Morgunblaðið - 05.02.1974, Side 13

Morgunblaðið - 05.02.1974, Side 13
þegar hann kemur hingað í opin- bera heimsókn nú i febrúar. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 13 Það er varla hœgt að tefla fyrir fegurð- ina lengur ÞEGAR dregið var um töfluröð á 6. Reykjavíkurskákmótinu siðast- liðinn laugardag gafst undirrítuð- um færi á stuttu viðtali við sovézka stórmeistarann Davið Bronstein, en hann var áskorandi Botvinniks árið 1 951. Ég spurði Bronstein fyrst hvert væri siðasta skákmótið, sem hann hefði tekið þétt i, og svaraði hann þvi til. að síðast hefði hann teflt á skákþingi Sovétrikjanna, en siðasta mót sitt utan heimalands sins hefði verið millisvæðamótið i Petropólis i Brasiliu. Eins og kunnugt er, breyttu Sovétmenn fyrirkomulagi skák- keppna allmikið fyrir skömmu og var þá meðal annars komið á nokkurs konar deildaskiptingu. Ég spurði Bronstein um álit hans á þessu fyr- irkomulagi og sagði hann, að vissulega væri hér um merkilega tilraun að ræða, en enn væri þó of snemmt aðsegja til um hversu vel hún tækist, ,,við þurfum að reyna þetta oftar til þess að geta sagt til um árangur- inn", sagði stórmeistarinn. Annað nýmæli var það, að bannað var að semja um jafntefli fyrr en skákin væri orðin að minnsta kosti þrjátíu leikir. Þegar Bronstein var spurður álits á þessu svaraði hann: „Ég tel þetta fremur hæpna ráðstöfuri. Það er að visu staðreynd, að sumir skákmeistarar hafa tilhneigingu til þess að semja um jafntefli eftir örfáa leiki, en við þvi er ekkert að gera. Þetta hefur verið reynt áður og ekki gefizt vel, ef menn vilja endilega gera jafntefli geta þeir alltaf þvingað það fram og stund- um koma upp stöður, sem ómögu- legt er að fá nokkuð út úr. Kjarni málsins er sá. að alþjóðlegar keppnir eru orðnar of erfiðar. Þeg- ar teflt er í fimm tima á dag, kannski á hverjum degi i tvær til þrjár vikur, er ekki hægt að krefjast þess af nokkrum manni, að hann geti alltaf teflt af fullum þrótt). Annað mál er svo það, að þegar mönnum er raðað niður i styrkleikaf lokka ereingöngu tekið tillit til vinningafjöldans, en ekki til þess hvernig menn tefla, Ég vil helzt tefla fyrir fegurðina, þvi fylgir alltaf nokkur áhætta og ef illa tekst til, þá fæ ég færri vinn- inga. Afleiðingin verður svo sú, að ég lækka á skákstigum og fæ færrí tækifæri til að tefla." Næst spurði ég Bronstein um álit hans á hinu nýja fyrirkomulagi heimsmeistarakeppninnar og hver yrði næsti áskorandi heims- meista rans. Bronstein taldi, að þær breyt- ingar, sem gerðar hafa verið á fyrirkomulaginu, væru spor í rétta átt. en hins vegar taldi hann. að lengja ætti einvígin. „Að tapa þremur skákum og vera þar með úr leik er ekki rétt, ég held að þeir ættu að fjölga skákunum upp i a.m.k. fimm," sagði Bronstein. Bronstein taldi hiklaust, að Spasský yrði næsti áskorandi og að hann myndi hafa allgóða mögu- leika til að sigra Fischer. „Af þeim, sem nú keppa um réttinn til að skora á Físcher, er Spassky mest alhliða, hann hefur lært mikið af reynslunni og teflir Viðtal við Davíð Bronstein nú á margan hátt betur en fyrr! Ef Spassky teflir annað einvigi við Fischer tel ég hann