Morgunblaðið - 29.01.1974, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974
Geir Hallgrímsson;
Öryggismálin höfð að bit-
beini milli stjómarflokkann
Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna, Geir Hallgrfmsson og
Gylfi Þ. Gísiason, kvöddu sér
hljóðs utan dagskrár á Alþingi f
gær, hvor f sinni þingdeild, og
gerðu að umtalsefni sjónvarps-
þátt, sem sýndur var s.l. föstu-
dagskvöld, en f þætti þessum
sagði Einar Ágústsson utanrfkis-
ráðherra frá tillögum um varnar-
mál, sem hann hefur lagt fram í
rfkisstjórninni og vera eiga
grundvöllur f samningaviðræðum
við Bandaríkjamenn í næsta mán-
uði.
Einar Agústsson utanrfkisráð-
herra varð fyrir svörum f efri
deild, en þar á Geir Hallgrfmsson
sæti, en Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra svaraði Gylfa Þ.
Gfslasyni f neðri deild.
I ræðu sinni sagði Geir
Hallgrímsson:
„I sjónvarpsþætti s.l. föstudag
sagði utanríkisráðherra frá tillög-
um um varnarmál, er hann kvaðst
hafa lagt fram á ríkisstjórnar-
fundi, og vera skyldu grundvöllur
í samningaviðræðum við Banda-
ríkjamenn í næsta mánuði.
Þessar tillögur hafa ekki verið
kunngerðar í utanrikismálanefnd
og þvi síður þingheimi.
Ég tel nauðsynlegt, úr því utan-
ríkisráðherra hefur vitnað til
þessara tillagna og sjálfur hafið
umræður um þær opinberlega, að
tillögurnar verði birtar í heild,
svo að unnt sé að gera sér grein
fyrir, hvað í þeim felst í einstaka
atriðum.
Þá er og sjálfsagt, að ekki sé
lengur dregið að ræða almennt
öryggis- og varnarmál landsins í
utanríkismálanefnd, þ.á m. tillög-
ur Bandaríkjamanna frá síðustu
viðræðum þeirra og Islendinga í
nóvember s.l. — Þessar tillögur
hafa einnig verið opinberlega
gerðar að umtalsefni.
Utanríkisráðherra hefur og
staðfest, að orðsending hafi borizt
frá norsku ríkisstjórninni um
varmr Islands og sýnist því tilefni
til að gera innihald hennar
kunnugt.
I utanríkismálanefnd hefur
einnig verið sagt frá álitsgerðum
ráðs Atlantshafsbandalagsins,
sem látnar eru í té i samræmi við
ákvæði varnarsamningsins við
Bandaríkin, en sem trúnaðarmál.
Varnar- og öryggismál íslands
eru nú komin á það stig, að nauð-
synlegt er, að þingmenn og raun-
ar allir landsmenn séu engu
leyndir. Vitaskuld kunna að vera
þau skjöl og orðsendingar, sem
utanríkisráðherra getur ekki birt
vegna kvaða frá sendendum
þeirra, en úr því sem komið er,
verður þingheimur og þjóðin öll
að fá öll gögn málsins í hendur,
sem unnt er að birta.
Margt bendir til þess, að
öryggismál íslands séu nú höfð
að bitbeini og í hrossakaupum
milli st jórnarflokkanna.
Þjóðin verður að gæta að þvi,
hvernig með fjöregg hennar er
farið, svo að unnt sé að stöðva
framgang ábyrgðarlausra hug-
mynda í öryggismálum landsins.
Ég hef því kvatt mér hljóðs
utan dagskrár, til að krefjast þess,
að utanríkisráðherra, láti nú ekki
dragast lengur að ræða öryggis-
og varnarmál landsins í utanríkis-
málan. og kunngeri öll gögn máls-
ins og þ.á m. sinar eigin tillögur,
svo að þingheimur og þjóðin öll
viti hvert er stefnt og geti breytt
þeirri stefnu í samræmi við þjóð
hagsmuni þegar nauðsyn kreíur."
