Morgunblaðið - 29.01.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974 19
Mývatnsbotnsmál:
Rangfærslur
leiðréttar
ÞAÐ HEFUR vakið athygli lög-
fræðinga og annarra á undanförn-
um árum, að svo virðist sem
blaðamenn hafi meiri áhuga á
þeim dómsmálum, sem Páll S.
Pálsson hrl. hefur flutt eða fjallað
um, heldur en málum annarra
lögmanna.
Við fréttaflutning af dómi
Hæsteréttar frá 18. jan. 1974 í
svokölluðu Mývatnsbotnsmáli
skeður það undarlega, að hvergi
eru raktar til hlitar forsendur
Hæstaréttardómsins, og alls ekki
sá hluti þeirra, sem lýtur að
rangri kröfugerð stefnanda. Hins
vegar byggjast blaðafrásagnir
fyrst og fremst á viðtölum við 2 af
lögmönnum og þá aðallega lög-
mánn stefnanda, Pál S. Pálsson
hrl., sérstaklega i dagblaðinu
Vísi.
Af rangfærslum í Vfsi 24.
janúar þykir mér óhjákvæmilegt
að leiðrétta hinar grófustu þeirra,
sem ekki er annað að sjá eftir
blaðagreininni en að hafðar séu
eftir greindum lögmanni.
í Vísis frétt þessari segir, að
setudómarinn, ásamt meðdóm-
endum sínum, hafi gert það að
tillögu sinni, að málið yrði gert að
eignardómsmáli, en það hafi ein-
mitt verið sú málsmeðferð, sem
Hæstiréttur taldi ranga og hefði
því dómurinn átt að vfsa málinu
frá, þegar það var flutt, sam-
kvæmt tillögu dómsins sjálfs. I
þessu eru eftirgreindar rang-
færslur:
1. 1 þinghaldi 31. ágúst 1971,
þegar fyrra mál var hafið, höfðu
engir meðdómendur verið skip-
aðir, eftir að hinir fyrri meðdóm- [
endur höfðu vikið sæti. Var ég1
sem setudómari í málinu alls ekki
farinn að hugsa fyrir meðdóms-
mönnum, hvað þá skipa þá. Gátu
þeir því engin áhrif haft á máls-
meðferðina.
2. Það er rangt að ég hafi gert
tillögu um eignardómsmeðferð
málsins, svo sem fram kemur i
eftirgreindri bókun: „Dómarinn
beindi þeim tilmælum til lög-
manna að þeir hefji mál þetta og
stofni til nýs máls samstundis,
annaðhvort með opinberri stefnu
eða án hennar. Rökstyður dóm-
arinn þau tilmæli sln með þvf, að
hann telji formsatriði máls þessa
ekki f þvf lagi, sem honum lfki.
Myndi dómarinn þá leita eftir
breytingu á setudómaraskipun
sinni til þess að geta þegar f stað
gefið út réttarstefnu f málinu."
Það voru allt önnur formsatriði
en vöntun eignardómsmeðferðar,
sem lágu að baki tilmælum
mfnum, svo sem bókunin raunar
ber með sér.
Lögmanni stefnanda þóknaðist
þó ekki að bíða þess, að setudóm-
arinn fengi löggildingu til með-
ferðar nýs máls og gæfi út réttar-
stefnu, svo sem f bókun greinir,
heldur samdi hann opinbera
stefnu, sem síðan var gefin út af
hinum reglulega héraðsdómara í
Þingeyjarsýslu. Ekki lét lög-
maðurinn þó fylgja stefnunni
beiðni þá og gögn, sem tilskilin
eru í lögum, sbr. Hæstaréttardóm-
inn.
Þar sem meginforsendur
Hæstaréttar hafa eigi áður komið
skýrt fram í blöðunum þykir mér
óhjákvæmilegt, að vekja á þeim
sérstaka athygli, en þær éru þess-
ar: „Af gögnum málsins verður
ekki séð, að sóknaraðiljar hafi
óskað leyfis héraðsdómara ti)
höfðunar máls þessa með þeim
hætti, sem boðið er f 220. sbr. 217
gr. laga nr. 85/1936, og lagt
fyrir hann nauðsynleg gögn
til stuðnings beiðni sinni
um útgáfu eignardómsstefnu.
