Morgunblaðið - 29.01.1974, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974
DJtCBÓK
t dag er þriðjudagurinn 29. janúar, 29. dagur ársins 1974. Eftir lifa
336 dagar.
Allt er mér faiið af föður mfnum, og enginn gjörþekkir soninn nema
faðirinn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn,
og sá, er sonurinn vill opinbera hann. (Mattheusarguðspjall 11.27).
ÁRIMAÐ
HEIL.LA
Þann 26. desember gaf séra
Ólafur Skúlason saman í hjóna-
band í Bústaðakirkju Þórunni
Lovfsu Sturlaugsdóttur og Braga
Benediktsson. Heimili þeirra
verður að Grundargerði 19,
Reykjavík.
(Liósmvndast. Þóris).
Þann 26. desember gaf séra
Þorsteinn Björnsson saman í
hjónaband í Fríkirkjunni Sigur-
björgu Pétursdóttur og Alfreð Al-
freðsson. Heimili þeirra verður að
Þingholtsstræti 30, Reykjavík.
(Ljósmyndast. Þóris).
Þann 29. desember gaf séra
Bragi Friðriksson saman í hjóna-
band i Kálfatjarnarkirkju Erlu
Guðjónsdóttur og Eirík Þor-
björnsson. Heimili þeirra er að
Vogagerði 2, Vogum.
(Ljósmyndast. Suðurnesja).
Þann 25. desember gaf séra
Þorsteinn Björnsson saman í
hjónaband Guðfinnu Þorgeirs-
dóttur og Kristin Ágústsson.
Heimili þeirra er að Garðavegi 3,
Hafnarf.
(Nýja myndastofan).
Vikuna 25. — 31.
janúar verður kvöld-
helgar- og næturþjón-
usta apóteka i
Reykjavík í Garðs-
apóteki, en auk þess
verður Lyfjabúðin Ið-
unn opin utan venju-
legs afgreiðslutíma
til kl. 22 alla daga
vaktvikunnar nema
sunnudag.
Lárétt: 1. póll 6. slár 8. keimur
11. lærdómur 12. þjóta 13. tímabil
15. frá 16. beina að 17. kjánanna
Lóðrétt: 2. mer 3. forfeður 4. dýr
5. heimskingjana 7. öfl 9. lík 10.
_dvelja 14. saurga 16. belti 17. fyrir
utan
Lausn á sfðustu krossgátu
Lárétt: 1. galar 5. aum 7 ötul 9.
KA 10. fánanum 12. úr 13. nýra
14. kút 15. smána
Lóðrétt: 1. gröfum 2. laun 3.
aulanum 4. RM 6. gámana 8. tár 9.
kúr 11 nýta 14. KS.
Þessi mynd er tekin f Sædýrasafninu f Hafnarfirði, og kann
mörgum að finnast faðmlögin all-stórbrotin sem vonlegt er, þvf að
ekki eru dýrin smávaxin. Enda þótt hvítabirnir séu ekki beiniínis
nein gæludýr þarf ástúðin ekki að vera minni fyrir það.
(Ljósm. Mats Wibe Lund jr.).
Sá nœstbezti
Skammstöfun kosningabandalags Alþýðuflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er:
K A 0 S
y:
GENCISSKRÁNING
Nr. 17 - 28. januar 1974.
SkraÖ frá Eining Kl. 1 3. 00 Kaup Sala
15/1 1974 i Bandarðcjadollar 87, 00 87, 40
28/ 1 - 1 Sterlingspund. 192, 20 193, 30 #
- - i Kanadadollar 87, 90 88, 40 *
- - 100 Danskar krónur 131 1, 50 13 19, 00 *
- - 100 Norskar krónur 1472, 50 1480,90 *
- - ’ 100 Sænskar krónur 1809, 60 1820,00 *
- 100 Finnok mörk 2167,80 2180,30 *
- - 100 Franskir írankar 1673, 70 1683,30 *1>
- - 100 Belg. frankar 203, 30 204, 40 *
- - 100 Svissn. frankar 2602, 10 2617, 10 *
- 100 Gyllini 2950, 95 2967,95 *
- - 100 V. -I>ýzk mörk 3094, 85 3112,65 *
- - 100 Lírur 13, 05 13, 12 *
- - 100 Au6turr. Sch. 420, 60 423, 00 ♦
- - 100 Escudos 325, 65 327,55 *
24/ 1 - 100 Pesetar 147, 40 148, 30
28/ 1 - 100 Yen 29. 05 29, 22
15/2 197 3 100 Reikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99. 86 100, 14
15/1 1974 1 Reikningsdollar-
Vöruskiptalönd 87, 00 87, 40
« Breyting frá síðustu skráningu.