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra kvaðst hvenær sem væri
reiðubúinn að ræða varnarmálin í
utanrikismálanefnd Alþingis.
Skýrsla um viðræður við Banda-
ríkjamenn hefði verið lögð fram á
fundi nefndarinnar i nóv. sl. Þá
hefði orðið að samkomulagi að
ræða hana ekki fyrr en mönnum
hefði gefizt kostur á að kynna sér
innihald hennar. Væri ekkert þvi
til fyrirstöðu að taka málið til
umræðu í nefndinni.
Ráðherra sagði, að ekki væri
hægt að birta skýrsluna frá her-
málanefnd NATO, þar sem hún
hefði verið afhent sem algjört
trúnaðarmál. Meginniðurstöður
þessarar ályktunar hefðu á hinn
bóginn verið birtar í Briissel fyrir
jólin, og kvaðst ráðherra geta gert
ráðstafanir til þess, að það sem
þar var birt verði flutt heim, ef
ekki væri búið að þvi þegar.
Orðsendingu Norðmanna
kvaðst ráðherra ekki birta nema
með leyfi Norðmanna. Sjálfsagt
væri að leita eftir því, ef utan-
ríkismálanefnd teldi efni standa
til.
Þá kvaðst ráðherra ekki mundu
skýra frá efni tillagna sinna í
einstökum atriðum á þinginu nú.
Tillögur þessar væru viðræðu-
grundvöllur, sem lagður yrði
fram á viðræðufundunum við
Bandaríkjamenn ef um það
næðist samstaða í ríkisstjórninni.
Eftir að ljóst yrði í rikisstjórn-
inni, hvaða tillögur hún mundi
leggja fram I viðræðunum við
Bandaríkjamenn, kvaðst ráð-
herrann mundu skýra utanrfkis-
nefnd þingsins frá þeim. Enn sem
komið væri, væru tillögurnar
eingöngu sínar eigin og
Framsóknarflokksins, sem væru
til athugunar í ríkisstjórninni.
Geir Hallgrímsson kvað ekki
óeðlilegt að hafa um það samráð
við Norðmenn og fastaráð
Atlantshafsbandalagsins ef birta
ætti álitsgerðir eða skjöl, sem frá
þeim væru komin. A hinn bóginn
væri nauðsynlegt að sem flest
gögn varðandi varnarmál lands-
ins yrðu birt, þannig að skoðana-
myndun almennings byggðist á
traustum grunni.
Sér væru vonbrigði, að utan-
rikisráðherra vildi ekki birta til-
lögur sínar í heild, þar sem úr-
drátturinn í sjónvarpsþættinum
hefði verið allófullkominn. Fyrst
ráðherra hefði farið að gera þær
að umræðuefni sjálfur og þær
yrðu þannig umræðugrundvöllur
manna á meðal, væri miklu
réttara að gera það hreinlega og
birta tillögurnar i heild.
Þá átaldi Geir Hallgrímsson
vinnubrögð ríkisstjórnarinnar,
hvað varðaði samráð við utan-
ríkismálanefnd í utanríkismálum
og nú í varnar- og öryggismálun-
um. Þar hefði samráð aldrei verið
haft fyrr en búið væri að taka
ákvarðanir innan ríkisstjórnar-
innar á viðkomandi sviði. Nú
hefði dregizt úr hömlu að ræða
skýrsluna um umræðurnar við
Bandarikjamenn, sem lögð hefði
verið fram i nefndinni í nóvem-
ber sl. Kvaðst hann hafa ástæðu
til að ætla, að þessi dráttur stafaði
af því, að rikisstjórnin væri í
hrossakaupum sín á milli um
málið, í stað þess að láta öryggis-
sjónarmið iandsins ráða.
