Morgunblaðið - 05.02.1974, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974
JMtogmiMiiMfe
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjór
Ritstjórn og afgreiðslí-
Auglýsingar
Askriftargjald 360,00
I lausasolu 22,00
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen
Eyjólfur Konráð Jónsson
Styrmir Gunnarsson
Þorbjorn Guðmundsson.
Bjorn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
kr á mánuði innanlands
kr eintakið.
16
1214 ár hafa ráðherrarn
ir í vinstri stjórninni
hugleitt og skeggrætt um
það, hvernig þeir ættu að
fara með ákvæðið um varn-
armálin í málefnasamn-
ingnum. I þeim umræðum
hefur kennt margra grasa,
eins og fólkið veit af
yfirlýsingum þeirra út
og suður, og þó hefur
enn meir verið skegg-
rætt bak við tjöldin.
En þar kom um síðir, að
Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra lagði fram skrif-
legar tillögur sínar í varn-
armálunum í ríkisstjórn-
inni eftir að hann hafði átt
marga fundi með ýmsum af
forustumönnum kommún-
ista.
Enda þótt tillögur Einars
Ágústssonar fáist ekki birt-
ar, vita menn nægilega
mikið um efni þeirra til
þess að gera sér grein fyrir
því, hvað á ferðinni er. 1
fyrsta lagi á að vera hér
svonefnd „hreyfanleg“
flugsveit Bandarfkja-
manna. I öðru lagi á að
vera hér staðsett sveit
manna til 'áð annast þjón-
ustu við þessar flugvélar,
og í þriðja lagi á að vera
,,löggæzlusveit“, væntan-
lega búin einhverjum
vopnum, a.m.k. sem nægja
til þess, að flokkur ótíndra
bófa gæti ekki yfirtekið
völlinn. Síðan á lið Islend-
inga að vera til aðstoðar
hinu bandarfska.
Þegar þessar tillögur eru
skoðaðar, kemur í ljós, að
allt er við það miðað, að við
íslendingar „stöndum við
skuldbindingar okkar“ við
aðrar Atlantshafsbanda-
lagsþjóðir, en engin hlið-
sjón höfð af varnarhags-
munum Islands sjálfs.
Raunar hafa ráðherrarnir
ætíð rætt varnarmálin á
þann veg, að um væri að
ræðasamninga við Atlants-
hafsbandalagið og Banda-
ríkjamenn um það, hvern-
ig hagsmuna þessara aðila
yrði gætt, en aldrei að því
vikið, hvaða hagsmuni við
íslendingar hefðum sjálfir.
1 tillögum utanríkisráð-
herra er engin hliðsjón
höfð af vörnum Islands,
þvert á móti segir ráðherr-
ann við þjóðir Atlantshafs-
bandalagsins: Island má
ekki verja, það á að vera
algjörlega varnarlaust. En
ef þið lofið því, getum við
heimilað ykkur aðstöðu á
Keflavíkurflugvelli til að
gæta ykkar eigin hags-
muna.
Ekki er það ofsagt, að
tillögur þær, sem Einar
Ágústsson utanríkisráð-
herra hefur sett fram í
varnarmálunum, séu frá
sjónarmiði íslendinga hin-
ar vitlausustu, sem hugsazt
getur. Samkvæmt þeim á
Island að vera opið og óvar-
ið, en þó heimilum við öðr-
um þjóðum að hafa hér
herlið til að gæta hags-
muna sinna. Vera kann, að
Bandaríkjamenn og Atl-
antshafsbandalagsþjóðirn-
ar telji eitthvert hald í
lausn á þann veg, sem ut-
anríkisráðherrann leggur
til. En það er þá fyrst og
fremst vegna þess, að aðrar
þjóðir fá notið aðstöðu hér
á landi, þótt ekkert sé að
gert til að tryggja okkar
eigin varnir. Að vísu hefur
nú komið fram á ráðstefnu
um varnarmálin, og það
jafnvel hjá einum ritstjóra
Tímans, að í umræðu-
grundvelli utanríkisráð-
herra sé ekki gert ráð fyrir
neinu eftirliti með kafbát-
um frá Islandi, en slíkt leit-
arflug er kjarni í varnar-
stöðu Islands. Ef sú skoðun
Tímaritstjóra er rétt, er
ekki einu sinni fullnægt
grundvallarskuldbinding-
unni gagnvart bandalags-
þjóðunum.
Allir eru íslendingar
sammála um það, að
hér sé ekki meira
herlið en nauðsyn kref-
ur. En þegar við semj-
um við Atlantshafsbanda-
lagið hljótum við að segja:
Fyrst verður að tryggja
lágmarksvarnir Islands,
síðan má haga rekstri
Keflavíkurflugvallar á
þann veg, að jafnframt sé
höfð hliðsjón af varnar-
hagsmunum nágranna-
þjóðanna. Við eigum að
benda á, að því og því að-
eins látum við aðstöðu í té
hér á landi, að meginá-
herzla sé á það lögð að
tryggja okkar eigið öryggi.
