Morgunblaðið - 29.01.1974, Page 15

Morgunblaðið - 29.01.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974 15 Harðir bardagar á 1 árs vopnahlésafmæli Saigon, 28. janúar, AP. HARÐIR bardagar geisuðu I dag á eins árs afmæli vopnahlésins, sem átti að binda enda á stríðið í Víetnam, en gerði það ekki. Suður-vietnamska hérstjórnin segir, að 62 hermenn Viet Cong hafi fallið i þremur orrustum, 45 til 110 mílur suðvestur af Saigon á’ Mekongóshólmasvæðinu. 15 Hér sjást þeir Makaríos erki- biskup ög Grivas hershöfðingi áður en þeir urðu erkifjendur. Myndin er tekin árið 1964. Andlát Grivasar talið auð- velda lausn á vanda Kýpur Nikósiu, Aþenu, 28. janúar, AP — NTB. GEORG Grivas hershöfðingi og hinn annálaði leiðtogi EOKA- skæruliðahreyfingarinnar, sem barðist fyrir sameiningu Kýpur og Grikklands, lézt sfðdegis á sunnudag úr hjartaslagi, 75 ára að aidri. Andlát hans bar að, er hann dvaldi I feium á heimili eins af liðsforingjum hans, en Grivas hafði ekki komið fram opinberlega í meir en tvö ár. Makarfos forseti hafði skorið upp herör gegn neðanjarðar- hreyfingu Grivasar, þar eð hún lét ekki af hinni hatrömmu og oft blóðugu baráttu sinni fvrir sameiningu, — sameiningu, sem raunar var hvorki vilji ríkisstjórna Kýpur né Grikk- lands. Georg Grivas átti að baki lit- ríkan feril í hernaði, flutti m.a. fyrirlestra um hernaðartækni i herskólum, og skæruliða- barátta hans síðar meir varð hliðstæðum hreyfingum víða um heim fyrirmynd, hvað varðaði aðferðir og upp- byggingu slikra hópa. I síðari heimsstyrjöldinni stofnaði Grivas og stjórnaði andspyrnu- hreyfingu i Aþenu undir her- setu Þjóðverja, en Grivas var grískur ríkisborgari, þótt hann væri fæddur á Kýpur. Hann sneri aftur til Kýpur árið 1951, myndaði þá fljótlega EOKA- hreyfinguna og stjórnaði bar- áttu hennar i viðureigninni við Breta um sjálfstæði Kýpur. Arið 1959 hélt hann enn á ný til Grikklands, dvaldist þar að mestu til ársins 1964, er hann sneri sér að þvi, að sameina griska þjóðarbrotið á Kýpur til baráttu fyrir sameiningu við Grikkland. Makaríosi stóð stuggur af þessari starfsemi Grivasar, sem aflað hafði sér talsverðrar virðingar og fylgis. Síðan hafði staðið yfir svo til stöðug togstreita milli þessara tveggja manna og markmiða þeirra, en hin seinni ár hafði hallað undan fæti fyrir Grivasi og hreyfingu hans. Undir lokin hafði hann glatað stuðningi og trausti grísku ríkisstjórnar- innar, og á siðari ári hóf Makaríos afgerandi herferð til að ganga milli bols og höfuðs á EOKA-hreyfingunni. Fréttinni um andlát Grivasar var að sjálfsögðu tekið með nokkrum létti í Nikósíu, og er nú almennt talið, að Makaríosi muni reynast auðveldara að finna endanlega lausn á vanda- málum eyjarinnar og ólgunni meðal grísku og tyrknesku þjóðarbrotanna. Utför Grivasar mun fara fram á miðvikudag, og varupp- haflega gert ráð fyrir, að hann yrði jarðsettur í Aþenu. Hins vegar hermdu fregnir frá Aþenu I dag, að gríska rikis- stjórnin væri því mótfallin, að lík hershöfðingjans yrði flutt til Grikklands, þrátt fyrir það að hún hefði áður lýst því yfir, að öll griska þjóðin væri í djúpri sorg yfir fráfalli hans. Ríkisstjórn Kýpur skýrði hins vegar frá því i dag, að lik Gri- vasar myndi liggja á viðhafnar- börum i Nikósíu þar til á mið- vikudag, en þá yrði það sent til Aþenu. Makaríos forseti til- kynnti ennfremur, að öllum stuðningsmönnum Grivasar, sem gæfu sig fram við yfirvöld innan fimm