Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. J ANUAR 1974 19 Sveinn V. Guðmundsson 6/1 ’58 - 22/1 74 Minningarorð flutt í sal Gagnfræða- skólans á Selfossi 23. janúar 1974 Nemendur og kennarar. Ég kveð ykkur hér saman á þessum gráa vetrarmorgni vegna þess, að síðdegis i gær eða þann 22. janúar barst hingað sú harma- fregn, að einn af nemendum þriðja bekkjar skólans, Sveinn Viðar Guðmundsson, Smáratúni 16, hér á Selfossi, væri látinn. Við slíka fregn stöndum við höggdofa. Við vissum raunar, að undanfarið hafði Sveinn heitinn ekki gengið heill til skógar — en dauðinn er að jafnaði svo víðs fjarri okkar starfi og vettvangi — að tæpast bauð okkur í grun svo hörmuleg endalok. En nú stendur þessi skóli sem stofnun — þessi hópur sem heild — i fyrsta sinn frammi fyrir þeirri köldu staðreynd — að einn úr hópnum er horfinn — skarð hefur myndazt, sem aldrei verður fyllt. Sveinn heitinn var fimmti í röð- inni af sex systkinum, sem öll hafa stundað nám hér í skólanum af mikilli prýði. Hann var sonur þeirra hjóna Valgerðar Jónsdótt- ur og Guðmundar Sveinssonar, Spurningar til menntamálaráð- herra og áskorun til Alþingis trésmiðs hér á Selfossi — var fæddur 6. jan. 1958 og því nýlega orðinn 16 ára, er hann lézt. Hér í skólanum reyndist Sveinn heitinn þjáll nemandi og góður að öllu dagfari en i eðli sínu var hann hlédrægur. Þrátt fyrir það var hann í hópi þeirra nemenda III. og IV. bekkjar, sem hafa bundizt hvað traustustum vináttubönd- Aldrei vissi ég hann bregðast sínum betri dreng — lengra líf hefði getað gert hann að þrosk- aðri manni — aldrei betri. En þó að hér sé skarð fyrir skildi — og þið sjáið mörg hver á eftir góðum vini og félaga, sem þið hafið alizt upp með — þá er þó sárastur harmur kveðinn að for- eldrum og systkinum og öðrum nánum ættingjum. Við vottum þeim samúð okkar og biðjum guð að styrkja þau í þeirra miklu raun — um leið og við þökkum þær stundir, sem við áttum með Sveini heitnum — og blessum minningu hans. Öli Þ. Guðbjartsson. Herra menntamálaráðherra. 1 byrjun skólaárs s.l. haust barst okkur gagnfræðaskólakennur- um fjölrit, er ber nafnið „Mark- lýsingar móðurmálsnáms fyrir grunnskóla“. Þessu riti, sem er mikið að vöxtum, fylgir bréf dag- sett 22. ágúst 1973. Bréfið er und- irritað af forstöðumanni Skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins f.h.r. — e.u. Það er ritað með Z. í námsskrám er gagn fræðaskólakennurum bárust i upphafi þessa skólaárs, er getið um 7., 8. og 9. bekk grunnskóla. Mér er kunnugt um, að Alþingi var ekki sett fyrr en 10. október í haust, og ekki veit ég til þess, að frumvarp um grunnskóla, þ.e. poppskólafrumvarpið, hafi verið afgreitt fyrir jól. Fyrsta spurning mín til þin er því þessi: Var eitthvert aukaþing kallað saman s.l. sumar, þar sem hið stórmerkilega frumvarp um grunnskóla, óskabarn fagurgala- og yfirborðsmanna var samþykkt, — eða hefur Skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins öðlazt eða tekið sér löggjafarvald í menntamálum, — vald sem Al- þingi hafði a.m.k. á sínum tíma? Ef svo er ekki, á þá þetta að sýna, hve mikið traust embættismenn menntamálaráðuneytisins bera til alþingismanna ellegar virðingu þeirra fyrir löggjafasamkundu þjóðarinnar? I upphafi þessa skólaárs fengu íslenzkukennarar í hendur bréf frá menntamálaráðuneytinu, þar sem sagt var, að námsefnið setn- ingafræði í landsprófsdeildum yrði hið sama veturinn 1973—'74, ög verið hafði árið 1972—'73, þó með tveimur smávægilegum Opið bréf til Þórðar Jónssonar á Hvallátrum Kæri Þórður! Mér brá heldur en ekki í brún, þegar