En utanríkissráðherra fer
þveröfugt að. Hann segir
bæði við Bandaríkjamenn
og aðrar aðildarþjóðir
NATO: Island megið þið
ekki verja undir neinum
kringumstæðum, en ef þið
lofið að láta okkur varnar-
lausa, þá skal ég sjá til
þess, að þið fjáið aðstöðu
hér á landi til þess að verja
sjálfa ykkur.
En hvernig stendur á
því, að slíkt gæfuleysi skuli
henda ágæta menn eins og
ráðherra Framsóknar-
flokksins? Jú, svarið er of-
ur einfalt, kommúnistar
krefjast þess, að Island sé
varnarlaust. Þeir hafa hins
vegar fallizt á það, að Atl-
antshafsbandalagið hafi
nokkra aðstöðu á Keflavík-
urflugvelli i eigin þágu.
Ráðherrarnir allir leggja á
það meginkapp að halda
ríkisstjórninni saman, og
þess vegna leitast þeir nú
við að sameinast á þeim
grundvelli, að starfræksla
á Keflavíkurflugvelli verði
með þeim hætti, að það lið,
sem fyrst og fremst á að
gæta okkar varna, hverfi
af landi brott, en eftir
verði sú starfsemi, sem
miðast við varnir Banda-
ríkjamanna og annarra
NATO-þjóða, a.m.k. að
hluta.
Með tillögum þeim, sem
utanríkisráðherra hefur
lagt fram, er ekki einungis
verið að firra Island vörn-
um, heldur erum við jafn-
framt gerðir að athlægi
allra þeirra, sem vit hafa á
málum. Umbúðalaust segja
tillögur utanríkisráðherra
eftirfarandi: Góðu vinir,
við viljum allt fyrir ykkur
gera, aðeins að því undan-
skildu, að við séum sviptir
öryggi, þá megið þið
tryggja ykkar öryggi meðal
annars með aðstöðu hér á
landi.
SNILLDIN MESTA
New York. —
Leyndardómar offitunnar,
þessarar aldagömlu upp-
sprettulindar illkvittnislegrar
fyndni, erfiðra matarkúra og
fjárplógsstarfsemi, eru nú að
byrja að koma í ljós eftir ára-
langar rannsóknir færustu
Iækna.
Að vísu hefur læknum ekki
enn tekizt að finna upp neina
pillu, sem leysi öll vandamál
og geri fólki kleift að borða,
hvað sem er, án þess að bæta
við sig nokkrum kílóum. Rann-
sóknirnar eru hins vegar að
komast á það stig, að læknar
telja sig brátt munu skilja til
fulls, hvers vegna menn þjást
af offitu. Jafnframt mun lækn-
ing verða áhrifameiri og örugg-
ari og munu það örugglega góð
tíðindi þeim 70 milljónum
Bandarfkjamanna, sem þjást af
sjúkdóminum.
A fundi, sem haldinn
var á vegum næringar-
fræðideildar Kólumbíu-
háskóla í nóvembermán-
uði síðastliðnum, var
ýmsum hinum nýju upp-
finningum lýst og hlýddu
á fjölmargir læknar og
matarkúrasérfræðingar,
flestir grannir. Þarna
heyrðu menn það nýjasta
um orsakir offitu, hvers
vegna menn taka að
þyngjast um of, og hvern-
ig má fjölga þeim, sem
eru fyrrverandi ístru-
belgir.
1 skýrslum sérfræðing-
anna kom fram, að fjöl-
margir þeirra, sem þjást
af offitu, hafa átt við
hana að stríða frá barn-
æsku. Þetta þýðir, að
þetta fólk verður að berj-
ast við sjúkdóminn alla
ævi og má aldrei slaka á.
Hinar nýju uppfinningar
vekja hins vegar þá von,
að takast megi að lækna
að minnsta kosti þessa
tegund offitu, og þarna
er um að ræða þá hlið
Offita og lækning hennar
sjúkdómsins, sem jafnan hefui
reynzt erfiðust.
Hjá öðrum, það er að segja
þeim, sem fitna smám saman,
er aldur færist yfir, er orsak-
anna fyrst og fremst að leita í
nútíma lifnaðarháttum. Hreyf-
ingarleysi ásamt ofneyzlu á fit
andi mat veldur hér mestu um,
hitaeiningarnar verða of marg-
ar, jafnvel þótt um sé að ræða
mataræði, sem virðast mætti
skynsamlegt.
Þetta fólk ætti að eiga auð-
veldara með að ná af sér nokkr-
um aukakílóum, þegar á þarf að
halda, aðalatriðið er að slaka
aldrei á.
