Morgunblaðið - 05.02.1974, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1974
Holtabokur
„Skilurðu ekki, að nú á
dögum eru harmleikir ekki
lengur mögulegir? Raun-
veruleikinn er öllum hefð-
um sterkari, jafnvel harm-
leikjum ... 1 dag eru aðeins
farsar mögulegir.“
Það býr margt í þessum orð-
um Stomils úr „Tango“ eftir
Slawomir Mrozek, — leikriti
sem í vissum skilningi sam-
ræmir þau tvö leikritsform,
sem um er talað, harmleik og
farsa. Ég ætla hins vegar að
snúa út úr þessari tilvitnun
með því að setja hana í svolítið
óforskammað samhengi.
Það fer sem sagt varla fram
hjá neinum, að försum er ætlað-
ur stór hlutur í reykvísku leik-
húslífi um þessar mundir. Og
þar á ég fyrst og fremst við
Leikfélag Reykjavíkur. Á fjöl-
unum í gömlu Iðnó hefur svo til
eingöngu verið sprell og hama-
gangur á þessu leikári. Fyrir
utan heldur mislukkaða upp-
færslu á „Ögurstund“ Aibees,
var kassastykkið mikla frá því í
fyrra, „Fló á skinni" vakið upp
að nýju með ófyrirsjáanlegri
aðsókn og síðan hin „Svarta
kómedía“ Shaffers tekin fyrir.
I stórum dráttum er það verk
svo til alveg stílað upp á sama
áhorfendahóp og „Flóin“ og
fært upp í sama augnamiði. Svo
kemur jólaleikritið „Volpone“
enn í svipuðum dúr, þótt það
búi yfir broddi, sem unnt er að
stinga sig svolitið á. Sá broddur
er þó jafnvel slævður með því
að velja útgáfu Zweigs í stað
upprunalegs biturleika Bens
gamla Johnsons.
Oneitanlega er þetta einhæft
tal. Ég man eftir því, að í fyrra-
haust þegar leikhússtjóraskipti
áttu sér stað í Reykjavlk, sagði
Vigdís Finnbogadóttir í spjalli
við mig hér í blaðinu, að hún
liti svo á, að Leikfélag Reykja-
víkur þyrfti að skapa sér sér-
hæfðari starfsgrundvöll en ver-
ið hefði, þyrfti í meginatriðum
að halda sig við tiltekin svið
innan leikbókmenntanna.
Grundvöllur væri ekki fyrir því
að Leikfélagið starfaði eins og
annað Þjóðleikhús með jafn
breiðu verkefnavali og það,
heldur væri þörf á, að í Iðnó
væri sinnt afmarkaðri viðfangs-
efnum, sem kannski hefðu orð-
ið útundan óþarflega mikið,
þegar víðar var leitað fanga, og
þar að auki hæfðu betur þröng-
um fjárhag og húsakosti Leik-
félagsmanna.
Nefndi Vigdís einkum þrjú
verkefnasvið í þessu sambandi;
í fyrsta lagi, stílíseraða klass-
íska gamanleiki, í öðru iagi
þjóðfélagsleg ádeiluverk og í
þriðja lagi verk við hæfi ungs-
fólks, en hún benti réttilega á,
að ungt fólk er mikilvægt, en
einnig fremur litt þekkt stærð
meðal leikhúsgesta. I síðast-
talda sviðinu innifól Vigdís
barnaleikrit.
Svona stefnuskrá er vissu-
Iega eftirtektarverð nýbreytni.
En húnmáekkistandalistrænni
frjósemi og fjölbreytni leik-
hússins fyrir þrifum. I fyrra-
vetur kom þetta að mörgu leyti
ágætlega út. Leikhúsið flutti
verk, sem flokkast geta undir
öll ofannefnd verkefnasvið sum
góð, önnur lakari. En í vetur
hefur eitthvað farið forgörðum
í planlagningu Ieikársins, elleg-
ar þá peningasjónarmið eru
farin að ráða mun meira en
listræn. Ég vil alls ekki kasta
rýrð á mörg góð tilþrif Leikfé-
lagsins í stjórnartíð Vigdísar
(t.d. Síðdegisstundirnar) og ég
veit vel, að það verður sifellt að
vera með pyngjuna á heilanum.
En einhvern veginn finnst mér
þetta ganga einum of langt.