ég las áramótapistil þinn, er birtist í Morgunblaðinu 16. janúar. Inn i þessa, annars sauð- meinlausu ritsmið, sem hefur öll einkenni þinnar rómuðu stílgáfu, er skotið rætinni umsögn um bók mina Ur vesturbyggðum Barða- strandai'sýslu. Þú segir, að þar sé sumt illa sagt og ósatt um látna menn og lifandi í þinni sVeit, en tilfærir engin dæmi. Þetta er, Þórður minn, dálítið ósvífinn, rakalaus áburður. Til glöggvunar þér, sem ég geri þó ráð fyrir að hafir lesið bókina, og til upplýsingar þeim, sem lesið hafa framannefnd skrif þín, en ekki lesið það, sem þú fordæmir, þá ætla ég að gera grein fyrir í stuttu máli, hvernig bók mín varð til. Eg hef dvalizt i Vestur-Barða- strandarsýslu f sjö vetur alls, þar af fjóra vetur í Rauðasands- hreppi, og er þvi allvel kunnugur fólki og staðháttum á þessu svæði. Fyrir áratug hófst sú árátta min að skrifa upp sögur, sem gengu manna á milli, dulrænar sögur, hitt og annað frá merkilegum mönnum, sem ekki höfðu á bækur komizt, og snjöll tilsvör. Ég átti töluvert safn slíkra sagna eftir fjögurra vetra dvöl i Rauðasands- hreppi, og i fyrrasumar heimsótti ég nokkra sagnamenn i Vestur- sýslunni, sem juku mér efni, svo nú átti ég ríflega nóg í bók. Síðan settist ég við að raða saman efni- viðnum. Jafnframt tíndi ég úr og lagði til hliðar það, sem mér þótti lélegast af þjóðsögum, og það, sem mér virtist geta orkað tvímælis aðsegja frá fólki. Svo ég viki nú aftur að ásökun- um þinum, Þórður, að rangt sé frá suraum sveitungum þínum sagt, þá er því til að svara, að þarna er brugðið upp skyndimyndum af nokkrum mönnum, frá sjónarhóli samferðamanna. Ekki tók ég hvaðeina með, sem mér var sagt, heldur það eitt, er mér fannst svara til söguhetjunnar, miðað við þser upplýstngar, sem ég hafði fengið hjá þeim, er ég treysti til kunnugleika og mannþekkingar. Það er vitað mál, aðtilsvör geta brenglazt í munnlegum flutningi, ekki síður en tækifærisvísur, og algengt er, aðtveir segi ekki sömu sögu alveg eins. Sá, sem skráir, verður þá að velja það, sem betur fer á og næst fer því að svara til söguhetjunnar, eins og hún er varðveitt í minnum frómra manna. Eíns og þér er kunnugt, hef ég dvalizt að mestu í sveit þinni, Rauðasandshreppi, síðan fyrir jólaföstu, og á þessum tíma hitt margt af heimafólki, m.a. kom ég á samkomu i félagsheimilinu nú eftir áramótin. Ekki hef ég orðið var við annað en fólk hér í sveit væri ánægt með bók mína, nema hvað ég frétti, að ólund væri í Þórði á Látrum. Tók ég þessa frétt ekki alvarlega og hugsaði sem svo, að liklega þættist maðurinn hafa orðið afskiptur, þar sem lítið var frá honum sagt í bókinni. Það, sem ég segi, frá i áðurnefndri bók, er ekki nema handahófshrafl úr því forvitni- lega mannlífi á slóðum Látra- bjargsmanna. En nú aétla ég að trúa þér fyrir því, Þórður, að ég er byrjaður að viða að mér efni í itarlega ævisagnaþætti um uppúr- standandi menn í Rauðasands- hreppi, fyrr og siðar, og er afreks- maðurinn og stórbóndinn, Þórður Jónsson á Hvallátrum, þar ofar- lega á skrá. Með kvðju og nýársóskum. Staddur á Hnjóti í Rauða- sandshr. 