum, sem var haldinn i tilefni af því, að hann er að leggja upp I ferð til nokkurra Evrópurikja, þar á meðal Frakk- lands, Vestur-Þýzkalands, Bret- lands og ítaliu. Aftur á móti hef- ur dagskrá þessarar ferðar ekki verið tilkynnt neitt frekar. Jalloud var hinn hvassyrtasti i garð þeirra, sem héldu uppi föls- uðum og blygðunarlausum áróðri þess efnis, að stjórn hans stæði að baki hryðjuverkum og flugvéla- ránum. Sagði hann, að Palestínu- menn yrðu að berjast fyrir mál- stað sínum í Palestínu á her- numdu svæðunum. Libyuráðherr- ann ftrekaði nauðsyn þess, að ekki yrði slakað á i oliumálum gagnvart Bandaríkjunum og Hol- landi og hvatti til aðgerða gegn þeim, sem væru að linast í trúnni. Vísaði Jalloud algerlega á bug þeirri fullyrðingu, að stefna Bandarikjanna í málefnum Arabaríkjanna hefði breytzt. Þvert á móti hefðu Bandaríkin orðið til að skapa ný vandamál fyrir Arabaþjóðirnar. Sagði Jalloud, að vestræn ríki ættu að ræða milliliðalaust við oliufram- leiðsluríkin ef þau vildu einhverj- ar breytingar á núverandi á- standi. Réttarhöld yfir Palestínuskæru- liðum í Aþenu Aþenu, 24. jan., AP. TVEIR Palestínuskæruliðar eru nú fyrir rétti í Aþenu, ákærðir fyrir að hafa myrt fimin manns og sært 55 á Eliniconflugvellin- um við Aþenu f ágústmánuði. Sakborningar kváðust hafa gert þetta til að hefna fyrir Palestínu- menn, sem Israelar hefðu drepið. „Við samþ.vkkjum ákæruna, en skýringin á því, sem knúði okkur, er frelsun I’alestínu og við mun- um hvergi hopa, fyrr en þvi inarki er náð.“ sagði Khantouran Palaal, 22ja ára gamall. Sakborningarnir eru báðir Jórdanir. Þeir segjast vera í sam- tökunum Svarti september og sögðu, að fáeinum dögum áður en fyrirmæli voru gefin um þessar aðgerðir á Aþenuflugvelli hefðu Israelar ráðizt á tvær búðir Palestinumanna og drepið 35 manns. Hinn sakborningurinn, Shafik, sagði fyrir réttinum, að hann væri i meginatriðum sam- mála Palaal, en þeim hefði orðið á sú skyssa að gera árásins á annan faiþegahóp en ætlunin hefði ver- íð, vegna rangs ljósmerkis, sem hefði verið gefið i flugstöðinni. Því harmaði Shafik, að saklaust iólk hefði látið lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.