Auðvitað eiga gamanleikir
rétt á sér og auðvitað geta gam-
Pott-
þétt
leikrit
anleikir verið list og auðvitað
er sú umræða svo útjöskuð, að
maður nennir ekki að eyða orð-
um í hana. Hins vegar þykir
manni, sem nokkuð föstum
Iðnógesti, það vera fyrir neðan
metnað Leikfélags Reykjavíkur
að hafa fleiri en eitt hreint
farsastykki í gan'gi hverju
sinni. Getur verið, að það sé
svona ilia stætt?
Allir gamanleikir eru ekki
farsar og allir farsar eru ekki
gamanleikir. Mér er næst að
halda, að klassíski farsinn sé
með þreyttustu leikritsformun-
um í dag. Farsinn og „pottþéttu
leikritin" frönsku (piéce per-
faite) hafa vissulega gegnum
tíðina haft hin margvislegustu
áhrif á leikritun. Þau einkenn-
ast af þröngum efnislegum
kringumstæðum, tíðast ákveðn-
um leyndardómi, sem áhorf-
endur og kannski vissar leikper
sónur vita lykilinn að, en hinar
ekki. Síðan eru þessar þröngu
kringumstæður látnar spila úr
sér í leiksins rás eftir hefð-
bundnum formúlum farsans,
misgripum og kollhnýsum,
ærslum og ólátum, og að lokum
bundinn slaufa á allt heila gill-
ið með einni ódýrri leiklausn,
uppgötvún leyndarmálsins, af-
hjúpun blekkingarinnar og
stundum jafnvel maklegum
málagjöldum, en yfirleitt með
því að allt fellur í sæmilega
ljúfa löð.
Sem dæmi um farsakringum-
stæður af þessu tagi má nefna
„tvískinnunginn" í persónu
Gísla Halldórssonar í „Fló á
skinni“ og myrkrið og „myrkra-
verkin“ í „Svartri kómendiu".
Þetta eu burðarásar leikrit-
anna, umgjörð þeirra og efnis-
legur miðpunktur — um þetta
snýst allt sem fram fer á svið-
inu. Og galli farsans er yfirleitt
einmitt sá, að hann fer allur
fram á sviðinu. Ekki utan þess
eða niðri. Hariy er allur þar
sem hann er séður. En þetta er
auðvitað lfka kostur hans, þeg-
ar vel tekst til.
„Dulargervi" Volpones er
annað dæmi um slíka þunga-
miðju. En þar er boðið upp á
ýmis útskot og afleggjara farsa-
kringumstæðnanna, svo að þær
sjálfar endast betur. Hinar
fölsku forsendur leikrásarinn-
ar — auðmaðurinn á banasæng-
inni — afhjúpa eðli hinna per-
sónanna, sem á þeim flaska og
færa leikritið frá hreinum
farsa í átt til satírunnar.
Mesti vandi farsans, einnig
frá beinu afþreyingarsjónar
miði, er sá að hinar þröngu
leikrænu og efnislegu kringum-
stæður þreytast fljótt. Aksjón
farsans stigmagnast einatt, en
springur því miður á limminu;
æ meira tekur að bera á endur-
tekningum er líða tekur á Ieik-
inn, hann hjakkar í sama far-
inu, verður hreinni stöðnun í
orðum og athöfnum að bráð.
Sönn geggjun hins viti firrta
heims beztu farsa kafnar í for-
múlunni. Þeim heimi koma
absúrdverkin, farsatragedíur
nútímans einna bezt til skila.
Þau yfirfærðu nýtilegustu ein-
kenni farsanna á nýtt sam-
hengi, nýja dýpt. Merki slíkrar
dýptar var raunar strax að
finna í „Eftirlitsmanni“Golgols
t.d. En ekki minnist ég þess að
uppfærsla Þjóðleikhússins á
þeim merka fáránleik hafi
fengið verðuga aðsókn fyrir
nokkrum árum, og er það hart.
Ég er þeirrar skoðunar, að
hinn klassíski farsi eigi sér í
dag beztan vettvang sem leik-
form í stuttum sjónvarpsþátt-
um. Þar fá helztu kostir hans
notið sín og þar kemst hann hjá
því að spila botninn úr brókun-
um. Þetta er vitaskuld það sem
gerzt hefur. Kringumstæðna-
kómedían (the Situation come-
dy), sem tröllríður öllum sjón-
varpsdagskrám, er einmitt það,
— nútímalegur farsi fyrir sjón-
varp.
