Morgunblaðið - 05.02.1974, Page 12

Morgunblaðið - 05.02.1974, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1974 12 Norrænt iafnvægi NORSKIR stjómmálamenn telja, að „hið norræna jafnvægi", sem þeir nefna svo, hafi raskazt veru- Iega Sovétrikjunum í vil á síðustu árum. Þegarþeir tala um norrænt jafnvægi, eiga þeir við það valda- jafnvægi, sem skapazt hefur smátt og smátt í okkar heims- hluta. Sérhver röskun á þessu jafnvægi er að þeirra mati hættu- leg meðan allt er óljóst um þær viðræður, sem nú fara fram á Öryggismálaráðstefnu Evrópu og í Vínarborg um gagnkvæman samdrátt herafla í Mið-Evrópu. Að þeirra dómi hefur þetta jafn- vægi hér á norðurhjara veraldar raskázt af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi vegna hínnar gífurlegu hernaðaruppbyggingar Sovét- ríkjanna á Kolaskaga, sem rætt var um í fyrri grein og i öðru lagi vegna þess, að áhrif Sovét- rikjanna hafi stöðugt vaxið í Finnlandi siðustu árin. Um sýni- leg merki þess, að þessar stað- hæfingar Norðmanna hafi við rök að styðjast, leyfi ég mér að vísa til mjög athyglisverðrar greinar hér í Morgunblaðinu sl. föstudag eftir sænska blaðamanninn Andreas Kúng, en þar nefnir hann nokkur áþreifanleg dæmi um það, hve mjög Finnar eru háðir Rússum. En ástæður þess, að sigið hefur á ógæfuhlíðina fyrir Finnum, segja Norðmennirnir þær, að kynslóða- skipti i jafnaðarmannaflokknum í Finnlandi hafi valdið þvi, að hann sé eftirgefanlegri gagnvart Rúss- um en áður var og ennfremur sé ljóst, að um kommúniska „infiltrasjón “ hafi verið að ræða í jafnaðarmannaflokkinn í Finn- landi Þessi flokkur hafi áður stað ið ið eins og veggur gegn ásælni Sovétríkjanna en nú hafi sá vegg- ur hrunið að nokkru. Svíar fylgjast mjög náið með þróun finnskra stjórnmála og beint og náið samband mun vera milli Kekkonens, Finnlandsforseta, og Palme, forsætisráðherra Svi- þjóðar. Alla vega er það skoðun Norð- manna, að af þessum tveimur ástæðum hafi valdajafnvægið í okkar heimshluta raskazt mjög Sovétríkjunum í vil. Færi svo, að varnarstöðinni í Keflavík yrðí lokað, telja þeir, að það mundi enn þýða verulega röskun á hinu norræna jafnvægi Sovétmönnum í vil Ef til þess kæmi svo síðar, að islendingar vildu kalla bandariskt varnarlið eða annað NATO-lið til Keflavík- ur á ný vegna nýs hættuástands, mundu Sovétríkin líta á slíkt sem ögrun við sig vegna stöðu þeirra í þessum heimshluta og auka þá hernaðarviðbúnað sinn með ein- hverjum hætti einhvers staðar á norðursvæðinu, sem mundi þýða aukinn þrýsting af þeirra hálfú á eitt Norðurlandanna eðaþau öll. Þessi yfirsýn yfir málefni allra Norðurlandaþjóðanna og sam- hengið á milli aðgerða eða að- gerðaleysis hverrar einstakrar þeirra, einkenndi samtöl okkar við alla þá norsku stjórnmála- ihenn, er ég rakti i formála að fyrri grein minni, að við hefðum rætt við í Osló. Allir lögðu þeir megin áherzlu á þetta samhengi og þá hættu, sem það mundi skapa, ef hið norræna jafnvægi raskaðist enn á ný Sovétríkjunum í hag. Má það vera okkur Islendingum nokkurt um- hugsunarefni, hvort núverandi forystumenn okkar hafa þá yfir- sýn um þessi efni, sem svo nauð- synleg er. Yfirlýsingar norskra stjórnmálamanna Norskir stjórnmálamenn hafa ekki látið hjá liða að setja fram sjónarmið sin varðandi Iokun Keflavíkurstöðvarinnar. Það var engin tilviljun, að Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, vék orðum að íslandi i áramótaávarpi sínu til norsku þjóðarinnar. Hann sagði: „Ég vil gjarnan á þessum nýársdegi senda fyrir hönd þjóðar okkar kveðjur til frændþjóðar okkar á islandi. Hún á erfitt ár að baki, harðar deilur við annars góða vinaþjóð þ.e. hið svonefnda nýja þorskastríð. Við gleðjumst yfir því, að samkomulag náðist. Gott samband nágranna við Norskahaf og Norðursjó stuðlar að jafnvægi, sem þjónar friði og samvinnu milli þjóða á þessu mikilvæga svæði.