Einar Ágústsson kvað allan
gang hafa verið á því, hvort ríkis-
stjórnin hefði verið búin að taka
ákvarðanir í málum, áður en haft
hefði verið samráð við utanrikis-
málanefnd. Þá ítrekaði hann, að
varnarmálin mundu verða rædd í
utanríkismálanefnd, áður en til
endanlegrar niðurstöðu kæmi.
Eins og áður getur kvaddi for-
maður Alþýðuflokksins sér hljóðs
utan dagskrár i neðri deild í
tilefni af sama máli.
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að tvær
skýringar gætu verið á hinu
algjöra samráðsleysi rikis-
stjórnarinnar við utanríkismála-
nefnd í varnarmálunum.
Annaðhvort hefði ríkisstjórnin
enga stefnu eða hún hefði
vanrækt lagalega skyldu sína til
að hafa samráð við nefndina.
Þá sagði hann óviðunandi, að
þingmenn frétti í fjölmiðlum,
hvað væri á döfinni hjá ríkis-
stjórninni i jafnveigamiklu máli
og öryggismálin væru, svo sem
gerzt hefði sl. föstudag. Væri
nauðsynlegt, að rikisstjórnin
skýrði þinginu frá, hvað i þessum
nýju tillögum í varnarmálunum
fælist. Skv. lauslegri frásögn
utanríkisráðherra í sjónvarpi
virtist hér vera um að ræða frávik
frá stjórnarsáttmálanum. Þá
hefði komið fram í umræddum
sjónvarpsþætti, að ráðherra og
Ragnar>Arnalds hefðu ekki virzt
sammála um veigamikil atriði í
tillögum þessum. Annaðhvort
ætti að segja ekki neitt eða allan
sannleikann. Slík hálfyrði, eins
og fram hefðu komið f sjón-
varpinu, væru ekki til góðs.
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra kvaðst ekki geta orðið
við tilmælunum um að lesa upp
tillögurnar og bar við sömu ástæð-
um og utanrikisráðherra i efri
deild. Þá sagði hann, að ekki bæri
ríkisstjórninni nein skylda til að
leggja fyrir utanríkisnefnd sam-
þykktir eins stjórnarflokksins,
eins og hér væri um að ræða.
Forsætisráðherra kvað hér vera
um viðkvæmt mál að tefla, enginn
vafi léki á um stefnu ríkisstjórn-
arinnar i málinu. Hún kæmi fram
í málefnasamningnum. I þessum
tiilögum Framsóknarflokksins
fælist'í fyrsta lagi það, að mark-
miði málefnasamningsins yrði
náð, það væri, ,,að fast erlent her-
lið hverfi af Islandi í áföngum". 1
öðru langi fælist í tillögunum, að
staðið yrði við skuldbindingar
okkar gagnvart NATO. Þar væri
miðað við, að hér gæti eftir sem
áður verið, og eftir að hið fasta
herlið hyrfi af landinu, sá hlekk-
ur, sem nauðsynlegur væri talinn
i eftirlits- og viðvörunarkerfi
NATO.
Gunnar Thoroddsen (S) sagði
það vafalaust rétt hjá forsætisráð-
herra, að rikisstjórninni væri
mikill vandi á höndum við með-
ferð varnarmálanna. Það stafaði
fyrst og fremst af því, að langt bil
væri milli þess, sem Alþýðu-
bandalagið vildi i málinu og hug-
renninga forsætisráðherrans.
Kvaðst Gunnar vilja taka undir,
að tillögurnar yrðu birtar, þar
sem allt of lengi hefði verið þoku-
slæðingur yfir máli þessu i með-
förum ríkisstjórnarinnar. Það
væri mjög alvarlegt, hversu upp-
lýsingum hefði verið haldið fyrir
þjóðinni.