hafa dágóða sigurmöguleika. Hann tefldi illa hér í Reykjavík og það stafaði fyrst og fremst af því, að hann vanmat andstæðinginn í byrjun. Höfuðatriðið i allri skákþjálfun er að læra að þekkja sina eigin veik- leika og veikleika andstæðingsins. Spassky hefur tekizt að tileinka sér þetta og þess vegna tel ég hann vera á réttri braut." Að lokum var Bronstein að þvi spurður, hvem hann teldi sigur- stranglegastan á Reykjavíkurmót- inu. „Það er erfitt að spá um það. Friðrik Ólafsson hefur mjög góða möguleika og að sumu leyti er það siðferðisleg skylda hans að sigra. Við hinir munum allir leggja okkur fram og að þvi er mér sjálfum viðkemur, þá vona ég, að mér gefist tækifæri til að tefla ein- hverjar fallegar skákir, þá verð ég ánægður. Að lokum vil ég svo geta þess, að ég er mjög ánægður með að vera kominn til íslands, mig hefur lengi langað hingað og ég hef fylgzt af áhuga með frammistöðu islenzkra skákmanna á alþjóðavettvangi um árabil." Nú var timinn úti, Bronstein þurfd að fara að skoða keppnissal- inn á Kjarvalsstóðum. Jón Þ. Þór Jón Asgeirsson skrifar um tónlist •• SONG- TÓNLEIKAR Taru Valjakka. Hvers vegna hafa Norðmenn ekki erlendar herstöðvar? Hér að framan hefur verið rak- ið, að bæði herfræðingar og stjórnmálaforingjar í Noregi telja, að lokun varnarstöðvarinn- ar i Keflavík mundi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir öryggi Noregs. Þegar athygli hefur verið vakin á þessari stað- reynd í umræðum hér heima, bregzt ekki, að frá kröfugerðar- mönnum um brottför varnarliðs- ins er spurt á móti, hvers vegna Norðmenn leyfi ekki erlendar herstöðvar í sínu landi. Siðast var því haldið fram í forystugrein í Tímanum fyrir nokkrum dögum, að frændþjóð okkar vildi láta okk- ur bergja á þeim bikar, sem hún vildi ekki sjálf. Hvers vegna leyfa Norðmenn ekki erlendar herstöðvar í landi sinu? Svarið er þríþætt. Ef við í fyrsta lagi berum saman aðstöðu Norðmanna og Islendinga i þessu efni, kemur I ljós grundvallar- munur. Noregur hefur öflugan her, Island engan her. Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli er ætl- að það hlutverk að anmast fyrstu varnir þar til liðstyrkur berst. I norska hernum eru 36 þúsund menn og verða 180 þúsund með fullri herkvaðningu, auk 80 þúsund manna heimavarnaliðs, samtals um 260 þúsund menn. Þessu liði er ætlað sama hlutverk og varnarliðinu hér hjá okkur, að annast fyrstu varnir, þar til lið- styrkur berst. Þetta er fyrsta skýringin. I öðru lagi: Þegar spurt er hvers vegna Norðmenn leyfi ekki er- lendar herstöðvar í sínu landi úr þvi að þeir hafá áhyggjur af lok- un Keflavíkurstöðvarinnar, verð- ur að líta svo á, að þeir, sem spyrja, telji, að það eigi að færa þá starfsemi, sem nú er í Kefla- vík, til Noregs. Þetta er ósköp einfaldlega ekki hægt. Flugþol þeirra flugvéla, sem notaðar eru til eftirlitsflugs er ekki meira en svo, að ef ætti að gera þær út frá Noregi eða Skotlandi mundi stór hluti N-Atlantshafsins vera ger- samlega eftirlitslaus. Af þessum sökum er út í hött að spyrja eins ogtalsmenn varnarleysis gera. En þriðja ástæðan, sem hér verður nefnd fyrir þvi, að Norð- menn vilja ekki hafa