Var héraðsdómara ekki heimilt
að gefa út eignardðmsstefnuna,
fyrr en hann hafði kynnt sér
beiðni sóknaraðilja og þau gögn,
sem henni áttu að fylgja, og þann-
ig gengið úr skugga um, að full-
nægt væri lagaskilyrðum til höfð-
unar eígnardómsmáls, bæði að
þvf er varðaði form og efni, sbr.
220. gr. sbr. 217. og 218. gr. fyrr-
greindra laga.
Samkvæmt þvf, er segir f stefnu
málsins, er krafa sóknaraðilja sú
„að dæmt verði, að botn Mývatns
og botnverðmæti öll séu hfuti af
landareignum þeirra aðilja, er
lönd eiga að Mývatni . . .“ Er sú
krafa m.a. rökstuddi með þvf f
stefnunni, að „þar sem kyrrstæð
eða streymandi vötn ráði landa-
merkjabréfum, sé það viðtekin
regla á Islandi að fornu og nýju,
að bakkaeigendur eigi hvor á
móti öðrum að miðju vatnsfalli“.
Eigi að sfður er sú dómkrafa gerð,
eins og að framan greinir, að botn
Mývatns og botnverðmæti verði
dæmd f óskiptri sameign sóknar-
aðilja og skfrskotað til þess, að
skipting þeirrar sameignar gæti
farið fram sfðar.
Eins og nú hefur verið rakið,
verður að telja, að brostið hafi
lögmælt skilyrði til þess, að sókn-
araðiljar höfðuðu mál þetta og
rækju sem eignardómsmál sam-
kvæmt 220. gr. laga nr. 85/1936,
og hafi héraðsdómara borið að
synja um útgáfu stefnu. Ber því
þegar af þessari ástæðu að
ómerkja héraðsdóminn og máls-
meðferð alla og vfsa málinu sjálf-
krafa frá héraðsdómi."
Það er óvenjulegt að dómarar
þurfi að standa í blaðaskrifum i
sambandi við mál, er þeir fjalla
um, enda fátítt að lögmenn gefi
ástæður til þess. Páll S. Pálsson,
hefur með yfirlýsingu, sem birt
ist f Vísi 25. janúar, leiðrétt að
nokkru rangfærslur þær, sem áð-
ur voru eftir honum hafðar, en þó
með öllu ófullnægjandi, m.a.
vegna þess að eftir stendur sú
fullyrðing, að ég hafi gert tillögu
um hluta af hinum ranga málatil-
búnaði hans.
Eitt af hlutverkum Lögmanna-
félags íslands er það, að fylgjast
með því, að félagsmenn hafi ekki
uppi opinberan áróður f starfa
sinum og hefur félagið sett með-
limum sínum strangar reglur þar
að lútandi.
Páll S. Pálsson er núverandi
formaður greinds félags.
Kópavogi, 28. jan. 1974.
Sigurgeir Jónsson.
Þorlákur
Björnsson
á Sleipni
frá Uxahrygg.
Þorlákur
Björnsson,
Eyjarhólum,
Mýrdal:
Skattlagning á
útflutningshrossum
NÚ í vetur hafa farið fram í ’
dagblöðunum (Tímanum og
Morgunblaðinu) nokkrar
umræður manna á milli um'
útflutning hrossa i sambandi við
skattlagningu á þeim, einkum
kynbótagripum. Og ætla ég nú að
leggja þar orð i belg.
Má segja, að það sé og dirfska af
mér að leyfa mér það, þar eð ég
hef mestan hluta ævi minnar ver-
ið bóndi.
En hinir vísu menn búfjárvis-
inda eru, að mér skilst, að reyna
að koma því í reglugerð samkv.
lögum um hrossasýningar, að
dómnefnd skipi aðeins ráðu-
nautar búnaðarsambanda ásamt
hrossaræktarráðun. Búnaðarfél.