Þá gat Gunnar um, að formaður
eins stjórnarflokkanna, Hanni-
bal Valdirnarsson, hefði skýrt op-
inberlega frá þeirri skipan mála,
sem Bandaríkjamenn væru reiðu-
búnir að fallast á. Þar sem farið
hefði verið með þetta sem algjört
levndarmál, kvaðst Gunnar ný-
lega hafa spurt utanrikisráðherra
um það á þinginu, hvort þessar
upplýsingar Hannibals væru rétt-
ar. Ekki hefði borizt svar við því,
en nú hefðu ráðherranum gefist 6
dagar til að hugleiða svarið, og
kvaðst Gunnar því vænta þess, að
ráðherra mundi svara spurning-
únni nú. Þetta væri nauðsyn til að
dalalæðunni yfir málinu færi nú
að létta.
Þdrarinn Þórarinsson (F) for-
maður utanrikisnefndar sagði, að
störf utanrikisnefndar í varnar-
málum hefðu gjörbreytzt i tíð nú-
verandi utanríkisráðherra. Guð-
mundur I. Guðmundsson hefði
haft þá yfiriýstu stefnu að leggja
ekki varnarmál fyrir nefndina.
Geir Hallgrfmsson.
Allmiklar leiðréttingar á þessu
hefðu fengizt, þegar Emil Jónsson
tók við embætti utanríkisráð-
herra, en þó hefði hann fylgt
sömu megin stefnu og Guðmund-
ur hvað varnarmál varðaði. Nú-
verandi ráðherra hefði á hinn
bóginn lagt allar tiltækar upplýs-
ingar fyrir nefndina.
Þá lýsti Þórarinn sig reiðubú-
inn hvenær sem væri til að halda
fund í nefndinni til að ræða varn-
armálin.
Jónas Árnason (Ab) kvaðst
ekki skipta sér af því, hvernig
menn hefðu skilið orð utanríkis-
ráðherra í umræddum sjónvarps-
þætti. Hér gæfist á hinn bóginn
ágætt tækifæri til að minnast á
misnotkun sjónvarpsins í þessu
máli, sem fram hefði komið mjög
skýrt í tittnefndum sjónvarps-
þætti. Þeir þrir spyrjendur, sem i
þættinum hefðu verið, hefðu ver-
ið greiniffegir fulltrúar samtak-
anna Varið land, svo hlutdrægt
hefðu þeir spurt þá, sem í þættin-
um komu fram. Þátturinn hefði
verið gerður að áróðursþætti fyrir
formann Sjálfstæðisflokksins.
T.d. hefði orðið verið í lok þáttar-
ins tekið af utanríkisráðherra til
að formaður Sjálfstæðisflokksins
kæmist að með áróðurspistil sinn.
Bjarni Guðnason (Ff) sagði, að
núverandi rikisstjórn væri mikill
vandi á höndum í varnarmálun-
um og svo virtist, sem þjóðin væri
klofin í málinu niður í rætur. öll
teikn væru nú á lofti fyrir þvi, að
rikisstjórnin væri nú að missa allt
vald á málinu. Yrði hún að koma
með ákveðna tillögu, helzt strax
nú í þessari viku til að missa ekki
málið úr höndum sér. Fór þing-
maðurinn að lokum fram á að fá
að fylgjast sérstaklega með því,
sem væri að gerast í málinu, þar
sem hann nyti algjörrar sérstöðu
á þingi.
Matthías Á. Mathfesen (S)
kvaðst taka undir orð fyrri ræðu-
manna um ámælisverð vinnu-
brögð ríkisstjórnarinnar í málinu.
Þá gerði hann árásir Jónasar
Arnasonar á umræddan sjón-
varpsþátt að umræðuefni og kvað
þær furðulegar. Taldi hann, að
fróðlegt gæti verið annars vegar
að telja saman þær mínútur, sem
formaður Sjálfstæðisflokksins
fékk til umráða og hins vegar
tfma formanns Alþýðubandalags-
ins og utanríkisráðherra. Þá
mætti einnig telja saman þann
tíma þáttarins, sem Hörður Ein-
arsson lögfræðingur eyddi og
bera það saman við tíma Dags
Þorleifssonar.