Enginn vafi leikur á því, að
höfuðástæða offitu er neyzla
fleiri hitaeininga en lfkaminn
þarf á að halda. Það skiptir
ekki máli, hvort aukaskammt-
urinn er í formi proteins, fitu-
efna eða kolefnis, líkaminn
breytir öllu í fitu og það, sem
hann þarf ekki á að halda,
hleðst utan á hann.
Setjum dæmið þannig upp, að
einhver neyti þess, sem nemur
3000 hitaeiningum, af salati á
viku, en þarfnist aðeins 2.500
hitaeininga til brennslu. Fimm
hundruð hitaeiningar myndu
þá verða að fitu, sem hleðst
utan á líkamann og eftir vikuna
yrði viðkomandi einu pundi
þyngri en hann var fyrir. En
Eftir Jane E. Broúy
þetta er ekki allur sannleikur-
inn. Dr. Jean Mayer, sem er
næringarfræðingur við Har-
vardháskóla og hefur rannsak-
að offitu um Iangan tíma, segir:
„Að segja, að offita stafi ein-
göngu af ofáti væri álíka gáfu-
legt og að kenna áfenginu einu
sér um ofdrykkju."
Dr. Jules Hirsch og dr.
Jerome Knittle uppgötvuðu
fyrir skömmu, að í líkömum
fólks, sem hefur þjáðst af of-
fitu frá barnæsku, er óeðlilega
mikið magn af fitufrumum.
Þeim mun fyrr, sem offitan
byrjaði að gera vart við sig,
þeim mun meira er af þessum
frumum. Sérfræðingarnir hafa
einnig komizt að þvi, að ef þess-
ar frumur ná einu sinni að
myndast, hverfa þær aldrei úr
líkamanum. Takist mönnum að
ná af sér nokkrum kílóum staf-
ar það af því, að fitufrumurnar
minnka, en þeim fækkar ekki.
Knittle stjórnar deild fyrir
börn, sem þjást af offitu, við
Mount Sinaiheilsugæzlustöð-
ina, en hann hefur tilgreint
þrjú tímabil, þegar fitufrum-
urnar myndast í líkamanum.
Fyrsta timabilið er á þrem sið-
ustu mánuðunum fyrir fæð-
Mynd
Velferðarfita eða erfða-
eiginleiki?
i ; \ '-\ ;
i i -y/ >
\ ' W /
JícnrlJork Srtncs
ingu, annað fyrstu tvö æviárin
og hið síðasta eru unglingsárin.
Knittle segir, að tveggja ára
barn, sem þjáist af offitu, geti
haft jafnmargar fitufrumur í
líkamanum og fullorðinn mað-
ur, sem er fullkomlega eðlileg-
ur í vexti. Við sex ára aldur geti
tala fitufrumanna verið orðin
tvöföld, eða jafnvel þreföld.
Ástæðurnar fyrir þessari
fjölgug fitufrumanna geta ver-
ið margar, en sérfræðingar
telja, að þar sé helzt um að
ræða arfgengi, hvers kyns um-
hyggju börn fá og svo ýmis
konar sálfæðilegt og þjóðfélags-
legt álag.
LÆKNING OFFITU
Á síðastliðnum 50 árum hef-
ur hitaeininganeyzla Banda-
ríkjamanna minnkað eilítið, en
hins vegar hefur orkueyðsla
þeirra einnig minnkað stórlega,
þökk sé bifreiðinni og ýmis
konar vinnusparandi tækjum.
Samkvæmt könnun bandaríska
heilbrigðisráðsins er nú svo
komið, að fjörutiu og fimm
af hundraði allra Bandaríkja
manna stunda engar Iíkamsæf-
ingar sér til heilsubótar. Dr.
Jean Maxer sérfræðingur í
næringarfræði við Harvardhá-
skóla kennir hreyfingarleysi
níutíu af hundraði allra þeirra
tilfella sjúklegrar offitu, sem
fram koma. Dr. Maxer hefur
ieitt i ljós, að of feitir unglingar
hreyfa sig mun minna en jafn-
aldrar þeirra, sem hafa eðlilega
þyngd, og hann kann gott ráð
við vandanum: „Gangið, en far-
ið ekki í bíl. Gangið upp stig-
ana, en látið öðrum eftir lyft-
una/'Ymisireruþeirrar skoðun-
ar, að líkamsæfingar og hreyf-
ing almennt geri fólk svo
svangt, að það borði meira en
ella, en sérfræðingar eru á öðru
máli. Dr. Jules Hirsch segir, að
hreyfing hafi þau áhrif, að fólk
snúi sér ekki að mat til þess að
fá tilfinningalega svölun, held-
ur þvert á móti.
Framhald á bls. 31