Morgunblaðið - 05.02.1974, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974
11
Tekur ár
að hreinsa
Súezskurð?
Tel Aviv, Kairo, 2. febr., NTB.
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum I Israel, að Joseph
Sisco aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna sé væntaniegur tii
Israeis og Sýrlands innan
skamms til að reyna enn að koma
á viðræðum stjórna þeirra um
fangaskipti og brottflutning her-
sveita þeirra frá Golanhæðum. Þá
herma blöð í Beirut, að stjórnir
Israels og Jórdaníu vinni f sam-
einingu að áætlun um framtíð
hernumdu svæðanna á vestur-
bakka Jórdanár og á Gazasvæð-
inu.
I Kairo er nú rætt um, hve
langan tíma muni taka að hreinsa
Súezskurð svo, að hann verði
skipgengur á ný. Er haft eftir
erlendum sendimönnum þar, að
hreinsunin muni taka allt að því
ár; egipzka stjórnin sé að vísu á
því, að verkinu verði lokið á fjór-
um mánuðum, en hún eigi eftir að
fjarlægja mikið magn af duflum
og öðru sprengiefni úr skurðin-
um, áður en unnt sé að byrja að
draga burt skrokka skipanna, sem
sökkt var í skurðinum i sex daga
stríðinu 1967, — og það muni taka
langan tíma.
Hækka forvexti
Brussel, 2. febrúar, NTB.
BELGAR hafa hækkað forvexti
um einn af hundrað í 8.75%.
Þetta er áttunda hækkunin á for-
vöxtum i Belgíu á 13 mánuðum.
Forvextirnir voru 4% í desember
1972.
70.000 til ísraels
Tel Aviv, 2. febrúar, NTB.
RÚMUR helmingur 70.000 Gyð-
inga, sem flytjast til ísraels á
þessu ári, kemur frá Sovétríkjun-
um að sögn talsmanns banda-
rískra Gyðingasamtaka. Um 1.2
milljarða dollara þarf til að veita
innflytjendunum húsaskjól og sjá
þeim fyrir menntun og félagslegri
aðstoð.
Hvítabirnir
verndaðir
Ósló, 2. febrúar, NTB.
SOVÉTRÍKIN hafa undirritað
samning um verndun hvítabjarna
á norðurheimskautasvæðum. Þar
með hefur samningurinn verið
undirritaður af öllum þeim fimm
löndum, sem hann nær til.
Allar nútíma veiðiferðir eru
algerlega bannaðar samkvæmt
samningnum, en Eskimóar, sem
byggja Iífsafkomu sína að nokkru
leyti á veiði hvítabjarna, fá að
stunda veiðarnar áfram með hefð-
bundnum aðferðum.
Samningurinn var gerður
vegna þess, að talið er, að nútima
veiðiaðferðir ógni tilveru hvíta-
bjarna á norðurheimskauts-
svæðunum. Samningurinn gildir
fyrst um sinn til fimm ára.
Áður hafa Bandaríkin, Kanada,
Danmörk og Noregur undirritað
samninginn.
MORGUNBLAÐSHÚSINU
Lokað frá hádegl I dag
vegna larðarfarar
Heildverzlun V. H. Vilhjálmssonar,
Bergstaðastræti 13.
Hveragerði
Frá 1. febrúar mun
Páll Michelsen annast dreifingu
og innheimtu Morgunblaðsins
í Hveragerði. Sími 4225.
Mun blaðið framvegis verða
borið til kaupenda daglega.
-
mokarinn
mikli frá
BM VOLVO
Stór hjól; drif á tveim eða fjórum
hjólum; mismunadrifslás; 80 ha.
dieselvél með beinni innspýtingu;
rúmgott og hljóðeinangrað örygg-
ishús með Volvosæti; vökvastýring;
liðlegur og kraftmikill í ámokstri;
lyftir, staflar, dregur, ýtir.
Allar upplýsingar um LM 621, LM
641, og aðrar ámokstursvélar frá
BM Volvo eru ávallt til reiðu.
ámokstursvél
LM 641-621
Suóurlandsbraut 16 »Reykjavik •Simnefni Volver»Simi 35200
TRAMPS
Teg. 2310
TRAMPSSKÓR:
ísvörtu leðri meðhrágúmmisólum.
Stærðir: 36 — 40 Verð kr. 2.485 —
41 _ 44 Verðkr. 2.585 —
Teg. 2323
TRAMPSSKÓR:
í svörtu leðri eða brúnu leðri, með
hrágúmmísólum.
Stærðir: 36 — 40 Verð kr. 2.485.—
41 — 44 Verðkr. 2.585.—
Teg. 2325
TRAMPSSTÍGVÉL
í svörtu leðri með hlýju fóðri og hrágúmmisól-
um.
Stærðir: 36 — 40. Verð kr. 3.285.—
41 — 45. Verð kr. 3.385,—
PÓSTSENDUM
SKÓVERZLUN
ÞORÐAR PETURSSONAR
Kirkjustrætl 8 v/Austurvöll.síml 14181