Þá sagði hann, að það væri
dæmigert fyrir Jónas, að telja það
fyrir neðan allt, að spyrjendurnir
hefðu ekki hagað spurningum sín-
um, eins og hann hefði óskað.
Ölafur Jóhannesson sagði það
ofmælt, að meiri leynd hefði hvilt
yfir varnarmálunum en eðlilegt
gæti talizt, þegar um væri að ræða
samningsmál milli ríkja. Þá
kvaðst hann vilja ráðleggja
Bjarna Guðnasyni að vera ekki
óþolinmóður. Væri eðlilegt, að
Bjarni fengi að fylgjast sérstak-
lega með málinu.
Jónas Arnason sagði, að bæta
bæri við tíma Geirs Hallgrimsson-
ar og Harðar Einarssonar I sjón-
varpsþættinum þeim tíma, sem
spyrjendurnir hefðu eytt.
Þá sagði hann, að þeir, sem nú
töluðu hvað mest um að leynd
hvildi yfir varnarmálunum, væru
þeir sömu og staðið hefðu að þvi
1951, að þingmenn Sósíalista-
flokksins voru aldrei spurðir, þeg-
ar hernámið var samþykkt. Við
Gylfa og Gunnar kvaðst hann
vilja segja „vei yður, þér hræsn-
arar“.
Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagði lokaorð Jónasar eiga vei við
um árásir hans á misnotkun sjón-
varpsins. Bæði væri það, að ráð-
herrunum gæfust miklu meiri
tækifæri til að koma sinum sjön-
armiðum á framfæri og svo hefðu
herstöðvarandstæðingar varla
þurft að kvarta mikið yfir þjón-
ustu fjölmiðlanna, sem ævinlega
skýrðu rækilega frá tilburðum
þeirra.
Þá sagði hún, að í ræðu forsæt-
isráðherra hefði komið fram ný
túlkun á ákvæði stjórnarsáttmál-
ans um varnarliðið. Hann hefði
sagt, að fast herlið ætti að hverfa
ef landinu í áföngum. Kvaðst hún
vilja spyrja, hvort máli skipti,
hvort herlið væri ,,fast“ og, hvort
flugsveit væri „föst“ eða hreyfan-
Ieg, eins og talað hefði verið um í
sjónvarpsþættinum.
Jóhann Hafstein (S) sagði, að
mikið hrós fælust í þeim ummæl-
um Jónasar Arnasonar, að sjón-
varpsþátturinn hefði verið áróð-
ursþáttur fyrir formann Sjálf-
stæðisflokksins. Það bæri vott um
sterkan málstað hans.
Þá sagði Jóhann Hafstein, að
aldrei fremij'r en einmitt nú hefði
hvílt ábyrgða á Alþingi um að
standa vörð um frelsi og öryggi
landsins. Kvaðst hann treysta þvi,
að Alþingi mundi axla þá ábyrgð
nú sem fyrr.
Svava Jakobsdóttir (Ab) sagði,
að sjálfstæðismenn hefðu flutt
þingsályktunartillögu i upphafi
þessa kjörtímabils um, að þeir
flokkar, sem styddu NATO, ættu
aðild að viðræðum um varnarmál.
Þarna hefðu þeir viljað útiloka
Alþýðubandalagið.
Matthfas Á. Mathiesen sagði, að
sjálfstæðismenn hefðu haldið, að
Alþýðubandalagsmenn hefðu
ekki haft áhuga á að taka þátt í
slíkum viðræðum vegna yfirlýstr-
ar stefnu sinnar í málinu. Eftir að
það hefði hins vegar komið í ljós,
að Alþýðubandalagið hafði þann
áhuga, héfðu fulltrúar flokksins í
nefnd skilað sérnefndaráliti, þar
sem lagt var til, að Alþýðubanda-
laginu yrði veitt aðild að viðræð-
unum.