1) Gildir aðcins fyrir greiöslur tengdar inn- og útflutn-
ingi a vftfum.
|peim»\iaviimir ~1
Svíþjóð
Jan Christensen
Hantverkargatan 20 B
23300 Svedala
Sverige.
Hann og vinkona hans, sem eru
20 og 22ja ára, óska eftir að
komast i bréfasamband við is-
lenzkt „par“ með dvöl í sumar-
leyfinu fyrir augum, en þau hafa
hug á að verja því á íslandi.
Áhugamálin eru: „Ljósmyndun,
tónlist, dans og margt fleira
skemmtilegt“.
Noregur
Jarle Hansen
N-5076 Alvöen
Bergen
Norge
Hann er 22ja ára lögfræðinemi,
sem óskar eftir pennavini á ís-
landi. Ahugamálin eru: Sígild
tónlist — leikur sjálfur á píanó —
stjörnuspádómur og annars konar
dulhyggja.
Sviss
Andreas Manz
Stöckliackerweg 47
4800 Zofingen
Schweitz.
Hann er 17 ára að aldri og er að
undirbúa sig fyrir háskólanám.
Hann hefur áhuga á sundi, borð-
tennis, lestri bóka, nútímatónlist
og þjóðlegri tónlist.
Bandaríkin
Gregöry Floyd Damron III
740 Palmonino Court
Walnut Creek, California
U.S.A.
Hann er 17 ára og er við nám i
menntaskóla (náttúrufræði-
deild). Hann hefur mikinn áhuga
á náttúruvernd og hyggst flytjast
til Alaska, þegar fram líða stund-
ir. Gregory hefur viða farið og
víða verið, þar sem faðir hans var
k-onsúll í utanríkisþjónustu
Bandaríkjanna, en segist ekki
hafa verið fæddur, er faðir hans
var hér á Islandi.
Hér er spil frá leiknum milli
Italíu og írlands í Evrópumótinu
1973.
Norður
S 9-7-S-3
H 6-5-4
T —
L 9-7-6-5-3-2
Vestur
S 8-6-4-2
H K-G-9
T 8-7-6-5
L 8-4
Austur
S A-K-D-G-10
H D-2
T A-9-4-2
L K-10
Suður
S —
H A-10-8-7-3
T K-D-G-10-3
L A-D-G
Irsku spilararnir Pigot og
Machale sátu N-S, en ítölsku spil-
ararnir Garozzo og Pedrini A-V og
sagnir gengu þannig:
A S V N
11 1 h P P
1 s 3 t 3 s P
P 41 D 4 h
P P D Allir pass
Spaði var látinn út, trompað
heima, tígul kóngur látinn út,
spaði gefinn í úr borði og austur
drap með ási. Austur lét út spaða,
trompað var heima, tígul drottn-
ing látin út og síðasti spaðinn í
borði gefinn í. Næst lét sagnhafi
út tromp, andst*ðingarnir fengu
slaginn, en þar sem þeir áttu ekki
auðvelt með útspil þá létu þeir
aftur tromp. Sagnhafi drap með
ási, lét út tígul, trompaði i borði,
lét út lauf, svínaði gosanum og
tók síðan laufa ás, og þar sem
kóngurinn féll í, þá var spilið
unnið, því A-V fengu aðeins einn
slag til viðbótar, þ.e. á hæsta
tromp. írland fékk 790 fyrir
spilið. — Við hitt borðið varð
lokasögnin 4 spaðar hjá A-V og
varð spilið 2 niður
Kristniboðsvikan
í Hafnarfirði
I kvöld verður ræðumaður á
kristniboðssamkomu K.F.U.M. og
K. í Hafnarfirði séra Jóhann S.
Hlíðar. Frásögn flytur Gunnar
Sigurjónsson guðfræðingur og
Gísli Sigurðsson hefur hugleið-
ingu. Þá syngja þau Geirlaugur
Arnason og Sveinbjörg Arn-
mundsdóttir tvísöng.
tarað-flhmpid ~
Lítil, hálfstálpuð læða, hvít að
lit, hefur verið í óskilum að
Hringbraut 48, Reykjavík í tæpa
viku. Upplýsingar i síma 18197.
IMVIH BORGAHAH
Á Fæðingarheimili Reykjavík-
ur fæddist:
Steingerði Jónsdóttur og Örlygi
Karlssyni, Rauðarárstíg 3,
Reykjavík, sonur þann 20. janúar,
kl. 00.30. Hann vó tæpar 17 merk-
ur og var 51 sm að lengd.
Kristjönu Eyvindsdóttur og
Sigurði Guðbjörnssyni, Löngu-
brekku 3, Kópavogi, sonur þann'
19. janúar, kl. 03.25. Hann vó 16H
mörk og var 53 sm að lengd.