En leikhúsfarsinn er enn vin-
sæll. Og það er ekki af sjónar-
miðum snobbs eða sparifatalist-
ar, sem ég er að nöldra þetta
um farsafargan hjá L.R. Ég
held aðeins, að leitandi fjöl-
breytni leikhússins hafi sett
svolítið ofan í vetur, (auk þess
sjónarmiðs um innri einhæfni
farsans sem leikforms er fram
kom I bollaleggingunum hér að
ofanH Svo er það hitt: Farsinn
er ekki endalaust peningalega
pottþéttur. Aðsóknin að
„Svartri kómedíu“ virðist ekki
vera nándar nærri jafn áköf og
að „Fló á skinni", og tæpast
stafar það endilega af gæða-
mun þessara tveggja leikrita.
Skyldi ekki vera búið að of-
keyra og ofmetta markaðinn?
Éru aðeins farsar mögulegir í
dag, eins og segir í „Tango“
Mrozeks? An þess að maður sé
að fara fram á harmleiki í löng-
um bunum, þá trúir maður þvi
tæplega, að Leikfélag Reykja-
víkur ætli að láta slíkt sannast
til lengdar á sviðinu í Iðnó. A.Þ.
Hugvekja til alþingismanna í
Norðurlandskjördæmi vestra
A SlÐASTA aðalfundi sýslu-
nefndar A-Hún. var samþykkt til-
laga þess efnis, að oddvita var
falið að vinna að því, að haldinn
yrði sameiginlegur fundur sýslu-
nefndar og sveitarstjórna með
þingmönnum kjördæmisins áður
en Alþingi hæfist í haust til
umræðna um helztu framfaramál
héraðsins.
Ýmsum mun hafa þótt þetta
tímabær samþykkt og horfa til
bóta ef tækist að fá alla fulltrúa
kjördæmisins saman til viðræðna
við framámenn byggðarlaganna.
Ekki sem fulltrúa einstakra
stjórnmálaflokka eins og tíðast er,
þegar menn þessir láta til sín
heyra, heldur sem sameiginlega
fulltrúa fólksins í héraðinu.
Síðan leiðarþing lögðust niður
hefur sá háttur komizt á í æ
ríkara mæli, að sendinefndir frá
hinum ýmsu byggðarlögum hafa
farið f suðurgöngu til að reka
erindi síns sveitarfélags. Ég hygg,
að á ýmsu hafi oltið, hvernig
gengið hefur að ná tali af þing-
mönnum.
Þar sem þingmenn hafa nú sér-
staka ferðapeninga, hefði mátt
ætla, að með þessu spöruðust
héraðsbúum tími og fjármunir.
Svo kom að því, að fundur með
alþingismönnum var boðaður,
ekki einu sinni heldur þrisvar
sinnum, en alltaf varð að afboða
vegna anna okkar ágætu þing-
manna. Kann nú að vera, að ein-
hverjum finnist það kapítuli út af
fyrir sig, þegar fulltrúar okkar á
Alþingi eru svo tlmalausir, að
þeir mega ekki vera að því að
hlusta á óskir forráðamanna
héraðsins í eina kvöldstund.
Ætla ég því að reyna að ná til
ykkar, þingmenn góðir, með hug-
vekju þessari, ef nú eru ekki allir
hættir slíkum lestri.
Það eru gömul og ný sannindi,
að samgöngukerfi þjóða séu
slagæðar þeirra. Þetta gildir einn-
ig um hvert byggðarlag, enda
velta afkomumöguleikar íbúanna
í nútíma þjóðfélagi á engu einu
atriði meir.
Ég vil með þessum orðum
minna ykkur á, virðulegu þing-
menn, hvernig ástatt er um sam-
göngur hér í sveit, það er frá
Skagaströnd á Skagatá. Vega-
lengd sú, er hér um ræðir, er 47
km, þar af eru 24 km aðeins
ruddir skorningar, sem lítið hefur
verið borið í af möl og eru víðast
lægri en umhverfið í kring. Má
því öllum Ijóst vera, að á slíkan
veg safnast snjór og vatn allt eftir
því, hvernig veðrátta er hverju
sinni.
Um 12 km af áðurnefndri leið
voru byggðir á áratugunum á
milli 1930 og 1950, að sjálfsögðu
með handverkfærum, og eru
þessar brautir öldungis ófærar
um að gegna því hlutverki, sem
vegir nú þurfa að gera, vegna
þess hve lágar og mjóar þær eru.
Einnig má geta þess, að heldur
hefur verið lítið viðhald á þessum
vegaspottum að undanförnu.