Islands. Árið 1948 var héraðs-
sýning á hrossum haldin að
Þjórsártúni. Ræði ég hér lítil-
lega um þá sýningu, vegna þess,
sem á eftir, fór svo og ummæli
Gunnars Bjarnasonar um mig i
bókinni Ættbók og saga i-slenzka
hestsins. í dómnefnd á þeirri
sýningu voru auk G. B. tveir
háskólagengnir menn og þrír
bændur, og var ég einn bænd-
anna. A sýninguna var mætt með
mörg hross. Til verkahagræðinga
skipti G. B. liði, þannig, að fjóra
af dómendum setti hann til að
meta kynbótahestana, en tók mig
til að meta hryssurnar með sér.
Atti svo að yfirlíta allt sameigin-
lega á eftir. Á þessari sýningu
sýndi Gunnar Sigurðsson frá
Selalæk hest að nafni Sleipnir.
Fjórmenningunum þótti sá
hestur það tilkomulítill, að
honum var vísað frá, þó ekki með
samþykki Sveins Böðvarssonar,
sem ekki mun hafa beitt sér neitt
að ráði, þar er hann hafði átt
hestinn á tímabili og tamið hann.
Nú var það svo, að ég leit ekki á
hestinn meðan á sýningu stóð,
taldi þess ekki þörf, þar sem hann
hafði fengið svo rækilega
afgreiðslu. Býst ég við, að svo hafi
og verið með Gunnar Bjarnason.
Eftir sýninguna fór ég út i
hagann, þar sem hesturinn var, til
að huga að, hvernig þessi hestur
væri, sem fékk úrkastsdóm. Þá
nagaði ég mig í handarbökin fyrir
það að skoðá hestinn ekki á
meðan dómar stóðu yfir. Nú liðu
tvö ár. Á aðalfundi Hrossa-
ræktarsambands Suðurlands 1950
las formaður sambandsins upp
bréf frá Gunnari Sigurðssyni þess
efnis, að hann bauð sambandinu
hestinn til kaups. Tilboðið var
vitanlega afþakkað, þó ekki með
mínu atkvæði eða Haralds á
Rauðalæk. Svo gerðist það, að ég
keypti hestinn af Gunnari
tveimur dögum síðar. Varð
Gunnar því mjög feginn því að
hann var öruggur með, að hestur-
inn væri kynbótagripur. Bauð
hann mér afslátt af verðinu fyrir
það, að ég kunni að meta hestinn.
Svo fer þeim, sem dánumenn eru.
Svo er ekki að orðlengja það
meira, að tveimur árum síðar
kaupir Hrossaræktarsamband
Suðurlands hestinn af mér og
notaði hann svo lengi sem hann
entist.
Þó að kyngæðasjóður hefði
verið til, þá, hefði þessi hestur
viðstöðulaust fengið að flytjast úr
landi. En hvað þá um afkvæmi
hans? Ég læt hér nægja að nefna
örfá. Þá er fyrst að nefna hesta
undan honum, er fæddust hér í
Eyjahólum. Brúnn Gísla Bjarna-
sonar, Selfossi, Sörli Antons Guð-
laugssonar í Vík og Hrafn í Eyjar-
hólum.
Allir þessir hestar voru með
mestu fjörhestum. Svo koma og
kynbótahestarnir Skýfaxi og
Bráinn, og aðrir afkomendur
Þráinn á Uxahrygg, Voðmúla-
staðalýsingur og Stjarni frá
Svignaskarði, sem hæst hefur
borið á erlendum hestakeppni-
mótum. Arið 1950 var landsmót
haldið á Þingvöllum. Þar voru
sýnd mörg hross. Meðal sýningar-
hesta þar var hestur að nafni
Svaði.Hannvarþarlátinn standa
efstur I. verðl. hesta, að mig
minnir. Þá var brugðið skjótt við
og Hrossaræktarsamband Suður-
lands keypti hann. Þá hefði kyn-
græðasjóður komið að góðum
notum, hefðu útlendingar viljað
fara að kaupa hann, sem er mjög
líklegt, ef hrossaútfl. hefði
þá verið kominn á það stig, sem
hann nú er á. Árið 1952 er Svaði
sendur Hrossaræktarfél. Mýr-
dæla til afnota að hálfu á móti
Sleipni, þ.e. að Svaði var notaður
síðari hluta fengitímans, í Mýr-
dalnum og biðu þá margir með
hryssur sinar til þess að geta
notað hann frekar en Sleipni.