daga, yrðu gefnar upp sakir. Kvaðst hann vonast eftir jákvæðum viðbrögðum við þessu tilboði. „Ég er viss um, að allir óska eftir friði og ástandið i landinu komist I eðlilegt horf,“ sagði Makaríos. Utanrikisráðherrar Kýpur og Grikklands ræða í dag í Aþenu um friðsamlega lausn á deilu- málum þjóðarbrotanna á Kýp- ur stjórnarhermenn eru sagðir hafa fallið og 10 særzt. Hvorki stjórnin né Viet Cong minntust friðarsamningsins, sem leiddi til þess, að bandariskir striðsfangar voru látnir lausir og bandaríska herliðið flutt burtu. Saigon-stjórnin segir, að á því eina ári, sem er liðið siðan vopna- hléð gekk í gildi, hafi 45.202 her- menn kommúnista fallið, en úr liði stjórnarinnar hafi 12.803 her- menn fallið, 56.085 særzt og 4.223 er saknað 2.163 óbreyttir borgarar hafa fallið á yfirráða- svæði stjórnarinnar og 5.983 særzt. Mannfall hermanna er um það bil helmingi minna en siðasta árið ' áður en vopnahléð gekk i gildi. Kommúnistar hafa neitað að skýra frá manntjóni sinu og engin leið er að sannprófa tölur stjórnarinnar. í Kambódíu gerðu uppreisnar- menn storskotaárás á suðurhluta Phnom Penh fyrir dögun og aftur i morgun. Sex biðu bana og 19 særðust. Þar með hafa 152 fallið og 375 særzt í daglegum stórskotaárásum á höfuðborgina síðan á Þorláks- messu. I Washington er sagt, að einu ákvæði friðarsamninganna, sem hafi verið framfylgt, hafi verið ákvæðin unt brottfluttning banda- ríska herliðsins og heimsendingu bandarísku stríðsfanganna. Nokkur helztu vopnahlésbrotin eru talin þessi: stöðugir flutn- ingar herliðs milli staða. van- efndir á fangaskiptum og ötryggt öryggi leitarflokka, stöðugir flutningar norður-víetnamskra hermanna suður á bóginn (og flutningar á 500 skriðdrekunt, 495 fallbyssum og 800 loftvarnabyss- um), vanefndir á loforðum uni stofnun þjóðarráðs, birgða- flutningar um Kambódiu og ágreiningur um fjárhagsaðstoð Bandarikjanna við viðreisnina í Norður-Víetnam. Bandariskir embættismenn telja, að 200,000 norður- vietnamskir hermenn séu nú i Suður-Víetnam. Petrosjan sigraði Augusta, 28. janúar — AP VIKTOR Korchnoi stórmeistari frá Sovétríkjunuin hefur eins vinnings forskot gegn Brazilíu- manninuin Henrique Mecking eftir að hafa teflt upp á — og náð — jafntefli f sjöttu einvfgisskák þeirra á laugardag. Þá sigraði Petrosjan Portiseh í fimmtu skák þeirra á Mallorea i gær, en fyrstu fjórum skákunum lauk með jafntefll Tóku Búlgara í landhelgi New York, 28. janúar, AP. BANUARlSKA strandgæzlan tók búlgarskan togara að meintum ólöglegum veiðum innan 12 mflna markanna undan strönd New Jersey um helgina. Búlgarski skipstjórinn, Peter Todorov Denehev, var leiddur fyrir rétt, en fékk sfðan að snúa aftur til togarans. 79 manna áhöfn togararns var kyrr um borð. Togarinn, Limoza, var staðinn að veiðum 10.5 mílur frá Little Egg Harbor, þegar gæzluskipið Unimak kom að lionum og sendi menn um borð, að sögn strand- gæzlunnar. Amerískir hermenn enn í fangelsi 1 Síberíu? Flugslys: 61 fórst Izmir, 28. janúar, AP. TVEGGJA hreyfla tyrknesk þota með 73 mönnum innanborðs fórst skömmu eftir flugtak á herflug- vellinum f Izmir um helgina. 