Það eru því aðeins 11 km, sem
hafa verið lagðir síðan 1950, og er
það eini vegurinn sem hægt er að
segja að beri nútíma umferð. Af
framansögðu má sjá, hve vega-
samband er hér afleitt; ég hygg,
að nokkuð langt þurfi að leita til
að finna sambærilega vegleysu í
einni sveit.
Hér með heiti ég á alla alþingis-
menn kjördæmisins að bregðast
nú vel við og standa saman um að
útvega myndarlega fjárveitingu í
vetur, þegar vegaáætlun verður
endurskoðuð, til að bæta úr þess-
um vegaleysum og hrinda þar
með þeim orðrómi um Skagaveg,
að hann sé lakastur allra vega f
kjördæminu.
Ljóst er, að ekki hefur vegagerð
á Skaga alltaf verið svo langt á
eftir sinni samtíð sem nú er. Hér
er enn í góðu gildi elzti vegur
sýslunnar, sem lagður var af
framtakssömum bónda hér í sveit-
inni fyrir rúmum 100 árum. Nú
finnst mér mikils við þurfa, að
ekki verði öllu lengur reynt á
þolrif íbúanna, svo ekki endur-
taki sig hér sama sagan og gerðist
handan við flóann haustið 1971.
Sannfærður er ég um það, að
fleiri en mér lætur illa í eyrum
hjal það um jafnvægi í byggð
landsins, sem er í því fólgið að
bæta fyrst aðstöðu þeirra, sem
fleiri eru og betri höfðu hana
fyrir,, svo sem virðist helzta lög-
mál þeirrar byggðarstefnu, sem
nú er rekin.
Eða hvernig hyggjast forráða-
menn þjóðarinnar rétta baggann
á merinni, með því að bæta
stöðugt i þann mjölpokann, sem
stærri var fyrir? Vart mun auð-
velt að rétta slagsíðuna á þjóðar-
skútunni með því háttalagi að
bæta stöðugt við farminn f það
borðið, sem hún hallast á.
Byggðarjafnvægi, eins og það
hefur verið framkvæmt til þessa,
er innantómt orðagjálfur og
óraunhæft nema til að gylla skála-
ræður.
Sem dæmi um það vil ég nefna,
að óverjandi er að moka hundruð-
um milljóna til að byggja brú yfir
fjörð, sem hægt er að komast fyrir
með góðu móti, þegar aðrir hafa
alls engan veg til að fara eftir.
Vonandi læra ráðamenn þjóðar-
innar eitthvað af reynslu nýliðins
kuldakafla, er við lá, að stór hluti
landsbyggðarinnar yrði raforku-
laus. Ekki var þó sú reynsla, er þá
fékkst, sú lakasta, sem hægt er að
gera sér í hugarlund, að upp geti
komið með þeirri kynlegu ráðstöf-
un í byggð landsins, að staðarval
allra stórvirkjana skuli vera í
sama landshluta, og það á hættu-
legasta jarðskjálftasvæðinu. Ekki
mun það heldur styrkja búsetuna
úti á landsbyggðinni, að þessi
vandfengna og dýrmæta orka er
þar seld af rafveitum ríkisins á
mun hærra verði en á stór-Reykja
víkursvæðinu.
Ég læt þessi þrjú dæmi nægja,
sem öll eru f höndum ríkisvalds-
ins, og eru þvf hæg heimatökin að
hafa áhrif á, ef vilji er fyrir
hendi. Mér finnst sama, hvar nið-
ur er borið, verkin tala alls staðar
á móti skruminu um jafnvægi í
byggð landsins. Ólygnast vitnið
um það er, hvert fólksstraum-
urinn liggur. Varla trúa boðberar
þessa skrums því sjálfir, að fólkið
geti ekki metið lífsskilyrðin sjálft
og stritist við að safnast þangað,
sem þau eru lakari.
Það ætti að vera öllum mönnum
ljóst, að hér er vandasamt verk að
leysa og hlýtur að kosta mikið
átak, sem óumflýjanlega verður
að koma við þá, er á stór-Reykja
víkursvæðinu búa.
Fullvíst er, að ekki stöðva
stjórnvöld þá þróun, sem nú er,
með því einu að láta fjölmiðla
predika, að nú séu þessi mál leyst.
Það er sama lausnin og hjá strútn-
um, að stinga höfðinu f sandinn.
Tjörn í jan. 1974.
Sveinn Sveinsson.