20. jan. 1974. Magnús Gestsson. undantekningum. Nú rétt fyrir jól fengum við svo í hendur annað bréf, þar sem prófkröfum i setn- ingafræði er gjörbreytt, sömu kröfur gerðar til nemenda í lands- prófsdeildum og hinna, er taka eiga gagnfræðapróf i vor. Sam- kvæmt því þurfa nemendur i landsprófsdeildum aðeins að þekkja fjóra setningarhluta, auk þess sem setningagreiningu er ná- lega sleppt. Málfræði öll er mjög útþynnt. Þá er í þessu bréfi til- kynnt, að próf í landsprófsdeild- um og 4. bekkjum gagnfræða- deilda verði nákvæmlega hið sama. Námsefni í ljóðalestri er þó allt annað fyrir landspróf annars vegar og gagnfræðapröf hins veg- ar. Önnur spurning mín til þin er því þessi: Er þessi breyting gerð í samræmi við þau Iög um grunn- skóla, sem Skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins hefur væntanlega sett? Hún virðist hafa löggjafarvaldið, en samkvæmt kenningum „marklýsingar- manna" eru allir nemendur færir um að læra sama námsefni — og eiga að læra hið sama. Með ýmsu móti leita menn sér vinsælda. Þriðja spurning: Er það ekki rétt, að Skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins hafi ráðið vali þeirra, er skipa nefnd þá, sem vinnur að breytingum á núgildandi stafsetningarreglum? Hingað til hefur það vissulega verið starf marklýsingarmanna að sjá um, að rétt sé dregið í dilka og skera úr um það, er orkað getur tvímælis. Fjórða spurning: Er það rétt, sem hermt er, að tveir „marklýs- ingarmanna'' þeirra, er sæti eiga í stafsetningarnefndinni, séu að semja einhvers konar rit, er leysa eigi af hólmi málfræði Björns Guðfinnssonar, — og er það rétt, að téð rit eigi að bera heitið Markaskrá í íslenzku? Fimmta spurning: I hverri ein- ustu kennslubók, sem lesin er i gagnfræðaskóla, er rituð z. Einn nefndarmanna stafsetningar- nefndarinnar, próf. Halldór Hall- dórsson — prakkarinn i nefnd- inni, segist munu rita z, þrátt fyr- ir að „marklýsingarmenn" hafi bannfært hana og úrskurðað hana soramark á íslenzku ritmáli. Er það, meiningin, að z eigi aðeins rétt á sér í ritmáli menntaðra eða heldri stéttar manna? Sjötta spurning: Sjálfur rita ég z i trássi við reglugerðina fráþvi i sept. sl. I prófum, æfingum og leiðbeiningum, er ég legg fyrir nemendur mína rita ég z. I nýaf- stöðnu miðsvetrarprófi, sem nemendur mínir tóku, rituðu margir þeirra z og virtust kunna þær reglur, er um hana giltu, áð- ur en hún var bannfærð. Eg lét þetta óátalið. Og því er mér spurn: A ég yfir höfði mér að verða lögsóttur fyrir slík agalirot og virðingarleysi fyrir embættis- mannavaldinu? Sjöunda spurning: Stundafjöldi i móðurmálskennslu er nú 6 stundir i landsprófsdeildum og 5 í gagnfræðadeildum. Veizt þú, að a.m.k. 50% þessa kennslustunda- fjölda er — skv. námsskrám og i samræmi við prófgerð síðustu ára — í kennslu í skáldskaparfræði, „háspekilegt" bókmenntafræði- Iegt snakk, en a.in.k. 20% nem- enda í gagnfræðadeildum eru ólæsir og margir illlæsir? Áttunda spurning: Er mennta- málaráðherra sammála þeim áhrifamönnum í fræðslumálum, er halda því fram, að móðurmálið eigi að læra í málskóla götunnar — við þeirri þróun málsins, sem þar verður, eigi ekki að sporna? Níunda spurning: Hefurðu gert þér grein fyrir því, að afskipta- leysi gagnfræðaskólakennara af kennslumálum starfar einfald- lega af þvi, að embættismanna- valið er orðið svo sterkt, að til- gangslaust þykir að risa gegn því? Tíunda spurning: Eg geri mér fulla grein fyrir, að þú tókst ekki við hugnanlegum arfi eftir fyrir- rennara þinn ístarfi menntamála- ráðherra, en þar á ég við þá heimariku embættismannahjörð, sem ríður húsum ráðuneytis þíns. En hefur það aldrei hvarflað að þér að hreinsa til í musterinu — eða bara loka sjoppunni? ÁSKORUN TIL ALÞINGIS. Þar sem gagnfræðaskólakenn- arar hafa beðið átekta og látið hjá líða að kenna stafsetningu í vetur enn sem koinið er, skora ég hér með á hið háa Alþingi. að það flýti afgreiðslu á þings- ályktunartillögu um z á þingskjali nr. 148. Gott væri, ef mál þetta yrði af- greitt ekki síðar en svo. að vika verði eftir af kennslutínia i gagn- fræðaskólum. En auðvitað liggur því máli ekki mjög á, fyrst sæma þótti að fá gagnfræðaskóla- kennurum í hendur gjörbreytt námsefni i setningafræði nú rétt fyrir jól, er þeir höfðu flestir eða allir lokið kennslu i þeirri grein, skv. því, er þeim var uppálagt í byrjun skólaársins. Isafirði, 21. jan. 1974. Skúli Ben. Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00 Séra Þórir Step- hensen. Fjölskyldumessa kl. 2.00 séra Óskar J. Þorláksson dómpró- fastur. Barnasamkoma kl. 10.30 í Vesturbæjarskólanum við Öldu- götu. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2.00. Séra Jóhann S. Hlíðar. Laugarneskirkja Messa kl. 2.00. Barnasamkoma kl. 10.30. SéraGarðar Svavarsson. Kirkja óháða safnaðarins Messa kl. 2.00. Séra Emil Björns- son. Arbæjarprestakall Bai-nasamkoma i Árbæjarskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í skólan- um kl. 2.00-Séra Guðmundur Þor- steinsson. Grensásprestakall Barnaguðsþjónusta ki. 10.30. Guðsþjónusta ki. 2.00 (aifaris- ganga). Séra Haildór S. Gröndal. Dómkirkja Krists konungs i Landakoti Lágmessa kl. 8.30 f.h. Hámessa kl. 10.30 f .h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00 f.h. Séra Magnús Guðmundsson fyrrverandi pró- fastur messar. Iláteigskirkja Lesmessa kl. 9.30. Bai'naguðs- þjónusta kl. 10.30 f.h. Séra Arn- grfmur Jónsson. Messa kl. 2.00i Séra Jón Þorvarðsson. Kreiðholtsprestakall Sunnudagaskóli kl. 10.30 í Breið- holtsskóla og Fellaskóla. Guðs- þjónusta i Feliaskóla kl. 2.00. Séra Lái'us Halldórsson. Hallgrímskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.00. Dr. Jakob Jónsson og guðfræðikandi- dat. Messa kl. 11.00. Dr. Jakob Jónsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2.00. Kór Garða- kirkju syngur og séra Bragi Frið- riksson prédikar. Séra Ólafur Skútason. Frikirkjan Reykjavik Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2.00. Þor- steinn Björnsson. Asprestakall Bai'nasamkoma i Laugarásbíó kl. 11.00. Messa i Laugarneskirkju kl. 5.00. Séra Grímur Grímsson. Langholtsprcst akal I Barnasamkoma kl. 10.00. Séra Árelíus Nielsson. Guðsþjónusta kl. 11.00. (Utvarpsmessa — Áth. breyttan messutima). Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Óska- stundin kl. 4.00. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknar- nefndin. . Hafnarf jarðarkirkja Af óvæntum ástæðum fellur barnaguðsþjónusta niður á morg- un. Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan Hafnarfirði. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Guðsþjónusta kl 2.00. Guðmund- ur Öskar Ölafsson. Keflavfkurkirkja Messa kl. 2.00. Björn Jónsson. Y tri-N jarðvikursókn Barnasamkoma í Stapa kl. 11.00. Björn Jónsson. Garðasókn Barnasamkoma i skólasalnum kl. 11.00. Bragi Friðriksson. Kálfatjarnarsókn Sunnudagaskóli kl. 2.00 í umsjá Helgu Guðmundsdóttur. Bragi Friðriksson. Stórólfshvoll Messa kl. 2.00 s.d. Barnamessa kl. 3.00. Séra Stefán Lárusson. Sunnudagaskóli heimatrúboðsins Óðinsgötu 6A hefst kl. 14.00. Öll börn velkomin. Sunnudagaskóli kristniboðsfélag- anna er í Álftamýrarskóla kl. 10.30. Öll börn eru velkomin. Sunnudagaskóli Hjálpræðishers- ins er sunnudag kl. 14.00 i Kirkju- stræti 2. Uthlutun verðlauna. Öll börn velkomin. Fíladelfía Reykjavík Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.00. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Minnzt verður samhjálpar. Einar Gislason. Ffladclffa Selfossi Almenn guðsþjónusta kl. 16.30. Hallgrímur Guðmannsson Fftadelfía Keflavík Almenn guðsþjónuta kl. 14.00. Kristján Reykdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.