61 maður týndi lífi, en þeir sem af komust eru mikið særðir. Phnom Penh, 26. jan. AP. SEX manns biðu bana og 22 særð- ust í stórskotaliðsárás skæruliða á Phnom Penh, höfuðborg Cambod- iu, og Poehentong flugvöllinn í gærkveldi. Hafa árásir skæruliða á höfuðborgina magnazt jafnt og þétt frá því þær hófust að nýju 23. desember sl. og síðustu dagana hafa þeir beitt stórskótaliðsvopn- um. Samtals hafa 95 manns látið lífið f árásunum og 284 særzt, að því er herstjórnin í Phnom Penli upplýsir. Árásin i gærkveldi beindist Parfs, 28. janúar, AP. Bandarfskur klerkur sagði um helgina, að hann hefði skjöl und- ir höndum, er sönnuðu, að nokkrir bandarfskir hermenn væru enn í haldi f þrælkunar- búðum f austurhlutum Sovét- rfkjanna. Presturinn, séra Paul einkum að fátækrahverfum i suð- urjaðri borgarinnar en jafnframt var gerð snörp fallbyssuskothrið að flugvellinum, sem er miðstöð alls farþegaflugs i Cambodiu. Árásir skæruliða á suðurhluta borgarinnar hófust fyrir átta dög- um. Þá tóku einnig að berast fréttir af hörðum bardagahryðj- um meðfram fljótinu Prek Thnot. Hefur stjórnin sent þangað þús- undir hermanna til að efla varnir á norðurbakka fljótsins, þar sem er aðal varnarlína stjórnarhers- ins. Lindstroin framkvæmdastjóri Christian Defense League (CDL) í Illinois sagði, að hér væru um að ræða áhöfn bandarískrar sprengjuflugvélar, sem rússnesk- ar þotur skutu niður i júli 1953 yfir Japanshafi. Hann sagði, að upplýsingarnar hefðu borizt frá starfsmanni sendiráðs kommúnistaríkis i Algeirsborg, er hefði aðgang að skjölum og bréfum, sem vörðuðu fanga. Bandariska landvarnaráðu- neytið staðfestir, að flugvélin hafi verið skotin niður og segir, að einum manni hafi verið bjargað, en aðrir 16, sem í vélinni voru, hafi verið taldir af. Lindstrom kveðst hins vegar vita, að nokkrir þeirra séu enn á lifi og vinni i kolanámu. — Þó 8 sígarettur á dag á mann Washington, 28. janúar, NTB. ALLS seldust 582 milljarðar vindlinga i Bandaríkjunum 1973 eða 8 vindlingar á dag á hvern Bandaríkjamanna. Aukningin er 3.8% miðaðviðárið 1972. segist hann ekki vita um fjölda og nöfn þeirra. Hann segir, að Bandaríkja- Framhalá á bls. 31. Berlin, 28. janúar. NTB. AUSTUR ÞJOÐVER.1AR neituðu því í dag, að austur-þýzkir lög- reglumenn hefðu vísvitandi re.vnt að hindra uinferð til og frá Vest- ur-Berlín uin helgina. Vegatálmunum var hins vegar komið fyrir á nokkrum stöðum við aðalvegina milli Vestur-Þýzka lands og Vestur-Berlinar vegna leitar að nokkrum glæpamönnuin, að þvi er segir i greinargerð, sem hefur borizt vestur-þýzka sanv gönguráðuneytinu. Ekki er látið uppi um hvers konar glæpamenn sé að ræða, en austur-þýzkir lögreglumenn, sem tóku þátt i umferðareftirlítinu, Búlgararnir veittu ekki viðnám og engin vandkvæði voru á því að senda menn um borð í togarann, að sögn strandgæzlunnar. Þetta er i fyrsta skipti, sem búlgarskt skip hefur verið tekið að ólögleg- um veiðum í bandariskri fisk- veiðilögsögu. Skipstjórinn á yfir höfði sér allt að 100.000 dollara sekt eða eins árs fangelsi og getur nnsst skip sitt og aíla. sögðu nokkrum ferðamiinnum, að þeir væru að leita að liðhlaupum úr austur-þýzka hernum. Sovézkt og autur-þýzkt herlið tek ur þátt í miklum heræfingum þessa dagana í austurhlutum Austur-Þýzkalands. Góðar heimildir herma, að skýr- ingin verði tekin til greina og málinu ekki fylgt eftir, þcitt eftir- lit'ð sé skýlaust brot á fjórvelda- sainningnum um Berlín. KarlSehutz.imrgarsl jún Vestur- Berlinar, er þii ekki á'uegður ineð greinargerð Austur-Þjóðverja: „K'tta var mjijg alvarlegt brot á fjórveldasainningnum," sagði hann i dagÁf'Í.U'VtJTSÁ7- Arásir magnast á Phnom Penh A-Þjóðverjar teQa umferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.