Morgunblaðið - 29.01.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.01.1974, Qupperneq 20
/ 20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974 Jófríður Jónsdóttir frá Rifi — Minning JÓFRlÐUR Jónsdóttir fyrrum húsfreyja að Rifi var fædd þ. 16. júlí árið 1879 að Undirtúni í Helgafellsveit. Foreldrar -hennar voru þau hjónin Jón Oddsson og Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, en þriggja vikna gömul var hún tekin í fóstur af Jófríði Halls- dóttur og Magnúsi Márussyni er bjuggu að leiti á Skógaströnd. Þar ólst hún upp og vann öll algeng heimilisstörf, nema hvað hún fór að heiman til þess að læra fatasaum o.fl. til undirbúnings húsmóðurstarfsins; því í heima- högum kynntist hún Guðmundi Guðmundssyni frá Ósi í sömu sveit og gengu þau í hjónaband árið 1903 og fluttust þá sama ár að Selhóli á Hellissandi. Var sú ferð allsöguleg á nútíma mælikvarða því tvö lögðu þau upp með búslóð sína á áttæringi, sem Guðmundur átti, lentu þau í hrakningum á leiðinni, þó að allt færi vel að lokum. En ekki verður það rakið hér nánar. A Selhóli áttu þau heima til ársins 1914 að þau fluttust að Rifi, þar sem þau voru um 30 ára skeið eða til ársins 1944, en þá andaðist Guðmundur. Eftir það bjó Jófríður með börnum sínum, þar til hún fluttist til Reykjavíkur árið 1951 ásamt Maríu dóttur sinni, sem reyndist styrk stoð er árin færðust yfir. Kynni mín af Jófríði byrjuðu, er hún bjó á Selhóli en foreldrar mínir að Bjölluhóli, sem var næsta býli. Lágu túnin saman og man ég glöggt er ég var að klifra yfir girðinguna til þess að komast á fund Jófríðar og dóttur hennar, sem var jafnaldra mín. Með okkur tókst þá sú vinátta, sem varað hefur um 60 ára skeið, þrátt fyrir aldursmuninn. — Ég hef stundum furðað mig á, að í þessum bernskuminningum ber ávallt hæst hlut húsmóðurinnar, sem þrátt fyrir mikið annríki gaf sér ávallt tíma til að víkja ein- hverju góðu að okkur krökkunum og amaðist aldrei við ærslum okkar. Það var mjög algent á þessum árum, að menn stunduðu sjóinn og höfðu búskap jafnframt, voru þvi mikil umsvif á slíkum heimilum, þar sem nýta þurfti hvort tveggja til hins ýtrasta. Bæði voru þau hjón vinnusöm og dugleg með afbrigðum enda þurfti mikils með, því barna- hópurinn varð stór. Þau eignuðust 9 börn og ólu þar að auki upp tvo dóttursyni sína, er þau urðu á bak að sjá móður þeirra á bezta aldri, en hún dó frá ungum börnum. Atta árum áður höfðu. þau misst aðra dóttur einnig i blóma lífsins. Af framan- sögðu má ráða, að ekki var ávallt blundað á rósum í starfsævi Jófríðar. Andleg og líkamleg áreynsla fylgdust að, en ekki var það Jófríði að skapi að bera til- finningar sinar á torg. Hóglát en sterk axlaði hún sína byrði æðrulaust; líka þegar hún varð að liggja langtímum saman til þess að vernda það líf, er hún bar undir brjósti. Ef til vill hefur það ekki verið minnsta átakið fyrir hina starfsömu konu, að vera þannig kippt frá störfum, þvi vinnusamari manneskju hef ég varla þekkt. — Það vakti Því oft undrun mina, hve Jófriður komst yfir að lesa með öllum öðrum störfum. Hún las allt, sem hún náði i, jafnt fræðibækur sem kvæði og sögur, enda vel hagmælt ef hún vildi það við hafa. A siðari árum, þegar börnin voru uppkomin, var ekki óalgengt að sjá Jófríði þeyta rokkinn og hafa jafnframt bók til lestrar, enda var umræðuefnið oft um það, sem hún var að enda við að lesa þá stundina. Meðfædd greind og raunsæi komu þá glöggt í ljós í rökræðum hennar, en lífsviðhorf Jófríðar var fastmótað