erlendan her í landinu sínu, er mikil- vægust. Ef norsk stjórnvöld tækju í dag ákvörðun um að óska eftir erlendu herliði til Noregs (eins og raddir eru vissulega um þar í landi vegna uppbyggingar- innar á Kolaskaga), mundu Sovét- rikin umsvifalaust líta á þá ráð- stöfun sem ögrun við sig og telja, að hún kallaði á mótaðgerðir af þeirra hálfu á norðursvæðinu. Hægt er að hugsa sér það með tvennum hætti. Að þrýstingur yrði aukinn á landamæri Noregs en það er fremur ólíklegt. Hann er þegár svo mikill í raun. Lík- legasta afleiðing erlendrar her- stöðvar i Noregi er sú, að Sovét- ríkin mundu krefjast aðstöðu fyrir herlið frá Sovétríkjunum i Finnlandi í samræmi við ákvæði friðar- og vináttusamnings Finn- lands og Sovétríkjanna, sem gerð- ur var eftir stríð og endurnýjaður fyrir nokkrum árum. Augljóst er, að Finnland væri þar með komið á bak við járntájaldið. Ábyrgðar- lausir gasprarar eins og Þórarinn Þórarinssón, ritstjóri Timans, sem einna helzt hefur sett fram þessa spurningu um erlendar her- stöðvar i Noregi ásamt kommún- istum að sjálfsögðu, ættu því að hugsa einu sinni um afleiðingar þess, sem þeir eru að krefjast, yrði það framkvæmt. í lokagrein hér i blaðinu á morgun verður fjallað um það, hvort ástæða sé til fyrir okkur íslendinga að taka tillit tilörygg- ishagsmuna Norðmanna er við tökum ákvarðanir i varnarmálum okkar. Taru Valjakka, sópran Árni Kristjánsson, pianó. Taru Valjakka er frábær söngkona. Þetta ætti að nægja sem umsögn, og þýðir, að Val- jakka hafi fengið í vöggugjöf mikla og fagra rödd, notið góðr- ar menntunar sem gáfum og listhneigð hennar sæmdi. Tón- myndunartækni hennar er góð, bæði í veikum og sterkum söng, framburður skýr, hún er sér- lega tónviss og túlkun hennar í hóf stillt. Af fyrri hluta efnisskrár mæ.tti nefna Se tu m ami, eftir Pergolesi og þrjú lög eftir Mozart, sem voru frábærlega vel sungin. Fjórir söngvar um drauminn eftir Aulis Sallinen komu þægilega á óvart', þó að hlutverk pianósins væri stund- um einum of stór hluti af tón- smiðinni, á kostnað söngraddar- innar. Ef til vill er píanóinu ætlað að undirstrika blæbrigði textans. Því miður fylgdi ekki í efnisskrá þýðing eða endursögn kvæðanna, sem er sérlegabaga- legt þegar hlýtt er á söngtón- smíðar, þar sem lögð er meiri áherzla á túlkun en lagræna þróun og einnig þegar fluttar eru tónsmíðar lítt þekktar hér- lendis. Þess má geta, að Sallin- en hefur um árabil haft á hendi formennsku i finnska Tón- skáldafélaginu og er vel þekkt- ur sem tónskáld og baráttumað- ur fyrir hagsmunum tónskálda. I lögum Páls Isólfssonar, sem ísl. hljómleikagestir þekkja til samanburðar, sýndi frúin hvernig góðar tónsmíðar end- urnýjast, verða ferskar, gleðja og hrífa i meðferð göðs listamanns. Þó söng- ur frúarinnar væri góð- ur, ekki hvað sízt í svo nefndum Sigenasöngvum eftir Dvorak, átti Arni Kristjánsson drjúgan hlut að allri túlkun og framsetningu, eins og auðfund- ið var á söngkonunni. Undirrit- aður ætlar sér ekki að fara út i samanburð, heldur láta nægja, að slíkur leikur sé aðeins á valdi þeirra, sem Músurnar elska.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.