Voru þá höfð skipti á þessum
hestum milli A-Eyfirðinga og
Mýrdæla. Hestaskiptin fóru fram
við Jökulsá á Sólheimasandi. Það
féH í hlut minn að afhenda Sigur
bergi í Steinum Sleipni og taka
við Svaða af honum. Ekki var ég
þá svo vel ríðandi, að ég muni nú
hvaða hest ég hafði til að sitja á til
baka, þá er ég teymdi Svaða
austur.
Ekki var ég kominn Iangt
austur fyrir Jökulá, er mér varð
ljóst, að ég yrði að stilla hrað-
anum vel i hóf, svo að ugglaust
væri, að Svaði kæmi óskemmdur
austur og gæti sinnt sínu kyn-
gæðahlutverki.
Nokkru seinna sama vor var
hrossasýning við Klettsrétt og
voru þar þá mættir G. B. og Hjalti
Gestsson. t bók G.B., Ættbók og
saga ísl. hestsins, minnist
Gunnar á, að ég hafi verið þungur
i skapi og óþjáll. Ekki man ég nú
allt, sem þá fór okkar á milli, en
Hjalta líkaði ekki, að Svaði væri
settur í þann sess er ég vildi. En
Gunnar sagði, að ekki væri hægt
að gera það á svona sýningu, það
yrði að gerast á stærri sýningu.
Hann var þetta sanngjarn, að geta
viðurkennt yfirsjón; engin er
tryggður gegn yfirsjónum.
En Svaði kom, það ég bezt veit,
aldrei meir á sýningu. Fór beint
inn á beitilönd til eilífðarinnar.
Ég tel, að þessi dæmi, sem ég nú
hef dregið fram, sýni það allvel,
hvað fánýtt er að fara að skatt-
leggja útflutning hrossa hvort
heldur þar er um að ræða hryssur
ættbókarfærðar eða ekki, hesta
vanaða eða óvanaða.
Tamin hross, sem flutt eru úr
landi, eru að hluta til iðnvarn-
ingur. Getur meira að segja í sum-
um tilfellum verið það allt að 3/4
hlutum. Allir hljóta að sjá, að
ranglátt er að skattleggja menn
þannig. Annað er það, að skatt-
lagning hlýtur alltaf að bitna
mest á þeim, sem mest og bezt
vinna að hrossaræktinni. Því
getur hún orðið ræktuninni bein-
linis að tjóni. Ég held, að það séu
til aðrar leiðir til að efla rækt-
unina betur en nokkur skatt-
lagning gæti gert. Vart er svo
komið á hrossasýningu að ekki
sjái maður marga vanaða hesta,
sem taka langt fram að fegurð
o.fl. þeim stóðhestum, sem sýndir
eru. Þetta segir ekkert annað en
það, að okkur stafar meiri hætta
af því, að mörg góðhestaefni eru
vönuð, heldur en þvi, að einn og
einn góður hestur sé fluttur út.
(Gæti í sumum tilfellum verið
Svaði). Hvað viðkemur ræktun
ísl. hesta utanlands þá verðum við
að athuga það, að með umræddri
skattlagningu stöndum við ekki
nokkurn hlut betur að vígi, nema
síður sé, þvi svona vanhugsuð
skattlagning getur orðið út-
lendingum öflugur ræktunar-
hvati. Hitt er ljóst og allir vita, að
náttúra hvers lands mótar ekki að
litlu leyti dýrastofnana. Þess
vegna er okkur einnig ræktunin
auðveldari en útlendingum. Eg
tel, að útflutningur hrossa sé
bæði einstaklingum og þjóð til
hagsbóta og vil því vara við þvi,
að með löggjöf sé stefnt að úlfúð
Framhald á bls. 31.