af kristinni trú. Það var bjargið, sem byggt var á í upphafi ferðar og entist til æviloka. En þessi kona átti einnig sina dagdrauma. — „Gaman væri að eiga fallegt hús úti á Virkis- klettum," sagði hún eitt sinn við mig, en eins og kunnugir vita er útsýni þarna undrafagurt. Þó Jófríður flyttist aldrei í slíkan bústað sá hún samt draum- inn rætast í lífi barna sinna og barnabarna, því að segja má. að afkomendur hennar hafi lagt Valið úr 1200 Vatnajökulsmyndum NÝ VATNAJÖKULSBÓK er í undirbúningi hjá útgáfunni Ice- land Review, og verður hún í sama bókaflokki og nýútkomin Reykjavíkurbók. Texta skrifar dr. Sigurður Þórarinsson, en mynd- irnar eftir Gunnar Hannesson ljósmyndara, allt litmyndir, en hann hefur farið 7 ferðir á Vatna- jökul og tekið ógrynni af mynd- um. Er Gísli B. Björnsson nú að velja úr myndunum, sem búið var að fækka niður í 1200, þegar hann byrjaði. I fyrsta umgangi segir hann, að sér hafi tekizt að fækka um 30—40, og eftir margs konar flokkun og útilokun voru eftir 200—300 myndir, sem honum finnst varla mega sleppa. En loks verður að skera myndirnar niður i 70. Og með þeim kemur bókin væntanlega út næsta haust. grundvöllinn að þeirri uppbygg- ingu, sem nú fer ört vaxandi á Rifi. Eftir að Jófríður fluttist suður dvaldi hún oft um sumur hér vestra hjá Fiðþjófi syni sín- um og konu hans, en með þeim var einkar kært. Þar var hana að finna á niræðisaf- mælinu. Umkringd hópi kærra vina gat hún litið yfir far- inn veg með gleði þeirrar konu, sem aldrei brást neinu því, sem henni var trúað fyrir. Mun henni ekki hafa fundizt margborgað það, sem hún Iagði á sig fyrir börnin sín, svo þau mættu lifa? Afkomendur Jófriðar og Guð- mundar eru nú 112 á lífi. Jófríður var ein af stofnendum Kvenfélags Hellissands og heiðursfélagi um margra ára skeið. Með djúpri virðingu og þökk, kveð ég mína öldnu vinkonu. Hún var að mínum dómi ein af þessum sjálfmenntuðu alþýðukonum, sem þrátt fyrir allt baslið og stritið urðu aldrei þrælar meðal- mennsku og múgsefjunar, en áttu í hjarta sér þann andans auð, sem ornað hefur afkomendum þeirra kynslpð fram af kynslóð. Dugnaður og trygglyndi er ein- kenni afkomenda Jófríðar, þeirra, sem ég þekki bezt, ásamt ræktarsemi við kirkju og kristin- dóm. Jófriður andaðist þ. 10. des. sl. þá fullra 94 ára. Það var stór hópur afkomenda, sem fylgdi henni vestur síðustu ferðina, þrátt fyrir erfiða færð. Hún var jarðsett þ. 15. des. á hinum fornhelga kirkjustað Ingjaldshóli. Táknrænt fannst mér að hlusta á þessar fögru ljóð- línur hljóma í helgidóminum: „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng". Guði sé lof að hið eilífa lag, sigursöngur kristinnar trúar, mun enduróma í hjörtum kyn- síoðanná mánn fram af manni, þar sem Orðinu hefur verið sáð með trúmennsku. I því stefi er fólginn draumurinn um heill og hamingju þjóðarinnar. Austanvert við gamla húsið á Rifi hvoLfir gamall áttæringur; hinir fúnu viðir munu innan tíðar sameinast þeirri jörð, sem geymir flest spor hinna ungu hjóna, er hann skilaði svo farsællega á land fyrir röskum 70 árum. Það eru bara nokkrir faðmar niður að hinu nýja athafnasvæði við Rifshöfn. — Fortíð og nútíð mætast svo sannarlega á þessum stað, en á milli liggur löng og að mestu óskráð saga um baráttu og sigra þeirra einstaklinga, sem byggt hafa þetta land á einum þeirra mestu breytinga- og umbrotatímum, sem yfir þjóðina hafa gengið. Þessar minningar eru aðeins sekúndubrot úr þeirri sögu. En að læra af fortíð er forsenda