“ Enginn vafi leikur á því, að þessi ummæli Bratteiis ber að skoða, sem vinsamlega ábendingu af hans hálfu til Islendinga vegna Styrmir Gunnarsson: Varnir Islands o g Noregs þeirra fyrirætlana, sem uppi eru í varnarmálum okkar. Norska dagblaðið „Norges Handels- og Sjöfartstidende" birti hinn 6. desember sl. viðtal við norska varnarmálaráðherrann Alv J. Forstervoll. Eftirfarandi orðaskipti áttu sér stað milli blaðs og ráðherra: — En hvað með Keflavíkur- stöðina á Islandi, ef Ameríkanar fara? Hvernig verður hernaðar- leg staða Noregs þá? — Ég hygg, að allir séu á einu máli um, að það mundi skapa vandamál fyrir sameiginlegar varnir — og fyrir varnir Noregs — bæði i friði og stríði. Það verð- ur ekki sízt erfiðara að fylgjast með því, sem gerist undir, á og yfir haffletinum milli Grænlands, íslands og Noregs. Ef yfirleitt er hægt að vinna þetta verk annars staðar frá mun það krefjast meiri tækjabúnaðar og ekki verða eins markvisst og nú. Fyrir okkur, sem erum sérstaklega háð samgöngu- leiðinni til Vesturheims, er þetta að sjálfsögðu sérstakt áhugaefni. Eg tel rétt að bæta því við, að breyting á afstöðu okkar til erlendra herstöðva í Noregi er ekki raunhæft umræðuefni. — Hafa norsk stjórnvöld sett sjónarmið sin fram við íslendinga? — islendingar þekkja sjónar- mið okkar. Mál þetta var einnig tekið upp í umræðum um utanríkismál í norska stórþinginu hinn 20. nóvember sl. Þá skoraði leiðtogi hægri flokksins, Káre Willoch, á norsku stjórnina að vekja athygli íslenzku rikisstjórnarinnar á afstöðu Norðmanna er hann sagði. „Meðan ég er að ræða hernaðar- leg málefni vil ég gjarnan fá að mæla með því við norsku ríkis- stjórnina, að hún setji fram þá skoðun við íslenzku rikisstjórn- ina, að það er einnig í þágu Noregs, og framlag til sameigin- legra varna, að Keflavíkurstöðin starfi áfram i einhverri mynd.“ Loks má nefna eitt dæmi til viðbótar, sem sýnir, hversu ofar- lega i huga Norðmanna hugsanleg lokun varnarstöðvarinnar í Kefla- vík er og hefur verið. 1 frétt i stærsta dagblaði Noregs, Aften- posten, hinn 1. desember sj. þar sem rætt er um ráðherrafund NATO segir svo: „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Aften- posten hefur fengið, hafa full- trúar Noregs veitt áliti hermála- nefndarinnar (þ.e. NATOS) fullan stuðning. Það er skoðun norska hernaðarsérfræðinga, að án varnarstöðvarinnar í Keflavik verði erfiðara fyrir önnur NATO- ríki að flytja liðsstyrk og birgðir til Noregs en á því byggist einmitt vörn Norður-Noregs." Orðsending Norðmanna i umtöluðum sjónvarpsþætti fyrir skömmu beindi Vilmundur Gylfason þeirri fyrirspurn til Einars Ágústssonar, hvort ein- hver skilaboð hefðu borizt frá Norðmönnum varðandi varnar- málin. Jú, ráðherrann kvaðst kannast við það og sagði, að það væri lesið, sem frá Norðmönnum kæmi. Daginn eftir hringdi blaða- maður Morgunblaðsins í ráð- herrann og innti hann eftir því, hvort hann hefði kannski átt við það í sjónvarpsþættinum, að formleg orðsending hefði borizt frá norsku ríkisstjórninni til hinnar islenzku um varnarmálin. Ráðherrann staðfesti það og sagði, að utanríkisnefnd hefði verið kynnt málið. Ekki er allt, sem sýnist. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem ég hef getað aflað mér, barst þessi orðsending um varnarmálin frá Norðmönnum snemma i september frá ríkis- stjórn Lars Korvalds, sem þá sat að völdum í Noregi. Utanrikis- nefnd Alþingis eða a.m.k. minni- hluti utanrikisnefndar hafði enga hugmynd um tilvist þessarar orð- sendingar fyrr en örfáum dögum áður en við fórum til Noregs í byrjun desember. Utanrikisráð- herra hafði fengið fréttir afþeirri ferð og það með, að fyrir Sjálf- stæðisflokkinn færu til viðræðna við Norðmenn GéirHalIgrimsson, sem er varamaður i utanríkis- nefnd og Matthias A. Mathiesen, sem er annar af tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í utanríkisnefnd. Þessir tveirmenn fengu upplýsingar um orð- sendingu Norðmanna rétt áðuren þeir fóru til Noregs. En ég tel mig hafa fulla ástæðu til að ætla, að allir ráðherrar og forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki haft hugmynd um þessa orðsendingu á þeim tíma. Hvers vegna skyldi Einar Ágústsson leggja svo mikla áherzlu á að koma í veg fyrir, að vitneskja bærist um orðsendingu Norðmanna? Og hvað, liggur hann á margvíslegum öðrum gögnum um öryggismálin, sem eiga fullt erindi til almennings? Einar Agústsson á að birta orðsendingu Norðmanna opinber- lega svo að þjóðin fái að kynnast sjónarmiðum frændþjóðar okkar. Ég veit að hann mun svara því til, að hann hafi ekki til þess heimild, hér sé um leynilega orðsendingu að ræða frá norsku stjórninni. Svarið við því er ósköp einfalt. Ráðherrann getur hæglega fengið samþykki norsku stjórnarinnar til þess að birta orðsendinguna opinberlega. Þá kann hann að haldaþví fram, að hún lýsi sjónar- miðum fyrrverandi ríkisstjórnar. Ég leyfi mér að fullyrða, eftir samtöl við núverandi forystu- menn norsku ríkisstjórnarinnar, að þeir eru í einu og öllu sammála efni þessarar orðsendingar og það getur utanríkisráðherra fengið staðfest hjá Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Norðmanna,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.