þess að geta heilsað komanda degi með öruggum huga. Eftirlifandi börn Jófríðar og Guðmundar frá Rifi eru þessi: Friðþjófur, útvegsbóndi á Rifi. kvæntur Halldóru Krist- leifsdóttur. Pétur, búsettur í Reykjavík, missti konu sína fyrir nokkrum árum. Guð- björg gift og búsett í Ame- ríku. Steingrímur, ógiftur hér á Hellissandi. Katrín og Maria báðar ógiftar í Reykjavík. Asta Lára hjúkrunarkona, gift Stefáni Björnssyni lækni í Reykjavík. Börnum Jófríðar og afkom- endum sendi ég samúðarkveðjur. Skrifað í jan. 1974. Jóhanna Vigfúsdóttir. Ræða um fiskiskipa- útgerðina FÉLAG áhugamanna um sjávar- útvegsmál efnir til umræðufund- ar um fiskiskipaútgerðina í land- inu I kvöld, þriðjudag. Fundur- inn verður haldinn í húsi Slysa- varnafélags Islands á Granda- gerði og hefst kl. 21.00. Þetta er fyrsti fundur félagsins á þessu ári, en í nóvember s.l. var haldinn fundur um fiskveiðilaga- frumvarpið og þótti sá fundur takast mjög vel. Að þessu sinni verður fyrirkomulag með nokkr- um öðrum hætti en venjulega. Fengnir hafa verið nokkrir frammámenn í sjávarútvegi, svo sem forráðamenn ýmissa sam- taka, útgerðarmenn og skipstjór- ar, margir hverjir landskunnir menn, til að ræða málin í hring- borðsumræðum. Eggert Jóns- son borgarhagfræðingur hefur tekið að sér að stjórna umræðun- um. Að loknum hringborðsumræð- unum varða frjálsar umræður, og gefst þá fundarmönnum tækifæri til að varpa spurningum til þátt- takenda. Sjö stafa kverið á ensku Útgáfa Iceland Review hefur að undanförnu unnið að kynningu á íslenzkri menningu erlendis og m.a. gefið út í bókaflokki tvær bækur með íslenzkum smásögum og íslenzkum ljóðum. Nú er í ráði að gefa út fyrir erlendan markað Sjö stafa kverið eftir Halldór Lax- ness í enskri þýðingu Alans Bouchers. - Á Hótel Esju í kvöld kl. 20.30. ^—mm^^mmm—mm Almennur borgarafundur um: VARNARMÁL ÍSLANDS OG HERSTÖÐINA í KEFLAVÍK Á fundinum verður sýnd kvikmynd um varnarmál. Framsögumenn: Ólafur Harðarson, kennari Marias Sveinsson. varaform. F.U.J. Fundarstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Þetta er mesta hitamál dagsins í dag. Á herinn aðfara, eða á hann aðvera? Hvað villt þú? Einnig þín viðhorf geta komið fram því , fundurinn er öllum opinn. Mætum öll á Esju í kvöld. Félag ungra jafnaðarmanna. ■ Þeir f lytja ávörp: Magnús Þórðarson frá varð- berg. Svavar Gestsson frá stöðvar hernámsandstæðingum Hjúkrunarkonu Rannsóknarstofa Mjólkursamsölunnar, óskar að ráða stúlku í hálfsdagsstarf. Vinnutimi kl. 13—17, fimm daga vikunnar. Frekari upplýsingar veitir Guðbrandur Hlíðar, dýra- læknir, sími 10700 (kl. 9,30 — 15,30). Skrifstofustarf Stúlka óskast til almennra skrif- stofustarfa, banka, tollferða og fl. Þarf að geta byrjað strax. Starfið er fjölbreytt og vel launað. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. eigi síðar en þann 1. feb. n.k. merkt: „Skrifstofustarf — 3165“. Bókari — ritari Óskum að ráða bókara og ritara til starfa á aðalskrifstofu vorri í Reykjavík. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist fyrir 1. feb. n.k. merktar skrifstofustjóra. Olíufélagið Skeljungur h.f. vantar að Sjúkrahúsinu Hvammstanga, frá 15. febrúar. Upplýsingar í síma 1329. Sjúkrahúsið Hvammstanga. TæknifræÖingur Vegagerð ríkisins óskar að ráða tæknifræðing til starfa nú þegar. Æskilegt starfssvið jarðtækni, þó fleiri starfssvið komi til greina. Laun skv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Vegamálastjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.